Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 20
20 UmræðanKOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 ÞEGAR ég flutti á Álftanesið fyrir þremur árum og fór að kynna mér bæjarmálin varð ég mjög undrandi yfir þráhyggju- kenndum og níðang- urslegum greinaskrifum sjálfstæðismanna í garð Álftaneshreyfingarinnar. Þessi skrif voru bæði ómálefnaleg og vöktu nei- kvæða athygli á Álftanesi. Skýringar á þessu virðast helst vera persónulegar, að sjálfstæðismönnum hafi sviðið svo að missa áratugalöng heljartök sín á sveitarfélaginu en sjálfstæðismenn deildu og drottnuðu á Álftanesi frá því fyrir síðasta Kötlu- gos og fram að kosningunum 2006. Það voru því sjálfstæðismenn sem stýrðu uppbyggingunni hér en á kjörtímabilinu 2002-2006 fjölgaði fólki um 70% í sveitarfélaginu. Sjálf- stæðismenn lokkuðu fólk til sveitar- félagsins með seiðandi sírenusöng og fagurgala án þess að huga að skipu- lagi eða tekjuaukningu bæjarsjóðs sem rekinn er af útsvarstekjum og fasteignagjöldum því engin eru fyr- irtækin. Samt tala þeir nú eins og Álftaneshreyfingin hafi tekið við frá- bæru búi og sett það á hausinn og verið snögg að því. Hvernig væri staðan ef sjálfstæð- ismenn hefðu unnið síðustu kosning- arnar? Við skoðun á kosningalof- orðum þeirra er ekki að sjá að mikil ráðdeild hafi verið boðuð heldur þvert á móti: Risam- annvirki á borð við þjón- ustumiðstöð og tónleika- sal áttu að rísa og hrista átti nýjan golfvöll og smá- bátahöfn fram úr erminni svo fáein dæmi séu nefnd af því sem sjálfstæð- ismenn lofuðu þá hróð- ugir. Í þeim kosningum höfnuðu Álftnesingar sér- hagsmunagæslu, verktakapólitík og for- ljótu miðbæjarskipulagi sem líktist mislukkuðu úthverfi í Austur-Evrópu og tók ekkert mið af náttúru eða mannlífi og Sjálfstæð- isflokkurinn missti ítök sín. Álftaneshreyfingin fékk ekki lang- an tíma til að láta til sín taka fram að hruni. Á þeim tíma var þó stjórnsýsl- an opnuð og farið í ýmsar aðhalds- aðgerðir. Álftaneshreyfingin tók við myntkörfulánum sem árin áður höfðu skapað gengishagnað en hrundu yfir sveitarfélagið haustið 2008. Ef sundlaugin rómaða væri tekin út fyrir sviga hefur enginn get- að bent mér á neina ákvörðun sem Álftaneshreyfingin tók sem leitt hef- ur til verri skuldastöðu. Sundlaugina er rétt að taka út fyrir sviga því allir flokkar stóðu jafnt að þeirri bygg- ingu. Það má þó ekki gleymast í þeirri umræðu að sú sem var fyrir var míglek og dæmd ónýt. Menn mega heldur ekki gleyma því að sú nýja er ósköp venjuleg sundlaug þótt rennibrautin sé stór, sá hluti vegur minnst af kostnaðinum. Það er held- ur ekki eins og skuldbindingin sé í formi kúluláns sem á að greiða upp í vor heldur er hún til 30 ára. En þetta er fortíðin. Hvað nú? Mér finnst jafngott að búa á Álftanesi og fyrir hrun, enn er jafnmikið víðsýni og enn heyrist skóhljóð tímans jafn- vel og áður á þessum sögufræga stað. Framtíðin liggur ekki síst í hug- arfarinu. Hún liggur til skemmri tíma í að jafna hlut sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en til lengri tíma er e.t.v. nauðsynlegt að sameinast öðru sveitarfélagi og ná þeim samlegðaráhrifum sem því fylgir. Þar er Reykjavík fyrsti kostur Álftaneshreyfingarinnar. Þær grænu áherslur sem þar eiga hljómgrunn höfða til okkar, stjórnsýslan er skýr, þjónustustigið hátt og framtíð- armöguleikarnir við sameiningu ótæmandi. Þá er rétt að halda því til haga að á Álftanesi er meðalaldur íbúa mjög lágur. Það eru því margir framtíðarútsvarsgreiðendur