Morgunblaðið - 28.04.2010, Síða 36
Tumi hóf störf á Kaffitári 2006 og ári síðar
fór systir hans Ingibjörg að vinna á sama
stað. „Við erum mikil kaffifjölskylda og okk-
ur líkar báðum vel í þessu umhverfi,“ segir
hann.
Tumi vann til verðlauna um síðustu helgi
fyrir besta Kahlúa-drykkinn. Hann segir
galdurinn að baki góðum kaffidrykk, hvort
sem um er að ræða óáfengan eða áfengan
drykk, liggja í hráefninu. „Maður þarf að
finna hráefni sem vinnur vel með kaffinu,
frekar en að nýta hráefni sem hylur kaffi-
bragðið. Það þarf líka alltaf að passa að
hráefnið sé fyrsta flokks og með því móti er
hægt að galdra fram eitthvað sem spilar vel
saman.“
Galdurinn felst í hráefninu
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 118. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Fannst sofandi við höfnina
2. Stúlkan enn á gjörgæslu
3. Dýrkeypt yfirlýsing forsetans
4. Hraun komið um 1 km frá gígnum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Karlakór Reykjavíkur heldur um
þessar mundir vortónleika í Lang-
holtskirkju undir yfirskriftinni Kom
vornótt og syng. Nú þegar hafa
tvennir tónleikar verið haldnir en í
kvöld verða þeir þriðju og loka-
tónleikar verða í kirkjunni á laug-
ardag, 1. maí. Þetta er 84. starfsár
kórsins og eru vortónleikar fastur lið-
ur í kórstarfinu.
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20
en á laugardaginn kl. 16. Hægt er að
kaupa miða í forsölu á heimasíðu
kórsins, www.kkor.is, en einnig verð-
ur hægt að kaupa miða við inngang-
inn. Miðaverð er 2.500 kr.
Morgunblaðið/Kristinn
Karlakór Reykjavíkur
syngur vorinu söng
Ekkert verður
af einleik sænska
klarínettleikarans
Martins Frösts
með Sinfóníu-
hljómsveit Ís-
lands á fimmtu-
dag, þar sem
hann kemst ekki
til landsins vegna
truflana á flugsamgöngum. Fröst
var kominn til Óslóar í gær en
komst ekki lengra. Hann átti að
leika einleik í klarínettkonsert
Kalevis Ahos.
Að sögn Margrétar Ragnarsdóttur,
markaðs- og kynningarstjóra Sin-
fóníunnar, falla tónleikarnir ekki
niður en ekki lá fyrir í gær hvaða
verk kæmi í staðinn. Flutningur á
öðru sem er á dagskránni, forleik
eftir Mússorgskíj og fjórðu sinfóníu
Tsjajkovskíjs, raskast ekki. Nánari
upplýsingar er að finna á vefsetri
Sinfóníunnar, sinfonia.is.
Öskutepptur einleikari
Á fimmtudag Norðaustan 8-13 m/s og skýjað. Slydda NA-lands, en rigning með S-
ströndinni. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag N-læg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en él með A-ströndinni og skúrir
syðst. Hiti 1 til 6 stig SV-lands, en annars vægt frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt og rigning eða slydda S- og A-lands, en annars úr-
komulítið. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast á V-landi.
VEÐUR
Júlíus Jónasson handknatt-
leiksþjálfari þurfti ekki að
hugsa sig lengi um þegar for-
ráðamenn Vals óskuðu eftir því
að hann tæki við karlaliði fé-
lagsins. „Ég stóðst ekki freist-
inguna. Ég tek við góðu búi af
Óskari Bjarna Óskarssyni
sem gert hefur mjög góða
hluti hjá Val á þeim sjö ár-
um sem hann hefur verið
við stjórnvölinn,“ segir Júl-
íus m.a. í viðtali við Morg-
unblaðið. »1
Júlíus stóðst ekki
freistinguna
Bayern München leikur til úrslita í
Meistaradeild Evrópu en þau fara
fram í Madríd á Spáni í næsta mánuði
gegn annaðhvort ríkjandi Evrópu-
meisturum Barcelona eða Inter frá
Mílanó. Þetta varð ljóst í gærkvöldi
eftir að Bayern vann
franska liðið Lyon,
3:0, í síðari leik
liðanna. Bayern
hefur ekki kom-
ist í úrslit frá
árinu 2001 þeg-
ar liðið varð
Evrópumeist-
ari í fjórða
sinn.
Bayern München leikur
til úrslita í Madríd
Frábært veður setti svip sinn á 35.
Andrésar andar-skíðamótið sem lauk
á laugardag á Akureyri. Um 730
keppendur víðsvegar af landinu tóku
þátt og er það svipaður fjöldi og und-
anfarin ár. Þóra Leifsdóttir er ein af
fjölmörgum sjálfboðaliðum sem
leggja sitt af mörkum fyrir Skíða-
félag Akureyrar á meðan mótið fer
fram. Myndasyrpa á bls. 4
Góð stemning á Andrés-
ar andar-leikunum
ÍÞRÓTTIR
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ÞAÐ að þrír Íslandsmeistarar í kaffigerð og
-smökkun skuli leynast í sömu fjölskyldunni
verður að teljast harla óvenjulegt. Gott kaffi
hefur hins vegar lengi skipað veigamikinn sess
hjá Ferrer-fjölskyldunni, sem jafnvel hefur ekki
vílað fyrir sér að flytja það landshornanna á
milli.
„Þegar við fluttum heim frá Frakklandi eftir
fimm ára dvöl tókum við með okkur mikið af
fair trade-kaffi. Þegar það var að verða búið
uppgötvuðum við Suðurnesjakaffið hjá Sonju
Grant sem þá starfaði hjá Kaffitári í Kringlunni.
Við létum jafnvel senda það austur á Fáskrúðs-
fjörð þar sem við bjuggum þegar við áttum ekki
heimangengt,“ segir Carlos Ferrer, grunnskóla-
kennari við Sunnulækjarskóla á Selfossi og
stundakennari á menntasviði Háskóla Íslands,
sem nú um helgina var valinn Íslandsmeistari í
gerð áfengra kaffidrykkja.
Löguðu kaffi frá barnsaldri
Carlos, sem á þýska móður og föður frá Pú-
ertó Ríkó en hefur búið á Íslandi frá átta ára
aldri, byrjaði að drekka og laga kaffi fyrir fimm
ára aldur. Sama má segja um son hans Tuma.
„Ég var fjögurra ára þegar ég var látinn hella
upp á og byrjaði síðan að drekka kaffi um sjö
ára aldurinn,“ segir Tumi sem starfar á Kaffitári
og var nú í febrúar kjörinn Íslandsmeistari í
fagsmökkun kaffidrykkja. Þá var hann einnig
verðlaunaður nú um helgina fyrir besta Kahlúa-
kaffidrykkinn. Ingibjörg systir hans, sem starfar
einnig á Kaffitári, var síðan krýnd Íslandsmeist-
ari kaffibarþjóna í byrjun marsmánaðar.
Öll þrjú munu þau taka þátt í heimsmeistara-
keppni í gerð kaffidrykkja sem fram fer í Lond-
on nú í júní og það er ljóst að Carlos hlakkar til.
„Ætli þetta hafi nokkuð gerst áður, að minnsta
kosti ekki hér á landi, að þrír úr sömu fjölskyldu
taki þátt í keppninni,“ segir hann.
Tumi segir kaffiáhuga föður síns hafa gengið í
endurnýjun lífdaga eftir að þau systkinin gerð-
ust kaffibarþjónar og Carlos samsinnir því. „Ég
staðnaði í kaffidrykkju upp úr tvítugu – var van-
ur að drekka sterkt og frekar beiskt kaffi. Síðan
gáfu krakkarnir mér Chemex-kaffikönnu í jóla-
gjöf 2008 og þar með breyttist kaffismekk-
urinn,“ segir Carlos og kveðst hafa uppgötvað
fleiri bragðtegundir í kjölfarið.
Reynslan af matargerð hjálpar
„Ég fór líka að reyna að laga kaffið eftir for-
skrift meistaranna,“ bætir hann við og hafnar
því að vera sérlega hugmyndaríkur við kaffi-
gerðina. Hann kveðst hins vegar búa að ára-
langri reynslu af matargerð og það hafi sitt að
segja við kaffilögunina. „Þegar Ingibjörg byrjar
að æfa fyrir keppni þá leggjumst við í heilmiklar
bragðstúderingar.“
Tæknin við bragðsamsetningu hefur eflaust
ekki síður skipt máli við lögun verðlauna-
drykkjarins um síðustu helgi, en hann byggði
Carlos m.a. á súmötrukaffi, rommlegnu mangó,
appelsínum og engifer og kaldlöguðum espressó-
klaka. „Þetta var ekki flókinn drykkur, en það
tók samt langan tíma að laga hann og smakk-
tilraunirnar áður en rétta bragðið náðist voru
fjölmargar.“
Fjölskylda kaffimeistara
Góðir kaffidrykkir eru
í hávegum hafðir hjá
Ferrer-fjölskyldunni
Kaffimeistarar Þau Ingibjörg, Carlos og Tumi kunna öll listina að laga góða kaffidrykki.