Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
✝ Ólafur EinirGunnarsson
fæddist í Reykjavík
13. febrúar 1941.
Hann lést á heimili
sínu, Íragerði 3,
Stokkseyri, 27. apr-
íl sl. Foreldrar
hans voru Arndís
Tómasdóttir, f. 27.
nóv. 1905, d. 29.
sept. 1986, og
Gunnar Ólafsson, f.
25. apríl 1906, d.
29. júlí 1986. Bræð-
ur Ólafs voru Sig-
urður Einir, f. 27. desember
1936, d. 11. janúar 1939. Halldór,
f. 20. mars 1944, d. 7. júní 2009.
Ólafur giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sig-
ríði Jones, þann 19. apríl 1962.
Foreldrar Ingibjargar eru Svan-
fríður Símonardóttir, f. 2. júlí
1923, og William Haywood Jon-
es, f. 27. júlí 1923, d. 8. mars
2008. Fósturfaðir Ingibjargar
var Ingólfur Marteinn Sigurðs-
son, f. 19. júlí 1926, d. 23. febr-
úar 1971. Börn þeirra eru: 1)
Hrafnhildur Linda, f. 1. júní
1963, maki Kristján Hoffmann,
dóttir þeirra er Fransiska, f.
1994, 2) Ingólfur Marteinn, f. 30.
mars 1971, maki
Helga Guðfinns-
dóttir, börn Ing-
ólfs eru Helena
Dögg, f. 1990,
Sylvía Lind, 1995,
og stjúpbarn er
Sonja Rut Jóns-
dóttir, f. 1995. 3)
Sigurður Arnar, f.
18. október 1973,
sonur hans er
Ólafur Andri, f.
2000, 4) Svan-
fríður Louise, f.
19. nóvember
1976, maki Reynir Már Sig-
urvinsson, börn þeirra eru Ingi-
björg Linda, f. 1993, Victoría
Ósk, f. 2001, Elísabet Dís, f.
2003, og Daníela Mist, f. 2003.
Ólafur fæddist í Reykjavík og
ólst upp að Kársnesbraut 19 í
Kópavogi og gekk hefðbundna
skólagöngu. Ólafur fór ungur á
sjóinn og var þar megnið af sinni
starfsævi. Ólafur bjó megnið af
ævi sinni í Reykjavík en flutti á
Stokkseyri ásamt konu sinni árið
2002 og bjó þar síðustu æviár
sín.
Útför Ólafs fer fram frá
Stokkseyrarkirkju í dag, 8. maí
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Elskulegi maðurinn minn, ég
kveð þig með þessu fallega ljóði,
hafðu þökk fyrir allt, elskan mín.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Þín eiginkona,
Ingibjörg.
Elsku pabbi.
Ég sit hér og er að hugsa um
hvað ég á að skrifa, mér finnst að
ég eigi ekki að vera að skrifa minn-
ingargrein um þig núna, ég hélt að
við ættum kannski 15-20 ár enn. Við
eigum svo margar minningar pabbi,
ég og þú, já þær eru margar. Hvað
ég gæfi til að eiga fleiri framundan,
en það er víst ekki í spilunum fyrir
okkur hversu sárt sem það er. Það
fyrsta sem ég hugsa er allt það sem
þú hefur lent í í gegnum árin, marg-
ir mundu flokka þig undir hrak-
fallabálk, en alltaf komstu í gegnum
allt, hvað sem á þig var lagt. Hvern
hefði grunað að kvöldið áður en þú
kvaddir þetta líf skyldi vera síðasta
stund okkar saman, við töluðum
mikið saman eða ég talaði mikið og
þú hlustaðir. Þegar ég fylgdi þér
inn í herbergi og breiddi ofan á þig
og bauð þér góða nótt og sagði við
þig að ég kæmi aftur á morgun.
Pabbi, ef mig hefði grunað þetta þá
hefði ég aldrei farið frá þér. Ég
sakna þín svo mikið, pabbi. Ég
sakna hlátursins og spjallsins um
heima og geima. En ég er að reyna
hugga mig að ég hafi minningarnar,
eins og manstu þegar þú og mamma
fóruð og keyptuð fyrsta gasgrillið
og þú settir kóteletturnar á og fórst
svo inn; þegar við tókum eftir
reykjarmekkinum þá hljópst þú að
athuga en þá var ekkert eftir nema
askan en við lærðum hvað er fljót-
legt að grilla á gasi, og hlógum við
mikið að þessu í gegnum árin. Eins
með ferðirnar austur og oft var nú
komið við í Seljavallalaug og að
sjálfsögðu farið í paradísarhellinn,
þar sem þú sagðir mér alltaf söguna
um hann. Þú varst alltaf til staðar
pabbi, alltaf þegar ég þurfti á þér
að halda komstu hvort sem var á
nóttu eða degi, þá lagðirðu frá þér
hvað sem þú varst að gera og komst
til mín.
Yndislegur varstu með stelpun-
um, þær voru alltaf svo glaðar þeg-
ar afi kom að passa því þá þýddi
það að þær mættu vaka lengur, tví-
burarnir höfðu venjulega ekki orku
lengi, en það hafði sko Victoría og
alltaf þegar þú sást að við vorum að
koma heim þá varst þú fljótur að
koma henni í rúmið og þú sast í sóf-
anum flissandi, þá vissum við það,
en þá sagðir þú alltaf, ekki skamma
hana, þetta var mér að kenna. En
nú ertu kominn til Halla bróður
þíns og er ég viss um að þið séuð að
bralla eitthvað ef ég þekki ykkur
báða rétt.
Ég elska þig pabbi minn svo heitt
og sakna þín enn meira. Þar til við
hittumst á ný, pabbi, geymi ég þig í
hjarta mínu.
Hafdís sendi mér þetta ljóð og
það passar svo vel við þig að ég
ætla að leyfa því að fylgja með:
Ég aldrei hef lofað að brautin sé
bein,
né blómstígar gullskrýddir alla leið
heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngu til himinsins helgu borgar.
En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk.
Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta
skref.
(Staðf. Hjálmar Jónsson.)
Þín dóttir,
Svanfríður (Sanný).
Pabbi minn er látinn, lést í svefni
þann 27. apríl síðastliðinn, nýlega
orðinn 69 ára. Pabbi minn elskuleg-
ur, seinheppni flækjufóturinn sem
var alltaf að lenda í einhverjum
óhöppum. Oft var gips eða einhverj-
ar sáraumbúðir einhversstaðar ná-
lægt. Þá var haldið lítið ættarmót á
slysadeildinni í Fossvogi. Við kom-
um æðandi úr öllum áttum og söfn-
uðumst svo saman við sængina
hans, viðbúin öllu. Hann slapp ætíð
furðanlega vel og það að hann
skyldi fá að kveðja í svefni, undir
sinni eigin sæng, var hvorki tíma-
bært eða neitt sem við áttum von á.
Margs er að minnast: þegar ég
sat í fanginu á honum og fékk að
stýra bílnum og mikið seinna þegar
ég var að læra að aka bíl og við
læddumst upp í Heiðmörk til að ég
gæti lært að bakka og þegar hann
kenndi mér grundvallaratriðin í raf-
magnsvinnu á heimilinu svo að ég
gæti bjargað mér þegar hann væri
á sjónum, dálæti okkar beggja á
góðum verkfærum, þegar hann
kenndi mér að prjóna og steikja
lærisneiðar í raspi. Þegar ég fór
með honum á sjóinn, trollið var fullt
af fiski, svo að skipið lagðist nánast
á hliðina. Góður tími, enda sjórinn
hans líf og yndi. Síðasta sumar unn-
um við saman við frágang á ýmsum
munum Halla frænda og töluðum
um þá bræður báða, en pabbi átti
einn bróður, Halldór, sem lést í júní
á síðasta ári eftir tiltölulega
skamma en erfiða sjúkdómslegu.
Síðasta mánuðinn sem hann lifði
vakti pabbi yfir honum allt þar til
yfir lauk. Þá renndi engan í grun að
svona skammt yrði á milli þeirra
bræðra. Pabbi var gjafmildur, glað-
ur að gefa og satt er að hann gaf
meira en hann nokkurn tímann
fékk. Hann kom oft með jólagjafir
og afmælisgjafir heim sem hann
hafði keypt í útlöndum og átti að
geyma til stóra dagsins. Alltaf lét
hann undan freistingunni og gaf
okkur gjafirnar strax og þá ekki við
miklar vinsældir mömmu en fór svo
og keypti fleiri. Nýverið var hann á
sjúkrahúsi og virtist sem loksins
væri fundin lausn á vanda sem
herjað hafði á hann lengi og valdið
honum miklum ama og rýrt öll hans
lífsgæði, loks var lausn fundin og
hann var glaður, sá fyrir sér nýtt líf
þar sem hann gæti gert svo margt
sem hann hafði orðið að neita sér
um lengi, til dæmis að gera bara
það einfalda, góður göngutúr heill-
aði. Við áttum saman yndislega
stund, hlógum svo innilega að tárin
runnu þegar við vorum að rifja upp
og mesta grínið gerði hann að sjálf-
um sér. Okkar besta stund í langan
tíma. Ég vissi ekki þá að það yrði
síðasti hláturinn okkar saman.
