Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 16

Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþingi hefurflækt ríkis-valdið inn í málefni stjórn- málaflokkanna. Mörgum þykir það gott, sérstaklega þeim sem trúa á að ríkið skuli vera með puttana sem víðast. En stjórnmálaflokkar í lýðræðis- landi ættu að vera helstu að- haldsstofnanir gagnvart ríkis- valdinu. Fjölmiðlar hafa því miður ekki burði til þess og rík- ið sjálft rekur fjölmiðil sem hef- ur úr meira fé að spila en aðrir og þarf ekki að hafa fyrir að afla þess. Sá fjölmiðill er ekki líklegur að sýna ríkinu umtals- vert aðhald. „Sá á hund sem el- ur,“ sögðu bændur. En um leið og stjórnmálaflokkarnir eru orðnir jafn frekir á almannafé og nú er, geta þeir ekki með góðu móti beðist undan því að sæta eftirliti og umsjón rík- isins. Þeim er gert að skila skýrslum til Ríkisendurskoð- unar um fjármál sín. Ríkisend- urskoðun ætti að neita að taka slíkt hlutverk að sér nema að hún geti fylgt því eftir. Eigi hún að gefa út yfirlýsingar af ein- hverju tagi byggðar á upplýs- ingum frá stjórnmálaflokk- unum verður hún að vera fær um að sannreyna þær. Fyrir nokkrum misserum var upplýst að Sjálfstæðisflokkurinn hafði þegið stuðning úr vafasömum áttum. Fjárhæðirnar voru úr öllu hlutfalli við það sem hafði nokkru sinni tíðkast. Þessar fréttir voru flokknum til mikils álitshnekkis. Hann brást við með þeim eina hætti sem fær var. Hann baðst af- sökunar og endur- greiddi féð. Mun það mjög þrengja fjárhagslega stöðu hans, sem var erfið fyrir. Nú hefur verið upplýst að Samfylkingin hef- ur hlotið sambærilega styrki. Hún hefur ekki beðist afsök- unar og hún hefur ekkert end- urgreitt. Jafnframt hefur kom- ið fram að auk þess sem þekkt er fékk hún styrktaraðila sína til að dreifa fjárhæðum á fjöl- margar kennitölur til að fela fyrirgreiðsluna. Ef Ríkisend- urskoðun kafar ekki af þessu tilefni ofan í fjármál flokkanna, á hún að biðjast undan því að gegna nokkru hlutverki í skýrslugjöf um þá. Enn fremur hefur komið fram að Glitnir banki tók sér 5 mánuði til að útvega upplýs- ingar um styrki til flokka og sendi ekki frá sér fyrr en ljóst var orðið að Rannsóknarnefnd Alþingis næði ekki að birta þær. Lög um þá nefnd viku ákvæðum laga um bankaleynd til hliðar og færðu nefndinni heimildir til að sækja sér þær upplýsingar sem henni væri neitað um. Ekki hefur verið upplýst hvers vegna hún beitti ekki því valdi. Glitnir verður að svara tafarlaust og und- anbragðalaust öllum spurn- ingum sem beint hefur verið til hans um styrki til flokka. Hafi hann eins og Landsbankinn dreift styrkjum til flokka eða flokksfólks á gervinöfn og óræðar kennitölur þarf að upp- lýsa það. Ríkisendurskoðun verður að sannreyna upplýsingar frá flokkum eða segja sig frá slíku eftirliti ella} Feluleikurinn lifir Mannréttinda-dómstóll Evrópu hefur dæmt að iðnaðar- málagjald það sem innheimt hef- ur verið lengi samkvæmt lögum fái ekki staðist. Íslenskir dómstólar höfðu áður komist að annarri niðurstöðu. Ekki er rétt að álykta að úrskurður Mann- réttindadómstólsins sé sér- stakur áfellisdómur yfir niðurstöðum héraðsdóms og Hæstaréttar. Og Hæstiréttur er ekki bundinn af niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Iðnaðarmálagjald var auð- vitað barn síns tíma. En öllum mátti vera ljóst orðið að af- skipti þeirra af þess háttar gjöldum voru orðin með öllu óeðlileg. Stjórnvöld og lög- gjafinn hefðu átt að bregðast fyrr við athugasemd- um og gagnrýni þeirra sem töldu óeðlilegt að ríkið væri að innheimta slíkt gjald fyrir frjáls félaga- samtök með þeim úrræðum sem því standa til boða. Ríkisvaldinu er nú rétt að afnema hina umdeildu skipan hið fyrsta með því að leggja fram lagafrumvarp þess efnis fyrir þingið. Vilji félagar í Samtökum iðnaðarins standa áfram fyrir jafn umfangsmik- illi starfsemi og rekin hefur verið á vegum þeirra síðustu árin munu þeir sjálfsagt leggja fjármuni fram til þess án þeirra þvingunarúrræða sem ríkið hefur beitt í þágu samtakanna. Rétt er að afnema snarlega lög um innheimtu iðnaðarmálagjalds} Tímamótaúrskurður P eningar hafa verið mér hugleiknir undanfarið og er ég eflaust ekki ein um það. Ég hef sem betur fer ekki þurft að hafa mjög miklar áhyggjur af mínum fjármálum að öðru leyti en því að mér finnst eins og afstaða mín til þeirra sé að breytast og ekki endilega til hins betra. Mér líður eins og peningarnir mínir séu ekki eins mikils virði og mér fannst þeir áð- ur. Sem er reyndar því miður hárrétt því þeir eru allir á krónuformi. Þetta virðist gera það að verkum að rótgróin varfærni mín í fjármálum, sem sumir vilja kalla nísku, er á hröðu undanhaldi. Þessi lúmska hugarfarsbreyting kemur alveg aftan að mér því einhvern veginn hefði ég haldið að einmitt í kreppu myndi ráðdeildarsemin festa sig end- anlega í sessi. Núna stend ég mig hinsvegar að því að kaupa nánast umhugsunarlaust hluti sem ég hefði aldrei leyft mér að kaupa í sjálfu góðærinu, a.m.k. ekki fyrr en eftir langan innri „díalóg“ og skothelda réttlæt- ingu, því þá hélt ég mjög vel utan um krónurnar mínar sem í dag eru svona uppburðarlitlar. Ég hef sett fram kenningar um orsakir þessa nýtil- komna kæruleysis í fjármálum. Frá því ég fékk fyrsta launaseðilinn minn hef ég alltaf verið að safna fyrir ein- hverju og yfirleitt reynt að fylgja sparnaðaráætlun, lagt hluta af laununum mínum mánaðarlega til hliðar inn á sparireikning sem ég hreyfi ekki við nema af góðri ástæðu. Síðustu ár hefur þessi sparireikningur verið eyrnamerktur framhaldsnámi og lengst af gekk vel að safna, en ekki lengur. Í kjölfarið hef ég smám saman misst metnaðinn fyrir þessu enda fæ ég ekkert út úr því að skoða töl- una á sparireikningnum mínum um mán- aðamótin. Þeir sem hafa sett sér einhver lang- tímamarkmið, hver svo sem þau eru, þekkja eflaust þessa tilfinningu. Þegar árangurinn lætur algjörlega á sér standa missir maður smám saman móðinn og fer að standa á sama. Á einhvern öfugsnúinn hátt virðist þetta hafa þau áhrif að mér finnst sá peningur sem ég þó á ekki vera mikils virði lengur. Ég veit að þegar ég fer í framhalds- nám verður þessi litli sparnaður hvort eð er eins og dropi í hafið á móti skuldunum sem ég steypi mér í, svo til hvers að halda áfram að reyna? Allar vonir um að geta fjármagnað námið að mestu án lána eru löngu orðnar hlægilegar. Þetta er ein meginástæðan fyrir kæruleysinu. Hin er sú að verðskynið hefur breyst því það sem fyrir stuttu þótti fáránlega dýrt er núna orðið lágmarksverð og lítið sam- hengi á milli verðs og raunverulegs verðmætis. Í dag er rökstuðningurinn sem ég gef samviskunni áður en ég saxa á sparnaðinn því eitthvað á þessa leið: Annars vegar eru þessir ótrúlega fallegu skór sem eru tæknilega séð allt of dýrir. Hinsvegar þarf að fylla á bílinn fyrir jafnmikinn pening. Bensíntankurinn gufar upp á tveimur vikum, en skórnir munu veita mér ánægju næstu árin. Ég held bara að ég leyfi mér það á meðan ég get. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Ormur á gulli STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Skemmtiferðaskipin halda sínu striki FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is V el horfir með komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Reyndar er útlit fyrir að skipin verði aðeins færri í ár en í fyrra, 75 á móti 80, en þar sem skipin sem hingað koma hafa verið að stækka, er útlit fyrir að farþegafjöldi í höfuðborginni verði svipaður og í fyrra eða um 70 þúsund. Svo dæmi séu tekin þá er von á 29 skipum til Ísafjarðar í sumar á móti 27 í fyrra. Tíu skemmtiferðaskip eru væntanleg til Seyðisfjarðar í sumar, en þangað komu 15 skip í fyrra. Á báða þessa staði eru fleiri skip bókuð næsta sumar heldur en í ár. Mikið í húfi Mikið er í húfi að þessi grein ferða- þjónustunnar blómstri þegar óvissa er á mörgum öðrum sviðum. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóa- hafna, situr í dag fund samtaka 104 evrópskra hafna sem nefnast Cruise Europe. Hann sagðist eiga von á mörgum fyrirspurnum á fundinum um ástandið á Íslandi í kjölfar eldgoss og öskufalls og margir séu hræddir við Íslandsferð. „Þessi viðhorf eru kannski eðlileg miðað við að sjónvarpsstöðvar um all- an heim sýna stöðugt myndir af spú- andi eldfjalli, svörtum hestum og kindum og fólki að moka ösku,“ sagði Ágúst í gær. „Þegar ég segi fólki frá því að ferð með skemmtiferðaskipi til Íslands sé fullkomlega örugg og nú sé virkilega eitthvað nýtt og spennandi að skoða þá tekur fólk slíku vel, en það er mikið verk framundan fyrir okkur í ferðaþjónustunni að leiðrétta þessa vitleysu alla.“ Hann segist þegar þekkja dæmi um að ferðalangar velji frekar skemmtiferðaskip en flugvélar vegna eldgossins. Til dæmis sé fullbókað í allar ferðir Queen Mary milli New York og Southampton í sumar. Von- andi takist eins vel að selja í Íslands- ferðirnar. Viðskiptin margra hagur Niðurstöður könnunar meðal far- þega sem komu með skemmti- ferðaskipum til Reykjavíkur, Akur- eyrar og Seyðisfjarðar í fyrra sýna að á þessum þremur stöðum versluðu farþegar og áhafnir fyrir samtals um 2,5 milljarða króna og er þá meðtalið það sem greitt var fyrir skoðunar- ferðir. Algengt er að farþegi eyði hér á landi um þrettán þúsund krónum í verslun að meðaltali. Áhafnir sem versluðu á Akureyri og Seyðisfirði eyddu um 1200-1500 krónum á mann að meðaltali, en í Reykjavík var þessi upphæð um 27 þúsund krónur. Tekjur af farþegum skemmti- ferðaskipa eru þó talsvert meiri því könnunin náði ekki til farþega sem komu með skipum til Ísafjarðar, Húsavíkur, Grundarfjarðar, Vest- mannaeyja og Hafnarfjarðar. Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Íslands, sagðist í gær ætla að tekjur af verslun á öllum stöðunum hefðu verið nálægt 3,5 milljörðum króna á síðasta ári. Til viðbótar koma tekjur til hafn- anna, tekjur ríkisins af innheimtu vitagjalds og umboðsmenn skipanna fá umboðslaun. Mörg skipanna kaupa kost, olíu og ýmsa þjónustu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grand Princess á Akureyri Mörg skipanna hafa lengt viðdvöl sína og far- þegaskipti fara oftar fram hér á landi, en þá koma fleiri að þjónustunni. Farþegar skemmtiferðaskipa gætu hafa verslað fyrir um 3,5 milljarða króna hérlendis í fyrra. Beinn og óbeinn efnahagslegur ávinningur er verulegur og hefur vaxið með hverju árinu. SPURT var um viðhorf farþega til ýmissa þátta sem snerta almenna upplifun þeirra af heimsókninni til staðanna þriggja. Í ljós kom að yf- irgnæfandi fjöldi farþega var þeirr- ar skoðunar að heimsóknin hefði farið fram úr væntingum. Ein spurninganna snerist um verðlag. Farþegar og áhafnir reynd- ust „tiltölulega ánægðar“ með verð- lagið með þeirri undantekningu að áhafnir sem komu til Seyðisfjarðar voru „ekki alveg nógu ánægðar“. Spurt var um ánægju með skipu- lagðar skoðunarferðir, kurteisi og viðmót starfsfólks og vinsemd heimamanna. Svörin fyrir alla þrjá staðina voru: „Mjög ánægður.“ Einnig var spurt hvort viðkom- andi myndi heimsækja staðinn aftur og þá sem flugfarþegi. Farþegar töldu það ekki líklegt, en áhafnir töldu það ýmist nokkuð eða mjög líklegt. UMFRAM VONIR ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.