Morgunblaðið - 14.05.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Stretch gallakvart-
buxur frá
Str. 36-56
Mjódd, sími 557 5900
Vordagar í Fröken Júlíu
Stuttbuxur, kvartbuxur, síðbuxur
Munið 15% afsláttur af vörum frá Jensen á vordögum
Verið
velkom
nar
GALLAFATNAÐUR-
FERÐAFATNAÐUR
– MIKIÐ ÚRVAL
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið sýnishornin á laxdal.is - thema KORSIKA
Útsala
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is
Opið föstudag 11-17 og laugardag 11-16
föstudag og laugardag
Tilboð 3 stk. buxur
á kr. 6.000
Bikini kr. 2.000
Rekstrarafgangur af A-hluta bæjarhluta Kópavogs á
síðasta ári var um 1,5 milljarðar kr. að undanskildum
fjármagnskostnaði, afskriftum og gjaldfærslu lífeyr-
isskuldbindinga. Sé hins vegar A- og B-hluti ársreikn-
ingsins skoðaður er niðurstaðan neikvæð upp á um
fjóra milljarða. Þar skipta mestu máli neikvæðir fjár-
magnsliðir upp á um 3,9 milljarða, bakfærðar tekjur
vegna lóðaskila upp á um 900 milljónir og gjaldfærsla
lífeyrisskuldbindinga upp á um 415 milljónir.
Þetta er niðurstaðan í ársreikningi Kópavogsbæjar
sem samþykktur var á fundi bæjarstjórnar í vikunni.
Þær breytingar voru gerðar á ársreikningnum milli
umræðna að færðar voru til eignar lóðir og lendur
sem leigutekjur fást af, í samræmi við breyttar reglur
reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga.
Þetta þýðir að eigið fé í efnahagsreikningi bæj-
arins, hvort sem litið er til A- eða B-hluta, er um 4,5
milljörðum hærri fjárhæð í árslok 2009 en áður var
reiknað með og er því samtals um 10,4 milljarðar.
Eiginfjárhlutfallið er þar með um 20%. Erfiðleikar
sem verið hafa á alþjóðlegum og innlendum fjár-
Niðurstaðan er neikvæð
Kópavogur með fjóra milljarða í mínus vegna fjármagnsliða
málamörkuðum hafa sett mark sitt á fjárhag Kópavogs-
bæjar vegna ársins 2009.
Þrátt fyrir erfitt rekstrarár, kostnaðarhækkanir og
fleira, hefur þó með hagræðingu og útsjónarsemi tekist
að halda uppi þjónustustigi í bænum, segir í frétt frá bæj-
aryfirvöldum. Lóðaúthlutanir í Kópavogi gengu vel fram-
an af síðasta ári og námu tekjur vegna þeirra um 2,5
milljörðum króna. Þegar upp var staðið voru lóðaskilin
hins vegar meiri. sbs@mbl.is
Guðlaugstungur og Snæfells- og
Eyjabakkasvæðið eru komin á lista
Ramsar-samningsins yfir alþjóðlega
mikilvæg votlendissvæði. Þetta var
staðfest á ráðstefnu um votlendis-
svæði sem haldin var á Hvanneyri í
vikunni. Einnig stendur til að frið-
lýsa votlendi við Hvanneyri.
Markmið Ramsarsamningsins er
að stuðla að verndun votlendis-
svæða sem eru t.d. fuglum mikil-
væg. Ísland hefur lagt fram tillögu í
alþjóðlegu loftslagsviðræðunum
þess efnis að endurheimt votlendis
verði gild aðgerð í Kyoto-samn-
ingnum. „Með því verði hægt að
hvetja til aðgerða til að koma í veg
fyrir þá miklu losun kolefnis úr
jarðvegi mýra sem verður í kjölfar
framræslu,“ sagði umhverfis-
ráðherra. sbs@mbl.is
Tvö votlend-
issvæði
sett á lista
Semja Svandís Svavarsdóttir ráð-
herra og Ágúst Sigurðsson rektor.
Á morgun laugardag verður Vatns-
mýrarhátíð sett kl. 14.00 við Nor-
ræna húsið en hún er helguð vís-
indum og leik, umhverfi og náttúru,
börnum og barnamenningu.
Tilraunalandið sem hefur verið
innandyra breiðir nú úr sér og verð-
ur utandyra fram í september. Til-
raunalandið er sem fyrr ókeypis og
öllum opið. Einnig verða þrautir,
tæki og tól á víð og dreif á lóð Nor-
ræna hússins, bragðtilraunasmiðja
fyrir börn og risavaxinn sandkassi.
Fjöldi listamanna kemur fram.
Gestir klæði sig eftir veðri.
Morgunblaðið/Ernir
Tilraunaland Katrín Jakobsdóttir
sprengir blöðru með glerkúlu.
Gleði í Vatns-
mýrinni
Kirkjukórinn í Langesund í Nor-
egi ákvað að fagna tvítugsafmæli
kórsins með Íslandsferð. Æfð var
sérstök hátíðardagskrá í tilefni
afmælisins og létu um 70 kór-
félagar eldgos ekki stöðva afmæl-
isferðina til Íslands. Kórinn kom
til landsins á miðvikudaginn var
og hefur skoðað landið auk þess
að halda tónleika á Akranesi og í
Fíladelfíu í Reykjavík. Aðal-
tónleikar kórsins hér á landi
verða á laugardagskvöld í Fíla-
delfíu við Hátún í Reykjavík og
hefjast þeir klukkan 20.00. Þar
syngur kórinn ásamt Gospelkór
Fíladelfíu og kostar 1000 kr. inn.
Norskur kór í af-
mælisferð til Íslands
Stórfréttir
í tölvupósti