Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 15

Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 15
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Ný í safnið Svanbjörn Sigurðsson, stjórnarmaður og fyrsti safnstjór- inn, Arngrímur Jóhannsson flug- stjóri og formaður stjórnar safns- ins, Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri á Akureyri og Gestur Einar Jónasson safnstjóri. FLUGSAFN Íslands á Akureyri fékk í vikunni Waco YKS-7, flug- vél sömu gerðar og sú fyrsta sem Flugfélag Akureyrar keypti árið 1937. Vélin er framleidd í apríl það ár, um sama leyti og gamli TF- ÖRN, sem er þekktur af gömlum ljósmyndum af Pollinum á Akur- eyri. Það hefur lengi verið draumur flugáhugamanna og þeirra sem að Flugsafni Íslands standa að eign- ast slíka vél. Þegar þessi fannst í Bandaríkjunum á síðasta ári var ákveðið að festa kaup á henni. Vél- in er í mjög góðu ásigkomulagi og verður flughæf þegar búið verður að setja hana saman. Það má því búast við því að hún sjáist á flugi yfir Akureyri á næstunni. Flugfélag Akureyrar hf. var stofnað 3. júní 1937. Nafninu var síðar breytt í Flugfélag Íslands. Farþegaflug og póstflug til Reykjavíkur og fleiri staða á land- inu hófst árið 1938. Agnar Kofoed-Hansen, síðar flugmálastjóri, var fyrsti forstjór- inn og Vilhjálmur Þór kaupfélags- stjóri KEA, stjórnarformaður. Samskonar vél og TF-ÖRN í Flugsafnið  Vélin í góðu lagi og fer fljótlega á loft Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010 FÉLAG leik- skólakennara (FL) heldur aukaaðalfund á Grand Hótel í Reykjavík í dag þar sem lögum félagsins verður breytt. Ástæðan er sú að stjórn- endur leikskóla stofna sérstakt félag þennan dag, Félag stjórnenda leikskóla (FSL). Nýja félagið verður við hlið FL og annarra félaga kennara og skóla- stjórnenda innan Kennarasambands Íslands. Á aukaaðalfundinum verður kosið í nýja stjórn FL og nýr formaður tekur við af Björgu Bjarnadóttur. Hún hefur verið í forystu félagsins í rúm tuttugu ár og þar af formaður í fjórtán ár. Félag stjórnenda leikskóla verður stofnað eftir hádegi í dag á Grand Hótel. Í hinu nýja félagi verða leik- skólastjórar og aðstoðarleik- skólastjórar ásamt leikskóla- fulltrúum og ráðgjöfum. Á stofnfundinum verður kosinn for- maður og einnig í önnur trún- aðarstörf. Eftir breytingarnar verða fé- lagsmenn í Félagi leikskólakennara um 1900 og í Félagi stjórnenda leik- skóla verða félagsmenn um 520. Yfirskrift beggja funda er: „Tvö félög – ein rödd“. „Hún á að undir- strika þá sýn sem verður höfð að leiðarljósi í samstarfi félaganna í framtíðinni,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Félagi leikskólakennara. sisi@mbl.is Björg læt- ur af for- mennsku Björg Bjarnadóttir Stjórnendur leikskóla stofna sérstakt félag VÍSINDA- FÉLAG Íslend- inga gengst fyrir opinberum fyr- irlestri í kvöld kl. 20:00 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Haraldur Sig- urðsson jarð- fræðingur mun þar fjalla um „Eld- gos í Eyjafjallajökli“, og er fyrirlesturinn öllum opinn. Þótt gos- in hafi ekki verið stór, þá hafa elds- umbrotin í Eyjafjallajökli árið 2010 reynst mjög söguleg og borið nafn Íslands út um allan heim á fremur óvæntan hátt. Fjallað verður í fyrirlestrinum um hegðun eldkeilunnar í þessum tveimur gosum, um myndun ösk- unnar í sprengigosinu og óvenju- mikla útbreiðslu öskuskýja til meg- inlands Evrópu, og áhrif hennar á flugsamgöngur. Haraldur ræðir um eldgosin FERÐASÝNING Í PERLUNNI 1.- 2. MAÍ 2010 - KL. 10 -17 Að sýningunni standa markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Á sýningunni verður gestum boðið að ganga hringinn í kringum landið og fá smjörþefinn af því besta sem ferðalöngum stendur til boða í sumar. Hvort sem þú hefur áhuga á fugla-, sela-, eða hvalaskoðun, göngu- ferðum um fjall eða fjöru, heimsækja söfn og sýningar, njóta menn- ingar og lista, stunda golf, skíði eða heilsulindir, eða heimsækja blómlega bæi þá finnurðu örugglega eitthvað sem heillar þig! Á einum stað gefst fólki tækifæri á að kynna sér fjölbreytta ferða- möguleika á Íslandi, skoða, spjalla og spyrja, bragða á íslenskum krásum og njóta fjölbreyttra uppákoma: - fara í stuttan útreiðartúr, dást að kiðlingum, andarungum, upp- stoppuðum ísbirni og hreindýri, - fylgjast með gjósandi eldfjalli, handfjatla splunkunýtt hraun og uppgötva leyndardóma kúluskíts og óskasteina, - skoða lítinn burstabæ, bala með skeljum og ílát með lifandi sjávardýrum, - kynnast ævintýrum Sögu og álfastráksins Jökuls, sjá tröllshöfuð í fullri stærð, hlusta á tröllasögur og frásagnir af skessunni í hellinum, virða fyrir sér álfsnef, máta víkingaklæði og kynnast leikjum víkinga fyrr á öldum, eða ímynda sér drekann, Lagarfljótsorminn og persónur úr Hrafnkelssögu, - taka þátt í SMS ratleik, njóta leiðsagnar um Öskjuhlíð, bæta við lengsta trefil í heimi, öðlast innsýn í framtíðina frá spákonu og njóta ýmissa tónlistaratriða. Hlökkum til að sjá þig! Ísland sækjum það heim! FERÐUMS T UM LANDIÐ O KKAR Í SUMAR FERÐAÞJÓNUSTABÆNDA OPINN LANDBÚNAÐUR BEINT FRÁ BÝLI ÍSLENSKARMATARKRÁSIR AUSTURLAND SUÐURLA ND NOR ÐUR LAN D VESTU RLAND HÖF UÐB ORG ARS VÆ ÐI VESTFIR ÐIR SUÐURNES AÐGANGUR ÓKEYPIS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.