Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Á morgun, sunnudag, standa hverf-
isráð Breiðholts og íbúasamtökin
Betra Breiðholt fyrir fegrunar- og
hreinsunardegi í Breiðholti. Við-
burðurinn hefst kl. 11. Afhentir
verða pokar og tínur við Breið-
holtsskóla við Arnarbakka, Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti við Aust-
urberg og Hverfismiðstöðina í
Jafnaseli. Um er að ræða árlegan
viðburð til að hvetja íbúa til að
hreinsa og snyrta í eigin görðum og
næsta nágrenni. Einnig eru fyrir-
tæki og stofnanir hvött til að taka
til hendinni og snyrta þau svæði
sem umlykja starfsemi þeirra.
Hreinsunardagur
ÚR BÆJARLÍFINU
Björn Björnsson
Nýlokið er árlegri Sæluviku Skag-
firðinga, sem að flestra dómi var
ágætlega heppnuð. Hófst með veg-
legri sýningu í íþróttahúsi staðarins
þar sem fólk, félög og fyrirtæki
kynntu starfsemi sína og þjónustu og
urðu gestir um fjögur þúsund þá tvo
daga sem sýningin stóð.
Og svo er pólitíkin líklega loksins
komin í fullan gang. Fyrir allnokkru
birtust framboðslistar Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks, síðan listi Sam-
fylkingarinnar og nú síðast listi
Vinstri grænna. Heyrst hefur að
Frjáslyndi flokkurinn hafi verið að
huga að framboði, en það er ekki
komið fram. Almennt hefur það
heyrst að flokkarnir hafi átt í nokkr-
um erfiðleikum með að fá fólk til að
taka sæti á framboðslistum til
sveitarstjórnar, enda staða flestra
sveitarfélaga í landinu verulega erfið
nú um stundir og því ef til vill lítt fýsi-
legt að fara að glíma við hana.
Að þessu sinni virðist grásleppu-
vertíðin ætla að verða léleg á Norður-
landi og austur um, allavega lélegri
en á síðasta ári, á meðan vel veiðist
fyrir sunnan og vestan. Eru grá-
sleppukarlar hér ekkert sérlega upp-
rifnir yfir veiðiskapnum, en miklu
bjargar að gott verð fæst fyrir það
sem þó veiðist.
Við Sauðárkrókshöfn eru þessa
dagana meiri umsvif en oft áður, búið
er að flytja hingað um 6000 tonn af
áburði, í dag, fimmtudag, er verið að
landa úr Örvari rúmlega 7000 kössum
eða um 180 tonnum af frosinni grá-
lúðu, Málmey er í höfn í Reykjavík,
og þar verður einhverjum afla landað
til að létta á, en síðan verður haldið á
Reykjaneshrygginn. Á morgun kem-
ur flutningaskip með um 700 tonn af
rækju til vinnslu hjá rækjuverksmiðj-
unni Dögun og á mánudag er fastur
löndunardagur hjá Klakknum.
Strax eftir páska greindist smit-
andi hósti á hrossabúinu að Hólum í
Hjaltadal. Hefur þessi veiki haft, sem
eðlilegt er, mest áhrif við skólann á
Hólum, og þannig hafa próf í hesta-
greinum ekki getað farið fram með
eðlilegum hætti. Sigríður Björns-
dóttir dýralæknir segir hlé hafa verið
gert á þjálfun kynbóta- og keppn-
ishesta fyrir landsmótið í sumar, og
þau mót sem voru liður í undirbúningi
mótsins hafa farið nokkuð úr skorð-
um.
Hér sjást núna dag eftir dag
tveggja stafa hitatölur á mælunum.
Túnin í Blönduhlíðinni og víða á
bæjunum út að austan eru mörg hver
svört af helsingja, sem hvílir sig þar í
þúsundatali, og gæsirnar spígspora
þarna líka, og þessir fuglar hreyfa sig
varla, rétt líta upp ef bíll ekur hjá rétt
eins og þeir viti að það er öllu óhætt
þangað til í haust.
Ferjumaðurinn Jón Ósmann vakir
yfir Vesturósi,
Helsingjarnir hvíla
sig þúsundum saman
SAUÐÁRKRÓKUR
UM helgina fagnar Samfylkingin
10 ára afmæli flokksins með há-
tíðahöldum vítt og breitt um
landið, en Samfylkingin var
stofnuð 5. maí árið 2000. Í tilefni
afmælisins mun samfylkingarfólk
með frambjóðendur í fararbroddi
taka til hendinni og standa fyrir
hreinsunarátaki í sinni heima-
byggð og gleðjast saman að góðu
verki loknu. Þá verða í dag
haldnar afmælis- og fjölskylduhá-
tíðir samfylkingarfélaga á Akur-
eyri, Álftanesi, Garðabæ, Grinda-
vík, Kópavogi og Mosfellsbæ.
Þess má einnig geta að í tilefni
afmælisins hefur verið gefin út
söngbók með 54 sönglögum. Atli
Heimir Sveinsson tónskáld valdi
lögin í bókina.
Samfylkingin 10 ára
EYLANDS-ÞING verður haldið á
Hvanneyri í dag. Með þinginu á að
minnast Árna G. Eylands og starfs
hans sem einn helsti frumkvöðull
tæknivæðingar og nýrra verkhátta
í sveitum á tuttugustu öld.
Árni var fæddur á Þúfum í Ós-
landshlíð 8. maí 1895. Hann var
búfræðingur frá Hólaskóla og nam
búfræði í Noregi og Þýskalandi.
Þar kynntist hann ýmsum nýmæl-
um í búskap svo sem vélum og
verkfærum. Hann réðst til starfa
hjá Búnaðarfélagi Íslands árið
1921, meðal annars sem þúfna-
banastjóri. Síðar var hann verk-
færaráðunautur Búnaðarfélagsins,
framkvæmdastjóri Búnaðardeildar
SÍS, Áburðarsölu ríkisins og
Grænmetisverslunar ríkisins og í
forystu verk-
færanefndar og
Vélasjóðs. Árni
lét þjóðmál mjög
til sín taka og
skrifaði mikið í
blöð og tímarit,
meðal annars um
landbúnaðarmál
og fleira í
Morgunblaðið.
Síðar varð
Árni fulltrúi í at-
vinnumálaráðuneytinu og sendi-
ráðsfulltrúi í Ósló. Hann lést á
árinu 1980.
Landbúnaðarsafn Íslands og
Bændasamtök Íslands standa að
Eylands-þinginu.
helgi@mbl.is
Þing til heiðurs Árna
Eylands búnaðarfrömuði
Í HNOTSKURN
»Árni kom að flestu því ervarðaði mikla verk-
tæknibyltingu landbúnaðarins
sem hófst á þriðja áratug 20.
aldar.
»Hann skrifaði bókina Bú-vélar og ræktun sem er
einstakt heimildarrit um
tæknivæðingu íslensks land-
búnaðar.
»Eylands-þing verður áHvanneyri í dag, kl. 13 til
16.
Árni G. Eylands
var brautryðjandi í
íslenskum landbún-
aði.
ÞRIÐJA daginn í röð umlukti þoka höfuðborgarbúa. Í
gærmorgun, þegar þokunni létti stundarkorn, mátti sjá
að grasbalar og börð höfðu tekið vel við sér og grænk-
að í rakanum undanfarna daga. Líklega má því bráð-
lega fara að slá því föstu að enn á ný sé komið sumar og
tímabært að huga að garðinum.
Morgunblaðið/Ernir
ÚT ÚR ÞOKUNNI
sinnum