Morgunblaðið - 14.05.2010, Page 15
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
FLUGIÐ OG FERÐAÞJÓNUSTAN
HVERT STEFNIR?
ÁVARP
FYRIRLESARAR
ÞÁTTTÖKUGJALD
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
iðnaðarráðherra flytur ávarp.
SIMON CALDER
ICELAND: THE GREATEST SHOW ON EARTH
Þróun ferðaþjónustu í ljósi eldgossins í Eyjafjallajökli.
Simon Calder er einn kunnasti fjölmiðlamaður samtímans
á sviði ferðamennsku. Hann starfar fyrir The Independent,
Sky Travel, BBC Radio og fleiri og er eftirsóttur ræðumaður
um stefnu og þróun í ferðamennsku víða um heim.
ULRICH SCHULTE-STRATHAUS
THE STATE OF THE AIRLINE INDUSTRY IN MAY 2010
Staðan hjá evrópskum flugfélögum og hvert stefnir.
Ulrich Schulte-Strathaus er framkvæmdastjóri
Evrópusambands flugfélaga, AEA. Hann var um 20 ára
skeið einn af æðstu yfirmönnum Lufthansa en hefur
undanfarin ár stýrt AEA sem safnar upplýsingum og
stundar rannsóknir á þróun atvinnuflugs.
BIRKIR HÓLM GUÐNASON, framkvæmdastjóri Icelandair, stýrir fundinum.
Þátttökugjald er 2.000 kr. og innifalinn er léttur morgunverður.
+ Vinsamlegast skráið þátttöku á www.icelandair.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
50
28
4
05
/1
0
Icelandair boðar til morgunverðarfundar
miðvikudaginn 19. maí kl. 8.30—10.30
á Hótel Loftleiðum.
Aðalfundur
HAMPIÐJUNNAR
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í nýjum
húsakynnum félagsins að Skarfagörðum 4,
Reykjavík, föstudaginn 21. maí 2010 og hefst kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða:
Stjórn Hampiðjunnar hf.
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á
eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins,
hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm
virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu
hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi
síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa
umboð, þurfa að gera það skriflega.
Reuters
Taílenskur hershöfðingi, Khattiya Sawasdipol,
öðru nafni Seh Daeng, sem gengið hafði til liðs
við stjórnarandstæðinga í Bangkok, særðist illa
á höfði í gær þegar skotið var á hann er hann var
í blaðaviðtali. Skömmu seinna féll annar úr röð-
um stjórnarandstæðinga fyrir byssukúlu leyni-
skyttu og vitað er að nokkrir særðust. Banda-
ríkjamenn hafa lokað sendiráði sínu í borginni
og lýst yfir þungum áhyggjum af þróun mála.
víggirt með bambusgirðingu og gaddavír.“
Ásgeir sagði að þess væri nú beðið hvað gerast
myndi um nóttina og í dag. Stjórnarandstæðing-
arnir hafa í tvo mánuði staðið fyrir fjöldamót-
mælum og krafist afsagnar ríkisstjórnarinnar og
nýrra kosninga. Minnst 30 manns hafa fallið og
um þúsund særst. Abhisit Vejjajiva forsætisráð-
herra dró í gær til baka tilboð um nýjar kosn-
ingar í haust. kjon@mbl.is
Ásgeir Ingvarsson, blaðamaður Morgunblaðs-
ins, býr í Bangkok og var á gangi í götu við
hverfið þegar átökin hófust um kvöldið að þar-
lendum tíma.
,,Fólk kom hlaupandi á móti mér, var að flýja
vegna skothvellanna en ég gekk á móti straumn-
um. Ég sá blóðtauma á götunni þar sem sagt var
að hershöfðinginn hefði verið. Verið var að aka
herbílum að svæði stjórnarandstæðinga sem er
Mannskæð átök í Bangkok
Blóðug barátta Seh Daeng fær aðstoð í gær eftir að skotið hafði verið á hann þegar hann var í viðtali við blaðamann The New York Times.
Skotið á einn af leiðtogum stjórnarandstæðinga og herlið sent að búðum þeirra
Bendikt 16. páfi söng í gær messu
við kapellu Fatímu í Portúgal og
var um hálf milljón manna við-
stödd. Páfi minntist fyrr í vikunni á
syndir sem drýgðar hefðu verið
„innan kirkjunnar“, kirkjunni staf-
aðu meiri ógn af þeim en gagnrýni
utan frá. Var ljóst að hann vísaði
þar til barnaníðingsmála í kirkj-
unni.
„Sáðkorn hins illa þrífst í kirkj-
unni sjálfri og meðal þeirra sem
Guð hefur kallað sérstaklega til að
þjóna sér,“ sagði páfi í predikun
sinni í gær en bætti við að kirkjan
væri samt „athvarf vonar“.
Benedikt notaði einnig tækifærið
til að fordæma hjónabönd samkyn-
hneigðra og fóstureyðingar sem
væru hættuleg trúnni.
kjon@mbl.is
„Athvarf vonar“
Reuters
Helgidómur Páfi við upphaf mess-
unnar hjá kapellu Fatímu í gær.
PORTÚGAL