Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 Unnur var yndis- legt barn, það leið ekki sá dagur að hún vaknaði ekki með bros á vör og risastórt knús handa Hrafn- hildi sinni. Hún kom alltaf niður, skreið upp í til mín og við kúrðum saman. Ég meira að segja stalst einu sinni eða tvisvar til að leyfa henni að lúlla alla nóttina hjá mér! Ég man ég óskaði mér alltaf að eignast eins ljúft barn og Unni og mér varð að ósk minni, hún Emma Soffía mín er svipað eintak. Þessir dagar á Nolli voru skemmtilegir, ég lærði svo margt og þroskaðist sem mann- eskja. Ekki var hægt að finna betri börn en systkinin fjögur og við átt- um margar frábærar stundir saman. Í seinni tíð hefur verið minna um samskipti en Unnur kom með Lonna, Sússu og Stebba í heimsókn til London og eyddum við þá góðum tíma saman sem ég mun geyma í hjarta mínu. Hún Unnur mín var einstök sál og þó við höfum ekki ver- ið mikið saman á seinni árum þá breytir það því ekki að ég lít alltaf á hana sem litlu stelpuna mína, ég átti smá í henni. Elsku Sússa, Stebbi, Ingibjörg, Tara og Lonni, við vott- um ykkur öllum okkar dýpstu sam- úð, megi Guð og góðir vættir styrkja ykkur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hrafnhildur barnapía og fjölskylda. Enn eitt áfallið hefur dunið yfir okkar litla samfélag. Langur laug- ardagur byrjaði snemma morguns með hringingu eldsnemma og hvað gat það verið? Að einhverjum dytti í hug að hringja bara si svona á þess- um tíma. Nei, það var ótrúlegt eins og kom á daginn. Ég var hjá veikri móður norður á Þórshöfn og hringj- andinn var Keflavíkurlögreglan að láta vita að dóttir mín hefði lent í al- varlegu umferðarslysi og þrjár stúlkur hefðu verið fluttar til Unnur Lilja Stefánsdóttir ✝ Unnur Lilja Stef-ánsdóttir var fædd á Akureyri 25. ágúst 1991. Hún lést af slysförum þann 25. apríl sl. Útför Unnar Lilju fór fram frá Útskála- kirkju þriðjudaginn 4. maí 2010. Reykjavíkur. Á erfiðu ferðalagi að norðan fékk ég að vita hverjar hinar tvær voru. Unn- ur og Lena. Mig langar að minn- ast Unnar örfáum orð- um. Unnur var af- skaplega glaðlynd stúlkukind og var heimagangur á mínu heimili eins og svo mörg önnur ung- menni. Herbergið hennar Ásu Sigurjónu dóttur minnar gekk gjarnan undir nafninu „Hótel Ása“. Þegar eitthvað var verið að fara að gera eins og þau sögðu var gjarnan hittingur hér, þær vinkonurnar voru allar miklar félagsverur og vinahóp- urinn mjög stór. Það var yfirleitt skipst á fötum og svo fór sparsl- og málningarvinnan af stað og svo hár- greiðslan. Ef fara átti í búðina sem tekur um 1 mínútu að labba frá okk- ur tók það 1 klst. að græja sig í það. Unnur hafði létt fótatak og trítlaði gjarnan hér inn og út og var orðin ein af okkur. Hún var einstaklega barngóð og alltaf þegar Unnur var að koma hlupu þær litlu frænkurnar Margrét og Berglind til hennar og var smáknús. Hún hafði líka gjarnan í vasa sínum lítinn poka með góð- gæti í sem hún deildi fúslega til litlu frænknanna. Unnar er sárt saknað og ekkert getur komið í staðinn fyrir glaðlega framkomu og fas, yndislegan kæk og trítlandi fótatakið, snöggar hreyfingar og geislandi viðmótið. Elsku Sússa, Stebbi, Tara, Ást- þór, Absalon, Ingibjörg, Eimir, afi og amma í Birkitúni 15, Unnur amma og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð með þökkum fyrir ykkar stuðning í okkar garð sem er ómetanlegur á þessum erfiðu tímum. Engin orð geta lýst því hve sárt það er að missa fólk sem maður elskar. Guð geymi ykkur öll. Sigríður Þorleifsdóttir. Það er alltaf sorglegt þegar ungt fólk fellur frá langt um aldur fram. Þá velta menn gjarnan fyrir sér hver sé tilgangur lífsins. Þegar fjög- ur ungmenni, sem eru, eða hafa ver- ið, nemendur okkar í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, lenda í alvarlegu slysi með þeim afleiðingum að tvær ungar stúlkur látast þá leita slíkar spurningar á hugann. Önnur þessara stúlkna, Unnur Lilja Stefánsdóttir, var nemandi okkar hér við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Hún var ákaflega lífsglöð og kát stúlka og var, eins og títt er um ungmenni á þessum aldri, ekki alveg ráðin í því hvert stefna skyldi. En í einu vetfangi er klippt á þráð- inn, alla drauma, allar væntingar og framtíðaráætlanir. Eftir sitja bekkj- arfélagar, vinir og kennarar og hugsa til liðins tíma með sorg í hjarta. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim er vini syrgir. Í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund sem þú þeim hafðir hjá í hjarta þínu byrjar ljúft að tala. Og tárin sem þá væta vanga þinn er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin ljúfum draumum í svo ljúft að kuldagust þú finnur eigi, og fyrr en veist þá röðull rís á ný og roðinn lýsir fyrir nýjum degi. (Hannes Hafstein.) Við í FS sendum fjölskyldu Unnar Lilju, sem og öðrum ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd starfsfólks Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, Kristján Ásmundsson skóla- meistari. Elsku Unnur Lilja. Það er svo sárt að sakna. Sökn- uðurinn er svo mikill og það er allt í einu svo mikið sem vantar. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farin, að geta aldrei séð þig aftur. Að venjast tilhugsuninni um að hafa kvatt þig í síðasta skipti er svo erfitt og óraunverulegt. Þú fórst of fljótt en þeir fara fyrst sem guðirnir elska mest. Við huggum okkur við það að eiga margar góðar minningar og líð- ur svo vel að hafa hitt þig seinast þegar þú komst norður. Við munum aldrei gleyma tíman- um þegar þú bjóst hjá okkur fyrir norðan og við munum alltaf muna eftir þér brosandi og hlæjandi. Þú varst alltaf svo ánægð með lífið, en lifðir hratt. Við erum heppin að hafa haft þig í okkar lífi og munum aldrei gleyma þér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Við erum svo ánægð að hafa feng- ið að njóta þeirra forréttinda að kynnast þér. Hvíldu í friði, elsku vinkona og frænka, við munum sakna þín. Þín Karen Ósk og Hilmar Þór Poulsen. ✝ Helga SigríðurClaessen fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. maí síð- astliðinn. Foreldrar Helgu voru Jean Emil Claessen, forstjóri í Reykjavík, f. 11. nóv- ember 1911, d. 7. ágúst 1970 og Jó- hanna Júlíanna Guð- bjartsdóttir Claessen húsmóðir, f. 26. sept- ember 1918, d. 11. febrúar 1982. Systkini Helgu eru Ásta, Arent og Eggert. Hinn 6. júlí 1963 giftist Helga Sigríður Páli Hilmari Kolbeins rafvirkjameist- ara, f. 13.maí 1940, d. 31.1. 1997. Foreldrar hans voru Þorvaldur Kolbeins, prentari og ættfræðingur í Reykjavík, f. 24. maí 1906, d. 5. febrúar 1959, og Hildur Þorsteins- dóttir Kolbeins húsmóðir, f. 12. maí 1910, d. 13. ágúst 1982. Börn Helgu og Páls eru: 1) Helga Kristín, f. 8. nóvember 1963, eiginmaður hennar er Arnar Hjaltalín og eiga þau einn son, Ás- geir Helga og er unn- usta hans Birita í Dali. 2) Jóhann Emil, f. 21. maí 1970, eig- inkona hans er Svan- dís Leósdóttir og eiga þau tvö börn, Pál Þór og Guðbjörgu Helgu. 3) Hilmar Örn, f. 18. október 1976. Helga Sigríður útskrifaðist frá Fóstruskóla Sum- argjafar í maí 1960 og starfaði sem barn- fóstra eftir það. Eftir að Hilmar Örn fæddist mikið fatlaður helgaði hún lífið umönnun hans. Eftir að Páll Hilmar veiktist árið 1992 að- stoðaði hún hann líka. Páll féll frá 1997 og eftir það fór Helga aftur út á vinnumarkaðinn og starfaði á leikskólum, skólum og í verslun síð- ustu árin. Útför Helgu Sigríðar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. maí 2010 og hefst athöfnin klukkan 13. Elskuleg mágkona mín Helga Sigríður Claessen er látin. Hún var gift Páli Hilmari tvíburabróður mínum sem lést fyrir 13 árum. Þau eignuðust þrjú börn; Helgu Krist- ínu, Jóhann Emil og Hilmar Örn. Lengst af áttu þau heima í Gljúfra- selinu og bjuggu sér þar fallegt heimili þannig að við vorum svona í návígi hvor við aðra þar sem við Maggi bjuggum nánast í næstu götu. Frá þeim tíma sem ég hitti Helgu fyrst fannst mér hún alltaf hafa tilheyrt fjöskyldunni. