Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
✝ Fríða Áslaug Sig-urðardóttir fædd-
ist á Hesteyri 11. des-
ember 1940. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
7. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Stefanía
Halldóra Guðnadóttir,
fædd í Hælavík í
Sléttuhreppi 22.6.
1897, d. 17.11. 1973,
og Sigurður Sigurðs-
son, bóndi og síðar
símstöðvarstjóri,
fæddur á Læk í Aðalvík 28.3. 1892,
d. 9.5. 1968. Fríða Áslaug var næst-
yngst í 13 systkina hópi, systkini
hennar voru: Jakobína, f. 1918, d.
1994, Sigurborg, f. 1919, d. 2005,
Ásdís, f. 1920, d. 1998, Sigríður, f.
1922, d. 2001, Sigurður, f. 1923, d.
1934, Kristján, f. 1924, d. 1997, Ing-
ólfur, f. 1926, d. 1971, Baldvin, f.
1928, d. 1990, Guðmundur, f. 1929,
d. 1979, Guðrún Rósa, f. 1930, d.
2007, Guðni, f. 1931, d. 1936, Guðný,
f. 1945.
Fríða giftist árið 1959 Gunnari
Ásgeirssyni kennara, f. á Ísafirði
9.8. 1937. Foreldrar Gunnars voru
Hún lauk BA-prófi í íslensku og
bókasafnsfræði frá Háskóla Íslands
1971 og cand. mag.-prófi í íslensk-
um fræðum 1979. Fríða starfaði sem
bókavörður á Háskólabókasafni og
bókasafni Menningarstofnunar
Bandaríkjanna 1964-1970, var
deildarfulltrúi við heimspekideild
Háskóla Íslands frá 1971-1973 og
stundakennari við Háskóla Íslands
og Kennaraháskóla Íslands frá
1973-1975. Frá árinu 1978 fékkst
Fríða alfarið við ritstörf. Fyrsta
skáldverk Fríðu, smásagnasafnið
Þetta er ekkert alvarlegt, kom út
árið 1980. Í kjölfarið sendi Fríða frá
sér fjölda smásagna og skáldsagna
auk þýðinga á verkum erlendra höf-
unda. Hún hefur fengið fjölda verð-
launa fyrir verk sín, meðal annars
verðlaun úr Rithöfundasjóði Rík-
isútvarpsins 1988. Skáldsaga henn-
ar Meðan nóttin líður sem kom út
árið 1990 hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin 1990, Menning-
arverðlaun DV 1991 og Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1992.
Árið 1994 var Fríða sæmd ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir ritstörf. Verk Fríðu hafa verið
þýdd á fjölda tungumála, þar á með-
al ensku, tékknesku, þýsku og Norð-
urlandamálin. Síðasta verk Fríðu
var skáldsagan Í húsi Júlíu sem kom
út árið 2006. Hún var heiðursfélagi í
Rithöfundasambandi Íslands.
Útför Fríðu fer fram frá Árbæj-
arkirkju í dag, 14. maí 2010, og
hefst athöfnin kl. 15.
Ásgeir Jóhannesson
pípulagningameistari,
f. 1913, d. 1990, og
Þuríður Jónsdóttir
Edwald, f. 1913, d.
2003. Fríða og Gunn-
ar bjuggu í Reykjavík.
Synir Fríðu og
Gunnars eru: 1) Ás-
geir, f. 30.1. 1959,
fiskifræðingur, bú-
settur í Reykjavík.
Sambýliskona hans er
Hugrún Rós Hauks-
dóttir, f. 1967, börn
þeirra eru: Davíð
Gunnar, f. 2002, og Fríða Rós, f.
2006. Fyrir á Hugrún Rós Esther, f.
1989, og Ólaf Engilbert, f. 1997. 2)
Björn Sigurður, f. 2.9. 1970, mat-
vælafræðingur og doktor í næring-
arfræði, búsettur í Reykjavík. Sam-
býliskona hans er Ragnheiður Lóa
Björnsdóttir, f. 1974, börn þeirra
eru: Helga Þórey, f. 1998, og Gunn-
ar Ólafur, f. 2003.
Fríða bjó á Hesteyri til fimm ára
aldurs og flutti þá með foreldrum
sínum og þeim systkinum sem enn
voru í foreldrahúsum til Keflavíkur.
Fríða lauk stúdentsprófi árið 1961
frá Menntaskólanum á Laugarvatni.
Elskuleg tengdamóðir mín hún
Fríða er látin.
Það var fyrir rúmum 14 árum sem
ég kynntist Bjössa mínum og fór að
venja komur mínar í Eyktarásinn.
Þá kynntist ég einnig Fríðu og
Gunnari sem tóku mér opnum örm-
um og leið mér strax eins og hluta af
fjölskyldunni. Í kjallaranum í Eykt-
arásnum hófum við Bjössi okkar bú-
skap og eignuðumst okkar fyrsta
barn, Helgu Þóreyju, sem jafnframt
er fyrsta barnabarn Fríðu og Gunn-
ars, og eins og Fríða kallaði hana
alltaf „ástarblómið hennar ömmu
sinnar“. Síðar bættust við fleiri
barnabörn sem ekki síður glöddu
hjarta ömmu sinnar og afa. Þeim
þykir öllum mjög gott að koma í
heimsókn í Eyktarásinn í notaleg-
heitin og væntumþykjuna sem þar
ríkir og eiga þau eftir að sakna
ömmu sinnar mikið. Ég á óteljandi
margar ljúfar minningar um Fríðu
enda var samband okkar einstak-
lega gott. Fríða sýndi mér mikla ást-
úð og vildi allt fyrir mig gera, var
ávallt mjög uppbyggjandi og óspör á
hrósið. Oft hugsaði ég um það hve
heppin ég væri að hafa eignast
svona góða tengdamóður. Fyrir það
er ég afskaplega þakklát.
Elsku Fríða mín nú er komið að
kveðjustund.
Sé ég fjöld af förnum dögum,
finn mér skylt að þakka að nýju
góðhug þinn og alúð alla,
endalausa tryggð og hlýju.
(Guðmundur Böðvarsson)
Ég kveð þig með djúpum söknuði
en jafnframt miklu þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast þér.
Hvíl í friði elsku Fríða mín og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Ragnheiður Lóa Björnsdóttir.
Elsku amma Fríða. Við viljum fá
að þakka þér fyrir allt. Það var alltaf
svo gaman að koma í heimsókn til
þín og afa í Eyktarásinn. Þú hafðir
alltaf tíma til að spjalla og svo varstu
alltaf til í að búa til handa okkur
ormasúpu (sem var grænmetissúpa
með spagettí) sem við héldum mikið
upp á, sérstaklega Helga.
Það var líka gaman að spila með
þér einhver spil. Okkur fannst svo
gaman og yndislegt þegar þú og afi
komuð í mat til okkar um jólin. Þú
varst okkur mjög góð amma og þú
hjálpaðir okkur alltaf þegar þú gast
það.
Vonandi munt þú hafa það gott
þar sem þú ert núna.
Þín
Helga Þórey og Gunnar Ólafur.
Hvernig kveð ég systur?
Kveð ég systur með sögum úr
bernskunni, frásögnum um æviferil,
lýsingum á kostum hennar, göllum
og okkar samveru í gegnum þau 65
ár sem ég hef lifað?
Hvernig?
Með sorg og söknuði kveð ég syst-
ur, svo mikið veit ég þó, með kossi á
enni og vanga, vitandi að systir mín
er að hverfa frá mér að sinni, tími
okkar saman ekki lengri í bili. Tím-
inn sem við áttum saman svo
skemmtilegur, ljúfur, vináttan mik-
ils virði, hláturinn okkar yfir
ómerkilegustu hlutum. Samtöl
klukkutímum saman um allt mögu-
legt og ómögulegt.
Hvernig kveð ég systur? Með orð-
um sonardóttur minnar, skrifuð í
mynd af hjarta, teiknað af lítilli
hnátu?
Besta fríða í heimi.
Eru það ekki bara ljúf kveðjuorð
til systur? Undirrituð á gamlan og
sígildan hátt.
Þín einlæg systir,
Guðný.
„Þetta er allt í lagi, ég er ekkert á
leiðinni í gröfina,“ sagði frænka mín
þegar ég hringdi áhyggjufull í hana
eftir að ég frétti að hún væri búin að
liggja veik eftir krabbameinsmeð-
ferð. Þessari fullyrðingu fylgdi inni-
legur hlátur sem hressti mig við.
Hún var samt ósköp slöpp og eftir
sig og þegar ég kíkti til hennar
skömmu síðar þá skammtaði hún
mér hálftíma, meira þoldi hún ekki.
Hún var samt sjálfri sér lík þennan
hálftíma, svo lífleg og skemmtileg.
Nokkru síðar hringdi hún í mig og
spurði hvaða ilmvatn ég hefði verið
með þegar ég kom til hennar. Ég
fékk þá skýringu að Svala frænka
ætlaði með hana í búðir og hún ætl-
aði að kaupa sér ilmvatn. Og það
gerði hún.
