Morgunblaðið - 14.05.2010, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Myndavélar á lofti Stoltir foreldrar festu á filmu einlæga gleði barna sinna á mikilli hátíð á leikskólanum Regnboganum í gær, en þar var opið hús og margir gerðu sér ferð til fagnaðar.
Golli
Ekki er hægt að
ætla að nokkur valdi
tjóni viljandi. Og
ekki er hægt að
ætla að skipstjóri
strandi viljandi. Sá
sem ekki fiskar
missir plássið og
þannig er hægt að
tala lengi. Vegna
þess að flest okkar
vilja vel. Þess vegna
mætum við til dag-
legra verka til að sinna þeim af
bestu getu og af mesta vilja. Sem
betur fer.
Svo kemur að því í lífi margra
að þeir hafa ráðist í of mikið.
Tekið að sér hluti sem þeir hefðu
betur aldrei gert. Ekki vegna
þess að menn eru vondir, eða vit-
lausir. Frekar vegna þess að
kunnátta þeirra kann að liggja
annars staðar. Það besta sem
hver og einn gerir þegar þannig
er ástatt er að horfast í augu við
staðreyndirnar, viðurkenna van-
mátt sinn og láta öðrum og hæf-
ari eftir þau verk sem voru ekki á
þekkingarsviði og reyndust of
erfið. Í því er ekki áfellisdómur,
nei, þveröfugt. Það er göfuglyndi
að viðurkenna að maður ráði
ekki við verkefni, valdi þeim
ekki.
Þetta finnst mér eiga svo vel
við varðandi stjórn lífeyrissjóða,
einkum hjá Gildi, að þangað hef-
ur valist vænt fólk til starfa og til
stjórnar. Sú staðreynd að því
hefur tekist illa til í mörgum
verkum sínum að undanförnu
fyrir lífeyrissjóðinn hefur ekkert
með persónur þessa fólks að
gera. Vissulega er sárt að horfa
til þess að þau hafa með van-
kunnáttu sinni og trúgirni kostað
félaga í lífeyrissjóðnum mikla
fjármuni sem sennilega verða
aldrei bættir. Þar er ég ekki und-
anskilin, en ég sat í stjórn Gildis
um tíma. En fyrir allt það fólk
þarf þetta ekki að vera enda-
punktur í starfi. Þeirra bíða ef-
laust mörg tækifæri hér og þar.
Þess vegna fer
best á því að leiðir
skilji. Stjórnendur
og stjórnarmenn
leiti á önnur mið.
Finni sér viðfangs-
efni sem hæfa
kunnáttu þeirra.
Við sjóðsfélagar
veljum okkur svo
annað fólk til
starfa og til stjórn-
arsetu og hefjumst
þegar handa við að
byggja upp það
sem miður fór. Með fólki sem við
treystum. Traust er nauðsyn-
legt. Að sama skapi er ekki hægt
að vinna þar sem trausts nýtur
ekki við. Það verða allir bæði að
vita og viðurkenna. Stjórnend-
urnir hafa vísað veginn og stjórn-
in síðan lagt sitt mat á þeirra
verk. Árangurinn af þessu blasir
við okkur.
Staða lífeyrissjóðanna er
þannig að snjallt væri að fá lög-
um breytt þannig að þeir sem
eigi sjóðina skipi framvegis fólk
til að sitja í stjórnum þeirra. At-
vinnurekendur hafa í langan
tíma ráðið of miklu. Ég segi of
miklu, ekki vegna þess að ég
haldi að þá skorti heilindi. Nei,
frekar vegna þess að þeirra
hagsmunir eru aðrir en okkar.
Til þessa hafa framkvæmda-
stjóri og sjóðsstjóri, sem hefur
hætt störfum, haft himinhá laun.
Þá langar mig að vita hvort ekki
sé sama uppi á teningnum nú og
laun miðist enn við árangur.
Eftir Birgi Hólm
Björgvinsson
» Þess vegna fer best
á því að leiðir
skilji. Stjórnendur og
stjórnarmenn leiti á
önnur mið. Finni sér
viðfangsefni sem hæfa
kunnáttu þeirra.
Birgir Hólm
Björgvinsson
Höfundur er í stjórn
Sjómannafélags Íslands.
Að taka
afleiðingunum
Undanfarin ár hefur
þeim röddum fjölgað
mjög sem kalla eftir
kjarnorkuvopnalausum
heimi. Endurmats-
ráðstefna vegna sátt-
málans um bann við út-
breiðslu kjarnavopna
(NPT) í maí verður mik-
ilvæg prófraun á getu
alþjóðasamfélagsins til
að sameinast um þetta
markmið. Tvö lykilatriði
fyrir framrás á þessu sviði felast í því
að skapa ramma fyrir stofnanir til að
ákvarða lagalegar skyldur um að nota
ekki kjarnorkuvopn og leggja grund-
völl að því að stofnanir geti dregið úr
vægi kjarnorkuvopna í þjóðaröryggi
og sett skýr alþjóðleg viðmið fyrir
endanlegt bann við kjarnorkuvopn-
um. Ban Ki Moon, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst því
yfir að kjarnorkuvopn séu siðlaus og
ekki ætti að líta svo á að þau hafi
hernaðargildi. Þetta gefur til kynna
að kjarnorkuvopn séu ekki aðeins full-
komlega af hinu illa, heldur algerlega
óleyfileg út frá mannúðarsjónarmiði;
þau eru dæmi um hernaðarlegan fjár-
austur sem dregur til sín stóran hluta
af takmörkuðum mannauði og hag-
rænni auðlegð heimsins – auðlegð sem
þörf er á til að takast á við áskor-
anirnar sem blasa við mannkyninu,
svo sem fátækt og eyðileggingu um-
hverfisins. Tilvist kjarnorkuvopna fel-
ur í sér grundvallarógn við tilvist
mannkynsins.
Í dag vekur hugmyndin um notkun
og eign á efna- eða sýklavopnum víð-
tæk og hörð viðbrögð í hinu alþjóðlega
samfélagi. Við verðum að leggja fram
efnislegt skjal með svipaðri afstöðu
gagnvart kjarnorkuvopnum sem eru
án nokkurs vafa ómannúðlegust allra
vopna. Sem skref í þá átt hvet ég til
þess að samþykkt alþjóðlega stríðs-
glæpadómstólsins verði breytt þannig
að hún skilgreini notkun og hótun um
notkun á kjarnorkuvopnum sem
stríðsglæpi. Markmiðið er ekki að
refsa fyrir núverandi notkun
kjarnorkuvopna heldur að setja fram
skýrt viðmið um að slík notkun sé og
verði óviðunandi undir öllum
andlegt öryggi fela í sér ávinninga
fyrir lönd sem reiða sig á kjarnorku-
vopnahlífar annarra ríkja en einnig
fyrir Norður-Kóreu, Íran og ríki eins
og Indland, Pakistan og Ísrael sem
enn eru ekki hluti af NPT-ramma-
áætluninni. Ekkert af þessu mun þó
reynast auðvelt. En hversu stór sem
gjáin er á milli hugsjóna okkar og
veruleikans er óþarfi að gefa upp von-
ina og leggja árar í bát. Þess í stað
ættu almennir borgarar heimsins að
sameinast um að skapa nýjan heim.
Bannið við jarð- og klasasprengjum
sem orðið hefur að veruleika á síðustu
árum er ávöxturinn af slíkri samstöðu.
Svo vísað sé í John F. Kennedy, for-
seta BNA: „Ekki er til neinn einn ein-
faldur lykill að friði – engin stórkost-
leg töfraformúla sem eitt eða tvö
heimsveldi geta beitt. Sannur friður
verður að vera afrakstur margra
þjóða og summa margra fram-
kvæmda.“ Munum að það er alltaf til
leið, stígur upp á tind jafnvel brött-
ustu og illklífanlegustu fjalla. Jafnvel
þegar þverhníptur klettaveggur blas-
ir við ættum við að neita að vera
úræða- og kjarklaus en halda þess í
stað þolinmóð áfram leitinni að leið
fram á við.
Nú er mesta þörfin á hugarfari sem
metur núverandi kreppu sem tæki-
færi til að gera grundvallarbreytingu
á vegferð sögunnar. Með því að kalla
fram innri viljastyrk og staðfestu get-
um við umbreytt áskorununum sem
blasa við í aflgjafa fyrir jákvæðar
breytingar.
kringumstæðum. Það
gæti greitt brautina fyrir
endanlegri samþykkt um
allsherjarbann við kjarn-
orkuvopnum. Ómissandi
þáttur í þessu er endur-
skilgreining öryggis-
málastefnunnar. Kjarn-
orkuvopnavædd ríki
verða að þróa sameig-
inlega sýn á kjarnorku-
vopnalausan heim og
brjóta hlekki töfraþul-
unnar um fælingarmátt
þeirra og trúnnar á þá
blekkingu að skapa megi öryggi með
ógninni um gagnkvæma tortímingu
og ógnarjafnvægi. Nýrrar hugsunar
er þörf, byggðrar á samvinnu til að
draga úr þessari ógn og skapa sífellt
víðtækara líkamlegt og andlegt ör-
yggisnet þar til þau ná til alls heims-
ins. Því hvet ég til að kjarnorku-
vopnavædd ríki takist á við þrjár
eftirfarandi skuldbindingar á Endur-
skoðunarráðstefnunni (NPT) og út-
færi þær til fulls fyrir 2015:
Að ná bindandi samkomulagi um
að framlengja öryggistrygginguna um
að nota aldrei kjarnorkuvopn gegn
neinu ókjarnorkuvopnavæddu ríki
sem uppfyllir NTP-skuldbindingar.
Að hefja samningaviðræður um
sáttmála sem reglubindur það loforð
að ríki noti ekki kjarnorkuvopn hvert
gegn öðru.
Að svæði sem ekki hafa verið yf-
irlýst sem kjarnorkuvopnalaus verði,
til að brúa bilið, yfirlýst sem svæði er
beita ekki kjarnorkuvopnum.
Yfirlýsing um að beita ekki kjarn-
orkuvopnum yrði hvatning til alls-
herjar kjarnorkuafvopnunar. Hún
gæti verið hluti af alhliða kerfi til að
hindra útbreiðslu gereyðingarvopna
og leið til að fyrirbyggja hinn skelfi-
lega möguleika á kjarnorkuvopna-
tengdri hryðjuverkastarfsemi. Lyk-
ilmarkmiðið er að hvetja til sameigin-
legs átaks og draga úr hótunum en
það myndi draga úr hvatanum fyrir
ríki til að þróa eða eignast kjarn-
orkuvopn. Ef við náum þessu marki
myndi það gera mun sýnilegri ávinn-
ingana sem fylgja þátttöku í núver-
andi rammaáætlunum, andstætt enn
frekari einangrun ríkja utan þeirra.
Samtryggingar um líkamlegt og
Eftir Daisaku Ikeda »Nýrrar hugsunar er
þörf, byggðrar á
samvinnu til að draga úr
þessari ógn og skapa sí-
fellt víðtækara líkamlegt
og andlegt öryggisnet
þar til þau ná til alls
heimsins.
Daisaku Ikeda
Höfundur er heiðursforseti Soka
Gakkai International, stofnandi Soka-
háskólanna og handhafi friðar-
verðlauna Sameinuðu þjóðanna.
Skref í átt að veröld
án kjarnorkuvopna