Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 Þessi elska hringdi oft í mig og spurði hvort eitthvað væri að, ég væri svo sterkt í huga hennar og oft- ar en ekki þá voru einhverjar fréttir sem við þurftum að ræða um. Helga var mjög varkár í tali um fólk, ég heyrði hana aldrei hallmæla neinum, hún var ákveðin kona með sjálfstæð- ar meiningar. Hilmar og Helga voru nýbúin að koma sér fyrir í nýju íbúð- inni í Reykjanesbæ þegar hún lést. Svo voru það ömmubörnin hennar sem áttu hug hennar allan. Ásgeir kom fyrstur, sonur Helgu Kristínar og Arnars. Svo komu Páll Þór og Guðbjörg Helga, þau eru börn Jó- hanns og Svandísar. Helga og Palli litli voru miklir vinir og saknar hann ömmu sinnar sárt en litla Guðbjörg Helga áttar sig ekki á hvað hefur gerst, hún er svo ung. Elsku Helga mín, við Maggi þökk- um þér samfylgdina í gegnum árin um leið og við vottum Helgu Krist- ínu, Jóhanni, Hilmari og fjölskyldu innilega samúð við fráfall móður þeirra. Guð blessi ykkur. Þóra Katrín Kolbeins (Kata mág- ko„Amma, er hún gömul konan sem við hittum í húsinu við hafið í gær,“ spurði dótturdóttir mín fyrir nokkr- um árum þegar við höfðum hitt ykk- ur Gunnar hér í Kaupmannahöfn, en á hótelinu ykkar var útsýni yfir höfnina. Ég dró seiminn, njaaa, ekk- ert mjög. Hún hugsaði sig um dálitla stund og sagði svo, „en hún er mjög góð“. Þessa sögu af Rebekku sagði ég þér auðvitað í næsta símtali – því alltaf skiptumst við á sögum um þær tvær, Helgu þína og Rebekku mína, fyrstu barnabörn okkar beggja. Efnilegri telpur varla til og ömm- urnar báðar afar stoltar af þeim. Ekki þótti okkur síður vænt um barnabörnin sem síðar bættust við, en þessar fyrstu tvær áttu og eiga sinn sérstaka sess. Við sögðum hvor annarri frá draumum okkar og dagdraumum, frá áhyggjum og gleðiefnum og ekki síst frá bókum sem við höfðum lesið. Fyrir mörgum árum fundum við út að bókasmekkur okkar var svipaður. Bækur heimsins eru ófáar og tíma- sparnaður að vita að það er óhætt að sneiða hjá ákveðnum titlum. Hjá þér fengust einatt góð ráð. Engan þekki ég lagnari við að finna kjarna málsins, finna góðan farveg, farsælar lausnir – finna leiðir sem entust. Að öllu þessu mun ég búa um ókomin ár – vinátta okkar mun end- ast mér ævilangt. Fegin hefði ég viljað hafa þig lengur hér. Hugurinn er hjá Gunnari, hjá son- um, tengdadætrum og barnabörnum – sérstaklega hjá Helgu, stúlkunni sem átti hug ömmu sinnar og hjarta. Guðrún Gísladóttir. Elsku Fríða. Þú þekkir hana, glímuna við orðin. Þú veist hvað við er að etja þegar orð glata merkingu sinni á þessu makalausa ferðalagi milli huga og handar, verða hol og innantóm þegar þangað er komið og birtast á blaði sem klisjur. Þú þekkir örvæntinguna sem grípur þegar orð virðast fela í sér sannleik en þráð- urinn sem er ætlað að tengja þau saman heldur ekki. En öðrum frem- ur þekkir þú óræðan galdur orða, hvernig sum þeirra þegja þunnu hljóði á meðan önnur vinna stóra sigra; kveikja myndir, laða fram minningar, tilfinningar. Já, orðagaldurinn var þín list, þín ástríða og glímuna við orðin hefur þú tekið ótal sinnum og iðulega haft betur sem sést svo víða í undurfal- legum bókum þínum. Eflaust hefur þú líka einhvern tímann tapað. Skynsemin segir mér að það hljóti að vera þó að innst inni eigi ég bágt með að trúa því. En hér sit ég, í orðaglímunni miðri, og reyni að koma orðum að minni hinstu kveðju til þín. Rek mig eftir þráðum sem rakna upp við snertingu, leita orða sem mig grunar að séu ekki til. Eða fer ég vill vegar? Leita ég á röngum stað? Hugurinn er erfiður viðfangs. Ætlar í sárafáum línum að ná utan um allt það sem þú varst mér og ert. Ná utan um þig! Fríðu mína. Er góð- ur með sig og þykist í fáeinum orð- um geta lýst skörpum hug þínum, húmor, hlýju og réttsýni, samveru- stundum fullum af hlátri, rökræðum og vangaveltum, símtölum sem alltaf urðu lengri en til stóð, vináttunni, stuðningnum, virðingunni. Gott og vel en hvar eru orðin? Hjartað sem í eðli sínu er hógvær- ara segir færra. Í rauninni aðeins eitt. Ég sakna þín. Ég sakna þín sárt en verð að kveðja. „Við sjáumst“, kvaddir þú mig á okkar síðasta fundi. Rétt eins og við ættum von á að hittast aftur á morg- un eða kannski hinn en því miður var því ekki ætlað að verða. En við sjáumst! Í ljúfum minningum, börn- um þínum og barnabörnum, í maka, systur, ættingjum og vinum og síð- ast en ekki síst í listilega skrifuðum bókum þínum. Við sjáumst! Hvíl í friði mín hjartans Fríða. Kæra fjölskylda. Megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Stefanía E. Hallbjörnsdóttir. Kveðja frá Rithöfundasambandi Íslands Fríða Á. Sigurðardóttir er horfin sjónum okkar. Samt ekki því hún lif- ir áfram í verkum sínum. Bækur hennar rötuðu víða og engan skyldi undra. Umfjöllunarefnið var áleitið og efnistökin þannig að menn hættu ekki í miðjum lestri. Bóka Fríðu var beðið með eftirvæntingu. Kjarnann í verkum sínum sagði hún sjálf vera hvort menn þyrðu að taka ábyrgð á eigin lífi, þyrðu að standa með sjálf- um sér eður ei. Í hverfulum heimi leitaði hún svara í ólíkum viðfangsefnum. Þessi leit færði okkur rithöfundum fleira en góðar bækur. Hún gaf okkur þor, vísaði veginn. Menn skyldu ekki kvarta þótt hér rynni ekki blóð og enginn væri háskinn til að skrifa um, sagði Fríða. Af háskanum þyrfti ekki að hafa áhyggjur þar sem tvær manneskjur væru saman komnar. Skáldskapur væri tilraun til að segja það sem ekki yrði sagt. Þess vegna væri hann erfiður en ekkert veitti þó meiri gleði. Fríðu Á. Sigurðardóttur hlotnuð- ust margvíslegar vegtyllur á lífsleið- inni og hún var jafnvel komin að þeim öllum. Hún var kjörin heiðurs- félagi Rithöfundasambandsins árið 2005. Félagar hennar í rithöfunda- stétt þakka það sem hún gaf þeim og minnast hennar með virðingu. Gunnari Ásgeirssyni, sonum þeirra og fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðjur. Kristín Steinsdóttir, formaður. Það að minnast er að endurlifa og í minningunni felst óútskýranleg ei- lífð, einhverskonar dularfullt og magnað móment sem aldrei hverfur. Svona finnst mér þetta að minnsta kosti vera þegar ég hugsa um Fríðu Á. Sigurðardóttur og sögurnar hennar þar sem hún fléttar svo fim- lega tímaþræðina að það verður áfengt að lesa aftur og aftur og skilja samt eiginlega aldrei hvernig vefurinn breytir sífellt um lit og áferð og lögun. Þetta er líka skáld- skapargaldurinn og það er satt að segja ekki vandi að ölvast af galdri Fríðu – og nú er ég eina ferðina enn gengin í hennar veröld og sé hvar hún tekur pokann sinn, arkar sína leið og hverfur á bak við fjöllin inn í himnana – og ég veifa samverka- konu, vini og mentor – æ, hvers vegna varðstu að fara svona fljótt – og vona að við munum hittast í næsta ævintýri og hlæja og rökræða um bókmenntir og pólitík og bara lífið og tilveruna og allt á milli him- ins og jarðar yfirleitt. Og þegar það gerist, þegar við hittumst aftur, verður örugglega rökkur og Fríða opnar dyrnar og býður mér inn með sveiflu, mikið sem manneskjan er alltaf skemmti- leg, og það verða tveir kaffibollar á litla borðinu í eldhúsinu hennar og kerti og súkkulaði í skál – og þá segi ég og ég verð svo fegin að fá tæki- færi til að byrja samræðurnar á orð- unum sem ég kom aldrei nógu vel til skila í fyrra ævintýrinu: Takk fyrir allt, elsku hjartans Fríða mín. Ég samhryggist Gunnari og fjöl- skyldu og öllum ástvinum Fríðu innilega. Vigdís Grímsdóttir. Það var á drungalegum degi í októberbyrjun 1967 að hópur upp- burðarlítilla nýstúdenta sat í fyrstu kennslustofu í aðalbyggingu Há- skóla Íslands og beið þess að fyrsta kennslustund vetrarins í íslensku rynni upp. Kennarinn hafði bersýni- lega orðið fyrir óvæntum töfum. Þá sveif inn í stofuna ung kona, ákveðin á svip og örugg í fasi, og settist á fremsta bekk – samkvæmt því nem- andi. „Hvaða dreki er nú þetta?“ varð mér á að hvísla að sessunaut mínum. Þetta var Fríða Áslaug Sig- urðardóttir. Í þann tíð þekktu Fríðu allir í háskólanum nema við nýnem- arnir, hún var Fríða í háskólabóka- safni, hægri hönd Björns Sigfússon- ar háskólabókavarðar, og vissi allt um það hvað safnið hafði að geyma. Nú ætlaði hún að bæta íslensku við bókasafnsfræðinámið sem hún hafði þegar lokið. Tókst fljótt með okkur náin vinátta sem hélst til hennar hinsta dags. Skipti engu þótt ég hafi lengst af búið erlendis. Framan af skrifuðumst við á, hin síðari ár hringdum við stöku sinnum hvor í aðra, en þegar við vorum samlendar og hittumst á ný var það ævinlega eins og við hefðum síðast setið að spjalli vikuna áður. Um jól barst ávallt frá henni bókarsending, ann- aðhvort eigið verk nýkomið úr prentsmiðju eða verk einhvers ung- skálds. Vildi Fríða ekki að vinkon- una dagaði uppi sem fáfrótt nátttröll í útlöndum. Fríða átti við vanheilsu að stríða mikinn hluta fullorðinsára sinna. Á áttunda áratugnum lenti hún í bíl- slysi og tók það hana mörg ár að ná sér eftir afleiðingar þess. Þeirrar erfiðu reynslu sér stað í skáldsögu hennar „Sólin og skugginn“, sem kom út 1981, en niðurstaða aðal- söguhetjunnar í bókarlok er sú að hún verði sjálf að glíma við eigin sjúkdóm og sigrast á honum. Nokkr- um árum síðar tók Fríða að kenna efnaskiptasjúkdóms, sem hrjáði hana svo mjög, að hún komst ekki utan til að taka við Bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs er henni voru veitt 1992 fyrir skáldsöguna „Meðan nóttin líður“. Rifjaði hún það upp í bréfi fáeinum árum síðar, „hvað það getur verið niðurlægjandi að vera ekki fær um að standa sína plikt“. Og fyrir tæpum tveimur ár- um veiktist hún af þeim sjúkdómi sem nú hefur orðið henni að ald- urtila. Allt þetta veikindamótlæti bar Fríða með stakri reisn, ávallt mál- hress og stutt í heillandi kímnigáf- una. Enda þótt hún þyrfti oft á tíð- um að vera þreklaus við rúmið vikum saman reis hún alltaf upp á ný, settist við skriftir og samdi margslungnar og fagurlega fléttaðar skáldsögur, nú síðast „Í húsi Júlíu“ 2006, allt verk þar sem fjallað er um gildi fortíðarinnar fyrir líf söguhetj- anna í nútímanum. En hæst reis list Fríðu e.t.v. í smásögum hennar, hinu kröfuharða formi, þar sem einn at- burður eða andartak birtir heila ævi í leiftursýn. Fríða hóf rithöfundar- feril sinn með smásagnasafninu „Þetta er ekkert alvarlegt“ 1980 og hún var með smásagnasafn í smíðum þegar hún lést. Ég minnist Fríðu með þökk og virðingu. Yfir hafið sendum við Hu- bert, bóndi minn, Gunnari, eigin- manni hennar, og sonunum Ásgeiri og Birni og fjölskyldum þeirra inni- legar kveðjur samúðar og vináttu. Kolbrún Haraldsdóttir, Erlangen, Þýskalandi. Fríða Á. Sigurðardóttir er látin. Leiðum okkar bar saman með eft- irminnilegum hætti, ekki bara í Rit- höfundasambandinu, heldur þá er ég skrifaði grein í Morgunblaðið, kring- um aldamótin 2000, þar sem ég leiddi rök að því að hún mætti kall- ast kona 20. aldarinnar á Íslandi! Var það á þeim forsendum að hún hefði orðið hæst verðlaunuð ís- lenskra kvenrithöfunda; þá er hún fékk Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Mann 20. aldarinnar taldi ég hins vegar vera nóbelsverðlaunahafann Halldór Laxness. (Viðbrögðin við þessari ritsmíð minni urðu raunar óvenju mikil: Menn komu á eftir og töldu að ein- boðið yrði að velja Laxness öðrum fremur. Hins vegar fékk ég inn um póst- lúguna ófrímerkta og nafnlausa álitsgerð frá afkomendum þjóð- skálds nokkurs frá aldamótunum 1900, þar sem þeim þóttu mikil feikn að menn væru ítrekað að ganga framhjá honum! Sú ætt réðst í út- gáfuátak í kjölfarið!) Ég vil kveðja Fríðu með kvæði úr elleftu ljóðabókinni minni, Kvæða- ljóðum og sögum (2008), sem nefnist Sjálfsvitund: Tek ég trompet mér í hönd. Takti hjartað nær við önd. Ekki mun þó ekkinn farinn enda orsök dýpra falin. Tryggvi V. Líndal. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB BRAGI BJÖRNSSON frá Neðri-Þverá, Vesturhópi, síðast til heimilis á Rauðarárstíg 36, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu- daginn 6. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. maí kl. 13.00. Íris Kolbrún Bragadóttir, Hannes Eðvarð Ívarsson, Jón Þorbergur Jakobsson, Virgie Garcia, Ragnar Bragason, Björn Gísli Bragason, Haukur Davíð Grímsson, Brynja Hrönn Bjarnadóttir, Jóhannes Hauksson, Hildur Rut Sigurbjartsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar og frændi, PÁLL BERNHARÐ GUÐMUNDSSON frá Útibæ, Flatey á Skjálfanda, Háaleitisbraut 105, sem lést laugardaginn 1. maí, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. maí kl. 13.00. Systkini og systkinabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI MAGNÚS BJARNASON, Öldugranda 3, áður til heimilis Álakvísl 96, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 10. maí. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju í dag, föstudaginn 14. maí kl. 15.00. Sveinn Árnason, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Kristín Árnadóttir, Stefán Melsteð, Ágúst V. Árnason, Aðalheiður G. Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir MARGRÉT GUNNLAUGSDÓTTIR lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 10. maí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. maí kl. 11.00. Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigurður Ingi Ásgeirsson, Gunnlaugur Björn Jónsson, Kristrún Jónsdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Sigrún Jónsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson, og barnabörn.  Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Drangsnesi, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík sunnudaginn 9. maí, verður jarðsungin frá Drangsneskapellu laugardaginn 15. maí kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.