„Auk þess er ég ekkert hrædd við
dauðann,“ sagði hún stundum við
mig þegar við ræddum slík mál. Hún
kvaðst hafa farið út úr líkamanum
og séð sjálfa sig á skurðarborðinu
þegar hún var nánast komin yfir
landamærin og heyrt þegar lækn-
irinn sagði „við erum að missa
hana“. Eftir þetta var hún þess full-
viss að lífinu lyki ekki við andlátið,
eitthvað annað biði manns.
Fríða móðursystir var næstyngst
13 systkina og af þeim hópi var
mamma elst. Samband þeirra systra
var mikið og gott þótt mamma gæti
verið móðir Fríðu, slíkur var aldurs-
munurinn. Fríða var ávallt hjálpfús
við mömmu, en ég er viss um að það
var ekki síst andleg hjálp sem hún
veitti henni. Ég gat alltaf spurt
Fríðu ef ég vildi vita eitthvað um
fjölskyldusöguna. Mér fannst nefni-
lega mamma svo fámál um slíkt, það
voru vissir hlutir sem ekki voru
ræddir. Þetta fortíðargrúsk okkar
Fríðu varð æ tíðara síðustu árin og í
rauninni var samband okkar ekki
mjög náið fyrr en eftir að mamma
dó. Símtölin gátu varað allt að
tveimur klukkustundum en ég var
ekki þreytt heldur full orku eftir
þau. Fyrir kom að okkur datt eitt-
hvað nýtt í hug og önnur hringdi aft-
ur í hina eftir smástund. Mér fannst
fyndið þegar Fríða hringdi og sagði
eitthvað formálalaust, eins og hún
væri bara að halda áfram með setn-
inguna.
Frænka mín var ekki heilsusterk.
En hún var ótrúlega sterk engu að
síður. Þegar mamma dó og ég átti
afskaplega bágt þá fór ég til Fríðu
og ræddi erfið mál við hana. Styrk-
urinn sem hún veitti mér þá var mik-
ill. „Orðin ultu út úr þér eins og
steinar, fyrst einn og einn, svo hrað-
ar,“ sagði hún skáldlega. Ég verð
henni ævarandi þakklát fyrir þá
sáluhjálp sem veitt var ákveðið en
án yfirlætis eða yfirgangs.
Ég sé svo eftir frænku minni. Við
áttum eftir að ræða svo margt. Mest
sé ég eftir því að hafa ekki kynnst
henni almennilega fyrr og notað tím-
ann betur. Þannig er okkur víst allt-
af farið gagnvart dauðanum. En ég
er þakklát fyrir þessar fáu en góðu
stundir, sem ég átti með móðursyst-
ur minni, og öll skemmtilegu og gef-
andi símtölin okkar. Ef Fríða hefur
rétt fyrir sér, þá hittumst við fyrir
hinum megin og tökum upp þráðinn.
Ég vona það.
Samúðarkveðjur sendi ég Gunnari
eiginmanni Fríðu, sem og sonum
hennar Ásgeiri og Birni og fjölskyld-
um þeirra.
Sigríður K. Þorgrímsdóttir
(Sigga Stína) frá Garði.
Lítill drengur austur í sveitum er
montinn af frænku sinni sem er í
Menntaskólanum á Laugarvatni.
Hann er nýbúinn að sjá hana leika í
leikriti í skólanum og fannst hún al-
veg stórkostlega góð. Svo gengur
henni víst mjög vel að læra. Þetta er
flott frænka.
Ungur maður – náttúrlega alger
krakki, svona þegar litið er til baka,
en þá taldi hann sig ungan mann – á
alltaf athvarf hjá frænku sinni og
manni hennar þegar hann kemur til
Reykjavíkur. Stundum man hann
ekki eftir að biðjast gistingar fyrr en
um það bil sem skemmtistöðum er
lokað, en ekki er munað eftir nema
einni áminningarræðu frænku. Það
var líka bæði mögnuð og eftirminni-
leg ræða. Hún var flutt við morgun-
verðarborðið daginn eftir og alla við-
stadda setti hljóða.
Lítil fjölskylda en ört stækkandi
hittir Fríðu frænku býsna oft. Það
eru skemmtilegar samverustundir
og jafnframt gefandi. Fríða getur
rætt um alla heima og geima við
hvern sem er, bæði ungu hjónin og
börn þeirra. Hún á alltaf til hollráð
ef eftir þeim er leitað en er ekkert að
troða þeim upp á þá sem telja sig
ekki þurfa þeirra með.