Þegar við vorum að kveðja þig,
fórum með bænina og lágum svo
hjá þér í hinsta sinn og töluðum við
þig eins og þú værir enn hér og
vildum að þetta væri bara plat. Sú
stund er okkar allra, við vorum alls
ekki tilbúin til að sleppa þér. Tím-
inn var bara ekki kominn.
Pabbi minn, ég elska þig og ég
vildi að ég hefði sagt þér það oftar
en ég veit að nú ertu hjá fólkinu
þínu, Halla bróður þínum, sem þú
saknaðir svo mikið, ömmu og afa og
öllum þeim sem farnir eru undan
þér. Og einn góðan dag í framtíð-
inni verðum við þar líka. Takk fyrir
allt.
Þín dóttir,
Linda.
Nú er skarð fyrir skildi. Látinn
er elskulegur tengdafaðir minn,
Ólafur Einir Gunnarsson. Hann tók
innilega á móti mér, baklandslaus-
um og stefnulausum stráknum sem
datt inn í líf hans í gegnum dóttur
hans fyrir 30 árum, og ekki var mér
síður vel tekið af minni elskulegu
tengdamóður, Ingibjörgu. Síðan þá
hafa þau reynst mér sem mínir aðr-
ir foreldrar og þeirra heimili verið
mitt annað heimili. Ólafur var að-
eins venjulegur maður, skýr, kjarn-
yrtur og innilega hressandi sem
slíkur og það í heimi þar sem flestir
reyna að sýna aðra mynd en að
vera venjulegur. Hann var alltaf
boðinn og búinn til þess að aðstoða
okkur í hvívetna og var hamingju-
samastur þegar hann var að gera
okkur samferðafólkinu gagn. Ég
man eftir bílunum mínum sem í
gegnum tíðina biluðu eða urðu
bensínlausir víðsvegar um landið og
Óli kom og bjargaði. Málningar-
vinnu og viðgerðum á íbúðum okk-
ar, Heiðarvatnsferð, afmælum,
sumarbústaðaferðum, fermingum,
jólunum öllum og áramótum. Alltaf
var Óli til staðar, partur af ævintýr-
inu. Og ég man þegar tengdafaðir
minn hélt dóttur minni undir skírn.
Ólafur stundaði mörg störf á lífs-
leiðinni, lengst af sem sjómaður og
þá á Vigra RE. Það stóra og flotta
skip var hluti af honum löngu eftir
að hann hætti vegna veikinda, enda
tel ég að á Vigra hafi honum liðið
best í starfi. Eitt augnablik í eilífð-
inni varð ég yfirmaður hans hjá
stóru öryggisfyrirtæki og þar varð
til tími sem við unnum og náðum
best saman. Hann starfaði sem ör-
yggisvörður sem teflt var fram í
erfiðum verkefnum og ég fylgdist
með aðlögunarhæfni hans, skilningi
og þekkingu á mannlegu eðli og var
stoltur. Hans verður nú sárt saknað
af allri fjölskyldunni, sérstaklega
nú þegar sumarið og birtan gengur
í garð. Það er bjart yfir minningu
tengdaföður míns og vil ég þakka
honum fyrir hve góður hann hefur
verið mér og fjölskyldu minni alla
tíð.
Elsku tengdamóður minni votta
ég samúð og bið henni guðs bless-
unar og velfarnaðar.
Kristján Hoffmann.
Elsku Óli minn, mér finnst sem
stórt skarð sé höggvið í mitt hjarta,
það að þurfa að kveðja þig svona
snögglega er okkur líklega ekki
ætlað að skilja, en það er sárara en
orð fá lýst. Þú sem varst ætíð tilbú-
inn að stökkva til okkar yfir götuna
og passa afastelpurnar þínar, þú
sem varst ætíð tilbúinn að styðja
okkur hvað sem á dundi, eitt símtal
og þú varst kominn. Minningarnar
hrannast upp á þessum erfiðu tím-
um, það er það dýrmætasta sem
maður hefur á þessari stundu,
minningar um góðan mann. Þegar
ég sit hér við eldhúsgluggann þá
hugsa ég til þín þegar þú komst
fyrir hornið og ég heyrði hljóðið í
mölinni, það var þitt merki, þá fór
ég og hellti upp á kaffi handa okk-
ur. Við gátum setið tímunum saman
og spjallað um allt og ekkert, á
þeim stundum vorum við líklegast
klárari en allir, eða það fannst okk-
ur allavega. Nú sit ég við gluggann,
einn, ekkert hljóð, bara minning.
