Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
Torf á þingi Verið er að þökuleggja Austurvöllinn fyrir framan Alþingishúsið, þar sem þessi unga stúlka brá á leik á þökurúllunum. Ræðutextinn á þingi getur líka oft verið tyrfinn.
Golli
UNDANFARNIR
mánuðir hafa um
margt verið erfiðir
fyrir íslensku þjóðina.
Við hrun bankanna
féll sú ímynd að Ís-
land væri „stórasta
land í heimi“ og að Ís-
lendingar væru al-
mennt séð hæfi-
leikaríkari og betri en
aðrir. Dómharka þjóð-
arinnar í eigin garð er
mikil og hleypur með ýmsa í gönur.
Vissulega var margt
sem fór aflaga í sam-
félaginu síðastliðin ár
en neikvæðni og hatur
út í náungann eru
ekki gildi sem æski-
legt er að einkenni
nokkurt samfélag.
Horfum fram á við
Við verðum að gefa
sjálfum okkur þá gjöf
að leyfa okkur að
hugsa til framtíðar.
Hugsa um það hvern-
ig samfélag við viljum
búa börnum okkar og barnabörn-
um. Er það samfélag þar sem ein-
staklingurinn fær að blómstra og
umgjörð ríkisins er slík að hug-
myndir íbúanna nái flugi? Eða er
það samfélag reiði, neikvæðni og
mótmæla við heimahús? Þrátt fyrir
allt eigum við mikil sóknarfæri sem
felast í því hversu ung og vel
menntuð þjóðin okkar er, að
ógleymdum þeim miklu nátt-
úruauðlindum sem landið og fiski-
miðin okkar geyma.
Að ná jarðsambandi
Náttúra Íslands hefur að und-
anförnu minnt á hver það er sem
ræður. Það eina sem við getum
gert er að reyna að aðlaga okkur
þeim aðstæðum sem hún býður
hverju sinni. Þetta hefur íslenska
þjóðin vitað í gegnum aldirnar og
þó draumurinn um alheimsyfirráð
hafi um stund villt okkur sýn þá
byggjum við á sterkum grunni og
því munum við standa atburði lið-
inna missera af okkur. Verkefnin
sem fylgja eru erfið og að sumu
leyti ógnvekjandi en samhent við-
brögð samfélagsins alls við þeirri
vá sem steðjar að íbúum Eyjafjalla
segja mér að Íslendingar kunna
þrátt fyrir allt enn að standa sam-
an. Að þessu leyti hefur Eyjafjalla-
jökull gefið okkur jarðsamband að
nýju. Samfélagið er sterkt og á
þeirri staðreynd munum við byggja
blómlega framtíð.
Eftir Unni Brá
Konráðsdóttur »Margt fór aflaga í
samfélaginu sl. ár en
neikvæðni og hatur út í
náungann eru ekki gildi
sem æskilegt er að ein-
kenni nokkurt samfélag.
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi
Sterkt samfélag
SAMKVÆMT lögum er
Samgönguráði ætlað mik-
ilvægt hlutverk við að und-
irbúa samgönguáætlun.
Ráðinu er ætlað að móta for-
sendur samgöngustefnu sem
ráðherra byggir á sínar til-
lögur um uppbyggingu og
rekstur samgöngukerfisins
sem hann leggur fyrir Al-
þingi til endanlegrar af-
greiðslu.
Enn þá er unnið eftir samgönguáætlun
sem var mótuð árið 2005
Núverandi samgönguráðherra tók við
ráðuneytinu 24. maí árið 2007. Síðan eru liðn-
ir nærri ellefuhundruð dagar og nætur. Fljót-
lega á ferlinum skipaði hann nýtt Samgöngu-
ráð. Við skipun þess var ekki ráðist á garðinn
þar sem hann var lægstur. Varaformaður
Samfylkingarinnar, Dagur B Eggertsson, var
skipaður formaður ráðsins. Ég er þess full-
viss að eftirmaður minn á stóli samgöngu-
ráðherra batt miklar vonir við verk hins nýja
formanns. Það var búist við snörum hand-
tökum við að móta nýja, breytta og ekki síst
„framsækna“ stefnu. Ekki síst þegar litið var
til þess að sá hinn sami Dagur B. Eggertsson
borgarfulltrúi og frv. borgarstjóri hafði mjög
haft sig í frammi í umræðunni um samgöngu-
mál og hafði fundið stefnu fyrrver-
andi samgönguráðherra flest til for-
áttu. Má þar t.d. nefna umræðu um
að leggja ætti nýja Sundabraut hið
snarasta þrátt fyrir að borgin hafi
ekki lokið skipulagi. Loks taldi
borgarfulltrúinn réttast að loka
Reykjavíkurflugvelli sem fyrst og
byggja þar þétta byggð til að auka
framboð á íbúðarhúsnæði á höf-
uðborgarsvæðinu.