Aldursmunurinn fer einhvern
veginn minnkandi. Samverustundir
eru tæpast nógu margar en þær eru
mikils virði. Líka símtölin, sem eru
strjál en verða stundum löng. Heilsa
Fríðu frænku er ekki nógu góð en
kímnigáfan og skörp hugsunin láta
ekkert heilsuleysi hafa áhrif á sig.
Við spjall og kaffidrykkju í notalegri
stofunni hjá þeim Fríðu og Gunnari
birtir alltaf einhvern veginn yfir til-
verunni og veröldin er orðin snöggt-
um skárri þegar snúið er heim á ný.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Fríðu frænku samfylgdina og votta
Gunnari og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúð.
Guðni Kolbeinsson og Lilja Berg-
steinsdóttir.
Jæja Fríða, þá er lífsgöngu þinni
lokið hér á jörðinni. Það hlaut að
gerast að önnur lifði hina. Nú hlæj-
um við ekki lengur saman að minn-
ingunum frá því við vorum stelpur
að alast upp í Keflavík, uppátækj-
unum okkar sem fæstir vissu um,
minningunum um tungumálið sem
við bjuggum til og enginn kunni né
skildi nema við. Og hvað við höfðum
gaman af því að stríða Guðna
frænda þínum af því hann trúði öllu
sem við sögðum honum. Ekki hlóg-
um við minna þegar við reyndum að
telja pabba þínum, þeim guðhrædda
og góða manni, trú um hvað Hall-
grímur Pétursson hefði verið að
hugsa þegar hann samdi Passíu-
sálmana. „Upp, upp mín sál og allt
mitt geð“ hann hafði sko verið að
hengja upp hangikjötslæri. Það þarf
varla að taka það fram að hann
kunni ekki að meta svona fíflaskap
eins og hann kallaði það, blessaður,
og skammaði okkur heil ósköp, en
við hlógum, okkur fannst þetta mjög
fyndið.
Þú varst alltaf svo klár Fríða og
áttir svo gott með að læra, varst allt-
af hæst í skólanum, ég reyndi hvað
ég gat að fylgja þér eftir, en það
gekk auðvitað ekki, en ég á það þó
þér að þakka að ég var fyrir ofan
meðallag. Þú miklaðist aldrei af
verkum þínum, hafðir þó oft ástæðu
til, og ég minnist þess hvað mað-
urinn minn og vinur þinn var hissa,
þegar þú á ákveðnum tímapunkti
réðir þig, háskólamenntuð konan, í
skúringar í skóla einum, frekar en í
vinnu við fagið sem þú menntaðir
þig til. Það var betur borgað sagð-
irðu.
Já, það eru margar minningarnar
og allar góðar sem ég á um þig, þær
tekur enginn frá mér og ég á örugg-
lega oft eftir að hlæja að ýmsu sem
við upplifðum saman og kannski
hlærðu með mér. Hafðu það gott í
Guðsríki, þar til við hittumst á ný.
Gunni minn, Ásgeir, Bjössi,
Guðný og fjölskyldur, innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar og Guð styrki
ykkur í sorginni.
Guðbjört.
Leiðir okkar Fríðu lágu saman í
Háskóla Íslands – hún vann á bóka-
safni skólans en stundaði jafnframt
nám í íslenskum fræðum eins og ég
– við bjuggum í nábýli í Hraunbæn-
um þar sem börnin okkar léku sér í
stórum sameiginlegum garði. Við
vorum léttstígar í þá daga – brugð-
um okkur yfir garðinn til að skrafa
og leysa lífsins gátur sem urðu með
tímanum fleiri – stundum alvarlegar
og djúpar en aldrei leiðinlegar. Ef
sporöskjulaga eldhúsborðið í Eykt-
arásnum fengi mál gæti það greint
frá djúpum vangaveltum og marg-
víslegum vísdómi sem við vinkon-
urnar komumst að í hita dagsins –
ekkert mál var á bannsvæði og því
geymir þetta makalausa eldhúsborð
lífssögu tveggja fjölskyldna, gleði,
sorgir og skelllihlátur þegar því var
að skipta. Mér er því efst í huga
þakklæti þegar ég kveð Fríðu mína
– þakklæti fyrir að forsjónin skyldi
úthluta mér þessari góðu vinkonu
sem var einstök og átti engan sinn
líka. Fríða mín var ólíkindatól eins
og maðurinn í lífi hennar, hann
Gunnar, orðar það. Því vorum við
eiginlega undrandi þegar hún
kvaddi – við áttum alveg eins von á
því að hún risi upp eins og ævinlega
með bros á vör og allt yrði gott aft-
ur. En við eigum minningarnar sem
eru dýrmætar og ómetanlegar – þær
eru okkar fjársjóður sem aldrei
tæmist.