í bæn- um ef fólk verður ekki fælt í burtu með álögum og svartagallsrausi. Barbafjölskyldan getur breytt sér í allra kvikinda líki eins og allir vita. Það gera sjálfstæðismenn líka alltaf fyrir kosningar og sveipa sig þá áru með bleikum, rauðum og grænum litatónum. Raunveruleikinn er þó annar og það er þess vegna sem sam- félaginu öllu blæðir. Því má ekki gleyma. Barbabrellur sjálfstæðis- manna á Álftanesi Eftir Tuma Kolbeins- son Tumi Kolbeinsson Höfundur skipar 10. sæti á lista Álfta- neshreyfingarinnar. Ný kynslóð aldraðra hefur sagt ellikellingu stríð á hendur og ætlar að njóta ævikvöldsins. Það er hlut- verk samfélagins að koma í veg fyrir félagslega einangrun aldr- aðra og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum eigin forsendum. Þannig má koma í veg fyrir mörg sársaukafull og kostnaðarsöm vandamál. Heil- brigði er dýrmætasta eign hvers einstaklings og um leið ein verðmætasta auðlind hverrar þjóðar. Lýðheilsa eldri borgara Hér á landi hefur ekki mikið verið fjallað um lýðheilsu aldraðra en mikilvægt er að hlúð sé að þeirra þörfum. Óþægilegir fylgikvillar ellinnar eru kvíði, þunglyndi og fé- lagsleg einangrun. Mikilvægi hreyfingar og félagslegrar virkni er stór þáttur í því að halda heilsu og því ánægjulegt að fylgjast með öflugu íþrótta- og félagsstarfi aldraðra í Mosfellsbæ. Bætt félagsaðstaða Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ fagna öflugu starfi Fa- Mos, Félagi aldraðra í Mosfellsbæ. Við ætlum að bæta að- stöðu aldraðra með nýrri fé- lagsmiðstöð sem Mosfellsbær byggir samhliða hjúkrunarheimili, sem brátt rís við Langatanga. Jafn- framt bjóðum við FaMos, aðstöðu í Brúarlandi þegar Framhaldsskól- inn í Mosfellsbæ flyst yfir í nýtt húsnæði og felum þeim aukin verk- efni. Öldrunarsetur Með byggingu hjúkrunarheim- ilis við öryggisíbúðir verður mark- miði okkar um öldrunarsetur sem hófst árið 2003 náð. Fagnaðarefni er að fljótlega verður hægt að veita heildstæða þjónustu við aldraða í Mosfellsbæ. Það er ekki síður mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem velja að dvelja sem lengst heima s.s. með samþættingu heima- hjúkrunar og félagslegrar aðstoðar. Systurnar heilbrigði og gleði ná yfirleitt miklum árangri saman. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum og það ekki fyrr en hún brestur að fólk áttar sig á hve miklu máli hún skiptir. Við sjálfstæðismenn viljum öflugt samstarf við FaMos og stuðla að því að aldraðir í Mosfellsbæ fái notið aukinna lífsgæða og virkrar þátttöku í samfélaginu. Áhyggjulaust ævikvöld í Mosfellsbæ Eftir Herdísi Sigurjónsdóttur og Kolbrúnu G. Þorsteins- dóttur Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Höfundar eru frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Herdís Sigurjónsdóttir Lítið ber á framförum í íslensku þjóð- félagi með félagshyggjuríkisstjórn við völd. Reiðin er alls ráðandi og allt er gert tor- tryggilegt. Brátt stefnir í að enginn vill bjóða sig fram til pólitískra starfa af ótta við að þurfa að berhátta hverja einustu ákvörðun sem tekin hefur verið um ævina. Allt frá hlutabréfakaupum, skuldum heim- ilisins, umferðarlagabrotum til atvinnuvals maka. Eftirlitssamfélagið mun krefjast þess að allt verði tínt til og gert opinbert og vafasamt. Fáir nenna lengur að leita eftir því hvað er satt og rétt í fyrirsögnum frétta. Mestu skiptir að viðhalda reiðinni í garð and- stæðinganna. Líkt og kirkjan gerði á miðöldum hefur ríkisstjórnin bannfært orðin; frelsi, einstaklingsframtak, hagnaður og sjálfstæði. Í stað þeirra hafa orðin; miðstýring, skattar, félagslegur jöfnuður, nefndarstörf og eftirlit tekið við. Þar sem ríkisstjórnin hefur ekki hugmynda- flug til að leggja til atvinnuskapandi aðgerðir segir hún að þjóðin vinni sig út úr kreppunni með nýsköpun! Neyðin ein getur samt ekki ýtt undir framkvæmdir og frumkvæði. Helsta stefnumál vinstriflokkanna er að fækka húsnæðiseigendum. Þau kappkosta að kynna „leiðir“ til þess að auka leiguhúsnæði. Það er staðreynd að ríkið og bankarnir eiga mikið af óráðstöfuðu húsnæði í samkeppni við almennan íbúðamarkað. Enn sem komið er verjast einkaaðilar til að halda eignum og rekstri sínum. En húsaleiga lækkar og skattar hækka auk þess sem samkeppnin við ríkis- eða bankareknu fyrirtækin harðnar. Stefna Sjálfstæðisflokksins hvetur raun- verulega til þess að einstaklingsfrelsið fái sín notið. Það með skilvirku regluverki er eina leiðin til að þjóðin vinni sig frá vand- anum. Aðeins í slíku umhverfi skapast atvinna fyrir alla. Með aðhaldi í opinberum rekstri vill sjálfstæð- isfólk hlúa að einstaklingsfrumkvæði vinnufúsra handa. Umhverfi þjóðfélagsins og bæjarfélaga verður að leiða til þess að einstaklingar sjái sér sóknarfæri í að skapa sér og öðrum atvinnu og viðhalda þannig lífi í efna- hagskerfinu. Einstaklingsfrelsi og frumkvæði Eftir Karen Elísabet Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er MS í mannauðsstjórnun, skipar 6. sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Þegar Gunnar hóf störf hjá Brunamálastofnun þá voru bruna- mál almennt í slæmu ástandi. Hann var ráðinn þar sem hann var með sérþekkingu á brunamálum og hafði starfað sem yfirmaður í slökkviliði Keflavíkurflugvallar um árabil. Gunnar byrjaði að ferðast um landið og skoða bæði slökkvibúnað og flestar stærstu byggingar, eins og skóla, spítala, fiskverkunarhús, gistiaðstöðu og ýmis fyrirtæki og vægast sagt hafi þetta verið langt frá því að vera viðunandi og sums staðar hættulegir íkveikjustaðir og enginn, eða lélegur, búnaður til björgunar á fólki, eða til slökkvi- starfa. Gunnar þótti oft harður í horn að taka ef ekki voru gerðar þær úrbæt- ur sem hann fór fram á, en hann var alltaf sjálfum sér samkvæmur og reyndi að fylgja eftir þeim lögum og reglugerðum sem honum bar, með tilliti til öryggis fólks. Eitt aðalverkefni Gunnars var að búa til ný slökkvilið og skipuleggja þau og þjálfa. Víða voru litlar Briggs og Stratton dælur á vagni eða Cli- max dælur með nokkrum slöngum og stútum. Eitt af fyrstu verkefnum Gunnars var að skipuleggja 5 tíu daga námskeið fyrir öll slökkvilið landsins. Þarna urðu miklar breyt- ingar sérstaklega fyrir dreifbýlis- slökkviliðin og góð þjálfun við upp- byggingu slökkviliðanna. Um líkt leyti vann Gunnar ásamt trygginga- félögunum og fleiri aðilum að því að kanna kaup á breskum slökkviliðs- bílum af gerðinni Bedford. Þessir bílar þóttu frekar þungir og erfitt að keyra þá, en þetta reyndist mesta uppbygging sem gerð hefur verið hér á landi í brunamálum, þar sem enginn eða lélegur tækjabúnaður var fyrir. Þessir bílar afköstuðu 4,2 tonnum af vatni á mínútu og höfðu auk þess eina litla dælu sem afkastaði 1300 lítrum á mínútu. Þessi búnaður kom frá bresku almannavörnunum. Þegar spurt var á Dalvík hver hefði ákveðið að kaupa slökkvibílinn sem þeir fengu, þá horfðu menn hver á annan og sögðu „ég veit það ekki en hann Gunnar Pétursson sendi bílinn“. Þessir þættir voru miklar breyt- ingar sérstaklega fyrir dreifbýlis- slökkviliðin og góður arfur fyrir komandi kynslóðir til að byggja á. Það gæti verið efni í heila bók að telja upp allan starfsferil Gunnars í brunamálum. Hann lagði mikla áherslu á almenna fræðslu um eld- Gunnar Pétur Pétursson ✝ Gunnar PéturPétursson fæddist í Reykjavík þann 18.12. 