Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  111. tölublað 98. árgangur  PARKER Á NÓG AF SKÓM OG KJÓLUM AFÞREYING TJALDSVÆÐI ÆVINTÝRI DIKTA ÞREIFAR FYRIR SÉR Í ÚTLÖNDUM FERÐASUMAR 40 SÍÐUR GRÍÐARLEGA VINSÆL 32BEÐMÁLSSKVÍSAN 10 Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Gæsluvarðhald rennur út kl. 16 í dag yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrr- verandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, verður ákveðið þegar líður á daginn hvort ástæða sé til að óska eftir framlengingu gæsluvarðhalds, en upphaflega var gæsluvarðhald úr- skurðað yfir Magnúsi vegna gruns um að hann gæti torveldað rannsókn málsins. Hreiðar Már Sigurðsson og Ingólfur Helgason losna að óbreyttu úr gæsluvarðhaldi í næstu viku. Þótt rannsóknum miði vel hjá embætti sérstaks saksóknara er enn langt í land og hefur Ólafur gripið til þess að fá efnahagsbrotadeildir nor- rænu lögregluembættanna til að rétta hjálparhönd. Það muni styrkja rannsóknir embættisins. „Það var tekið jákvætt í það að veita hingað aðstoð af hálfu þeirra færustu sérfræðinga á þeim sviðum sem við erum að rannsaka. Með þessu styttum við okkur leið að því leyti að við fáum reynslu og þekk- ingu annarra landa til okkar og þurf- um ekki að læra þetta eftir króka- leiðum. Eins það að þeir munu veita okkur alla þá aðstoð sem við biðjum þá um,“ segir Ólafur. Ekki hefur ver- ið gripið til fleiri þvingunarúrræða en yfirheyrslur héldu áfram fram eftir kvöldi í gær. Ólafur segir að töluverður fjöldi manna hafi nú fengið réttarstöðu grunaðra en hann vildi ekki tilgreina nánar hversu margir það væru. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á mið- vikudag stóð hins vegar til, eftir að Hæstiréttur staðfesti gæsluvarð- haldskröfur, að yfir 20 einstaklingar yrðu yfirheyrðir á næstu dögum og ný gögn sem ekki hefðu komið fram áður borin undir þá. Enn ekki náðst til Sigurðar Alþjóðlegri handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni, fyrrver- andi stjórnarformanni Kaupþings, sem eftirlýstur er af Interpol, hefur enn ekki verið framfylgt en málið er á könnu lögregluyfirvalda í London þar sem Sigurður er búsettur. Ólafur segir að embættið geri þeim hluta málsins ekki hærra undir höfði en öðrum þáttum en áfram sé unnið í því og samskipti séu á milli saksóknaraembættisins og bresku lögreglunnar. Fjöldi manna með réttarstöðu grunaðra  Yfirheyrslur stóðu fram á kvöld  Gæsluvarðhald Magn- úsar rennur út í dag  Norrænir sérfræðingar væntanlegir Nú lifna runnar og tré við Rauðavatn hratt enda á sumarið að vera komið og talsvert er farið að hlýna eftir frekar kaldan aprílmánuð. Hestamenn eru flestir duglegir við útreiðar að vetrarlagi og þjálfa sig og hestana þrátt fyrir kuldaköst og snjóalög en óneitanlega verður reiðtúrinn sérstaklega skemmtilegur í góðu veðri eins og var í gær, uppstigning- ardag. Þessi hópur hestamanna naut frídagsins í góðum fé- lagsskap við þessar glæsilegu skepnur. Sást jóreykurinn langt að og var augljóslega mikið fjör, bæði í fákum og fólki. Morgunblaðið/Golli Fjörlegir fákar og menn við Rauðavatn Morgunblaðið/Golli 92% Hlutfall eigin bréfa Kaupþings banka af heildarverðbréfasafni eigin viðskipta hinn 8. október 2008. Viðskipti með eigin bréf virðast hafa verið stunduð með kerfisbundnum hætti til að hækka verð þeirra. Þrír Sakborningar sem hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald, þeir Ing- ólfur Helgason, Hreiðar Már Sig- urðsson og Magnús Guðmundsson. ‹ RANNSÓKNIN Í TÖLUM › » Mikið öskufall var í gærkvöldi undir Eyjafjöll- um og var þar kolniðamyrkur áður en myrkt var af nóttu og skyggni aðeins um tveir metrar. Að sögn lög- reglu á Hvols- velli, sem var í eftirlitsferð um svæðið í gærkvöldi, eru aðstæður þannig að fólk heldur sig innan- dyra. Að sögn Veðurstofu Íslands er gosmökkurinn grár. Hæð hans yfir sjávarmáli er að jafnaði um 6 km og fer hæst í um 9 km. Veður- stofu bárust víða frá tilkynningar um fína ösku. »2 Myrkur undir Eyja- fjöllum í gærkvöldi Ekki kemur til greina að falla frá þeim fyrirvörum sem bæði Bænda- samtökin og Alþingi hafa sett í mál- efnum landbúnaðarins í aðildar- viðræðum við Evrópusambandið. Þannig svaraði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar á þingi á miðviku- dag og ítrekaði að VG væru ekki samþykk því að gerast aðilar að ESB. Einar segir að samninga- viðræður um Evrópusambandið hljóti að vera í uppnámi í ljósi þess- arar afdráttarlausu afstöðu. »2 Segir útilokað að víkja frá fyrirvörum þingsins og bænda Verkefnisstjórn rammaáætlunar um vernd og nýt- ingu náttúru- svæða skilar varla áliti sínu til iðnaðarráðherra fyrr en í haust. Málið er m.a. enn til umfjöllunar í þingflokki VG. Iðnaðarnefnd Alþingis mun fjalla um stöðu orkuverkefna í dag en hún hefur ekki enn fengið áætlunina til umfjöllunar. Skúli Helgason, for- maður nefndarinnar, var spurður hvort samfylkingarmenn væru sáttir við töfina. Hann sagði fleira en tafir á rammaáætluninni valda þessari stöðu. „Sum verkefni eru enn óleyst vegna tæknilegra atriða eða vegna þess að það vantar fjármögnun, stækkun á Reykjanesvirkjun bíður eftir ákvörðun Orkustofnunar,“ seg- ir Skúli. „Helguvík hefur tafist bæði vegna fjármögnunarvanda og orku- skorts. En rammaáætlunin skiptir auðvitað máli vegna ákvarðana um framkvæmdir á næstu árum.“ »4 Ramma- áætlun í haust? Þingflokkur VG fjallar enn um málið Skúli Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.