Morgunblaðið - 30.04.2010, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2010
✝ Rósa María ÞóraGuðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. október 1917.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 23.
apríl 2010. Foreldrar
hennar voru hjónin
Margrét Brynjólfs-
dóttir og Jón Gísla-
son, sjómaður frá
Eyrarbakka. Systk-
ini hennar voru Guð-
laug, Brynjólfur,
Sveinberg, Guðrún
og Arnheiður. Rósa
missti móður sína á öðru aldurs-
ári. Kjörforeldrar hennar voru
hjónin Sigríður Guðmundsdóttir
frá Höll í Haukadal og Guð-
mundur Kristjánsson, skipstjóri
og skipamiðlari í Reykjavík.
Rósa giftist 1.6. 1941 Vésteini
Bjarnasyni, f. 4.5. 1913, d. 17.3.
1983. Foreldrar hans voru hjónin
Guðmunda Guðmundsdóttir og
Bjarni M. Guðmundsson, bóndi á
Viðar, f. 1948. Kvæntur Guðrúnu
Lovísu Víkingsdóttur. Þau eiga
þrjú börn og eitt barnabarn. 8)
Auður, f. 1950. Gift Sveini K.
Baldurssyni. Þau eiga tvo syni og
fjögur barnabörn. 9) Anna Mar-
grét, f. 1954. Í sambúð með Hösk-
uldi E. Höskuldssyni. Anna á þrjú
börn með fyrrv. eiginmanni, Ei-
ríki Karlssyni. 10) Guðbjörg, f.
1956. Gift Sveinbirni Markúsi
Njálssyni. Þau eiga þrjú börn og
þrjú barnabörn. 11) Árni Þór, f.
1960. Kvæntur Ingibjörgu Rögn-
valdsdóttur. Þau eiga tvö börn og
tvö barnabörn. Samtals eru af-
komendur Rósu og Vésteins nú
88.
Rósa útskrifaðist frá Verslunar-
skóla Íslands 1935 og húsmæðra-
skólanum í Sorø í Danmörku
1936. Jafnframt stundaði hún nám
í píanóleik. Vésteinn og Rósa
stofnuðu heimili í Ytri-Njarðvík
1941 en lengst af var heimili
þeirra á Laugabraut 16 á Akra-
nesi. Þar var Vésteinn bæj-
argjaldkeri um langt árabil og
Rósa annaðist heimilið af miklum
myndarskap. Síðustu æviárin bjó
Rósa í Hafnarfirði.
Útför Rósu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 30. apríl og
hefst athöfnin kl. 14.
Kirkjubóli í Dýra-
firði.
Börn Rósu og Vé-
steins eru: 1) Guð-
mundur, f. 1941.
Kvæntur Málhildi
Traustadóttur. Þau
eiga eina dóttur og
þrjú barnabörn. 2)
Vésteinn, f. 1942.
Kvæntur Elínborgu
Bessadóttur. Þau
eiga 6 börn og 13
barnabörn.
3) Grétar, f. 1942.
Kvæntur Gyðu Ólafs-
dóttur. Þau eiga þrjár dætur og 8
barnabörn. 4) Sigurður, f. 1944.
Kvæntur Hafdísi Karvelsdóttur.
Þau eiga fjögur börn og 11 barna-
börn. 5) Bjarni, f. 1945. Kvæntur
Steinunni Sigurðardóttur. Þau
eiga þrjú börn og þrjú barnabörn.
Bjarni var alinn upp af föð-
ursystur sinni, Margréti og manni
hennar, Kristjáni Guðmundssyni.
6) Jón Grétar, f. og d. 1947. 7)
Í dag kveð ég móður mína Rósu
Guðmundsdóttur. Hún átti langa og
viðburðaríka ævi og þótt ég kæmi
seint til sögunnar átti ég hana í 50
ár. Ég skil það núna hverskonar
seiglu hún bjó yfir þegar ég lít yfir
æviferil hennar. Erfiðleikar fyrstu
æviáranna í kjölfar móðurmissis
þegar hún var eins árs hljóta að hafa
markað barnssálina fyrir lífstíð.
Æskuárin í hjarta gömlu Reykjavík-
ur hjá góðum kjörforeldrum virðast
hafa verið hamingjurík. Það marka
ég af því hvernig hún talaði um
þennan tíma. Ég minnist þess þegar
ég var krakki og hlustaði á hana
segja sögur af sér og leikfélögunum
að ég fékk þá mynd í hugann að
þetta hefði verið ævintýraheimur.
En svo brotnar ævintýrið þegar hún
missir móður sína 11 ára gömul –
aftur. Unglingsárin voru sár tími á
stundum. En svo smábirti til. Hún
kláraði Verslunarskólann og fór í
„eðal grautarskóla“ til Danmerkur.
Það hlýtur að hafa verið spennandi
tími. Að upplifa útlönd og aðra
menningu, reyta gæsir, flá héra,
rækta matjurtir og blóm. Sögur
hennar frá þeim tíma segja mér að
hún hafi að nýju verið komin í æv-
intýraheim. Eftir veturinn í Sorø
Husholdningsskole bjó móðir mín í
Helsingör um tíma og tók til við pí-
anónám sem hún hafði stundað frá
því hún var barn. Ég sé það að á
unglingsárum mínum naut ég ríku-
lega góðs af Danmerkurdvöl hennar
– gómsætur og vel framreiddur mat-
ur og píanókonsertar í eftirrétt – öll
systkini mín farin að heiman og ég
sat einn að henni – er hægt að biðja
um meira. Hún minntist stundum á
að hún hefði viljað hafa haft tækifæri
til að halda áfram píanónáminu í
Danmörku en aðstæður buðu ekki
upp á það.
Hún fór heim, hitti föður minn
fáum árum síðar og nýr kafli ævi
hennar hófst. Börnin komu eitt af
öðru. Einu þurfti hún að sjá á eftir
en tíu komust á legg. Það varð ævi-
verkefni hennar að koma öllum til
manns og því sinnti hún af festu og
ákveðni. Fjölbreyttir listrænir hæfi-
leikar hennar, handlagni og natni
komu fram í öllu hún sem hún tók
sér fyrir hendur hvor sem það var
blómarækt, matreiðsla, garðyrkja,
saumaskapur eða annað daglegt
amstur sem fylgdi stóru heimili. Út-
sjónarsemi, aðlögunarhæfni, skap-
andi hugsun og ótrúleg seigla eru
lýsingarorð sem koma upp í hugann
á þessari kveðjustund. Þegar litið er
yfir farinn veg stendur eftir ljúf
minning um góða konu sem nú hefur
lokið löngu og farsælu lífi.
Árni Þór.
Rósa tengdamóðir mín var einstök
kona og vil ég minnast hennar við
leiðarlok með fáeinum orðum. Það
var mjög mikil upplifun fyrir mig að
koma fyrst inn á heimili hennar og
Vésteins, tengdapabba, að Laugar-
braut 16 á Akranesi. Kynni mín af
elsta syni þeirra voru komin það
mikið áleiðis að þau buðu mig vel-
komna í heimsókn. Þá fékk ég að sjá
hvað heimili þeirra var gott og glæsi-
legt. Húsið þeirra og garðurinn til
mikillar prýði. Þegar Rósa bauð mér
í borðstofuna var sest við stórt spor-
öskjulagað borð.
Hún hafði sett upp drifhvíta
svuntu, bar fram sunnudagsmatinn
og fínasta eftirrétt. Öll börn hennar
voru ennþá heima og sátu við borðið
og fannst mér ég eiginlega vera með
„Trapps-fjölskyldunni“. Vésteinn
hafði stjórn á hópnum við borðið og
Rósa framreiddi lystugan matinn.
Og ég átti eftir að kynnast því betur
síðar hvað hún kunni í matargerð.
Ég get sagt margt gott um
tengdamóður mína. Hún var mikill
dugnaðarforkur við allt sem hún tók
sér fyrir hendur.
Ég sem aðrir gat margt af henni
lært og kom það í góðar þarfir hjá
öllum í hennar stóru fjölskyldu.
Rósa var smekkmanneskja og lista-
maður eins og lýsti sér best í píanó-
leik hennar. Varla hef ég orðið stolt-
ari en þegar hún spilaði fyrir hóp af
vinkonum mínum og heillaði þær.
Ýmislegt var ólíkt með okkur
Rósu, tengdamömmu, en margt átt-
um við sameiginlegt. Við vorum báð-
ar fæddar og uppaldar í Reykjavík,
vorum báðar í Verslunarskóla Ís-
lands, og fluttum þaðan á líkum
aldri. Ég naut þess því með gleði er
hún sagði mér frá viðburðum æsku-
áranna.
Hún kenndi mér margt og aðstoð-
aði með ýmislegt og hún hélt kröft-
um og reisn fram undir það síðasta.
Fyrir þetta allt vil ég þakka á
kveðjustund.
Nú hefur Rósa Guðmundsdóttir
kvatt þetta líf og finnur á ný Véstein
sinn eftir 27 ára aðskilnað og veit ég
að þau munu umvefja hvort annað,
en 4. maí n.k. verður 97 ára afmæl-
isdagur hans.
Megi algóður guð geyma og blessa
minningu tengdamóður minnar.
Málhildur Traustadóttir.
Amma Rósa var alveg einstök
manneskja sem alltaf var gaman að
hitta og spjalla við, enda var hún
mjög fróð og minnug. Þegar hún
sagði frá var eins og hlutirnir hefðu
gerst í gær. Hún var mjög list-
hneigð, allt sem hún gerði var fal-
legt, með persónulegu og sérstöku
handbragði. Amma Rósa átti alla tíð
glæsileg heimili, svo ég tali nú ekki
um stóra fallega garðinn á Laugar-
braut 16. Eftir að hún flutti í Hafn-
arfjörðinn fórum við oft saman upp á
Akranes til að setja blóm á leiðið
hans afa, þetta voru mjög ánægju-
legar ferðir.
Með þessum orðum kveð ég elsku-
lega ömmu mína og þakka henni
okkar góðu og ljúfu samverustundir
sem ég kem til með að sakna.
Elfur Sif Sigurðardóttir.
Nú vil ég enn í nafni þínu,
náðugi Guð, sem léttir pínu
mér að minni hvílu halla
og heiðra þig fyrir gæsku alla
þáða af þér á þessum degi,
því er skylt ég gleymi eigi.
(Hallgrímur Pétursson)
Amma er úti í garði að reyta arfa.
Hún ræktar blóm í öllum regnbog-
ans litum og runnarnir og trén eru
öll blómstrandi. Svo sitjum við úti í
sól og sumri. Amma er með sólgler-
augu.
Amma er í heimsókn. Hún spilar á
píanóið og ég hlusta. Chopin og
Schubert, noktúrnur og impromptu.
Þegar ég verð stór ætla ég að vera
píanóleikari eins og amma. Svo
spjallar hún við mig um tónlistina
eins og fullveðja tónlistarmann. Ég
er samt bara 10 ára.
Amma segir sögur sem ég þreytist
aldrei að hlusta á. Ævin hennar er
ævintýri líkust. Stundum bið ég
hana um að segja mér uppáhalds-
sögurnar; bernskuárin í Reykjavík,
þegar hún fór að vinna á Núpi,
stríðsárin í Njarðvíkunum. Amma
gleymir aldrei skemmtilegu smáat-
riðunum og frásögnin lifnar við.
Amma býr til besta mat í heimi og
bakar smákökur með gullskrauti.
Það eru ekki allir sem hafa lært í
Sorø eins og hún. En amma er líka
eins og unglingur og kaupir pylsu
með öllu þegar við förum í bíltúr. Við
rúntum um miðbæ Reykjavíkur og
skoðum fínu húsin sem amma bjó í
þegar hún var lítil.
Amma er forvitin um allt sem ég
tek mér fyrir hendur. Hún á samt 30
barnabörn en það virðist vera nóg
pláss fyrir alla. Hún segir mér hvað
allir frændurnir og allar frænkurnar
eru að fást við. Þegar ég útskrifast
þá biður hún mig um eintak af loka-
ritgerðinni og svo spyr hún mig
gáfulegra spurninga eftir lesturinn.
Amma hefur áhuga á öllu.
Amma er veik. Hún liggur í rúmi
við gluggann. Ég kveð og hún segir
„gangi þér vel“.
Takk fyrir allt.
Halldóra Viðarsdóttir.
Amma Rósa hafði alltaf nóg fyrir
stafni og hefði getað verið með her
manns í vinnu til að koma öllu því
sem hana langaði í verk. Hún ólst
upp á efnuðu heimili. Maturinn var
oft upp á danska vísu, amma vandist
á að fá melónur, appelsínur, epli og
mandarínur sem komu með skipum,
á jólum bættust við hnetur, vínber
og ananas. Allt var þetta fjarri
hversdegi Íslendinga á þessum ár-
um. Hún átti fínustu leikföng;
dúkkuvagn, tveggja hæða uppmubl-
erað dúkkuhús með „babydúkkum“,
litla hvíta emeleraða eldavél hitaða
upp með brennsluspritti sem hægt
var að elda á, enda bakaði amma oft
pönnukökur á henni og sauð sveskj-
ur og rúsínur. En engin rós er án
þyrna og amma glímdi við móður-
Rósa María Þóra
Guðmundsdóttir
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ERLINGUR HANSSON,
Fannborg 5,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 22. apríl.
Útför hans fer fram frá Hjallakirkju þriðjudaginn
4. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim, sem vildu minnast hans, er góðfúslega bent á líknarstofnanir.
Alfreð Svavar Erlingsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Búi Ingvar Erlingsson, Anna Gunnhildur Jónsdóttir,
Hanna Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur frændi okkar,
ÞORKELL GRÍMSSON
safnvörður,
Hátúni 12,
sem lést á heimili sínu sumardaginn fyrsta, 22. apríl,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 3. maí kl. 13.00.
Ingibjörg Jónasdóttir,
Grímur Jónasson,
Þorkell Valdimarsson.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSDÍS ANDRÉSDÓTTIR ARNALDS,
Kleppsvegi 4,
Reykjavík,
andaðist sunnudaginn 25. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Áskirkju mánudaginn
3. maí kl. 15.00.
Sigurður St. Arnalds, Sigríður María Sigurðardóttir,
Andrés Arnalds, Guðrún Pálmadóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Ólafur Arnalds, Ása Lovísa Aradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
þriðjudaginn 6. apríl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar-
innar á Sauðárkróki.
Guðmundur Rúnar Stefánsson, Arnfríður Arnardóttir,
Sigríður Katrín Stefánsdóttir, Guðmundur Jensson,
Ægir Sturla Stefánsson, Arngunnur Sigurþórsdóttir,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
THEODÓRA GUÐNADÓTTIR
frá Höllustöðum,
Reykhólahreppi,
lést á dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum,
miðvikudaginn 28. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristrún Samúelsdóttir, Karl I. Karlsson,
Jónas Samúelsson, Bergljót Bjarnadóttir,
Þorgeir Samúelsson,
Ingvar Samúelsson,
Björn Samúelsson, Ágústa Bragadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.