Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 19
rekstur af þessu tagi. Félag smá-
bátaeigenda virðist ekki hafa hafa
fulltrúa þarna inni samkvæmt full-
trúalista fyrir árið 2010. Þrátt fyrir
það hafa Örn Pálsson, Jóhann Páll
og Árni Konráðsson barist gegn
þessum öflum á ársfundum sjóðs-
ins með ósk um svör við spurn-
ingum sem við höfum lagt fyrir
stjórn Gildis svo eftir hefur verið
tekið. En snillingarnir neita enn að
svara mínum spurningum frá árinu
2009 og nú.
Ég hef óskað eftir skýrslu end-
urskoðenda fyrir árið 2008-2009,
bæði munnlega og skriflega, en
jafnan verið neitað. Það vill svo vel
til að skýrslu endurskoðenda fyrir
árið 1999-2000 hef ég undir hönd-
um og úttekt Talnakönnunar hef
ég undir höndum með huggulegu
nafnspjaldi frá Árna Guðmunds-
syni. Þá var í lagi að afhenta mér
ársskýrslu. Nú kemur það ekki til
greina, því spyr maður sig hvað er
verið fela? Af hverju? Gildi afskrif-
aði árið 2008 59,513 milljarða og
árið 2009 43,331 milljarð, sem eru
102,844 milljarðar á tveimur árum
og ekki verður séð fyrir endann á
þessu falli. Hvar eru eftirlitsstofn-
anir? Hvar eru nú rannsakendur
efnahagsbrota? Ég bar spurningu
til endurskoðenda þar sem ég
spurði hann hvort það væri ekki
rétt hjá mér að skuldir umfram
eignir væru 12%. Hann svaraði
spurningunni: Jú. Spurning tvö:
Leiðir þetta ekki til greiðslufalls
sjóðsins þegar fram í sækir? Svar:
Jú!
Hrunadans
Í skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis kemur fram að árið 2005
voru bankarnir lentir á óheilla-
braut, og því haldið fram að einn
bankinn hefði verið komin að fót-
um fram árið 2006. Um mitt sumar
2007 þyngdist róðurinn fyrir alvöru
og eru sumir þeirrar skoðunar að
þá hafi verið of seint að koma þeim
til bjargar. Þrátt fyrir þetta slógu
lífeyrissjóðaknaparnir í klárinn.
Lífeyrissjóðir halda áfram að fjár-
festa, dansinn heldur áfram hjá
Gildi með kaupum á skuldabréfum
eins og að ofan greinir. Enda segir
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis, fyrir rann-
sóknarnefnd Alþingis 22. sept-
ember 2009: „Við höfðum mikla trú
á þessum fyrirtækjum. Þetta var
algjörlega meðvitað rætt á stjórn-
arfundum og ekkert sem menn
vissu ekki.“ Eins kemur fram:
Fjárfestingar íslensku lífeyrissjóð-
anna hafa farið illa, ekki síst
skuldabréfaeign þeirra, en bréfin
voru að miklu leyti gefin út af hin-
um föllnu félögum. Þessi bréf eru
ekki tryggð með veðum. Hugið
ykkur ekki tryggð með veðum.
Vilhjálmur Egilsson, fráfarandi
formaður stjórnar Gildis, reynir að
gera lítið úr sjóðsfélögum sem
keppa að gagnsæi og vilja fylgjast
með því hvernig farið er með það
lítilræði sem menn spara saman á
langri starfsævi og lífeyrissjóðum
er trúað fyrir. Leggst lítið fyrir
kappann, þennan stríðsmann sem á
allgóð lífeyrisréttindi nokkuð vel
tryggð, til dæmis annars staðar en
hjá Gildi. Í stað þess að brúka
kjaft ætti þessi Vilhjálmur Eg-
ilsson að biðja sjóðsfélaga afsök-
unar.
» Í stað þess að brúka
kjaft ætti þessi Vil-
hjálmur Egilsson að
biðja sjóðsfélaga afsök-
unar.
Höfundur er sjómaður
og sjóðsfélagi í Gildi.
Umræðan 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
O
R
48
90
9
1/
10
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað um
Tísku og förðun
föstudaginn 21.maí
Í Tísku og förðun verður
fjallað um tískuna sumarið
2010 í förðun, snyrtingu,
fatnaði, umhirðu húðar-
innar dekur og fleira.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur.
