Morgunblaðið - 14.05.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Verkefnistjórn rammaáætlunar um
vernd og nýtingu náttúrusvæða með
áherslu á vatnsafl og háhita skilar að
líkindum áliti sínu til iðnaðarráð-
herra á haustdögunum. Upphaflega
var gert ráð fyrir að málið yrði fyrr í
höfn. Ákveðið var hins vegar að
halda kynningarfundi um álit þeirra
faghópa sem fyrir stjórnina störfuðu
og fjölluðu um náttúru- og menning-
arminjar, hlunnindi, útivist og ferða-
þjónustu, þjóðhagsstærðir og auð-
lindirnar sjálfar, allt með tilliti til orkunýtingar. „Við
höfum verið að fá umsagnir um niðurstöður faghópana
sem tekur tíma að fara yfir. Sjónarmið eru mismunandi
hjá þeim sem vilja annars vegar vernda og hins vegar
af hálfu orkufyrirtækja. En vonandi tekst að finna
ásættanlega niðustöðu,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir,
formaður verkefnisstjórnar rammáætlunar. Til hefur
staðið að setja löggjöf um meðferð á niðurstöðum
rammaáætlunar. Formaðurinn telur ólíklegt að nú, þeg-
ar skammt er til þingloka, verði lagasetningin á vor-
þingi. Málið muni að líkindum frestast fram á haustþing
og fái verkefnisstjórnin því rýmri tíma til að vinna að
málinu. sbs@mbl.is
Löggjöf um orkunýtingu
mun frestast til haustsins
Verkefnisstjórn um orkunýt-
ingu skilar áliti sínu í haust
Atvinnu-
málin í
brennidepli
Ársþing Sam-
iðnar verður
haldið í dag og á
morgun á Grand
hóteli. Meðal fyr-
irlesara verður
formaður danska
málarasambands-
ins sem mun
fjalla um hvernig
Danir hafa
brugðist við
auknu atvinnuleysi. Þá mun hag-
fræðingur SI ræða um áhrif skuld-
setningar heimilanna á fast-
eignamarkaðinn. Að sögn
Finnbjörns Hermannssonar, for-
manns Samiðnar, verður lögð meg-
ináhersla á að ræða atvinnumálin og
koma með ábendingar um úrbætur.
„Við verðum að brjóta þessi mál til
mergjar og ræða hvernig reisa eigi
samfélagið við.“ Þá verður mikið
unnið inn á við og skipulag verka-
lýðshreyfingarinnar skoðað. Á
morgun, laugardag, fara fram kosn-
ingar í stjórn Samiðnar. Aðspurður
hvort hann gæfi áfram kost á sér í
formannsembættið sagði Finnbjörn
að það yrði að ráðast, enginn væri
enn búinn að lýsa yfir áhuga á emb-
ættinu en félagið væri mjög lýðræð-
islegt og menn gætu gefið kost á sér
fram á síðustu stundu. „Þetta spilast
bara svolítið eftir eyranu á þinginu.“
Finnbjörn
Hermannsson
Samiðn brýtur málin
til mergjar á þingi
Fjórir íbúar á Blönduósi sendu í
gær opið bréf til Álfheiðar Inga-
dóttur heilbrigðisráðherra vegna
þess mikla niðurskurðar sem Heil-
brigðisstofnunin á Blönduósi verð-
ur fyrir. Kemur þar fram að þrír
mánuðir séu liðnir síðan hópur
fólks mætti fyrir framan Heilbrigð-
isstofnunina á Blönduósi til að mót-
mæla þeim mikla niðurskurði sem
lagður var á stofnunina. Álfheiður
hafi þá lofað að málið yrði skoðað
en síðan hafi ekkert gerst.
„Það virðist kannski ekki vera
svo langt síðan, en svo er nú engu
að síður raunin, Álfheiður, tíminn
líður hratt og mörgu er að sinna, en
þó að þú kunnir að vera búin að
gleyma höfum við engu gleymt!“
Bréfritarar segja svona vinnubrögð
óviðunandi og að ráðherra verði að
sýna að óskir íbúa verði ekki huns-
aðar. Þá er skorað á þingmenn að
gleyma sér ekki, heldur sinna sín-
um umdæmum.
Blönduósbúar
ákalla heilbrigð-
isráðherra
Undramyndir vorsins eru með ýmsu móti svo sem í
laupi hrafnsins. Þar voru þessir tveir ungar að skríða
úr skarni og börðust fyrir tilveru sinni og því að ná
flugi. Um aldir hefur kolsvartur hrafninn verið elsk-
aður og hataður af þjóðinni enda bæði verið váboði og
gleðigjafi. Krunk hans sem er bæði dimmt og rámt þyk-
ir boða margt þegar til krumma heyrist til að mynda úr
klettum og giljum þar sem hreiðurstæði hans eru.
