Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bretar lukuvið myndunríkis- stjórnar með nokkrum til- burðum því Verka- mannaflokkur Browns reyndi að hanga á völd- unum þótt hann hefði goldið af- hroð. Virtust Frjálslyndir demókratar, sem höfðu reynd- ar einnig tapað fylgi, þvert á allar spár ætla að falla fyrir hinni ómótstæðilegu freist- ingu, gjörbreytingu á kosn- ingakerfinu, sem Brown gaf til kynna að hann væri tilbúinn að kosta til. En þá gerðu ýmsir þingmenn Verkamannaflokks- ins uppreisn. Þeirra á meðal voru allmargir öflugir frammá- menn í flokknum. Þeir sögðu að Verkamannaflokkurinn myndi ekki bera sitt barr í áratugi ef hann ætlaði að hunsa kosn- ingaúrslitin. Þá loks hélt Brown í höllina og baðst lausn- ar. Í kjölfarið var mynduð fyrsta samsteypustjórnin í Bretlandi í rúm 60 ár. Allt þóttu þetta mikil tíðindi. En óvæntustu tíðindin komu þó úr óvæntustu áttinni. Ofan af Ís- landi bárust Bretum fréttir með öskustróknum úr Eyja- fjallajökli að komin væri pönt- un um fyrsta sætið á biðstofum nýrra ráðherra. Steingrímur J. vildi ólmur fá að koma og reyna að fá nýju stjórnina til að sam- þykkja að setja hundraða millj- arða klafa á íslensku þjóðina. Það voru ekki Bretarnir sem bönkuðu. Þetta var í maí, svo þetta gat ekki verið 1. apríl. Og við bættist að forystumenn tveggja stjórn- arandstöðuflokka virtust enn eina ferðina hafa bitið á ókræsilegan öngulinn. Össur Skarphéðinsson, um- boðsmaður stækkunarstjórans hér á landi, var svo hissa að hann lagði sérstaka lykkju á leið sína til að hrósa snilld stjórnarandstöðunnar. Allir sómakærir menn forðast hrós úr þeirri átt umfram flest ann- að. Allir áttu þessir sameig- inlegt að gera ekkert með laga- leg rök, gera ekkert með afgerandi atkvæðagreiðslu þjóðar sinnar og ekkert með einn merkilegasta kafla í rann- sóknarskýrslu Alþingis, þar sem rækilega er undirstrikað að engin ábyrgð hvílir á ís- lenskri þjóð gagnvart inni- stæðueigendum, sem leituðu hæstu vaxta og tóku til þess áhættu að eigin vali. Þetta gerðu þeir í kvikasta andrúms- lofti sem ríkt hafði í bankaver- öldinni í áratugi. Af hverju þurfa íslenskir borgarar að horfa upp á þess konar framgöngu slag í slag? Er mönnum fyrirmunað að læra nokkurn skapaðan hlut? Ekki vantar lesefnið. Ekki vantar rökin, hvorki lagaleg né siðferðileg. Og ekki vantar skýr fyrirmæli þjóðarinnar. Hvað er það sem vantar? Á morgni kjördags í Bretlandi er Steingrímur byrjaður að banka} Hvað vantar? Í dag flytur utan-ríkisráðherra Alþingi skýrslu sína um utanríkis- mál. Skýrslan ligg- ur fyrir á vef Al- þingis og mikilvægasta efni hennar er umfjöllun um aðild- arumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu. Umsóknin er mikil sóun á fjármunum al- mennings enda ljóst að aðild nýtur ekki stuðnings og engar líkur á að almenningur sam- þykki aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ekki er þó auðvelt að gera sér grein fyrir umfangi sóunarinnar því að utanríkis- ráðherra gefur í skýrslunni af- ar óljósar upplýsingar um kostnaðinn. Það eru svo sem ekki ný tíðindi en engu að síð- ur vonbrigði að betri upplýs- ingar skuli ekki enn liggja fyr- ir. Í skýrslunni segir að eðli umsóknarferlisins sé þannig að erfitt sé að sjá nákvæmlega fyrir heildarkostnað en kostn- aðurinn virðist vera áætlaður um einn milljarður króna. Þetta virðist þó byggjast á af- ar veikum forsendum, til að mynda því að ekki er gert ráð fyrir að breyta stofnana- umhverfinu hér á landi þó að fyrir liggi að Evrópu- sambandið krefjist slíkra breytinga í aðildarferlinu. Ennfremur virðist innbyrðis ósamræmi í kostnaðartölum í skýrslunni því að þrátt fyrir að ráðherra tali um einn millj- arð króna kemur fram að fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB geri ráð fyrir að framlag til Íslands vegna aðildarferl- isins verði um fimm milljarðar króna og að Ísland muni leggja fram svipað mót- framlag. Samkvæmt þessu verður kostnaðurinn fyrir Ísland að minnsta kosti sex milljarðar króna. Þetta er fyrir utan alla óvissuna en í skýrslunni er viðurkennt að ákveðnir þættir geti verið vanmetnir. Í um- ræðum á Alþingi í dag má telja víst að utanríkisráðherra verði krafinn skýrra svara um kostnaðarhlið umsóknarinnar. Skattgreiðendur eiga kröfu á að fá slík svör. Spurningum um kostnað við aðildar- ferlið er enn ósvarað} Skýrsla utanríkisráðherra S iðað samfélag fær ekki þrifist nema í skjóli laga og reglna. Réttarríkið er alger grundvall- arnauðsyn hverju siðuðu sam- félagi mannanna. Í því felst að allir eru jafnir fyrir lögunum og að enginn geti sloppið við að bera ábyrgð á brotum gegn lögunum og að engum sé refsað nema hann hafi sannanlega gerst brotlegur við lög. Beiting laga að öðru leyti á að vera slík að framkoma opinberra aðila við borg- arana sé sú sama í sambærilegum tilvikum. Formreglur réttarfars og stjórnsýslulaga miða margar að því að tryggja tilvist rétt- arríkisins og að verja borgarana fyrir of- forsi hins opinbera. Þessar grundvallarreglur skipta alltaf máli, en á átaka- og upplausnartímum eins og þeim sem við göngum nú í gegnum, eru þær jafn- vel enn mikilvægari. Það er auðvelt að bera virðingu fyrir mannréttindum þegar allt leikur í lyndi og það er auðvelt að bera virðingu fyrir mannréttindum þeirra sem vammlausir eru. Þegar tímar eru erfiðari kemur alltaf upp sú freisting að veita afslátt af mannréttindum, að sópa til hliðar óþægilegum form- reglum þegar hætta er á að einhver sleppi undan refsivendinum. En það er einmitt á tímum sem þessum sem við eigum að fylgjast sérstaklega vel með því að formreglunum sé fylgt. Ef við sættum okkur við að á erfiðum tímum sé hægt að víkja til hliðar grundvallarstoðum réttarríkisins, stefnum við réttarríkinu sjálfu í hættu. Samfélag okkar má ekki við því að missa réttarríkið. Vissulega má segja að eitt og eitt tilvik skipti ekki öllu máli réttarríkið sé sterkara en svo að eitt og eitt tilvik felli það um koll. Það er rétt, en ef það er látið viðgangast að menn séu settir í einangrun án þess að nægileg rök séu fyrir því, ef það er látið viðgangast að starfsmaður sýslumanns fari krókaleiðir í birtingu gerðarbeiðni, ef það er látið við- gangast að fólk, sem réðst á alþingishús og lögreglustöð sé ekki látið bera ábyrgð á gjörðum sínum þá skapast hættuleg fordæmi. Mun- um við sjá fleiri dæmi um að sakborningar séu settir í einangrun? Munum við sjá fleiri dæmi um að reynt sé að komast hjá því að birta gerðarþolum gerð- arbeiðnir? Er allt í lagi að ráðast að löggjaf- arsamkundunni með ofbeldi af pólitískum ástæðum? Viljum við búa í samfélagi þar sem svarið við þessum spurningum er já? bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Þetta snýst ekki um víkingana STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Væntingar í samræmi við veruleika? FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is N ýr forsætisráð- herra Bretlands, David Cameron, stærir sig af því að vera fremur maður raunhæfra aðgerða en mikilla hugsjóna og ákveðinnar hug- myndafræði. „Þegar fólk segir mér frá útópíunum sínum verð ég alltaf hræddur um að nú eigum við skyndilega öll að ganga í sams konar einkennisbúningum,“ sagði hann nýlega í viðtali við hægri- blaðið The Daily Telegraph. En Cameron, sem er oft tal- inn miðju-hægrimaður, boðaði samt í kosningabaráttunni hug- mynd sem hann nefndi Hið mikla samfélag. Foreldrar áttu að setja sjálfir upp skóla fyrir börnin og hópar opinberra starfsmanna að ýta úr vör samvinnufyrirtækjum um þjónustustörf sín. Hugsjónin féll að mestu í grýttan jarðveg meðal kjósenda. Skýringin gæti verið að innst inni viti þeir flestir að brýnni mál eru framundan. Efnahagurinn. Óveðursský yfir efnahagnum Merkin eru augljós, hrikaleg- ar ríkisskuldir, vaxandi atvinnu- leysi og þótt pundið hafi lækkað vex enn hallinn á utanríkis- viðskiptunum. Cameron og Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, segjast einhuga um að gera efnahagsvandann að for- gangsverkefni. Annað mál er hvort samstarfið þolir þá áraun- ina þegar menn fara að berja saman fjárlög næsta árs. Clegg varaði við því í kosn- ingabaráttunni að byrja niður- skurð ríkisútgjalda of fljótt. Röng tímasetning gæti kæft bata sem þegar sæjust ákveðin merki um. En hann varð að kyngja því að stefna Camerons varð ofan á. Samsteypustjórnin mun strax minnka útgjöldin um sex millj- arða punda. Mervyn King seðlabanka- stjóri, sem ekki hikar við að tjá sig um stjórnmál þegar hann tel- ur það nauðsynlegt, hrósaði leið- togunum tveim fyrir þessa ákvörðun en hefur jafnframt var- að menn við að halda að kreppan sé búin. Þörf sé á enn harkalegri aðgerðum. Báðir flokkarnir hafa orðið að súpa á mörgum beiskum bik- arnum til að finna nothæfa mála- miðlun. Í reynd hefur Cameron ekki þingrofsrétt. Tekið er fram í stjórnarsáttmálanum að ekki megi slíta þingi nema minnst 55% þingmanna samþykki þá aðgerð og íhaldsmenn verða því að leita til stjórnarandstöðunnar ef þeir svíkja loforðið og knýja þingrof í gegn. Búið er að ákveða næsta kjördag vorið 2015. Hvernig munu Frjálslyndir fara að því að hverfa ekki í skuggann af stóra samstarfs- flokknum? Víst fá þeir fimm af 23 ráðherrasætum og auk þess um 20 aðstoðarráðherra eða álíka valdamikil embætti. Nær helm- ingur þingflokksins verður í reynd með ráðherranafnbót eða ígildi hennar. Vandinn er að hug- myndaheimar flokkanna tveggja eru býsna ólíkir. Íhaldsmenn hafna algerlega evrunni, vilja hefta frekar ólög- legan innflutning fólks, halda áfram að berjast í Afganistan og efla kjarnorkuvarnir. Í öllum þessu málum varð Clegg að láta undan. Frjálslyndir hafa á seinni ár- um oft markað stefnu vinstra megin við Verkamannaflokkinn. Clegg verður að taka á öllu sínu ef hann á að geta sannfært alla þingmenn sína um að samstarfið við íhaldsmenn um að bjarga efnahagnum sé svo mikilvægt að velferðin verði að blæða. Reuters Félagar! Cameron á fyrsta fundi nýju ríkisstjórnarinnar í gær; hann hefur lagt blátt bann við því að menn taki með sér farsíma á fundina. Ráðherrar- arnir hafa ákveðið að samþykkja 5% lækkun á launum sínum. Cameron mun ef til vill reyna að snúa því sér í hag að honum mis- tókst að ná hreinum meirihluta á þingi. Hann gæti nýtt sér óvænta hjónabandið við flokk Cleggs til að ná undir sig miðjunni á litrófi stjórnmálanna, að sögn frétta- skýrandans Philips Stevens í Fin- ancial Times. Þá myndi hann geta stækkað kjósendagrunn Íhaldsflokksins. Skref í þá átt að hreppa lang- þráðan þingmeirihluta, ætlun sem gæti heppnast ef kjósendur fella tillögur í þjóðaratkvæði um breytt kosningafyrirkomulag. Í stjórnarsáttmálanum er að kröfu Nicks Cleggs tekið fram að kosið verði á kjörtímabilinu um breytingar sem lagfæri misvægið milli þingmannatölu og kjör- fylgis. En samið var um að flokk- arnir tveir mættu vera með eða móti breytingunum. Þeir eru sammála um að vera ósammála í þessum efnum. MEÐ OG Á MÓTI ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.