Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 11
Daglegt líf 11
Söfn John Waters er einn þeirra fjölmörgu kvikmyndaleikstjóra sem Úlfar
heldur upp á. Hann á safn mynda hans sem og margra annarra.
bekk,“ segir Úlfar sem hefur ekki að-
eins áhuga á gömlum kvikmyndum
heldur allri kvikmyndasögunni, hvort
sem það eru vestrar, költ-myndir frá
John Waters eða nýjar myndir.
„Af nútímakvikmyndaleik-
stjórum eru í uppáhaldi menn eins og
Paul Thomas Anderson sem gerði
m.a. Magnolia og There Will Be
Blood. Tarantino er líka mér að skapi
og Natural Born Killers eftir Oliver
Stone er ein af mínum uppáhalds, svo
fátt eitt sé nefnt.“
Draugagangur og drungi
En Úlfar lætur ekki duga að
horfa á myndir, hann hefur líka próf-
að að gera sjálfur kvikmynd. Þegar
hann var í tíunda bekk vann hann
ásamt tveimur vinum sínum stutt-
myndakeppni grunnskólanna.
„Það voru áttatíu myndir sendar
inn, svo við vorum nokkuð ánægðir
með að vinna. Við fengum fína um-
sögn sem var eitthvað á þá leið að
myndin væri helst til fullkomin. Við
fengum bæði verðlaun fyrir bestu
mynd og besta karlleikara í aðal-
hlutverki,“ segir Úlfar sem var ein-
mitt sá leikari. Steinarr Ingólfsson
vinur hans skrifaði með honum hand-
ritið og þeir gerðu myndina saman en
fengu einn aukaleikara með sér til að
leika í myndinni, Lárus Kristján
Johnsen. „Við gáfum okkur góðan
tíma í þetta, vorum eiginlega frekar
latir, það tók okkur tvo mánuði að
koma fjögurra mínútna mynd niður á
blað. Myndin heitir Phasmatis, sem
merkir draugur. Við reyndum að
skapa drungalega stemningu með því
að breyta litakontröstum. Við settum
filter yfir linsuna til að ná ákveðinni
stemningu sem minnir á þýska ex-
pressjónismann í kvikmyndum.“
Kvikmyndaskólar í vestri
Úlfar horfir á myndir og veltir
fyrir sér sjónarhornum í tökunum og
öllu því sem tengist sjálfri kvik-
myndagerðinni, enda ætlar hann að
verða kvikmyndagerðarmaður.
„Ég sagði víst oft þegar ég var
lítill: „Ég vil verða leikstjóri,“ án þess
að vita hvað það beinlínis merkti, en
ég hef ekkert breytt þessari stefnu
minni. Það eru tveir skólar sem ég er
spenntur fyrir. University of South
California er með eina bestu kvik-
myndadeild í heimi og svo er skóli í
Toronto í Kanada sem kemur til
greina. Ég ætla að kíkja á þetta eftir
stúdentsprófið og vona að ég komist í
annan hvorn þessara skóla.“
Morgunblaðið/Ernir
Með þrívíddargleraugu Úlfar í herberginu sínu þar sem flest tengist kvik-
myndum, m.a þessi póstkort með myndum af gömlum kvikmyndaplagötum,
sem Steinarr vinur hans gaf honum þegar hann kom frá New York.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
n o a t u n . i s
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
UNGNAUTA-
BORGARI, 90 G
KR./STK.
99
169
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
Ö
ll
ve
rð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
u
og
/e
ða
m
yn
da
br
en
gl
100%
ÁVAXTASAF
AR
FÍN
ÓDÝRT
EÐA GRÓF
ERIN SÓSUR
4 TEGUNDIR
149 KR./PK.
LÍF
APPELSÍNUSAFI
129 KR./STK.
JACOB’S
PÍTUBRAUÐ
215 KR./PK.
SHOP RITE
ÁLPAPPÍR
22,8 M X 30 CM
529 KR./PK.
ÓDÝRT
Við gerum
meira
fyrir þig
41%
afsláttur
LAMBAKÓRÓNA
AÐ HÆTTI GRIKKJA
KR./KG
2999
3998
BBESTIR
Í KJÖTI
ÚRKJÖTBOR
ÐI
ÚR
KJÖTBORÐI
Hljómsveitin Í svörtum fötum var að
senda frá sér safnplötuna Tímabil
sem inniheldur alla helstu smelli
sveitarinnar síðasta áratuginn ásamt
þremur nýjum lögum. Einnig er að
finna með plötunni dvd-disk sem
inniheldur myndbönd og tónleika-
upptökur.
Hinir síspræku og öfgahressu
svartstakkar fagna útgáfunni með
tveimur dansleikjum um helgina. Í
kvöld, föstudagskvöld, verða þeir í
Kaupfélaginu á Akranesi og annað
kvöld í Hvíta húsinu á Selfossi.
Þess má geta að á næstu dögum
fer lagið „Heim“ með Í svörtum föt-
um í spilun á útvarpsstöðvum lands-
ins en síðustu vikur hefur lagið „Ást í
meinum“ gert það gott á vinsælda-
listum.
Endilega …
Í svörtum fötum á Akranesi og
Selfossi um helgina.
… farið á
ball með Í
svörtum fötum