Ljósmynd/Hans Gústafsson
Hrafnsungar krunka í klettum
Nýtt líf kviknar
Nytjastuldur varð á tveimur farar-
tækjum í Reykjavík í gærkvöldi. Að
sögn lögreglu urðu báðir þjófn-
aðirnir í íbúðahverfum í Breiðholt-
inu og var bæði bíl og torfæruhjóli
stolið. Þá var brotist inn í bíl á bíla-
stæðinu við íþróttamiðstöðina
Laugar í gær og verðmætum stolið.
Lögregla hvetur þá sem leggja á
fjölmennum bílastæðum til að skilja
ekki eftir verðmæti í bílnum.
Tveir nytjastuldir
og brotist inn í bíl
Verkefnisstjórn rammaáætlunar í
orkumálum er ætlað að hafa sam-
ráð við almenning og hagsmuna-
aðila. Iðnaðarráðherra mun á
grundvelli niðurstaðna skýrslu
stjórnarinnar og að höfðu samráði
við umhverfisráðherra kynna mál-
ið fyrir þingheimi en enn er óráðið
hvaða formlegu stöðu niðurstaða
rammaáætlunar mun skipa.
Víðtækt samstarf
TILGANGUR RAMMAÁÆTLUNARINNAR
Svanfríður
Jónasdóttir
Fiskflutningabíll með 12 tonn af
fiski í körum fór út af veginum og
valt heilan hring í brattri hlíð á
sunnanverðri Kleifaheiði, skammt
frá Patreksfirði, í gær. Ökumað-
urinn komst ekki af sjálfsdáðum út
úr bílnum, en lögregla, sjúkrabílar
og slökkvilið komu á staðinn og
tókst að ná manninum út úr bílnum.
Hann var fluttur til aðhlynningar á
heilsugæslustöðinni á Patreksfirði
en er ekki talinn alvarlega slas-
aður. Talið er líklegt að stór hluti
farmsins sé ónýtur.
Valt heilan hring
Bílslys Ökumaður flutningabílsins komst ekki af sjálfsdáðum út úr bílnum
en hann er talinn hafa sloppið án alvarlegra meiðsla úr bílveltunni.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Varnarmálastofnun verður lögð niður um næstu
áramót skv. frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi en
veruleg gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið
frá ýmsum aðilum. Í umsögn stofnunarinnar
sjálfrar segir að hvergi sé að finna í frumvarpinu
skýra stefnumótun í öryggis- og varnarmálum og
framtíð starfsmanna eftir áramót sé óljós. Þá sé
ekki kveðið á um hvernig verkefnum stofnunar-
innar verður sinnt í framtíðinni eða af hverjum þau
verði unnin þar sem utanríkisráðherra verði einum
falið vald til að semja um framkvæmd verkefna og
hlutverk Alþingis lítið miðað við breytta stjórn-
skipun. Undir þetta tekur Alyson Bailes, aðjunkt
við Háskóla Íslands, og bendir á að ekki komi
nægilega skýrt fram hvaða verkefni verði á ábyrgð
utanríkisráðuneytisins eftir breytingarnar. Ellisif
Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar,
gerir alvarlegar athugasemdir við að leggja eigi
niður embætti forstöðumanns stofnunarinnar
strax og lögin verði samþykkt, án þess að stofn-
unin sjálf sé lögð niður. Félag forstöðumanna rík-
isstofnana tekur í sama streng og segir frumvarpið
aðeins fjalla um að leggja embætti forstjóra Varn-
armálastofnunar niður. BSRB gerir ekki at-
hugasemdir við þessi áform en leggur áherslu á að
réttarstaða og kjör starfsmanna stofnunarinnar
verði tryggð við breytinguna. Þá fagna Samtök
hernaðarandstæðinga frumvarpinu í sinni umsögn.
Skýrleika vantar í frumvarp
Erindi streyma inn til utanríkismálanefndar með umsögnum um frumvarp
um að leggja niður Varnarmálastofnun og færa verkefnin til annarra stofnana
Mikill sparnaður?
» Frá stofnun hennar hefur
rekstrarkostnaður Varn-
armálastofnunar verið 500 millj-
ónum undir fjárveitingu Alþingis.
» Landhelgisgæslan gerir
engar athugasemdir við frum-
varpið, enda henti tillögurnar því
markmiði að færa verkefni Varn-
armálastofnunar til Landhelg-
isgæslu sem borgaralegrar
stofnunar.
» Forstjóri Varnarmálastofn-
unar segir aðeins eina fullmót-
aða ákvörðun í frumvarpinu, að
leggja niður embætti forstjór-
ans.
» Ellisif Tinna er eina konan
sem gegnir starfi forstjóra stofn-
unar sem heyrir undir utan-
ríkisráðuneytið.Tilbúnir Danski flugherinn er meðal þeirra herja
NATO-ríkja sem annast hér loftrýmiseftirlit.