Allt fram til þessa dags, í nærri
ellefuhundruð daga, hefur Samfylk-
ingin sætt sig við að fylgja fram
þeirri stefnu og forgangsröðun sem
ég sem samgönguráðherra mótaði og fékk
samþykkta á Alþingi árið 2005 sem langtíma-
samgönguáætlun. Sú áætlun var síðan endur-
skoðuð og samþykkt á Alþingis í mars mán-
uði 2007 sem endurnýjuð áætlun fyrir
tímabilið 2007 til 2010. Þessi metnaðarfulla
áætlun var fyrsti hluti nýrrar langtímaáætl-
unar sem átti að gilda til ársins 2018 með lög-
boðnum endurskoðunaráföngum. Og hún
hafði hlotið ríkulega umfjöllun í samgöngu-
nefnd Alþingis.
Því miður hefur ekki allt gengið eftir við að
koma þessari áætlun í verk og fjölda verka
verið frestað. Engu að síður hefur verið unn-
ið við mörg mikilvæg og stór verk sem tekin
hafa verið í notkun sem hafa gjörbreytt sam-
göngukerfinu, s.s. tvöföldun Reykjanes-
brautar og nýjan veg um Þröskulda og Ísa-
fjarðardjúp svo fátt eitt sé nefnt .
Að mati ráðherra Samfylkingarinnar var
staða ríkissjóðs svo sterk í byrjun ársins 2008
að framlög til samgönguverkefna voru aukin
til að vega upp samdrátt í þorskveiðum og
var stefnt að því að hraða framkvæmdum
samkvæmt hinni gömlu og góðu áætlun. En
því miður hrundi allt áður en þau áform kom-
ust til framkvæmda.
Ný samgönguáætlun
Kristjáns L. Möller og Dags B.
Nú hafa þau tíðindi gerst að formaður
Samgönguráðs hefur komið frá sér tillögu að
samgönguáætlun. Ráðherra hefur lagt hana
fyrir Alþingi. Þessir nærri ellefuhundruð
dagar hafa verið notaðir til þess að setja sam-
an áætlun sem færir engin ný verkefni fram í
samgöngumálum þjóðarinnar. Engin ný
stefnumótun eða tímamót umfram það sem
er í gildandi áætlun. Áfram sömu áform um
fjáröflun og framkvæmdir sem ég hafði und-
irbúið og sett inn í áætlun og fengið sam-
þykkta. Þar er meira að segja gert ráð fyrir
Samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll
eins og áður. Hins vegar eru felld burt mik-
ilvæg verkefni í vegagerð, s.s. framkvæmdir
við Sundabraut og jarðgöng milli Arn-
arfjarðar og Dýrafjarðar auk fjölmargra ann-
arra smærri vegabóta, helst á landsbyggð-
inni. Jarðgöngin úr Dýrafirði eru lykill að
eflingu byggðar á Vestfjörðum. Vegabætur á
sunnanverðum Vestfjörðum ættu að vera
keppikefli miðað við þá áherslu sem við verð-
um að leggja á hagkvæman rekstur í sjávar-
útvegi í kjölfar hrunsins.
Það er því spurt: Hvað varð um öll loforðin
og áformin sem varaformaður Samfylking-
arinnar og formaður Samgönguráðs hefur
haft uppi um breytta stefnu í samgöngu-
málum svo ekki sé talað um samgöngu-
ráðherra? Enn öðlast hugtakið „dagsatt“
nýja og breytta merkingu. Hvað segja þing-
menn Samfylkingarinnar um þessa forystu
varaformannsins í samgöngumálum? Enn um
stund verða þau að ylja sér við verkefni í
samgöngumálum sem sjálfstæðismenn settu
af stað. Það hefur ekkert heyrst frá þing-
mönnum Samfylkingarinnar sem hömpuðu
stefnu flokks síns í samgöngumálum fyrir
kosningarnar. Lítið er geð guma.
Eftir Sturlu
Böðvarsson »Hvað varð um öll loforðin
og áformin sem varafor-
maður Samfylkingarinnar og
formaður Samgönguráðs hefur
haft uppi um breytta stefnu í
samgöngumálum, svo ekki sé
talað um samgönguráðherra?
Sturla Böðvarsson
Ný samgönguáætlun Dags B. Eggertssonar
Höfundur er fyrrverandi samgönguráðherra
og forseti Alþingis.