Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 28
✝ Gunnar fæddist íReykjavík þann
20.10. 1941. Hann lést
á Landspítalanum 26.
apríl.
Foreldrar Gunnars
voru Árni Jóhanns-
son, f. 26.3. 1913, d.
19.12. 1995 og Ingi-
björg Álfsdóttir, f.
29.12. 1916, d. 20.8.
2009. Systkini Gunn-
ars, 1) Sigurrós Jó-
hanna, f. 29.7. 1939, 2)
Helga Elísabet, f. 22.2.
1943 og 3) Jóhann, f.
1.6. 1950. Gunnar kvæntist Guðnýju
Jónasdóttur f. 7.12. 1948, þroska-
þjálfa, þann 31.8. 1970. Foreldrar
hennar voru: Jónas Jóhannesson f.
4.2. 1904, d. 15.2. 1974 og Lára
Gunnarsdóttir f. 21.1. 1917, d. 26.4.
2) Jónína, f. 6.3. 1975, viðskipta-
fræðingur. Eiginmaður hennar er
Guðni Ingvason f. 18.1. 1974, stjórn-
málafræðingur. Sonur þeirra er Ar-
on Elí f. 13.8. 2002. Sonur Jónínu er
Gunnar Árni f.17.2. 1997. 3) Gunnar
Már f. 18.5. 1978, tölvunarfræð-
ingur. Kona hans er Laufey Þór-
arinsdóttir f. 11.5. 1979, leikskóla-
kennari. Sonur þeirra er Þórarinn f.
19.11. 2008. Gunnar var hárskeri að
mennt og starfaði lengst af við þá
iðn á eigin stofu, Hárstofunni í Hafn-
arfirði.
Fyrir 20 árum hóf hann störf hjá
Orkuveitu Reykjavíkur, áður Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, og vann
þar til ársins 2008 er hann lét af
störfum. Gunnar var mikill fjöl-
skyldumaður, hafði yndi af hvers
kyns útiveru, þar á meðal golfi, veið-
um og gönguferðum. Þá var hann
virkur félagi Oddfellowreglunnar.
Útför Gunnars verður gerð frá
Fossvogskirkju föstudaginn 30. apr-
íl og hefst athöfnin kl. 13.
1993. Lengst af
bjuggu þau Gunnar og
Guðný í Hafnarfirði
en fluttu síðan í
Garðabæ. Fyrir þrem-
ur árum fluttu þau í
nýja íbúð að Hallakri
1 í Garðabæ. Börn
Gunnars og Guðnýjar
eru: 1) Hilmir Þór f.
24.8. 1971, mál-
arameistari og bygg-
ingafræðingur. Sam-
býliskona hans er
Steinunn Lund, f. 14.9.
1973, móttökuritari.
Börn þeirra eru: Kristjana Guðný, f.
19.8. 2006 og Hilmir Þór f. 8.1. 2010.
Dóttir Hilmis fyrir sambúð er Ok-
tavía Signý f. 28.2. 1996. Sonur
Steinunnar fyrir sambúð er Sveinn
Andri f. 8.1. 1998.
„Þakka þér fyrir samveruna Stein-
unn mín og hvað þú hefur verið mér
góð tengdadóttir.“ Með þessum hlýju
orðum kvaddi Gunnar mig og svo
sannarlega var hann góður tengda-
faðir. Strax við fyrstu kynni tókst
með okkur samband, byggt á vænt-
umþykju og trausti. En ég kom ekki
ein í fjölskyldu Gunnars, með mér
kom einnig Sveinn Andri sonur minn.
Ég veit að í slíkum tilfellum geta orð-
ið hnökrar og vandamál en því var
ekki til að dreifa hjá þeim hjónum
Guðnýju og Gunnari, þau buðu son
minn velkominn í hópinn og í þeim
eignaðist hann nýja ömmu og afa til
viðbótar þeim sem fyrir voru. Fyrir
þetta eitt og sér erum ég og sonur
minn óendanlega þakklát.
Gunnar var í eðli sínu hógvær og
laus við alla framagirni. Fjölskyldan
var honum allt, Guðný, börnin,
tengdabörnin og svo barnabörnin
sem komu í heiminn hvert á fætur
öðru. Stundanna með þeim naut hann
til fulls og barnabörnin fundu fljótt að
hjá afa og ömmu áttu þau tryggt at-
hvarf.
