Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Svalasta mynd ársins er komin! HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 5.40-8-10:20 16 3D-DIGITAL AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 5:503D L OFURSTRÁKURINN kl. 5:50 VIP-LÚXUS AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 5:50 L KICK-ASS kl. 5:40-8 -10:30 14 3D-DIGITAL HOTTUBMACHINE kl. 8 - 10:30 12 KICK-ASS kl. 8-10:30 VIP-LÚXUS THE BLIND SIDE kl. 8 10 CLASH OF THE TITANS kl. 8-10:30 12 MENWHOSTAREATGOATS kl. 10:30 12 CLASH OF THE TITANS kl. 5:40 VIP-LÚXUS KICK-ASS kl. 5:50-8:10D -10:40D 14 OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 6 L CLASH OF THE TITANS - 3D kl. 8:103D -10:303D 12 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8:10-10:30 12 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON - 3D m. ensku tali kl. 63D L / KRINGLUNNI Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG myndi segja að þetta væri gæða hipp- hopp. Þetta á að vera partíplata,“ segir Krist- inn Helgi Sævarsson, betur þekktur sem rapparinn Diddi Fel úr Forgotten Lores, um sólóplötuna Hesthúsið sem hann var að senda frá sér. „Þetta er í raun og veru önnur sólóplatan mín, en fyrsta alvöru platan. Ég gaf út plötu fyrir um tíu árum sem varð til þess að For- gotten Lores var stofnuð á sínum tíma. Sú plata var bara gefin út í fimmtíu eintökum og ekki seld í plötubúðum. Á nýju plötunni pæli ég meira í flæðinu í tónlistinni en textanum. Platan var gerð síð- asta sumar og ég stefndi á að gefa hana út þá, þannig að þetta er svolítil sumarplata,“ segir Diddi. Hann fékk marga góða gesti til að koma að Hesthúsinu með sér, þar á meðal Class B, Emmsjé Gauta, Önnu Hlín, G.Maris, 7berg, Dóra DNA, StjánaMisskilinn og fleiri. Skemmtilegra að hafa útgáfu - Hvers vegna ákvaðstu að senda frá þér sólóplötu núna? „Að gera lög er áhugamálið mitt og mér finnst persónulega gaman að gefa eitthvað út, þó plötur seljist ekki mjög mikið og maður sé ekki að græða á þessu er skemmtilegra að hafa útgáfu. Ég gaf út plötu á netinu fyrir tveimur árum með strák sem heitir Gunni Maris. Hún var gefins og var mikið hlaðið niður. Netútgáfa er góð leið til að koma tón- listinni frá sér, nauðsynleg fyrir tónlist- armenn svo þeir séu ekki alltaf að gera tón- list sem enginn fær að heyra. En núna vildi ég hafa útgáfuna áþreifanlegri.“ Diddi og félagar í Forgotten Lores vinna nú að nýrri plötu sem þeir ætla að reyna að gefa út á þessu ári. Sveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur; Týndi hlekkurinn 2003 og Frá heimsenda sem kom út 2006 og var m.a. tilnefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna. Byrjaði sem einkahúmor - Nafnið á plötunni þinni minnir frekar á kántrí en hipphopp, hvað er málið? „Þetta er bara djók sko, byrjaði sem einka- húmor, þetta átti í rauninni að vera mín doggystyle-plata. En þetta er Ísland og því eru bara hestar, þetta var bara svo fyndið. Ég var búinn að ákveða plötuumslagið áður en ég gerði plötuna,“ svarar Diddi og hlær. - Hvernig blómstar hipphopp-senan á Ís- landi? „Það eru komnar svo margar kynslóðir fyr- ir aftan okkur að það erum við sem stöndum í því að halda uppi senunni. Við erum alltaf að halda tónleika og gefa út og peppa upp yngri listamenn. Við erum orðnir reynsluboltarnir. Það hefur alltaf verið hipphopp í gangi en núna finnst mér þetta vera að koma upp aftur, það eru nokkrar plötur á leiðinni á þessu ári. Síðan var rappari sem vann Söngkeppni fram- haldsskólanna og það var líka rapp í öðru sæti. Ég trúi því að á þessu ári verði hipphopp í hávegum haft.“ „Átti í rauninni að vera mín doggystyle-plata“  Rapparinn Diddi Fel sendir frá sér sólóplötuna Hesthúsið  Sumarleg partíplata  „Ég trúi því að á þessu ári verði hipphopp í hávegum haft“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hipphopp Diddi Fel spáir hipphoppinu rífandi velgengni á þessu ári. Hesthúsið Plötuumslagið er einkahúmor. Diddi Fel verður með tónleika á Prikinu annað kvöld, fimmtudagskvöld, ásamt Class B, Emmsjé Gauta og fleirum. Partíið byrjar kl. 22 og er frítt inn. Hann verður síðan með tónleika fyrir Íslendinga í Danmörku 5. maí næstkomandi, líklega á Blasen í Kaupmanna- höfn. COURTNEY Love vill selja réttinn á lögum Kurt Cobain svo hún geti haldið lífinu áfram. Söngkonan vill ekki lengur vera best þekkt fyrir að vera ekkja Nirv- ana-rokkarans og telur að á peningunum sem hún hefur fengið fyrir verk hans hvíli bölvun. „Ég er að hugsa um að selja allt sem Kurt gaf út. Allan réttinn, allt saman. Þetta er ekki spurning um peninga held- ur um tilfinningar. Hann er besti vinur sem ég hef átt en ég og Kurt vorum aðeins gift í þrjú ár og núna þarf ég að lifa mínu eigin lífi. Ég er alltaf ekkjan og ég er að verða brjáluð á því. Á þessum peningum hvílir bölvun frá þeim degi sem þeir fóru að koma inn,“ sagði Love í viðtali við The Scotsman. „Þetta eru í raun og veru ekki mínir peningar, ég vil ekki að Kurt Cobain kaupi á mig skó leng- ur. Ég vil kaupa mína eigin skó – og mikið af þeim,“ bætti hún við. Love á 17 ára gamla dóttur, Frances Bean, með Kurt Cobain. Árið 2008 seldi hún stóran hluta af útgáfurétti Nirvana. Selur Courtney Love vill eigið líf. Ætlar að selja allt saman UPPSELT er á aukatónleikana með Manna- kornum sem fara fram laugardaginn 15. maí kl. 22 í Háskólabíói. Áður hafði selst upp á skot- stundu á fyrri tónleikana sem fara fram kl. 19 sama kvöld. Í dag kl. 10 verða settar í sölu allar ósóttar pantanir á hvora tveggja tónleikanna. Ekki verður bætt við fleiri tónleikum, þrátt fyrir fjölda áskorana, og því er hér um að ræða allra síðasta tækifæri til að tryggja sér miða á þenn- an tónlistarviðburð. Miðasala fer sem áður fram á Midi.is og á öll- um sölustöðum Mida.is. Mjög takmarkaður fjöldi miða er til sölu í dag. Von er á nýrri tvöfaldri safnplötu frá Manna- kornum í byrjun maí. Ósóttar pant- anir seldar Mannakorn Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson eru vinsælir hjá landanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.