1934. Hann lést 1.3. 2010. Foreldrar hans voru Pétur Magnússon og Þor- kelsína Guðrún Guð- mundsdóttir. Kona Gunnars var Guðný Helga Péturs- dóttir, f. 6.5. 1935, d. 3.7. 1989. Þau áttu eina dóttur, Guðrúnu Hrefnu, börn hennar eru Helga, Gunnar, Hákon og Bergdís. Gunnar hóf störf hjá Bruna- málastofnun ríkisins í lok árs 1969 og starfaði þar til 1982. Útför Gunnars hefur farið fram. varnir og heimsótti flesta heimavistar- skóla landsins með eldvarnafræðslu fyrir unga fólkið og náði vel til þess, en hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Að öðrum ólöstuð- um þá tel ég að enginn hafi lagt meira til upp- byggingar brunamála á Íslandi en Gunnar Pétursson. Ég vil votta Guð- rúnu, börnum og öðr- um ættingjum mína dýpstu samúð. Guðmundur Haraldsson. Gunnar Pétursson, vinur minn, er fallinn frá 75 ára að aldri. Það var upp úr áramótum 1971 að ég kynntist Gunnari er ég starfaði hjá Brunabótafélagi Íslands. Hann var þá varabrunamálastjóri og hafði gegnt því starfi um hríð. Talsverð samskipti voru á milli þessara stofnana enda hagur beggja að ná sem bestum tökum á bruna- málum í landinu, sem höfðu alls ekki verið í nógu góðum málum fram að því. Brunabótafélagið lánaði á þessum tíma mörgum sveitarfélögum um allt land fjármagn til að fjárfesta í ensk- um slökkvibifreiðum. Gunnar, sem hafði verið yfirmaður í slökkviliði Keflavíkurflugvallar, hafði því mjög góða þekkingu á þessum málum. Hann var réttur maður á réttum stað hjá Brunamálastofnun á þess- um tíma. Margar ferðir fór Gunnar ásamt aðstoðarmanni sínum vítt og breitt um landið til eftirlits slökkvi- búnaðar og starfsemi slökkviliða hinna ýmsu sveitarfélaga. Hann var vel að sér í öllum lögum og reglugerðum sem vörðuðu bruna- mál og vildi að sveitarfélögin færu eftir þeim. Ef honum mislíkaði eitt- hvað var hann ekkert að skafa utan af hlutunum og skipti þá ekki máli við hvern hann var að tala, mannslíf voru í húfi. Gunnar var hressilegur og skemmtilegur maður sem gaman var að umgangast. Hann var sjálfum sér samkvæmur og vildi hafa hlutina í lagi. Gunnar og kona hans, Guðný, bjuggu í Aratúni í Garðabæ og áttu þar fallegan sælureit. Þangað var gaman að koma og oft hafði Gunnar lagað einhvern góðan kjúklingarétt sem hann hafði sjálfur kryddað eftir eigin ímyndunarafli. Ekki fór minni tími í að segja frá því hvernig það hafi verið gert en að borða kjúkling- inn sjálfan. Gunnar og Guðný höfðu gaman af ferðalögum og víluðu ekki fyrir sér að skjótast til Akureyrar akandi til að njóta góða veðursins og fara í sund. Dóttir þeirra Guðrún og barnabörnin voru oft í umræðunni og þótti Gunnari óskaplega vænt um þau. Eftir að Guðný féll frá, langt fyrir aldur fram, var eins og fótunum væri kippt undan Gunnari. Síðustu árin bjó hann á Húsavík og þá var vík á milli vina og því miður lítið samband okkar á milli. Ég kveð góðan dreng. Innilegar samúðarkveðjur til Guðrúnar dóttur hans, barnabarnanna og fjölskyldna þeirra. Guð blessi ykkur öll. Matthías Guðm. Pétursson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reit- inn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birt- ar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.