Fyrir um tveimur árum hætti
Gunnar að vinna eins og sagt er og
hlakkaði til að eyða efri árunum með
fjölskyldunni – ferðast, spila golf og
annað það sem fólk á „besta aldri“ sér
fram á að geta leikið sér við að lokinni
langri starfsævi. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er og fyrir rúmu ári
greindist Gunnar með þann illvíga
sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að
velli – eins og svo marga aðra. Í
fyrstu virtust horfur góðar en svo
kom, að öllum var ljóst í hvað stefndi,
þar á meðal Gunnari sjálfum, sem
horfði raunsæjum augum á málið.
Til Gunnars og Guðnýjar var gott
að koma og mikið var gaman að fá
þau í heimsókn. Dóttir okkar Hilmis,
Kristjana Guðný, varð einn af auga-
steinum afa síns og sú stutta var ekki
lengi að átta sig á elskulegum afa sem
var svo gott að koma til. Alltaf á
þriðjudögum náði afi í hana á leik-
skólann og svo var farið á rúntinn og
keyptur ís. Í janúar sl. fæddist svo
einn afastrákur í viðbót og Gunnar
naut þess innilega að hafa litla dreng-
inn hjá sér og hann þykir líkjast afa
sínum.
Síðustu daga Gunnars vék fjöl-
skyldan ekki frá honum og börnin
hans og kletturinn hún Guðný stóðu
hvíldarlaust vaktina. Gunnar vissi í
hvað stefndi, kvaddi fólkið sitt og
þakkaði því samveruna hér á jörðu –
æðrulaus mætti hann örlögum sínum
og skapara.
Við sem eftir sitjum söknum Gunn-
ars óumræðilega mikið og trúum því
vart að hann sé ekki lengur meðal
okkar, glaður og hress – brosandi og
góður, en svona er lífið sem Drottinn
bæði gefur og tekur. Börnin eiga
einnig eftir að sakna afa, en eftir lifa
dýrmætar minningar.
Ég kveð kæran tengdaföður með
þakklæti og bið algóðan Guð að veita
Guðnýju og fjölskyldunni allri styrk
og trú á erfiðum tímum.
Guð blessi þig Gunnar minn og
varðveiti þig að eilífu.
Þín tengdadóttir,
Steinunn Lund.
Afi minn var sá sem allir eiga góðar
minningar um. Hann var sá sem
sýndi öllum í kringum sig ást og um-
hyggju og veitti okkur þann styrk
sem við þurftum til að halda áfram og
lifa lífinu. Það skipti hann miklu máli
að fólkinu sem honum var annt um
liði vel og héldi í gleðina í lífi sínu. Ég
er þakklát fyrir allar þessar stundir
sem ég átti með afa og voru þær allar
alltaf dásamlegar. Við vorum alltaf
hlæjandi, brosandi og grínuðumst
mikið saman.
Ég ferðaðist mikið með afa og
ömmu og fórum við oft að Úlfljóts-
vatni í sumarbústað. Ég á endalausar
minningar úr þessum ferðalögum þar
sem við skemmtum okkur saman. All-
ar róluferðirnar með afa eru mér
minnisstæðar og sérstaklega þegar
við afi stukkum ofan af grindverkinu,
róluðum svo hátt upp í loftið, fram og
aftur, hring eftir hring og afi gaf frá
sér indjánahljóð. Þannig var afi, alltaf
svo hress og kátur. Í ferðalögunum
spiluðum við á hverju kvöldi og var
svartipétur vinsælastur. Á kvöldin
var farið í kvöldgöngur þar sem við
krakkarnir höfðum gaman af þegar
afi hræddi okkur með alls kyns sög-
um og hljóðum.
Afi sýndi mér mikla þolinmæði
þegar hann kenndi mér golf og er ég
mjög þakklát fyrir það. Við fórum
marga golfhringi saman og veit ég að
afi mun standa hjá mér, í bláa jakkan-
um og með derhúfuna, og styðja mig í
öllu því sem ég tek mér fyrir hendur.
Mér finnst eins og það hafi verið í
gær sem afi leyfði mér og Gunnari
Árna frænda mínum að kíkja í
„stjörnukíki“. Þá sagði afi okkur að
leggjast á gólfið og kíkja á stjörnurn-
ar og lét jakkann sinn yfir okkur og
við kíktum út um ermina á jakkanum.
Afi lét þá smá vatnsgusu, sem átti að
vera stjörnur, falla niður í ermina og
framan í okkur. Við höfðum mikið
gaman af þessu fyndna uppátæki afa.
En nú er afi kominn þangað sem
stjörnurnar eru, á góðan stað þar sem
hann hefur fengið hvíld.
Ég mun alltaf hugsa um þig hvar
og hvenær sem er, hverja einustu
stund, þú munt ávallt vera fremstur í
mínu hjarta. Þú ert hetjan mín, elsku
afi.
Þín,
Oktavía Signý.
Við kveðjum í dag kæran bróður,
Gunnar Árnason. Margar minningar
koma í hugann, ljúfar og fallegar
æskuminningar frá Miðhúsum á
Lindargötu 43a í Reykjarvík, þar sem
við vorum bæði fædd og uppalin. Esj-
an, Viðey og Engey voru útsýnið úr
eldhúsglugganum okkar og stutt var í
fjöruna við Skúlagötu sem hafði alltaf
mikið aðdráttarafl. Þetta var á þeim
árum þegar hægt var að leika horna-
bolta og brennibolta á götunni, renna
sér á skíðum niður Vatnsstíginn í
einni bunu frá Laugavegi og niður á
Skúlagötu. Arnarhóllinn var líka vin-
sælt leiksvæði, allt umhverfið var æv-
intýri líkast, þarna liðu árin falleg og
áhyggjulaus með góðum foreldrum,
öfum og ömmum, skyldmennum og
góðum vinum.
Gunni var kraftmikill ungur mað-
ur, hann hafði ávallt mikið hug-
myndaflug, hann var fljótur að safna
saman hóp af krökkum og leiða þau
með sér í mörg ævintýrin. Hann var
góður drengur, sem sýndi sig best í
því þegar hann laumaðist í skápana
heima eftir mat fyrir villikettina og
jafnvel rotturnar sem þarna voru,
þær fengu jafnvel náð fyrir hans aug-
um. Útigangsmenn sem áttu sér
heimili í sundi fyrir neðan húsið okk-
ar, fengu margan matarbitann hjá
honum og voru margir þeirra hans
bestu vinir. Þessi ljúfmennska fylgdi
Gunna alla tíð, hann var aldrei mikið
fyrir að tala um sjálfan sig og það sem
hann gerði. Hann vildi frekar miðla
öðrum með gæsku sinni. Honum
verður aldrei fullþakkað fyrir um-
hyggjuna sem að hann sýndi móður
okkar eftir að pabbi fór.
Elsku Gunni, þín er sárt saknað af
okkur öllum, ég er þakklát fyrir góðu
stundirnar og símtölin sem við áttum
síðustu vikur. Vonandi ertu kominn á
grænar grundir og farinn að sveifla
golfkylfunni sem þú hlakkaðir svo til
að gera í sumar. Ég hef trú á því að
leiðir okkar eigi eftir að liggja saman
á æðra tilverustigi. Góði Guð styrki
Guðnýju og börnin ykkar á erfiðri
stund.
Elsa systir.
Baráttunni var lokið og það voru
erfið spor að heimsækja Gunna í síð-
asta sinn, minn besta vin í meira en
hálfa öld. Hvernig tekst mér að horf-
ast í augu við dauðann? hugsaði ég.
Ég þurfti ekki að óttast, Gunni sjálfur
tók á móti því óhjákvæmilega af sinni
eðlislægu ró. „Maggi minn,“ sagði
hann „ég er bæði sáttur og þakklátur
– því ég hef átt mjög gott líf“. Þrátt
fyrir þá ósk að fá að njóta þessa góða
lífs enn um stund tók hann því sem
ekki verður umflúið með einstöku
æðruleysi. Hann kvaddi fjölskyldu
sína með ást og þakklæti og sú ynd-
islega stund sem ég átti með honum,
þar sem hann var vafinn elsku sinna
nánustu, sýndi mér hvernig á að horf-
ast í augu við dauðann.
Við Gunni kynntumst á unglings-
árum og urðum strax góðir vinir og
þótt við værum ekki úr sama hverf-
inu, ekki í sama skóla og ekki í sömu
klíku dró eitthvað okkur hvorn að
öðrum. Vináttan óx eftir að við
kvæntumst okkar góðu konum, sem
vildu samt, þótt óskiljanlegt sé, reyna
að betrumbæta okkur. Við vorum t.d.
sendir á matreiðslunámskeið og
tangónámskeið, en ekki er ég viss um
að við höfum átt erindi sem erfiði. Ég
minnist óteljandi veiðitúra sem við
fórum í án þess að koma með nokkra
fiska heim en við nutum hverrar
stundar, enda var hægt að ræða við
Gunna um heima og geima eða bara
þegja. Maður var alltaf maður sjálfur
með honum. Allra okkar samveru-
stunda, hvort sem var í sólarlanda-
ferðum með börnin ung, í berjamó,
göngutúrum eða í brids er ljúft að
minnast. Aldrei féll skuggi á okkar
vináttu.
Þegar Margrét mín kvaddi Gunna í
hinsta sinn á sumardaginn fyrsta sl.
rifjaði hann upp Rómarferð, sem við
fórum í tilefni sextugsafmælis okkar
beggja í október 2001. „Margrét,“
sagði hann „ég sé mest eftir því að
hafa ekki, eins og þú, skriðið upp
Scala Santa og þakkað í hverri tröppu
fyrir allt það góða sem mér hefur
hlotnast, því það er, eins og þú sagðir,
það eina sem við getum gert“. Í þess-
um orðum skynja ég vel af hverju
Gunni var gæfumaður í lífi sínu, hon-
um var svo eðlislægt að njóta og gefa
af sér. Með þeim orðum þakka ég
vináttu okkar. Blessuð sé minning
Gunnars Árnasonar.
Magnús Jónsson.
Gunnar Árnason
HINSTA KVEÐJA
Undanfarna daga hefur Okt-
avía, dóttir mín, verið dugleg að
segja mér sögur af sér og afa
Gunnari. Gaman hefur verið að
hlusta á sögurnar úr ferðalög-
unum sem hún hefur farið í með
afa og ömmu Guðnýju. Gunnar
reyndist Oktavíu ætíð vel. Með
góðsemi sinni og allri þeirri ást
og hlýju sem hann veitti henni
þakka ég fyrir.
Ég sendi fjölskyldu Gunnars
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Berglind Þyri Finnbogadóttir.
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
✝ Kristín Ísleifs-dóttir fæddist í
Miðkoti, Fljótshlíð, 3.
desember 1927. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans Landa-
koti 23. apríl sl. For-
eldrar hennar voru
Ísleifur Sveinsson,
bóndi og trésmiður, f.
18. júní 1900 í Mið-
koti, Fljótshlíð-
arhreppi, Rang-
árvallasýslu, d. 21.
apríl 1981 og Ingi-
björg Kristjánsdóttir,
húsfreyja, f. 26. desember 1891 á
Voðmúlastöðum, Austur-Land-
eyjahreppi, Rangárvallasýslu, d. 5.
október 1970. Systkini Kristínar
eru: Kristbjörg Lilja Árnadóttir, f.
21. mars 1914, d. 17. janúar 1985,
Sveinn Ísleifsson, f. 22. ágúst 1923,
d. 22. júlí 1989, Margrét Jóna Ís-
leifsdóttir, f. 8. október 1924, Bóel
Ísleifsdóttir, f. 13. apríl 1926, Ís-
björg Ísleifsdóttir, f. 14. apríl 1929
og Guðrún Ísleifsdóttir, f. 12. sept-
ember 1930.
Eftirlifandi eiginmaður Krist-
anna Jónsdóttir, f. 11. mars 1974.
Ingibjörg Guðjónsdóttir, f. 16.
febrúar 1953. Guðjón Axel Guð-
jónsson, f. 26. september 1968,
maki Katrín Björk Eyvindsdóttir,
f. 6. apríl 1981. Börn þeirra eru:
Sandra Dögg, f. 28. september
2000, Thelma Rún, f. 12. júní 2002,
og Rakel Lilja, f. 20. september
2006. Kristín Laufey Guðjóns-
dóttir, f. 16. október 1971, maki
Óðinn Jónasson, f. 19. janúar 1969.
Börn þeirra eru Arna Björk, f. 1.
ágúst 1995, Tómas Darri, f. 17.
október 1999, og Ísleifur Óli, f. 9.
febrúar 2008. Barnabarnbörn
Kristínar eru 13 talsins.
Kristín ólst upp í Miðkoti í
Fljótshlíð til ársins 1942 er fjöl-
skyldan fluttist á Hvolsvöll. Þar
kynntist Kristín eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Guðjóni Tóm-
assyni, og hófu þau búskap sinn
þar 1951. Þau fluttust til Reykja-
víkur árið 1955 og var þeirra
fyrsta heimili í Þingholtsstræti 8.
