Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 14
14 ViðskiptiVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 22.maí gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Eurovision. Undankeppnin verður 25. og 27.maí. Aðalkeppnin er laugardaginn 29.maí. Þetta er blaðið sem lesendur hafa við höndina þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. MEÐAL EFNIS: Allt um Eurovision Stiklað á stóru í sögu Eurovision Páll Óskar spáir í spilin Kynning á keppendum Rætt við Örlyg Smára og Heru Björk Dansspor og tíska í Eurovision Íslensku lögin í gegnum tíðina Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnin Myndasyrpur af keppendum Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 18. maí. Eurovision 2010 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Tekjur ríkisins drógust saman á fyrstu þremur mánuðum ársins 2010 miðað við sama tímabil síðasta árs. Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu tæplega 111 milljörðum króna, sem er lækkun um ríflega 11 milljarða króna. Handbært fé frá rekstri ríkis- sjóðs var neikvætt um 10,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýjum töl- um um greiðsluafkomu ríkissjóðs, sem birtar voru á miðnætti í gær á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Í um- fjöllun ráðuneytisins kemur fram að tekjuöflun ríkisins hafi verið heldur lakari en stefnt var að. Samkvæmt áætlun stjórnvalda áttu 115 milljarð- ar króna að skila sér í ríkiskassann á fyrsta fjórðungi ársins. Frávikið er því neikvætt um sem nemur 3,5% af áætlun. Skattahækkanir skila minni tekjuauka en vonast var til Ýmsir skattar voru hækkaðir ríflega í upphafi þessa árs. Til að mynda var þrískipt þrepaskattkerfi tekið upp við heimtu á tekjuskatti einstaklinga. Tekjur ríkisins af tekjuskatti einstaklinga hækkuðu lítillega milli ára, eða um ríflega 3%. Skatttekjur frá fyrirtækjum og öðr- um lögaðilum minnkuðu um fjórð- ung. Sá skattstofn ríkisins sem vex mest er tryggingagjald, en tekjur vegna greiðslu tryggingagjalds námu 13,7 milljörðum króna og juk- ust um tæpan helming. Atvinnugjald hefur verið hækkað nærri sexfalt frá miðju ári 2009 og nemur í dag 3,81%. Ábyrgðargjald launa hefur einnig hækkað úr 0,1% í 0,25%. Dýr dropi Tekjur af virðisaukaskatti voru nánast óbreyttar að nafnvirði, en efra skattþrep virðisaukaskatta hef- ur verið hækkað í 25,5%. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hafa skatta- hækkanir á áfengi, tóbaki og bensíni skilað minna en sérfræðingar fjár- málaráðuneytisins höfðu vonast eft- ir. Utan virðisaukaskatts eru þessir liðir hinir stærstu stofnar óbeinna skatta. Tekjuaukning ríkisins vegna vörugjalds á bensíni nam 400 millj- ónum króna milli ára, og áfengis- gjald og tóbaksgjald skilaði ámóta aukningu. ÁTVR greiddi jafnframt 250 milljónir króna í arð til ríkisins í mars síðastliðnum. Vaxtagjöld vega æ þyngra Vaxtagjöld ríkissjóðs hafa auk- ist mikið frá fyrstu þremur mánuð- um ársins 2008 þegar þau námu minna en einum milljarði króna. Á sama tímabili í ár námu þau 22 millj- örðum, eða um 16% heildarútgjalda. Afborganir af lánum á tímabilinu námu 72 milljörðum króna, en heild- arlánsfjárþörf ríkissjóðs nam 85 milljörðum. Taka skal fram að í þess- um tölum er aðeins um að ræða inn- lendar skuldir ríkissjóðs vegna ríkis- skuldabréfa og -víxla. Á tímabilinu sem um ræðir voru ríkisskuldabréf fyrir samtals 47 milljarða seld á markaði. Langur skuldabréfaflokk- ur var á gjalddaga í mars, en vegna þess lækkaði staða ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands um 40 milljarða. Útgjaldaaukning um 20% Sé litið framhjá áhrifum vaxta- gjalda á greiðsluafkomu ríkissjóðs kemur á daginn að útgjöld hafa lítið dregist saman frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2008. Útgjöld rík- issjóðs frá janúar til mars jukust um 20% frá sama tímabili ársins 2008. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæp 25% á sama tímabili. Því hef- ur verið liðlega 5% raunsamdráttur á útgjöldum ríkisins frá fyrsta árs- fjórðungi 2008. Sá stóri útgjaldaliður sem vaxið hefur mest er almannatryggingar og velferðarmál. Í janúar-mars árið 2008 námu útgjöld ríkisins vegna málaflokksins 20 milljörðum króna. Útgjöldin hafa aukist um nær helm- ing að nafnvirði síðan þá og námu í ár tæpum 30 milljörðum króna. Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggis- mála hafa lækkað mest frá árinu 2008, eða um 11%. Liðurinn „Óreglu- leg útgjöld ríkissjóðs“ var 3,8 millj- arðar króna á fyrstu þremur mán- uðum ársins. Hefur sá liður hækkað um tæp 100% frá 2008. Skattar hækka en tekjur minnka Bensín Vörugjaldshækkun á bensíni skilaði ríkissjóði tekjuauka upp á 400 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.  Tekjur ríkisins af sköttum á fyrirtæki og aðra lögaðila minnka um fjórðung  5% raunsamdráttur út- gjalda frá árinu 2008 að frátöldum vaxtagjöldum  Handbært fé frá rekstri neikvætt um 10,3 milljarða Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Portúgalska ríkisstjórnin hefur boð- að að skattur upp á 2,5% verði lagð- ur aukalega á hagnað banka og stórra fyrirtækja. Stór fyrirtæki teljast þau sem hafa hagnað upp á tvær milljónir evra á ári eða meira, samkvæmt skilgreiningu ríkis- stjórnarinnar. Þetta er gert í því augnamiði að loka fjárlagahalla rík- issjóðs Portúgals. Forsætisráð- herrann Jose Socrates, sem er úr flokki sósíalista, tilkynnti í gær að ná ætti fjárlagahallanum niður í 7,3% af vergri landsframleiðslu með aðgerðum sem kynntar voru í gær. Á árinu 2011 á hallinn síðan að vera kominn niður í 4,6%, ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga eftir. Á síðasta ári nam hallinn 9,4% af landsframleiðslu. Meðal annarra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til er að lækka laun æðstu stjórnenda í op- inbera geiranum um 5%. Virðis- aukaskattur verður einnig hækkað- ur upp í 21%. „Ég bið samlanda mína að færa þessa fórn til að verja Portúgal, verja hina sameiginlegu mynt og verja Evrópu,“ sagði Socrates á blaðamannafundi í gær. Fjármálaráðherrann portú- galski, Fernando Texeira Dos San- tos, sagðist mundu „búast við of- beldisfullum mótmælum“ í kjölfar aðgerða ríkisstjórnainnar, en í ljósi aðstæðna væri engin önnur leið fær. Skuldugri en Grikkir Staða ríkissjóðs Portúgals er skárri en Grikklands. Heildarskuld- ir portúgalska hagkerfisins eru þó meiri en hins gríska. Þannig námu skuldirnar 331% af vergri lands- framleiðslu á síðasta ári, til sam- anburðar við 224% í Grikklandi. Aukaskattur á stór fyrirtæki Reuters Skuldir Portúgalska hagkerfið er skuldugra en hið gríska, en heildar- skuldir nema 331% af vergri landsframleiðslu.  Portúgalar ráðast að fjárlagahallanum 22 milljarðar voru heildarvaxta- greiðslur ríkissjóðs á tímabilinu 5% er raunsamdráttur útgjalda ríkisins frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 að frátöldum vaxtagjöldum Tekjur ríkissjóðs námu 101 milljarði króna í janúar og til loka mars. 400 milljónir skiluðu sér í ríkissjóð vegna hærra tóbaksgjalds og áfeng- isgjalds. Fimmtungur tekna ríkissjóðs er tilkominn vegna skatta á einstaklinga. Skatttekjur frá einstaklingum jukust um 3% milli ára. ‹ RÍKISSJÓÐUR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.