Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 31

Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 ÞANN 1. maí sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal við Gylfa Gunn- arsson, útgerðarmann frá Grímsey, og fer hann mikinn í til- svörum og lýsingum um afmarkaða lokun á sjö fjörðum og sjálf- sagt hefur hann haft grátklútinn innan seil- ingar. Það er með ólík- indum hvað menn geta niðurlægt sjálfa sig með rangfærslum og sann- leiksskorti, en það á greinilega að verja dragnótaveiðina með kjafti og klóm. Skýrsla sú er kom frá HAFRÓ í nóvember og Gylfi minntist á hefur fengið þá umsögn líffræðinga og fiskifræðinga að vera illa unnin og ómarktæk því öll sýnin voru tekin þar sem dragnót hafði verið dregin þótt friðuð lína væri á því svæði, en það þykir sjálfsagður hlutur hjá dragnótabátum á Skagafirði að kasta dragnótinni inni á friðaða svæðinu og toga svo út fyrir. Það er minnst á létt og lipurt veiðarfæri sem er lítill sann- leikur í; kápuklæddir stálvírar og getur kasthringurinn hjá stærstu bátunum verið á 7 km. Sem sagt eng- in vasaklútaveiðarfæri. Það er mjög gott framtak hjá sjávar- útvegsráðherra að ýta þessu merkis- framtaki úr vör og á eftir að gjörbylta lífríkinu og skapa grundvöll fyrir vistvænar veiðar á fjörð- um víða kringum landið. Sú undiralda sem verið hefur verið að myndast í þessum málum verður ekki stöðvuð úr þessu. Hér í Skagafirði er al- menn ánægja með þessa friðun sem sjáv- arútvegsráðherra legg- ur til og lengi er búið að berjast fyrir og er þetta góður áfangi á áfram- haldandi friðun á Skaga- firði. Þau eru undarleg ummæli sveit- arstjóra Skagafjarðar um dragnótaveiðar í Morgunblaðinu þann 4. maí sl. en þar minnist hann á rannsóknir á firðinum sem voru mis- heppnaðar svo og einhverjar krónur sem töpuðust ef dragnótabátar hættu að landa hér. Ég er viss um að með þessari innfjarðarfriðun mun skapast aukning á útgerð minni báta og fjöldamörg störf skapast og að Skagafjörður haldi áfram að vera blómleg byggð. Um drag- nótaveiðar Eftir Ragnar Sighvats. Ragnar Sighvats. »Hér í Skagafirði er almenn ánægja með þessa friðun sem sjávarútvegsráðherra leggur til og lengi er búið að berjast fyrir … Höfundur er trillukarl á Sauðárkróki. SÆLL Árni Páll. Mig langaði til þess að spyrja þig nokk- urra spurninga varð- andi áætlanir þínar um gengistryggð bíla- lán. Í fyrsta lagi þá spyr ég: Hvers vegna núna? Ég spyr einungis af forvitni þar sem hin svokallaða gengistrygging er kom- in á dagskrá Hæstaréttar þann 2. júní næstkomandi og því ætti nið- urstaðan að verða ljós í síðasta lagi um 16. júní. Niðurstaðan gæti jafn- vel komið fyrr ef úrskurður Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 30. apríl sl. verður kærður til Hæstaréttar. Í þeim úrskurði var gengis- tryggingin talin ólögmæt og að ekki mætti miða við aðra vexti en umsamda Libor-vexti. Ef Hæsti- réttur kæmist að sömu niðurstöðu myndi það þýða algera leiðréttingu fyrir lántakendur vegna ólögmætr- ar afurðar. Fjármálastofnanir hljóta að bera ríka ábyrgð varð- andi lögmæti samninga sinna við neytendur. Aðrir aðilar kæmust ekki upp með að bjóða upp á ólög- mæta samninga og vera svo gripn- ir í faðm ríkisins þegar búið er að dæma gerningana ólögmæta. Því spyr ég, af hverju ekki að bíða eft- ir niðurstöðu Hæstaréttar? Í öðru lagi langaði mig að spyrja um 15% álagið sem þú segir vera „sanngirnissjónarmið“ vegna bíla- lánanna. Ef mér skjátlast ekki þá voru það einmitt eigendur bílalána- félaganna, bankarnir, Exista o.fl. sem stóðu að stöðutöku gegn krón- unni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir: „Auknar lánveitingar til ein- staklinga í erlendum myntum komu þar líka við sögu, og var breytingin í raun meiri á þeim markaði eins og fram kemur í kafla 8.0, þar sem lánveitingar í erlend- um myntum til einstaklinga jukust allverulega á tímabilinu frá 2006 og fram að falli bankanna. Með þessu var í raun verið að flytja myntá- hættu, sem skapaðist vegna fjár- mögnunar bankanna erlendis, frá þeim yfir á einstaklinga.