Þar bjuggu þau til ársins 1963 er
þau hófu byggingu raðhúss í Álfta-
mýri 53. Þar var þeirra sameig-
inlega heimili til ársins 2008 er
Kristín fluttist á Kleppsveg 62.
Útför hennar fer fram frá Há-
teigskirkju föstudaginn 30. apríl
2010 og hefst athöfnin kl. 15.
ínar er Guðjón Tóm-
asson, f. 16. mars
1931 í Reykjavík.
Kristín og Guðjón
gengu í hjónaband
15. mars 1953 og
eignuðust fjögur
börn en fyrir átti
Kristín einn son.
Börnin eru: Krist-
mann Grétar Ósk-
arsson, f. 24. apríl
1944, maki Bergljót
Hermundsdóttir, f.
17. desember 1943.
Þeirra börn eru:
Gyða, f. 7. mars 1964, maki Jón
Ríkharð Kristjánsson, f. 4. júní
1967, Auður, f. 11. september 1973,
maki Þórður Pálmason, f. 11. nóv-
ember 1956, og Kristín Margrét, f.
20. ágúst 1979, maki Jóhann Ölvir
Guðmundsson, f. 24. desember
1976. Sigríður Guðjónsdóttir, f. 27.
september 1951, maki Jón Ingvars-
son, f. 8. febrúar 1946. Börn Sig-
ríðar eru: Guðrún Þóra Björns-
dóttir, f. 25. október 1971, og
Kristín Lilja Björnsdóttir, f. 6. des-
ember 1979. Dóttir Jóns er Sús-
Elskuleg móðursystir mín,
Kristín Ísleifsdóttir, er látin.
Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti fyrir hennar góðvild
í minn garð. Ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að búa á heimili
hennar um tíma þegar ég, ung
sveitastelpan, var að fóta mig í höf-
uðborginni. Hún hlúði að mér á
þann hátt sem ég mun aldrei
gleyma.
Alla tíð síðan hefur verið mikill
samgangur okkar á milli. Síðustu
15 árin höfum við búið við sömu
götu og notið nálægðarinnar hvor
við aðra. Margar góðar stundir
höfum við átt saman yfir sameig-
inlegu áhugamáli okkar, sem er
prjónaskapur. Stína var algjör
snillingur á því sviði og af hennar
viskubrunni var ómetanlegt að
nema. Þau eru mörg falleg hand-
verkin sem liggja eftir hana meðal
frændfólksins.
Fyrir tryggð, ástúð og um-
hyggju, einlægan áhuga á mér og
mínum, þakka ég af alhug.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sofðu rótt,
Erna Hanna Guðjónsdóttir.
Þegar við fluttum í Álftamýrina
fyrir 35 árum leið ekki á ýkja
löngu áður en tvær ungar frænkur
birtust á tröppunum hjá okkur og
spurðu hvort þær mættu sjá
„baddið“. Önnur telpnanna var
dóttir Kristínar Ísleifsdóttur, hin
dótturdóttir. Telpurnar héldu
áfram að hafa áhuga á barninu og
þetta leiddi til þess að fljótlega
komst á kunningsskapur við
mömmuna og ömmuna, Kristínu,
og reyndar alla fjölskylduna í
Álftamýri 51. Þessi kunningsskap-
ur varð fljótlega að vináttu sem
haldist hefur allt til þessa dags.
Kristín var mannkostakona, góð
heim að sækja, greiðvikin og hjálp-
söm ef þess þurfti með. Hún barst
ekki mikið á. En hún vissi vel hvað
var að gerast umhverfis hana,
fylgdist vel með nágrönnunum
enda vel liðin af þeim öllum. Hún
hafði gott lag á að umgangast
börn, en einnig var hún dýravinur.
Hún var ötul við að rækta garðinn
sinn, hafði það sem margir kalla
græna fingur. Hún var þeirrar
gerðar sem naut þess meir að gefa
en þiggja. Allir þessir eiginleikar
komu vel fram í umgengni okkar
við hana.
Ekki skal fjölyrt frekar um
mannkosti Kristínar. Nú þegar
hún er horfin okkur er okkur efst í
huga þakklæti fyrir ótal samveru-
stundir og margan þann greiða
sem við nutum af hennar hendi.
Við sendum eiginmanni hennar,
börnum og barnabörnum innilegar
samúðarkveðjur og óskum þeim
blessunar Guðs.
Hanna S. Antoníusdóttir
og fjölskylda.
Kristín Ísleifsdóttir