Friða var óvenjulega greind kona,
í þeim skilningi að hún var líkt og
tréð sem greinir sig og breiðir út
limi sína, stækkar vitundarsvið sitt
og dýpkar við nýja reynslu, stendur
fast í sínum jarðvegi en er ætíð
reiðubúið að bæta við sig nýjum
greinum. Það kom í minn hlut að
njóta þess heiðurs að fá að lesa yfir
það sem Fríða skrifaði áður en til
birtingar kom. Það var ekki leiðin-
legt hlutskipti – ég fylgdist því með
hvernig Fríða þróaðist og þroskaðist
sem rithöfundur og fékk kaffi og
spjall að loknum lestri. Það voru
ógleymanlegar stundir. Bókin Með-
an nóttin líður, sem hún fékk ís-
lensku bókmenntaverðlaunin fyrir
og Norðurlandaráðs-verðlaunin fyr-
ir síðar er verk sem mun lifa áfram
og ég spái því að þar sé komið efni í
kvikmyndahandrit sem á eftir að
skipa heiðurssæti í íslenskri lista-
sögu um ókomna tíð.
Líf Fríðu var svo sannarlega ekki
alltaf auðvelt né vegurinn greiðfær
sem henni var ætlað að ganga. Hún
lenti í bílslysi ung að árum og bjó við
heilsubrest upp frá því sem hamlaði
henni að lifa eins og hún hefði óskað
sér. Ferðafrelsi hennar var skert
eftir slysið og þegar augnsjúkdómur
bættist við varð hún að neita sér um
ýmisleg mannamót. En hún nýtti
tímann vel – þreyttist aldrei á því að
lesa – spjalla við okkur vini sína þeg-
ar færi gafst og brjóta með okkur
heilann um þau mál sem upp komu
stór og smá – þannig varð hún leið-
sögumaður okkar á lífsins vegi og
betri ferðafélaga hafa fáir átt en við
sem urðum þess aðnjótandi að eign-
ast vináttu Fríðu. Hún mun lifa með
okkur og halda áfram að dreypa á
okkur visku sinni hvar sem hún er
stödd – það er enginn einn sem á
Fríðu að vini.
María Jóhanna Lárusdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Elskuleg mágkona mín Helga Sig-
ríður Claessen er látin. Hún var gift
Páli Hilmari tvíburabróður mínum
sem lést fyrir 13 árum. Þau eign-
uðust þrjú börn; Helgu Kristínu, Jó-
hann Emil og Hilmar Örn. Lengst af
áttu þau heima í Gljúfraselinu og
bjuggu sér þar fallegt heimili þannig
að við vorum svona í návígi hvor við
aðra þar sem við Maggi bjuggum
nánast í næstu götu.
Frá þeim tíma sem ég hitti Helgu
fyrst fannst mér hún alltaf hafa til-
heyrt fjöskyldunni. Ég man líka
hvað mér fannst það sniðugt að
makar okkar Palla skyldu eiga sama
afmælisdag, ég spurði Palla hvort
hann hefði leitað lengi eftir konu
sem fædd væri 22. ágúst.
Helga var leikskólakennari og
sinnti því starfi í mörg ár en eftir að
Hilmar Örn fæddist var hún meira
heima þar sem hann fæddist fatl-
aður og þurfti mikla umönnun sem
hún sinnti til dauðadags. Hún lét
Hilmar aldrei frá sér, hún annaðist
hann með mikilli væntumþykju og
dugnaði og í raun var Helga mikil
hetja sem aldrei kvartaði eða fannst
eitthvað ómögulegt, hún hafði þá
eiginleika að sjá eitthvað skemmti-
legt í öllu, ég held að það hafi verið
hennar leið í gegnum erfiðleikana.
Ég hugsaði oft til hennar þegar
Palli bróðir minn var orðinn veikur
og hún hafði þá báða Hilmar og
Palla til að hugsa um. Hversu mikið
hægt er að leggja á eina fjölskyldu.
Ég talaði oft um það við hana, þá
spurði hún mig hvort ég hefði ekki
lesið Pollýönnubækurnar, það væri
svo gott að vera bara í Pollýönnu-
leik.
Helga var mjög skemmtileg kona
og tilsvörin hennar alveg yndisleg
eins og þegar ég spurði hana hvern-
ig hún hefði það, þegar hún fann fyr-
ir verk í brjóstinu, þá stóð ekki á
svarinu „það slær“.
Fríða Áslaug
Sigurðardóttir