Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
„Það er frábært að geta farið af
stað með þetta nám og boðið upp á
meiri fjölbreytni í listnámi á þessu
skólastigi,“ sagði Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, skólastjóri Myndlista-
skólans í Reykjavík, en á þriðjudag
var haldin kynning á nýju starfs-
tengdu listnámi í teikningu og text-
íl sem er samstarfsverkefni Mynd-
listaskólans í Reykjavík og
Tækniskólans. Einnig koma tvö ís-
lensk fyrirtæki að uppbyggingu
námsins, tölvuleikjaframleiðandinn
CCP og fatahönnunarfyrirtækið
STEiNUNN, sem og fjórir erlendir
háskólar. Við samsetningu námsins
er litið til þarfa íslensks samfélags
fyrir fjölbreytt starfstengt listnám
á fagskólastigi. Þá er tekið tillit til
nýrra, evrópskra reglna um nám og
munu nemendur geta tengt námið
við nám annars staðar í álfunni og
lokið BA-gráðu frá samstarfsskóla
en námið var þróað með styrk frá
Leonardo, starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins.
Starfstengt listnám í textíl
og teikningu hefst í haust
Tveggja ára,
lánshæft nám á
fagskólastigi
Morgunblaðið/Kristinn
Ný námskrá Ingibjörg afhendir Katrínu Jakobsdóttur nýja skrá.
Tvær íslenskar stúlkur um tvítugt
voru látnar lausar úr fangelsi í
Lundúnum eftir að dómari úr-
skurðaði að þær hefðu í sakleysi
sínu látið glepjast í útlöndum og
lent í slæmum félagsskap. Stúlk-
urnar höfðu setið í fangelsi síðan í
júlí í fyrra vegna þátttöku í vopn-
uðu ráni. Þær játuðu báðar þátt
sinn í ráninu í dómsalnum í fyrra-
dag.
Á vef DailyTelegraph kemur
fram að stúlkurnar hafi tælt rúm-
lega tvítugan karlmann heim til
sín en þær höfðu hitt hann á bar
nokkrum dögum áður. Í íbúð
stúlknanna biðu átta vopnaðir
menn mannsins, rændu bæði pen-
ingum og skartgripum af honum,
tóku bíl hans og skildu hann eftir
bundinn í auðri byggingu.
Fengu stúlk-
urnar báðar 18
mánaða dóm en
voru látnar laus-
ar þar sem þær
hafa setið í varð-
haldi síðan í júlí.
Fram kom við
réttarhöldin að
stúlkurnar komu
til Lundúna í
apríl í fyrra og lentu fljótlega á
glapstigum, búðarþjófnaði og
fleiru slíku.
Sagði dómarinn að stúlkurnar
hefðu komist í kynni við verstu af-
kima samfélagsins. Þetta sýni
hvernig spennandi, alþjóðleg og
lífleg borg eins og Lundúnir geti á
sama tíma verið hættuleg.
ingibjorgrosa@mbl.is
Létu glepjast og
lentu í fangelsi
Stúlkurnar tálbeitur fyrir hóp ræningja
Stefna um kyrrsetningu eigna á
hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
var birt lögmönnum hans í Bretlandi
síðdegis í gær. Þetta staðfestir
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður
sitastjórnar Glitnis.
Jóni Ásgeiri var ekki birt stefnan
persónulega en að sögn Steinunnar
telst það fullnægjandi að lögmenn-
irnir, sem hann hefur leitað til um
málsvörn í Bretlandi, taki við stefn-
unni fyrir hans hönd.
Jón Ásgeir hefur 48 klukkustundir
frá því honum var birt stefnan, eða
fram til kl. 13 að íslenskum tíma á
laugardag, til að skila upplýsingum
um eignir sínar. Geri hann það ekki,
eða gefi hann rangar upplýsingar, þá
eru viðurlög við því og má hann þá
búast við því að verða handtekinn og
eiga fangelsisvist yfir höfði sér.
Steinunn bendir á að þar sem
fresturinn renni út á laugardaginn sé
mögulegt að lögmenn Jóns Ásgeirs
fari fram á að fresturinn verði fram-
lengdur. Enn sem komið er hafa þeir
ekki farið fram á það, en ekki er úti-
lokað að þeir gætu fengið frest fram
á mánudag.
„Við munum samt halda því fram
að hann eigi að skila þessu innan
þessara 48 klukkustunda,“ segir
Steinunn. Aðspurð segist hún ekki
vita hvar Jón Ásgeir haldi til, ekki
hafi tekist að ná í hann.
Morgunblaðið/Golli
Slitastjórn Steinunn skýrir frá
málshöfðuninni gegn Jóni Ásgeiri.
Stefnan
birt Jóni
Ásgeiri
Verður að skila upp-
lýsingum á laugardag
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Mikið var fjallað um stefnu skilanefndar Glitnis
á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum
aðilum á vefsíðum nokkurra breskra blaða í gær
og fyrradag. The Times rifjaði upp mikil umsvif
Jóns Ásgeirs á breska smásölumarkaðnum,
kaupunum á leikfangaverslanakeðjunni Hamleys
og fleiri þekktum verslunum í Bretlandi. Vikið
var að þætti PricewaterhouseCoopers (PwC).
Blaðið endursegir inngang stefnu skila-
nefndar og hvernig þar er komist að þeirri nið-
urstöðu að eigendahópurinn með Jón Ásgeir í
broddi fylkingar hafi mergsogið bankann innan
frá.
Þá er rifjað upp að Jón Ásgeir hafi farið
fyrir Baugi sem hafi átt hlut í Hamleys, House
of Fraser og Debenhams auk 39% hlutar í Glitni.
Tengslin rakin og
hlutur endurskoðenda
Blaðið gerir grein fyrir aðilum sem skila-
nefndin stefnir, þ.á m. endurskoðunarfyrir-
tækinu PricewaterhouseCoopers hf. á Ís-
landi, útibúi eins stærsta
endurskoðunarfyrirtækis heims.
Guardian rakti efnahagsþróunina á Ís-
landi síðustu árin, gríðarlegan vöxt bankanna
á örfáum árum og hrunið 2008. Stefnan væri af-
leiðing af ítarlegri rannsókn á starfsemi Glitnis
síðustu árin sem endurskoðunarfyrirtækið Kroll
hefði átt hlut að. Glitnir hefði valið New York til
að birta hana vegna skuldabréfaútboðs í borginni
upp á milljarð dollara haustið 2007. Jón Ásgeir
og félagar hans hefðu notað féð til að reyna að
koma í veg fyrir hrun eigin fyrirtækja og hækka
hlutabréfaverð í þeim. Lán Jóns Ásgeirs væru
öll í vanskilum.
Vitnað er í ummæli formanns slitanefndar
Glitnis, Steinunnar Guðbjartsdóttur, um að
bankinn hefði verið „rændur innan frá“. Jón Ás-
geir hefði komið eigin mönnum fyrir í æðstu
stöðum og þvingað í gegn fyrirgreiðslu gegn
mótmælum liðsmanna áhættustýringar. Lög-
fræðingar Glitnis teldu að ránið innan frá hefði
ekki verið gerlegt án þess að starfsmenn PwC
hefðu verið í vitorði með Jóni Ásgeiri.
Einnig var sagt að lögfræðingar Glitnis
hefðu fengið dómaraúrskurð um að frysta eignir
Jóns Ásgeirs um allan heim, þ.á m. „tvær íbúðir í
New York að verðmæti 25 milljónir dollara og
144 feta skemmtisnekkju“. Eiginkona Jóns Ás-
geirs, Ingibjörg Pálmadóttir, var nafngreind,
einnig þeir Þorsteinn Jónsson og Lárus Welding.
Ingibjörg hefði fengið 30 milljónir dollara lán til
að opna hótel í Reykjavík en lánið aldrei verið
endurgreitt.
Times, Financial Times, Guardian og fleiri blöð segja frá stefnu
slitanefndar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum
Mikil umfjöllun erlendis
Eitt þekktasta viðskiptadagblað heims er
Financial Times sem sagði ítarlega frá
stefnunni bæði í gær og fyrradag. Jón Ás-
geir var þar sagður vera „einn helsti mað-
urinn á bak við ofþenslu og hrun íslensku
bankanna“ en væri nú ásamt félögum sín-
um krafinn um tvo milljarða dollara. Vitnað
var í orð Jóns Ásgeirs hjá Bloomberg-
fréttaveitunni. „Þetta eru bara
stjórnmál. Ég er með öruggar
sannanir fyrir því að við vorum að
endurgreiða lán sem voru á gjald-
daga 20 til 40 dögum síðar.
Þetta var bara endur-
fjármögnun á eldri lánum.“
Blaðið minnti einnig á
handtöku Hreiðars Más
Sigurðssonar, fyrrverandi
yfirmanns Kaupþings, og
handtökuskipun á hendur
Sigurði Einarssyni, öðrum
yfirmanni bankans.
Þensla og hrun
UMFJÖLLUN FINANCIAL TIMES
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Þeir haggast ekki sem steyptir eru í styttur hér
og þar um bæinn, þó mannfólkið bregði á leik í
blíðunni í nágrenni við þá. Jónas Hallgrímsson
lét sér ekki bregða við þennan litríka flugdreka
sem sótti að honum þar sem hann stendur í
Hljómskálagarðinum með hönd á hjarta.
Morgunblaðið/Golli
Styttur bæjarins láta sér ekki bregða við neitt