Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 honum líkaði vel og fannst miða í rétta átt. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þakka ég Þorvaldi Garðari trú- mennsku og góð störf og votta fjöl- skyldu hans samúð. Bjarni Benediktsson. Við fráfall Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, fyrrverandi forseta sameinað Alþingis og alþingismanns í aldarfjórðung, leita minningar á hugann frá þeim tíma þegar við átt- um ánægjulegt samstarf á Alþingi um 12 ára skeið. Nánast var það sam- starf á kjörtímabilinu 1983-1987. Þá var Alþingi deildaskipt. Þorvaldur var kosinn forseti sameinaðs þings eftir kosningarnar árið 1983 og gegndi því embætti í fimm ár. Á þessum tíma hafði ég aðeins set- ið eitt kjörtímabil á þingi, en var árið 1983 kjörin í embætti forseta efri deildar þingsins. Forsetar deilda og sameinaðs þings mynduðu forustu- sveit þingsins, það sama og nú er kallað forsætisnefnd. Það var lær- dómsríkur tími fyrir mig að starfa undir forystu Þorvaldar Garðars, for- seta sameinaðs Alþingis, ásamt Ingv- ari Gíslasyni, forseta neðri deildar, en báðir áttu langan þingmannsferil að baki. Þorvaldur Garðar var formfastur í störfum sínum og lagði ríka áherslu á mikilvægi þjóðþingsins og að virð- ingu þess væri haldið á lofti. Undir forystu hans fóru fram ýmsar nauð- synlegar breytingar sem vörðuðu starfshætti þingsins og starfsað- stöðu, bæði þingmanna og starfs- manna. Fyrir lá að á næsta kjörtíma- bili fjölgaði þingmönnum úr 60 í 63 eftir breytingar á kjördæmaskipan og kosningalöggjöf. Þess vegna var nauðsynlegt að endurskipuleggja þingsalina, m.a. með því að skipta um húsbúnað í þingsölum. Samhliða fóru fram gagngerðar breytingar innan dyra í þinghúsinu. Einnig var skipuð dómnefnd og efnt til samkeppni um nýbyggingar á svokölluðum Alþing- isreit. Undir forystu Þorvaldar Garð- ars á þessum árum fór fram heildar- endurskoðun þingskapa, Ríkisendurskoðun var færð undir Al- þingi og stofnað embætti umboðs- manns Alþingis. Það var ánægjulegt að starfa undir hans forystu á þessu tímabili og samstarf okkar þriggja var bæði ánægjulegt og gott. Ég á margar góðar minningar, ekki síst frá ýmsum opinberum athöfnum og ferðum sem við forsetarnir fórum á vegum þingsins til annarra þinga. Elísabet, eiginkona Þorvaldar, var stoð hans og stytta í öllum hans störf- um. Þau voru mjög samrýnd hjón. Ég veit að hann þáði hjá henni holl- ráð þegar því var að skipta. Ég minn- ist hennar þegar hún kom daglega í þinghúsið um hádegisbil, sat í for- stofunni hjá fatahenginu og beið þess að hann væri tilbúinn að skreppa með henni heim í hádegismat. Einnig átt- um við margar ánægjulegar sam- verustundir á heimili þeirra hjóna í Skerjafirðinum ásamt mökum okkar. Elísabet lést eftir stutt veikindi fyrir fjórum árum og var missir Þorvaldar mikill við fráfall hennar. Einkadóttir þeirra hjóna, Elísabet Ingibjörg, hef- ur búið með föður sínum ásamt fjöl- skyldu sinni og verið honum stoð og stytta ásamt eiginmanni sínum og börnum þeirra sem voru sannkallaðir gleðigjafar í lífi Þorvaldar Garðars. Að leiðarlokum þakka ég Þorvaldi Garðari góða viðkynningu og sam- starf og votta dóttur hans, Elísabetu, og fjölskyldu hennar innilega samúð. Salome Þorkelsdóttir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson var einn þeirra sem settu mikið mark á framfaramál á Vestfjörðum um áratugaskeið. Með sanni má segja að varla voru nokkur slík mál til lykta leidd á hinu pólitíska sviði að hann hafi ekki átt þar mikinn hlut að máli. Það einkenndi þingmannsstarf Þorvaldar hversu annt hann lét sér um hag fólksins á Vestfjörðum. Hann var duglegur að fara um kjördæmið og heimsótti ekki síður hin dreifbýlu héruð en þéttbýlið. Hann bar mjög fyrir brjósti hagsmuni hinna dreif- býlli héraða Vestfjarða og enn þann dag í dag minnast menn hans fyrir hans ötulu baráttu. Þannig ávann hann sér mikið traust, stofnaði til vin- skapar og kynntist því frá fyrstu hendi hvar eldurinn brann hverju sinni. Ég minnist kosningabaráttu sem Sjálfstæðisflokkurinn háði við afar erfiðar aðstæður og óvissa var mikil um úrslit. Við Þorvaldur ferðuðumst saman um kjördæmið. Það kom sér vel að báðir voru árrisulir og Þor- valdur réð ferðinni. Árla morgun hvern hófum við dagsverkið. Við nýttum tímann þegar við töldum að fólk væri varla komið á fætur og ók- um leið okkar í áfangastað. Við hóf- um síðan fyrirtækjaheimsóknir og hittum fólk á bæjum þegar kristilegt var orðið að knýja dyra. Þannig unn- um við allan daginn og héldum stjórnmálafundi að kvöldi. Þá ekki síst varð ég var við hversu vel Þorvaldur var liðinn um kjör- dæmið gjörvallt. Hann átti alls staðar vinum að mæta; ekki síst fólki, sem aldrei hafði látið sér detta í hug að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en kom til okkar boðum að það myndi verða núna. Það vissi sem var að um hann myndi muna í sókn og vörn fyrir vest- firska hagsmuni. Þorvaldur Garðar var mikill og einlægur baráttumaður fyrir virð- ingu og reisn Alþingis. Sem forseti Sameinaðs þings beitti hann sér fyrir margvíslegum umbótum sem enn sér stað í störfum og starfsumhverfi Al- þingis. Þorvaldur hafði þann hátt á að hringja í mig við ýmis tækifæri eftir að hann lét af þingmennsku og þá gafst gott tóm til þess að heyra álit hans á því sem um var að vera í þjóð- félaginu. Í ársbyrjun tókum við alltaf stöðuna saman og það leyndi sér ekki sú mikla yfirsýn og skilningur sem hann hafði á straumum þjóðlífsins. Þegar miklir atburðir áttu sér stað fyrir vestan hafði hann óðara sam- band. Þannig sýndi hann hug sinn til málefna Vestfjarða, löngu eftir að hann hafði látið af þingmennskunni. En það sýnir líka mannkosti hans, að hann fylgdist vel með vinum sínum og spurði frétta af fjölskyldu minni. Elísabet Kvaran kona hans studdi hann mjög í stjórnmálastarfinu. Í kosningabaráttu hringdi hann til hennar snemma morgun hvern, hún rakti fyrir honum það sem markverð- ast var í blöðunum þann daginn og við fórum síðan vel nestaðir með þær upplýsingar á hraðbergi, löngu fyrir daga internets eða annarra fjar- skipta. Andlát hennar fyrir fáeinum árum varð Þorvaldi mikið áfall og eft- ir það fannst mér hann aldrei samur maður. Með Þorvaldi Garðari Kristjáns- syni er genginn merkismaður og mikill heiðursmaður. Við Vestfirðing- ar eigum honum mikið að þakka. Ég og fjölskylda mín sendum El- ísabetu dóttur hans og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Einar Kristinn Guðfinnsson. Kynni mín af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni eru býsna löng, hátt í 70 ár. Í fyrstu voru þau ekki sérlega náin. Þau hófust með því að við vor- um um skeið samtímis nemendur í Menntaskólanum á Akureyri, hann kominn í „menntadeild“, en ég þrem- ur árum á eftir, enn í „gagnfræða- deild“. Það man ég að Þorvaldur var í góðu áliti og þótti líklegur til að standa sig þegar út í lífið kæmi. En að því kom löngu síðar að við Þorvaldur urðum alþingismenn, úr sínum stjórnmálaflokki hvor, komnir sinn úr hvorri áttinni og fátt sem hefði átt að geta bundið okkur saman böndum góðra persónulegra sam- skipta. En Alþingi er ólíkindavett- vangur um það hvernig stofnað er til góðra kynna milli manna. Atvik inn- an Alþingis leiddu til þess að við Þor- valdur hlutum að vinna saman og þannig að við fyndum leið til þess að samstarf okkar yrði til góðs. Náið samstarf okkar hófst 1971, þegar ég var tilnefndur af hálfu Framsóknarflokksins sem einn þriggja fulltrúa á ráðgjafarþingi Evrópuráðsins. Þorvaldur hafði þá setið á ráðgjafarþinginu allmörg ár og var formaður íslensku sendinefnd- arinnar. Staða hans breyttist við myndun nýrrar ríkisstjórnar haustið 1971. Einar Ágústsson utanríkisráð- herra skipaði mig (flokksmann sinn!) formann í stað Þorvalds. Hann tók því sem sjálfsögðum hlut, studdi mig í öllu og leiðbeindi af fyllstu einlægni. Síðar kom að því (1983-1987) að við Þorvaldur unnum náið saman heilt kjörtímabil sem samforsetar Alþing- is ásamt Salome Þorkelsdóttur. Þor- valdur var forseti sameinaðs þings, Salome forseti efri deildar og ég neðri deildar. Samstarfið í þríeyki forsetanna var með ágætum. Þar gegndi Þorvaldur vitaskuld for- mennsku og fórst það vel úr hendi. Hann naut almenns trausts alþing- ismanna, og sjálfur bar hann hag og virðingu Alþingis mjög fyrir brjósti, enda þjóðrækinn maður í hvívetna og leyndi því ekki að hann hafði Jón Sig- urðsson að fyrirmynd. Á útfarardegi Þorvalds Garðars Kristjánssonar verða mér hin fornu kynni okkar minnisstæð. – Fjöl- skyldu hans sendi ég innilega sam- úðarkveðju. Ingvar Gíslason. Það koma upp í hugann margar mætar minningar þegar Þorvaldur Garðar er allur. Hann átti að baki drjúgt og gott dagsverk, sem þing- maður og þingforseti þó allra helzt, málafylgjumaður mikill og fylgdi málum sínum fast eftir af einurð en sanngirni. Hann var góður ræðumað- ur, hélt sig við aðalatriði máls og lagði mikið upp úr sem vönduðustum rökstuðningi, aflaði sér traustra heimilda svo í engu væri vikið af vegi hins sannasta og réttasta. Hann var sjálfstæðismaður af gamla skólanum þar sem frelsi skyldi fylgja ábyrgð og dýrmæti manngildisins aldrei gleymt. Ég kynntist honum bezt þegar hann var forseti Sameinaðs Alþingis og þau kynni voru mér lærdómsrík og gefandi. Þorvaldur Garðar lagði ríka áherzlu á virðingu Alþingis, að menn ræktu þar skyldur sínar sem allra bezt, Alþingi skyldi starfa á þann veg einan sem til heilla horfði fyrir land og lýð. Sanngirni hans og réttsýni nutu ekki síður andstæðing- ar en samflokksmenn, aðeins það réð gjörðum hans í forsetastól að rétt skyldi vera rétt í allri stjórnun, rögg- semi hans og sköruleg framkoma í góðu samræmi við styrka skaphöfn og fyrirmannlega framgöngu. Sem náinn samstarfsmaður hans um skeið kynntist ég líka betur ýms- um góðum kostum hans sem hins hlýja og hjálpfúsa manns, manns með ríka kímnigáfu sem hann beitti aðeins alltof sjaldan, enda mikill al- vörumaður sem aldrei hrapaði að neinu. Ég fann líka glöggt hversu hann fylgdist með fólkinu í kjördæmi sínu og kjörum þess svo og atvinnu- lífinu vestra, hversu hann vildi allra götu greiða og þá ekki spurt um flokksskírteini, öðru nær. Hann var mikill gæfumaður, eig- inkona hans Elísabet Kvaran var honum mikill giftugjafi, henni fékk ég allnokkuð að kynnast og mat hana mikils, glaðvær og skemmtileg í við- ræðu, skýr í hugsun og vel að sér. Þorvaldur Garðar er mér einkar kær í minningunni og því er hann kvaddur í mikilli þökk fyrir hin mæt- ustu kynni og hinn ljúfa vinarhug sem við hjón fengum bæði að njóta. Dóttur þeirra sendum við einlægar samúðarkveðjur. Þar fór góður og gegn maður hollra heilinda. Helgi Seljan. Þorvaldur Garðar var glæsilegur fulltrúi Vestfirðinga sem þingmaður þeirra um langt árabil. Bráðskýr var þessi vel menntaði lögfræðingur, sem bætti við sig hrl.