“ Þessi stöðutaka varð til þess að krónan féll og varð til þess að gengistryggð lán rúmlega tvöföld- uðust. Mér skilst að skv. frumvarpi því sem þú hefur lagt fyrir rík- isstjórn muni lánin færast að sömu upphæð eins og um hafi verið að ræða verðtryggt lán ásamt 15% álagi, til að stuðla að sanngirni í garð lánveitanda. Sá lántaki sem tók lán um mitt ár 2007 gat litið til baka á þróun krón- unnar og séð fram á 20-30% flökt gagnvart helstu gjaldmiðlum. Slíkt flökt var þó hag- stæðara heldur en verðtryggingin sem Samfylkingin hefur barist fyrir að afnema, eða allavega þangað til hún komst í rík- isstjórn, síðan þá hefur ekkert heyrst um slíkt afnám. Lántaki sem skoðaði þessar tölur komst að því, með ráðgjöf lánveitanda, að það væri hagstæðara að taka geng- istryggt lán, enda væri verðtryggt lán ómögulegt. Lántakendur voru hins vegar einfaldlega blekktir í ljósi þess að gengi krónunnar var ofmetið árið 2007, sbr. skýrslu greiningardeildar Kaupþings árið 2007, en þar kom fram að krónan væri ofmetin gagnvart öðrum myntum, t.d. um 23% gagnvart bandarískum dollara. Þetta eru upplýsingar sem lántakar hefðu með réttu átt að fá. Einu sinni var það þannig að menn treystu bönk- unum, en það er erfitt að fyrirgefa slíkt trúnaðarbrot. Því spyr ég aftur: Hvar liggur sanngirnin í þessu 15% álagi? Í þriðja lagi þá langar mig til að spyrja þig varðandi mögulega skaðabótaskyldu ríkisins á grund- velli 72. gr. stjórnarskrár en þar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji. Þarf til þess lagafyr- irmæli og komi fullt verð fyrir.“ Ljóst er að kröfuréttindi á borð við þau sem hér eru til umræðu eru klárlega eignarréttindi, sem njóta verndar stjórnarskrár. Með þessum lögum ertu í raun að skylda fjármögnunarfyrirtækin til að láta þau af hendi, enda uppfyllir það skilyrðið um almenningsþörf. Þetta er gert með lögum en nú spyr ég: Hver á að greiða fullt verð? Í dómi Héraðsdóms Suðurlands þann 13. apríl síðastliðinn var talið að ábyrgð ábyrgðarmanna félli ekki niður jafnvel þó ábyrgð skuld- ara félli niður vegna greiðsluaðlög- unar. Taldi dómurinn að um væri að ræða kröfuréttindi sem „njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verða ekki skert án bóta með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf.“ Er þá ekki ljóst að hið sama myndi gilda um kröfuréttindi fjármögnunarfyr- irtækja eða þau gætu, ef lögin halda, krafist „fulls verðs“ skv. ákvæðum 72. gr. stjórnarskrár? Ég átta mig alveg á því að þessi laga- setning hlýtur að vera að einhverju leyti gerð í samvinnu við fjármögn- unarfyrirtækin, enda hefur Kjart- an Georg Gunnarsson, forstjóri SP fjármögnunar, lýst því opinberlega í Morgunblaðinu 1. maí sl., að lögin hafi nánast verið samin á skrifstofu félagsins. Ég tel þó að verið sé að tefla á tvær hættur varðandi þessa lagasetningu. Með einföldum reikningi hefur mér þó sýnst að 1.800.000 kr. lán sem yrði fellt nið- ur um 40%, að viðbættu 15% álagi og 13% vöxtum miðað við 7% verð- bólgu myndi kosta það sama eftir einungis þrjú ár og gengistryggt lán með 6% vöxtum ásamt álagi og er þá miðað við að gengi krón- unnar í dag. Gaman væri að sjá út- reikninga varðandi þetta eða er þetta bara einn stór blekking- arleikur? Virðingarfyllst. Eftir Braga Dór Hafþórsson Bragi Dór Hafþórsson » Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að koma til móts við skuldara. Er það samt sem áður bara blekkingarleikur? Höfundur er lögfræðingur. Gengislánin – Blekkingar- leikur félagsmálaráðherra? gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M /S ÍA /N M 38 33 8 Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækning- abúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Vatnslosandi Birkisafi unninn úr lífrænt ræktuðum Birkilauf- blöðum, án aukaefna. Hollur og góður fyrir líkamann. Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.