Morgunblaðið - 08.05.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.05.2010, Qupperneq 26
26 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010       20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA        50 kassar utan um augnakonfekt.        5.000 umslög af heppilegri stærð.        2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum. HAGNAÐUR Arion banka á árinu 2009 nam 12,8 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár var 16,7%. Enginn arður verður greiddur til hluthafa bankans árið 2010 vegna hagnaðar hans á síðasta ári. Með yfirtöku Kaupskila á 87% hlut í Arion banka hinn 8. janúar sl. styrktist eiginfjárstaða bankans þar sem Kaupskil lögðu bankanum til nýtt eigið fé ásamt því að ríkið veitti bankanum víkjandi lán. Við þetta fór eiginfjárhlutfall bankans úr 13,7% í lok árs 2009 í 16,4%. Fjármálaeftir- litið gerir nú kröfu um 16% eiginfjár- hlutfall. Rekstrartekjur tæpir 50 milljarðar Rekstrartekjur námu alls 49,6 milljörðum króna á árinu. Hreinar vaxtatekjur námu 12,1 milljarði króna og hreinar þóknunartekjur námu 5,9 milljörðum króna. Nettó- breyting á lánasafni nam 10,3 millj- örðum króna en þar er bæði tekið til- lit til virðisaukningar vegna líkna á betri endurheimtum og virðisrýrn- unar sem hefur orðið á lánasafninu. Þá eru 10,6 milljarða króna gjöld tilkomin vegna samningsbundinnar lækkunar á kröfu bankans á Kaup- þing vegna hlutdeildar Kaupþings í virðisaukningu hluta þeirra eigna sem færðar voru frá Kaupþingi til Arion banka haustið 2008, að því er segir á vef bankans. Arion hagnast Arðsemi eiginfjár 16,7% árið 2009 ● Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í gær, í 5,5 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 1,6 milljarða króna veltu og GAMMAxi: Óverðtryggt hækk- aði um 0,2% í 3,6 milljarða króna við- skiptum. Skuldabréfavísitalan breyttist lítið í gær unar. Sá banki lánaði svo hvoru fé- lagi 125 milljónir evra. Lánin eru veitt í ágúst 2008 og flutt í íslenska bankann í september. Hinn 2. októ- ber 2008 veitir Kaupþing Chester- field og Partridge hvoru um sig 125 milljóna evra lán til viðbótar til að mæta veðköllum frá Deutsche Bank, sem slapp því frá lánasamningnum án taps. Á stuttu tímabili lánaði Kaupþing því alls 510 milljónir evra í þessi skuldatryggingaviðskipti og fóru þær allar beint til Deutsche Bank. Eigendur félaganna komu ekki með neitt eigið fé, heldur voru viðskiptin öll fjármögnuð af Kaupþingi. Hreiðar Már sagði við skýrslu- töku hjá rannsóknarnefndinni að þessi viðskipti hefðu haft áhrif á skuldatryggingaálagið, sem hann segir að hafi lækkað um 2-3 prósent. Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn  Kaupþing lánaði 510 milljónir evra til að reyna að lækka skuldatryggingaálag Kaupendur lánshæfistengdra skuldabréfa Kevin Stanford Karen Millen Tony Yerolemou Skúli Þorvaldsson Ólafur Ólafsson Sheik Mohamed Al-Thani Carbon Capit. € 41,6 m Holly Beach € 41,6 m Harlow eq. € 130 m Mink Trading Co. Trenvis Ltd. € 46,8 m Chesterfield United € 125 m PartrigdeM.GR. € 125 m Brooks Tr. Ltd. € 50 m 50% 50% 36% 32% 32% FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EKKI er enn ljóst nákvæmlega hver ástæðan var fyrir handtöku þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar, fyrir ut- an að rannsóknin snúi m.a. að meintu skjalafalsi, auðgunarbrotum og markaðsmisnotkun. Hreiðar Már var forstjóri Kaupþings og Magnús var forstjóri Kaupþings í Lúx- emborg. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er ítarlega fjallað um þátt Kaupþings í viðskiptum með eigin hlutabréf og einnig um skuldabréfa- viðskipti sem áttu að hafa áhrif á skuldatryggingaálag bankans. Skuldatryggingaálag á bréf Kaup- þings hafði hækkað stöðugt árið 2008 og töldu stjórnendur bankans að hækkunin væri óeðlileg og byggð- ist á litlum sem engum viðskiptum, heldur aðeins tilboðum á markaði. Tvö félög, Chesterfield United og Partridge Management Group, fengu að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, útgefin af Deutsche Bank, fyrir 125 milljónir evra hvort. Í upphafi átti þriðja félagið, Brooks Trading, að taka þátt í þessum við- skiptum, en ekki verður séð að af því hafi orðið. Var ætlunin að lækka skuldatryggingaálag Kaupþings. Milljarðalán veitt Eigendur Chesterfield voru þau Kevin Stanford, Karen Millen, Tony Yerolemou og Skúli Þorvaldsson. Eigandi Partridge var Ólafur Ólafs- son og eigandi Brooks var Sheik Mohamed Al-Thani. Í upphafi lánaði Kaupþing í Lúxemborg eigendum hvors félags 130 milljónir evra, en fimm milljónir af því fóru til Deutsche Bank til greiðslu þókn- Kaupþing varði miklum fjármunum haustið 2008 til að hafa áhrif á skuldatryggingaálag á bréfum sín- um. Féð rann á endanum allt í vasa hins þýska Deutsche Bank. Í SKÝRSLU rannsóknarnefndarinnar er ítar- lega farið yfir viðskipti Kaupþings með eigin bréf, sem og lán bankans til annarra aðila til kaupa á bréfum í Kaupþingi. Þekkt dæmi um slíkt eru kaup Q Iceland Finance á stórum hlut í bankanum, sem fjármögnuð voru að öllu leyti af Kaupþingi. Þegar sú deild Kaupþings sem sá um eigin viðskipti er skoðuð sést að mikið ójafnvægi er á milli kaup- og sölutilboða deildarinnar í til- boðabók kauphallarinnar. Styður það þá kenn- ingu að markmið viðskiptanna hafi verið að hafa áhrif á verð hlutabréfa bankans. Þá vekur athygli hve oft Kaupþing í Lúx- emborg er skráður kaupandi á bréfum móður- félagsins. Má gera ráð fyrir því að hlutirnir hafi verið keyptir fyrir hönd einhverra við- skiptavina bankans. Þegar skýrslan var birt hafði nefndin ekki fengið nánari upplýsingar um ákveðin viðskipti fyrir eigin reikning Kaupþings í Lúxemborg. Alls keypti dóttur- félagið 3,27 prósenta hlut í Kaupþingi. Var því um að ræða verulega hlutdeild í bankanum þar sem raunverulegt eignarhald var ekki þekkt. Holt Investment, félag í eigu Skúla Þor- valdssonar, var viðskiptavinur í eignastýringu í Lúxemborg og var eitt þeirra sem fengu lán til að kaupa bréf í bankanum. Alls fékk Holt lánaða 18,2 milljarða króna til kaupa á bréfum og námu keypt bréf umfram seld 15,6 millj- örðum. Athygli vekur hins vegar að í sept- ember keypti Holt, aftur með láni frá Kaup- þingi, bréf af bankanum sjálfum fyrir 2,6 milljarða króna. Ellefu dögum síðar keypti bankinn þessi bréf aftur og þá á hærra verði. Hagnaður Holts af viðskiptunum var um 90 milljónir króna. Hafði áhrif á verð Viðskipti Kaupþings með eigin bréf benda til þess að markmiðið hafi verið að hafa áhrif á verð bréfanna Morgunblaðið/Ómar Viðskipti Ójafnvægi var milli kaup- og sölu- tilboða Kaupþings hvað varðaði eigin bréf. Magnús Guðmundsson hefur verið leystur frá störfum sem bankastjóri Havilland-banka í Lúxemborg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Í til- kynningu Havilland-bankans kemur fram að Jonathan Row- land taki við starfi forstjóra bankans. Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaup- þings, hefur ekki svarað kalli sérstaks saksóknara um að flýta komu sinni til landsins vegna fyrirhugaðrar yfir- heyrslu, samkvæmt frétt Stöðvar 2. Leystur frá störfum                    !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-.-/ +-0./- +,/.,/ ,,.+1+ ,1.2/3 +3.-/4 ++3.,- +./04 +0+.4- +35.4/ +,0.+5 +-0.-5 +,/.40 ,,.+33 ,1.202 +3.--5 ++3.3 +./00+ +0,.+4 +35.00 ,,1.034+ +,0.54 +01./ +,/.04 ,,.,/+ ,1.-4- +3.0// ++3.0, +.51/, +0,.2, +34.54

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.