-réttindum 72 ára, en gekk ungur til starfa fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, var framkvæmdastjóri hans í 11 ár, einnig borgarfulltrúi og öðlaðist mikla reynslu og yfirsýn um málefni, eins og augljóst er um mann sem sat 29 þing á æðstu samkundu þjóðarinnar og lengi í forsetastóli efri deildar og sameinaðs þings. Hann var þeirra manna helztur, sem andmæltu því að skipting Al- þingis í efri og neðri deild yrði aflögð, ritaði bækling um það: Deildir Al- þingis. Manna lengst var hann fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðs- SJÁ SÍÐU 22 ✝ Okkar ástkæri unnusti, sonur og bróðir, GUÐMUNDUR KRISTINN STEINSSON, Stekkjargötu 9, Reykjanesbæ, lést af slysförum laugardaginn 17. apríl. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 29. apríl kl. 13.00. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Guðmundar Kristins Steinssonar til styrktar Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikning hjá Íslandsbanka nr. 542-14-400005, kt. 450908-0370. Berglind Harpa Ástþórsdóttir, Steinn Erlingsson, Hildur Guðmundsdóttir, Einar Ó. Steinsson, Sigríður Dagbjört Jónsdóttir, Dagný Alda Steinsdóttir, Una Steinsdóttir, Reynir Valbergsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR PÁLMADÓTTUR frá Drangsnesi, Hrafnistu Reykjavík. Steingrímur Einarsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Jón Einarsson, Ingibjörg Hjörvar, Pálmi Einarsson, María Teodora Mumoz, Garðar Einarsson, Guðbjörg Bárðardóttir, Smári Einarsson, Bára Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, Efstaleiti 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun, hlýhug og vináttu. Hörn Harðardóttir, Matthías Jakobsson, Örn Þórhallsson, Erla Magnúsdóttir, Þórunn Þórhallsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson, Sigríður Þórhallsdóttir, Jón Kristján Árnason, Einar Þór Þórhallsson, Andrea Þorbjörg Rafnar, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EÐVARÐS PÉTURS TORFASONAR frá Brautartungu, Lundarreykjadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Ási í Hveragerði fyrir góða umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson, Sveinn Gunnar Eðvarðsson, Anna Rafnsdóttir, Hildur Eðvarðsdóttir, Eiríkur Sveinsson, Guðni Eðvarðsson, Halldóra Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför sonar okkar, bróður og barnabarns, ÍSAKS RAFAELS JÓHANNSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Íslandsdeild Amnesty International njóta þess. Aðalbjörg Jónsdóttir, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Jóhann Vilhjálmur Ólason, Óli Dagmann Jóhannsson, Villy Böegh Olsen Jóhannsson, Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Björn Arnórsson, Jón Aðalsteinsson, María Kristjánsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Óli Dagmann Friðbjörnsson, Katrín Björgvinsdóttir, Sigurður Anton Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.