Við kynntumst fyrir um 12 árum.
Á fyrstu jólunum okkar vorum við
Sanný hjá þér og Ingibjörgu í
Rjúpufellinu, síðan fluttuð þið á eft-
ir okkur á Stokkseyri og síðan þið
fluttuð þá hefur þú verið hjá mér,
Sanný og stelpunum á hverju að-
fangadagskvöldi. Hvern grunaði
það um jólin að þetta væru þau síð-
ustu saman, jólin voru góður tími.
Þá gátum við setið saman og borð-
að, það þótti okkur alls ekki leið-
inlegt. Þegar þú kvaddir þá missti
ég ekki bara tengdaföður minn,
heldur góðan félaga og einn minn
besta vin. Við náðum vel saman Óli
og það er sárt að missa þig. Ég veit
að þú munt vera með okkur og
veita okkur styrk þegar við þurfum,
vaka yfir okkur þegar við eigum
erfitt og gleðjast með okkur þegar
vel gengur. Stelpurnar þínar eiga
eftir að sakna þín sárt, sakna afa
sem var svo stór hluti af fjölskyld-
unni, afa sem elskaði þær svo mik-
ið, afa sem þær elska svo heitt og
sakna svo mikið. Þegar ég kveð þig
að sinni Óli minn er ég með tárin í
augunum, en við hittumst síðar og
þá fæ ég svörin við öllum ósvöruðu
spurningunum sem byrja allar á: af
hverju?
Ég sendi þér hér fallegt ljóð sem
lýsir þinni fallegu og góðu sál:
Börnin sem þú blessun vafðir þinni
búa þér nú stað í vitund sinni:
alla sína ævi geyma þar
auðlegðina sem þeim gefin var.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guð gefi þér ljós og frið.
Þinn tengdasonur,
Reynir.
Að missa náinn ástvin er sjálf-
sagt það erfiðasta sem manneskja
gæti lent í. Þann 27. apríl 2010 lent-
um við í því að missa okkar ástkæra
afa sem okkur þótti óendanlega
vænt um. Það ósanngjarnasta var
að við fengum ekki einu sinni við-
vörun til þess að geta sagt bless og
hvað við elskuðum hann heitt. Aldr-
ei datt okkur í hug að þurfa að
skrifa þessa minningargrein svona
snemma. Hann var án efa einn sá
besti afi sem hægt var að hugsa
sér. Alltaf þegar maður þurfti á
hjálp að halda eða einhvers konar
aðstoð reyndi hann sitt besta til að
vera til staðar. Afi var þannig að
hann varð aldrei reiður og reyndi
að gera gott úr öllu. Hann gat oft
verið mikill hrakfallabálkur en það
var einmitt það sem einkenndi afa.
Hann var mikill stríðnispúki og
mikill krakki í sér og var sjálfur
eins og einn af okkur. Við bjugg-
umst ekki við því að þurfa að missa
hann svona snemma því hann
komst alltaf í gegnum alla erfið-
leika sem hann lenti í. Hann var
sterkastur af okkur öllum og átti
því ekki að þurfa að fara frá okkur
strax. Þú munt alltaf búa innst í
hjörtum okkar og við elskum þig,
afi, hittumst í draumi. Þínar dótt-
urdætur,
Ingibjörg Linda og
Fransiska Guðrún.
Ólafur Einir
Gunnarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ég á eftir að sakna þín,
hvíldu í friði.
Ólafur Andri.
Elsku afi minn.
Ég elska þig og sakna þín, afi
minn.
Þín
Elísabet Dís.
Elsku afi minn.
Ég elska þig svo mikið, afi
minn, og sakna þín svo mikið.
Afi, þú mátt svo eiga fyrstu
tönnina mína sem ég missi.
Þín
Daníela Mist.
Elsku afi, þú leyfðir mér allt-
af að vaka lengur þegar þú
varst að passa mig. Og leyfðir
mér oft að ráða.
Ég sakna þín mjög mikið, afi,
ég mun aldrei gleyma þér. Ég
mun alltaf hugsa til þín.
Ég elska þig, afi minn.
Þín
Victoría.