Sumarförðun.
Nýjustu snyrtivörurnar.
Krem.
Sólarvörur og sólarvörn.
Hvað verður í tísku í sumar.
Meðferð á snyrtistofum.
Ilmvötn.
Kventíska.
Herratíska.
Fylgihlutir.
Skartgripir.
Og fullt af öðru
spennandi efni.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Tíska og förðun
P NTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 17. MAÍ
Eftir 60 ára styr
milli Kína og Taívans
breytti forseti Taív-
ans (Lýðveldisins
Kína), Ma Ying-jeou,
vígstöðunni á róttæk-
an hátt með innsetn-
ingarræðu sinni fyrir
tæpum tveimur árum.
Friðarhöndin sem
hann rétti út þar hef-
ur leitt af sér fjóra
fundi og tólf sáttmála
milli ríkjanna, meðal annars um
ferðamennsku, flutninga og varnir
gegn glæpum. Skoðanakannanir
meðal almennings á Taívan sýna
að þorri fólks þar styður frekari
fundi og samninga sem tryggi frið
og stöðugleika í samskiptunum yf-
ir Taívanssundið.
Alþjóðavæðing er lausnarorð
dagsins í dag og fyrir Taívanbúa
skiptir fríverslunarsamningur
Suðaustur-Asíuríkja miklu máli en
hann tók gildi 1. janúar 2010. Illu
heilli á Taívan þó ekki aðild að
honum þar sem flest ríki á svæð-
inu fylgja hinni svokölluðu reglu
um „eitt Kína“. Þetta hefur af-
drifaríkar afleiðingar til hins verra
fyrir efnahag Taívans, sem bygg-
ist að stórum hluta á útflutningi.
Eina ráðið er að reyna að komast
að tvíhliða samkomulagi við Kína
sem tryggi áframhaldandi sam-
keppnishæfni Taívans.
Ýmsir sérfræðingar hafa bent á
hættuna á að Taívan gefi of mikið
eftir í slíkum samningum og að
samskiptin við Kína séu þegar
orðin of náin. Það er brennandi
spurning á vörum allra Taívanbúa
hversu langt megi ganga til að
vinna upp missætti fortíðarinnar.
Sumir ganga svo
langt að telja að tví-
hliða fríversl-
unarsamningur við
Kína myndi á end-
anum leiða til samein-
ingar ríkjanna. Það
virðist ofmat. Taív-
anbúar þurfa einfald-
lega á slíkum samn-
ingi að halda til að
tryggja ýmis efna-
hagsleg og pólitísk
réttindi sín. Að öllu
samanlögðu má ætla
að samningur af þessu tagi yrði
Taívan til mun meira gagns en
tjóns og forseti landsins hefur
heitið því að ekki verði haggað við
hagsmunum og sjálfræði Taív-
anbúa.
Það er hins vegar ekki vanda-
laust að tryggja alþjóðlega hags-
muni Taívans. Hygginda og hug-
rekkis er þörf til að standast
þrýstinginn frá stórveldinu hand-
an sundsins; og haga verður segl-
um eftir vindi. Núverandi stjórn á
Taívan er hvorki „með“ Kína eða
„á móti“ Kína, eins og það er
stundum svo einfeldningslega orð-
að. Hún vill einfaldlega stuðla að
sátt og friði við meginlandið án
þess að stefna að sameiningu við
það. Ma forseti hefur ítrekað sagt
að samningar um sameiningu Kína
og Taívans verði ekki hafnir á
hans vakt.
Þrátt fyrir útrétta friðarhönd
Taívans er ekkert lát á eld-
flaugaógninni sem stafar frá meg-
inlandinu. Yfir 1000 eldflaugum er
beint að Taívan þaðan til að koma
í veg fyrir að Taívanbúar svo mik-
ið sem velti möguleikanum á sjálf-
stæði fyrir sér. Í komandi fríversl-
unarsamningum við Kína mun
Taívan ekki horfa framhjá þessari
ógn. Stjórnvöld hafa nýlega und-
irritað stóran vopnakaupasamning
við Bandaríkin upp á 6,4 milljarða
dollara. Það eitt sýnir að Taív-
anbúar ætla ekki að láta Kína
vaða yfir sig.
Taívan og Ísland eru bæði lýð-
ræðisríki sem virða frelsi og
mannréttindi. Svo lengi sem Kína
virðir ekki málfrelsi, mannréttindi
og lýðræði kemur aldrei til greina
að Taívan taki upp viðræður við
Kína um pólitíska sameiningu.
Eldflaugaógnin frá Kína rýrir gildi
viðskiptasamvinnu við Taívan
Eftir Arthur Cheng »Núverandi stjórn á
Taívan er hvorki
„með“ Kína eða „á móti“
Kína, eins og það er
stundum svo einfeldn-
ingslega orðað.
Arthur Cheng
Höfundur er forstöðumaður á Full-
trúaskrifstofu Taívans í Danmörku.
Undanfarið hefur leiðindaorð tekið
sér bólfestu í umræðu samfélags-
ins, niðurskurður! Við fáum hroll
þegar við heyrum það, við finnum
óbragð af því að segja það, við
verðum döpur og neikvæð að lesa
það. Því niðurskurður þýðir í
þessum tilvikum að eitthvað verði
tekið af okkur til að spara. Eitt-
hvað sem við erum kannski farin
að líta á sem sjálfsagðan hlut.
Sem betur fer höfum við flest tæki
og færni til að a.m.k. tjá okkur um
það hvaða áhrif niðurskurður
hingað og þangað mun hafa á okk-
ur. En það eru ákveðnir hópar
sem geta það ekki. Til þess þurfa
þeir málsvara sem eiga að vera
allir hinir sem geta tekið upp
hanskann fyrir þá sem ekki geta
varið sig.
Hver stendur vörð um réttindi
fatlaðra einstaklinga á niðurskurð-
artímum? Réttindi þeirra til tóm-
stundaiðkunar, íþrótta, náms og
atvinnu eru þau sömu og hjá þeim
sem ekki lifa með fötlun en sú
krafa er á grundvelli mannrétt-
inda.
Þegar við fórum af stað til að
skoða hvaða úrræði eru í boði fyr-
ir fatlaða einstaklinga sem eru að
ljúka framhaldsskóla, s.s. eftir tví-
tugt, komumst við að því, okkur til
mikillar ánægju, að það er margt í
boði fyrir þessa einstaklinga og
valinn maður í hverju rúmi, enda
er það ekkert vafamál að þeir sem
sækja í þau störf sem snúa að
málefnum fatlaðra gera það ekki
vegna launanna. En það kom
ávallt upp í umræðunni hvað
myndi gerast núna í ljósi þess að
skera þarf niður í öllum kerfum
samfélagins.
Mörg okkar geta kyngt þessum
margháttaða niðurskurði, öðrum
okkar finnast ósanngjarnt að beita
honum og enn aðrir neita að sam-
þykkja að niðurskurður sé rétta
leiðin. Þessi mál má vel rökræða
fram og til baka. En við höldum
því fram að þegar kemur að fötl-
uðum sé ekki í boði að rökræða
það hversu mikið megi taka af
þeim. Ef manneskja getur ekki
séð um sig sjálf verður hún að
geta treyst á það að aðrir sjái um
hana, það eru hennar mannrétt-
indi. Á sama tíma má ekki gleyma
að það er mikil vinna að sjá um
fatlaða einstaklinga, en einhverra
hluta vegna hefur, þrátt fyrir góð-
æri, verið erfitt að manna mjög
margar stöður á þessum sviðum,
því einhverra hluta vegna eru
skilaboðin þau að ekki sé það pen-
inganna virði að leggja fram það
fjármagn sem þarf til til að sjá um
fatlaða einstaklinga sem er ekkert
annað en vanvirðing við bæði fatl-
aða, starfsmenn þeirra og fjöl-
skyldna þeirra. Koma skal fram
við fólk með fötlum eins og annað
fólk, af virðingu og kurteisi.
Við krefjumst þess að yfirvöld
og ráðamenn okkar líti ekki svo á
að hér sé á ferðinni hópur sem
megi taka af, því ekki er nóg fyrir.
Virðið réttindi þeirra.
RANNVEIG ÓSKARSDÓTTIR,
GESTUR EINARSSON,
nemendur við Háskóla Íslands.
Verndum
réttindi þeirra
Frá Rannveigu Óskarsdóttur
og Gesti Einarssyni
Gestur
Einarsson
Rannveig
Óskarsdóttir
BRÉF TIL BLAÐSINS
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn