Morgunblaðið - 14.05.2010, Page 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Afdrif Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur
eru e.t.v. ekki það sem
vekur mestan áhuga á
hinu róstusama Íslandi
í dag. En önnur mál en
hrun, rannsókn-
arskýrsla Alþingis og
eldgos mega ekki
gleymast í því fári öllu.
Enn á ný eru end-
urvakin áform um að
reka þar hótel. Það er slæm hugmynd.
Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður
og frambjóðandi til borgarstjórnar
Reykjavíkur, ritaði pistil á vefnum
Eyjan.is 7. febr. s.l. undir yfirskrift-
inni:
„Ólafur F. hafði rétt fyrir sér“ Þar
kemur fram, að áætlanir um að breyta
Heilsuverndarstöðinni í hótel séu frá-
leitar, húsið hafi verið sérhannað fyrir
heilsuvernd og hvort ekki sé rétt að
húsið komi aftur í opinbera eigu. Síð-
an vísar hann m.a. í leiðara Morg-
unblaðsins 3. janúar 2007 þar sem
segir, að saga sölu Heilsuvernd-
arstöðvarinnar virðist hafa verið saga
af alls konar kerfiskergju og stirfni,
sem leiddi til vondrar niðurstöðu, enn-
fremur að engin haldgóð skýring hafi
fengist á því hvers vegna glæsilegu
húsi, sem er einn af dýrgripum bygg-
ingarsögu Reykjavíkur hafi ekki verið
sýndur sá sómi að hafa þar áfram heil-
brigðisstarfsemi. Þeir sem báru
ábyrgð á sölu hússins mættu gjarnan
upplýsa það. Þá kom fram að haft hafi
verið eftir Reyni Tómasi Geirssyni yf-
irlækni að ekki hafi verið gerð meiri
mistök í heilbrigðiskerfinu en að selja
húsið. Í lok pistilsins sagði „Þess má
geta að Ólafur F. Magnússon læknir
og borgarfulltrúi barðist gegn sölu
hússins. Þegar maður les málflutning
hans eftir á er ekki hægt
að segja annað en að
hann hafi verið rökfast-
ur, málefnalegur og
framsýnn.“
Ekki er kunnugt um
að nokkur hafi mælt söl-
unni bót þessi fjögur ár
sem liðin eru frá því hún
var afráðin. Þeir sem
hafa látið í sér heyra um
þetta ótrúlega mál telja
á hinn bóginn að þessi
ákvörðun hafi verið
röng. Í raun er þeirri
spurningu enn ósvarað af hverju húsið
var selt. Þær skýringar hafa heyrst,
að ósamkomulag milli Reykjavík-
urborgar, sem átti 60% og ríkis, sem
átti 40% um rekstur og kostn-
aðarskiptingu væri slíkt, að ógerning-
ur væri að að halda samstarfi áfram.
Það er ekki samboðið íslenska rík-
inu og höfuðborg þess að leysa ekki
ágreining sinn þannig að meiri sómi
sé að.
Eðlilegt mætti telja að annar hvor
aðilinn hefði leyst hluta hins til sín
skv. mati. En hvað gerðist? Ríkinu
fannst uppsett verð of hátt, þurfti þó
aðeins að kaupa 60%, Reykjavík-
urborg vildi ekkert nema selja, selja á
frjálsum markaði fyrir sem hæst verð,
engu skiptu rök þeirra sem mótmæltu
sölunni. Peningarnir einir virðast hafa
ráðið för.
Ekkert liggur opinberlega fyrir um
fjárhagslegan ávinning af sölu Heilsu-
verndarstöðvarinnar á móti þeim
beina og óbeina kostnaði sem hlaust af
því, að koma starfseminni fyrir í öðr-
um húsakynnum. Margt bendir til að
af sölunni hafi hlotist meiri kostnaður
þegar upp er staðið, en reka þar
áfram þá heilbrigðisþjónustu, sem
húsinu var ætluð og á þar svo vel
heima. Ennfremur hefur það dregið
úr virðingu og reisn heilbrigðisþjón-
ustunnar að dreifa henni vítt og breitt,
í stað þess að hafa hana í þessu sér-
hannaða og virðulega húsi á þessum
góða stað í borginni, þar sem hún í
hugum svo margra á heima og hvergi
annars staðar.
Enn ætti að vera lag til að stíga
skref til baka og sjá til þess að
Reykjavíkurborg eða ríkið nái umráð-
um hússins á ný með kaupum eða
leigu og hýsi þar m.a. landlæknisemb-
ættið, Lýðheilsustöð, stjórnsýslu
heilsugæslunnar, Þróunarstofu
heilsugæslunnar, hugsanlega heil-
brigðisráðuneytið og e.t.v. heilsu-
gæslustöð svo eitthvað sé nefnt. Hvað
skyldi það kosta að hafa þessar stofn-
anir í leiguhúsnæði vítt og breitt um
bæinn? Það yrði mikil lyftistöng fyrir
heilbrigðisþjónustuna, ekki síst
heilsugæsluna, að henni yrði sýndur
sá sómi að nýta Heilsuverndarstöðina
fyrir starfsemi sem þessa.
Húsið stendur enn autt eftir fjögur
ár og stefnir í að það fari í allt annað
en því var ætlað og í hugum flestra á
þar heima.
Því beini ég því til ráðamanna að
þeir sýni þann myndugleik og virð-
ingu fyrir menningarsögulegum verð-
mætum og hug þeirra, sem látið hafa
sig málið varða, að húsið verði end-
urheimt og nýtt fyrir þá starfsemi
sem því var ætluð og á þar heima.
Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur – einu sinni enn
Eftir Bergljótu
Líndal »Húsið stendur enn
autt eftir fjögur ár
og stefnir í að það fari í
allt annað en því var
ætlað og í hugum flestra
á þar heima
Bergljót Líndal
Höfundur er fyrrverandi hjúkr-
unarforstjóri Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur.
Athyglisvert er að í
þó þetta stóru sveitar-
félagi eins og Dala-
byggð fái kjósendur að
velja sér einstaklinga í
sveitarstjórn án þess
að þurfa að kjósa ein-
hvern lista. Allir íbúar
með kosningarétt eru í
kjöri. Kannski er þetta
fullkomnasta lýðræðið
til að velja fulltrúa í
sveitarstjórn.
Hanna Birna borgarstjóri hefur
boðað að þörf sé á nýrri hugsun í
sveitarstjórnum. Það sé úrelt að
hugsa um fylkingar eins og meiri-
hluta og minnihluta. Það eigi allir að
vinna saman.
Eftir slíkt útspil borgarstjóra
veltir maður fyrir sér hvort flokka-
pólitík á heima í sveitarstjórnum.
Sveitarstjórnarmálin snúast ekki
um flokkspólitíkina eins og í lands-
málunum. Það er því spurning hvort
framboð undir D- eða S-lista heyri
brátt sögunni til.
Áhugi almennings á stjórnmálum
hefur farið minnkandi og pólitísku
flokkarnir njóta sífellt minna trausts
meðal kjósenda og þarf engan að
undra miðað við það sem á undan er
gengið. Það er því ekkert skrítið að
fólk vilji ekki framboð sem tilheyra
beint stóru flokkunum. Það er
örugglega skýringin á því að Besti
flokkurinn fær hljómgrunn og önnur
framboð sem nota ekki bókstafi
stóru flokkanna.
Vonandi verður góð kjörsókn í
sveitarstjórnarkosningunum því það
skiptir máli hvaða fulltrúa við höfum
í sveitarstjórn. Það má ekki gerast
að almenningur hafi ekki áhuga á
sínu nánasta umhverfi. Kjósendur
verða að notfæra sér
sinn dýrmæta rétt og
mæta á kjörstað og
velja sína fulltrúa í
sveitarstjórn. Þróunin
verður örugglega sú að
við þurfum ekki að
kjósa einn lista heldur
getum valið ein-
staklinga af fleiri en
einum lista. Vænt-
anlega verður persónu-
kjör innleitt í framtíð-
inni. Prófkjör munu þá
heyra sögunni til. Ég
tel samt að þróunin verði sú að mað-
ur geti valið einstaklinga af fleiri en
einum framboðslista. Kjör ein-
staklinganna fer þá fram í kjörklef-
anum á kjördag. Auðvitað væri það
strax til bóta að geta raðað fram-
bjóðendum á þeim lista sem verður
fyrir valinu. Með því tryggjum við að
þeir aðilar veljist til setu í sveitar-
stjórn sem mests stuðnings njóta.
Þetta er þá í þeim anda sem Hanna
Birna er að boða, þ.e. að við veljum
okkur sjö, níu eða 15 sveitarstjórn-
arfulltúa sem eiga að vinna saman.
Samkvæmt þessu verður þá vænt-
anlega auglýst eftir sveitarstjóra/
bæjarstjóra eða borgarstjóra, þar
sem fulltrúar velja þann hæfasta úr
hópi umsækjenda.
Verður flokka-
pólitík úrelt í
framtíðinni?
Eftir Sigurð
Jónsson
Sigurður Jónsson
» Þróunin verður
örugglega sú að við
þurfum ekki að kjósa
einn lista heldur getum
valið einstaklinga af
fleiri en einum lista
Höfundur er fv. bæjarstjóri
í Garðinum.
Umræðan um líf-
eyrissjóðinn Gildi
heldur áfram vegna
krafna um afsögn
framkvæmdastjóra og
stjórnar. Það er skoð-
un mín að þeir þurfi
að víkja vegna hluta-
bréfa- og útlánataps
sem nemur ekki und-
ir 100 miljörðum á
tveimur árum eða
hundrað þúsund milljónum, en er
ekki allt komið fram. Þetta segi ég
vegna þess að sjóðurinn gerði af-
leiðusamninga við Glitni banka,
Kaupþing banka og Landsbanka
Íslands og nam heildarskuldin
20,786 milljörðum króna sem nokk-
ur óvissa ríkir um. Þetta getur
haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu
sjóðsins. Við þetta bætist 2,592
milljarða króna krafa á Straum-
Burðarás fjárfestingarbanka hf.,
SPRON og Sparisjóðabankann,
fjármálastofnanir sem fóru í þrot
árið 2009. Má ég auk þess minna á
upphaflega skuld Byrs sem var 1,5
milljarðar en var færð niður í 430
milljónir, skuldabréf í Glitnisbanka
upp á 3,690 milljarða króna sem er
hugsanlega tapað fé. Í ársskýrslu
Gildis fyrir árið 2008 virðist ekki
vera getið um forsendubrest eða
málarekstur til ógildingar vegna
Glitnis. Á árinu 2009 telur stjórn
Gildis hins vegar samkvæmt árs-
skýrslu að umræddur gjörningur
sé ógildanlegur á
grundvelli rangra upp-
lýsinga frá Glitni
banka um fjárhags-
stöðu hans. Hér var
um að ræða skuldabré-
faútboð að upphæð 15
milljarða króna í júní-
mánuði 2008 sem sjóð-
urinn tók þátt í og var
samþykkt af stjórn
sjóðsins. Í júní, kortéri
fyrir hrun.
Verkalýðsfélögin
styðja fjármála-
snillinga. Þetta eru 52 fulltrúar
Eflingar, Sjómannasamband Ís-
lands með níu fulltrúa, Verkalýðs-
félagið Hlíf með sjö fulltrúa, Far-
manna- og fiskimannasamband
íslands með fjóra, VM – félag vél-
stjóra og málmtæknimanna fjóra,
Sjómannafélag Íslands þrjá, Félag
hársnyrtisveina einn og Samtök at-
vinnulífsins 80. Samtals 160 fulltrú-
ar sem bera ábyrgð á réttindum
okkar sjóðsfélaga sem við höfum
ekkert um að segja, ekki frekar en
Ívanoff gagnvart Stalín.
Þess skal getið að allir þessir að-
ilar samþykktu að styðja þá glæsi-
legu snillinga sem eru búnir að
tapa þúsundum milljarða króna og
skerða réttindi þeirra sem eru
búnir að skila sínu ævistarfi um
10% á sl. ári og samþykktu svo að
auka skerðinguna enn frekar um
7% í tveimur áföngum á þessu ári.
Það er til umhugsunar að atvinnu-
rekendur og verkalýðsfélög innan
vébanda ASÍ skuli kvitta upp á
100 þúsunda
milljóna tap
Eftir Jóhann Pál
Símonarson
Jóhann Páll Símonarson
„Skynsemin kemur
að utan,“ sagði pró-
fessor William K.
Black í fyrirlestri í
Háskóla Íslands fyrir
skömmu. Hann telur
að endurheimta megi
eitthvað af því fé,
sem bankabófarnir
íslensku hafa stolið á
undanförnum fáein-
um árum. En hann
er ekki bjartsýnn um að stór hluti
þess náist því bófarnir eru slyngir
og eyðslusamir. En það skiptir
verulegu máli, að allt verði gert til
þess að endurheimta sem allra
mest og það má ekki verða for-
dæmi, að menn komist undan með
stolið fé. Svipað sagði reyndar
Eva Joly fyrir nokkrum mánuðum,
m.a. í Silfri Egils. Og það getur
tekið fáein ár að komast yfir pen-
ingana. Þá er væntanlega átt við,
að beitt verði hefðbundnum laga-
legum aðferðum og rannsóknum
ásamt dómsúrskurðum.
Fyrir stuttu barst þýskum
stjórnvöldum sending frá manni í
Sviss, sem bauð þeim til kaups
tölvugögn um bankainnistæður
1.500 ofurríkra Þjóðverja í til-
teknum svissneskum
bönkum. Der Spiegel
sagði reyndar, að
tölvugögnin væru stol-
in og er það líklegt.
Þetta framkallaði
miklar umræður í
þýsku stjórninni og
bæði kanslarinn Ang-
ela Merkel og innan-
ríkisráðherrann Wolf-
gang Schäuble
grandskoðuðu málið.
Fyrir lá fordæmi um
að stjórnvöld höfðu
áður keypt sambærilegar upplýs-
ingar um innistæður Þjóðverja í
Liechtenstein. Ekki kom fram
hversu mikið fé hafði verið greitt
fyrir gögnin frá Liechtenstein, en
svissnesku upplýsingarnar voru
síðan keyptar á einhverjar millj-
ónir evra, en nákvæm tala var
ekki gefin upp.
Gögnin voru strax nýtanleg af
skattayfirvöldum, sem gátu hafið
rannsóknir og yfirheyrslur við-
komandi eigenda á reikningunum.
Ekki þurftu að koma til lagabreyt-
ingar því skattayfirvöld hafa næg-
ar heimildir til þess að sekta og
rukka eigendur á óuppgefnu fé á
erlendum bönkum. Bankagögnin
hafa því eingöngu verið sterkar
vísbendingar, sem nota mátti í
rannsóknum og yfirheyrslum, en
margir eigendur munu væntanlega
heldur kjósa að greiða viðkomandi
skatta og sektir strax en að rann-
sóknir leiði sannleikann í ljós
seinna með lögfræðilegum leiðum
og miklu hærri sektum. Fréttinni
fylgdi, að margir hefðu komið ótil-
kvaddir og gefið upp innistæður
sínar til að fá vægari meðferð.
Ýmislegt raknar upp í leiðinni. –
Er það ekki eins hér á landi? Þarf
að fá dómsúrskurði um það hvort
nota megi óskilgreindar upplýs-
ingar af skattayfirvöldum? Eða
mega þau ekki bara nota gögnin
án þess að flíka þeim sérstaklega?
Það er eins víst, að lögfræð-
ingakórinn á þingi hrópi og krefj-
ist, að farið verði að íslenskum
lögum. Já, já. Allt í lagi. Það má
búast við því. En ritari spyr bara
hvort ekki megi auglýsa eftir upp-
lýsingum um innistæður Íslend-
inga í erlendum bönkum? Eða
bara koma þeim upplýsingum á
framfæri, að skattayfirvöld séu
reiðubúin til að greiða fyrir slík
gögn? Ef svo kemur í pósti tilboð
um miklar og ófalsaðar upplýs-
ingar, er þá ekki bara rétt að
kaupa gögnin og að skattayfirvöld
noti þau umsvifalaust?
Hvað með þýsku aðferðina?
Eftir Jónas
Bjarnason »Ef svo kemur í pósti
tilboð um miklar og
ófalsaðar upplýsingar,
er þá ekki bara rétt að
kaupa gögnin og að
skattayfirvöld noti þau
umsvifalaust?
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur, dr.
rer.nat.