Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 49
Velvakandi 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Hallmundur Kristinsson vaktimáls á því á Leirnum, póst-
lista hagyrðinga, að vísnaflensu-
veiran væri „eldgamall genatískur
sjúkdómsvaldur, trúlega upprunn-
inn í Skagafirði og hefur þaðan
breiðst út um nálæg byggðarlög í
fyrstu, og síðan um land allt með
auknum samgöngum og búferla-
flutningum“.
Séra Hjálmar Jónsson sagði
mestu formbyltingu í kveðskap
hægt að rekja til Egils Skallagríms-
sonar, en nýjustu fréttir um út-
breiðslu svínaflensunnar höggva
nær okkur:
Hér er vísnaveiran mætt,
veikjast gömlu brýnin.
Nú er okkur orðið hætt
úr því hún fór í svínin.
Friðrik Steingrímsson greip
þetta á lofti:
Ekki verður annað séð
ýmsa pestin þvingar,
en sömu genin séu með
svín og Skagfirðingar.
Pétur Stefánsson greip þetta á
lofti: „Jaaaá, nú skil ég af hverju
pabbi kallaði alltaf: „Hættu þessu,
svínið mitt“ þegar ég gerði eitthvað
af mér sem krakki. – Það er mikið
til í þessu hjá Friðriki.
Um æðar, hjarta og vöðvavefi
vella skagfirsk genin mín.
Lífið allt ég unað hefi
við át og drykkju, líkt og svín.“
Og Friðrik klykkti út með:
Af Pétri þannig fréttum fer
að flesta held ég velgi,
er ræktar hann í sjálfum sér
svínið hverja helgi.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af vísnaveiru og svínum
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SJÁÐU, LÍSA GLEYMDI
VESKINU SÍNU
SNERTU ÞAÐ
ERTU AÐ
GRÍNAST?
ÞAÐ GÆTI
SPRUNGIÐ
AF HVERJU SLÓ HANN EKKI
BARA EINUM METER LENGRA?
KONAN MÍN BAÐ MIG AÐ SPYRJA ÞIG HVORT ÞÚ
VÆRIR TIL Í AÐ FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ?
HVAÐ? ER
VINUR MINN,
UGA, HJÁ
HÁSKÓLANUM
Í GEORGÍU
VEIKUR?
SEGÐU
HONUM AÐ ÉG
KOMI EINS
FLJÓTT OG
ÉG GET
AÐ NOTA
FLÓAPÓST ER
SVO 1990
LALLI, TIL AÐ FÁ LEYFI TIL AÐ STÝRA
HJÓNABANDSNÁMSKEIÐUM ÞARF ÉG AÐ
TAKA ÞÁTT Í EINU MEÐ ÞÉR
EN MIG
LANGAR ÞAÐ
EKKI
AF HVERJU
EKKI? VIÐ
HÖFUM GERT
ÞAÐ ÁÐUR
ÉG VEIT...
MANSTU
EKKI HVAÐ
GERÐIST
SÍÐAST?
ÞANNIG AÐ ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ
LÁTA MIG TAKA SÖKINA?
STJÓRNANDINN NOTAÐI MIG
ALLTAF SEM DÆMI UM ÞAÐ
SEM ÁTTI EKKI AÐ GERA
EN ÞÚ HEFUR SKÁNAÐ
MIKIÐ SÍÐAN ÞÁ
ÞÚ HLÆRÐ
EKKI MIKIÐ
NÚNA!
ÖRYGGISMYNDA-
VÉLARNAR SÝNA HVER
HINN RAUNVERULEGI
GLÆPAMAÐUR ER
AUK ÞESS SEM ÉG
SETTI UPP VÉLINA MÍNA
TIL AÐ NÁ MYNDUM
MAÐUR VERÐUR AÐ
SJÁ FYRIR SÉR
Seldu fjörusteina
og skeljar
Þessar stúlkur í fyrsta,
öðrum og þriðja bekk
Grunnskólans á Þórs-
höfn settu upp lítið sölu-
borð, þar sem þær seldu
fallega fjörusteina,
skeljar og annað smá-
legt. Þetta var til styrkt-
ar Rauða krossinum og
söluágóðann, 10.418 kr.,
afhentu þær síðan gjald-
kera deildarinnar á
Þórshöfn.
KR verður ekki
meistari 2010
KR lék gegn fjórðu deildar liði
Knattspyrnufélagsins Ægis í Þor-
lákshöfn um daginn, var mál manna
að allt minna en 15-0 væri tap fyrir
KR sem skv. öllum spám á titilinn
vísan þetta árið. Ægismenn báru
mikla virðingu fyrir andstæðing-
unum í fyrri hálfleik og komst KR
því strax í upphafi leiks í 0-2 og end-
aði fyrri hálfleikur í 0-6. En það var
ljóst strax í upphafi
síðari hálfleiks að
leikmenn Ægis fengu
góða lesningu í hléinu
því þeir áttu hvert
færið af öðru og voru
mun frískari og í raun
óheppnir að skora
bara 2 mörk fyrir
leikslok. KR skoraði
aðeins eitt mark í síð-
ari hálfleik og var það
í raun eina almenni-
lega færið sem þeir
sköpuðu sér í hálf-
leiknum. Bjarni var
aðaldriffjöðrin í liði
KR og í raun sá eini
sem var sýnilega
mörgum deildum ofar en andstæð-
ingarnir og það er ljóst af fram-
göngu þeirra að stjörnum prýtt lið
KR þarf enn eitt árið að sætta sig við
að vera bara „Spá-R“.
Þór Emilsson.
Ást er…
… að skýla augum
hennar fyrir sólinni.
Velvakandi
Morgunblaðið/Líney Sigurðard
Gjöf Stúlkurnar seldu fjörusteina og fleira til styrktar Rauða krossinum.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 4. maí var spilað á 18
borðum. Úrslit urðu þessi í N/S:
Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimars 368
Auðunn Guðmss. – Óli Gíslason 362
Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 360
A/V
Örn Einarss. – Bragi Bjarnason 400
Oddur Jónsson – Gísli Þorvaldss. 366
Tóms Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss. 365
Golf/bridsmót
Golf/bridsmótið verður haldið
laugardaginn 22 . maí á Strandarvelli
(Hellu). Leikfyrirkomulag í golfinu
er „betri bolti“,þ.e.a.s. báðir leika til
enda og betra skor gildir.
Ræst á öllum teigum kl. 10. Eftir
golfið verður matast og síðan hefst
tvímenningur. Sömu pör í golfi og
brids og samanlagður árangur gildir
til sigurs. Kepnnisgjald er kr. 11.000
á parið, allt innifalið.
Upplýsingar og skráning hjá
Lofti, s: 897 0881 / bolsturverk@sim-
net.is og hjá GHR, s: 487 8208 /
ghr@simnet.is. Skráningu lýkur 17.
maí.
Bridsfélögin á Suðurnesjum
Feðgarnir Dagur Ingimundarson
og Bjarki Dagsson voru með forystu
í tveggja kvölda tvímenningi eftir
fyrra kvöldið sem lauk sl. miðviku-
dagskvöld. Þeir fengu mjög gott skor
eða 66,3% en náðu ekki að fylgja því
eftir og enduðu í fjórða sæti.
Garðar Garðarsson og Arnór
Ragnarsson sigruðu en Vignir Sig-
ursveinsson og Úlfar Kristinsson
urðu í öðru sæti og Karl G. Karlsson
og Gunnlaugur Sævarsson þriðju.
Þar með lauk formlegu vetrar-
starfi bridsfélaganna.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson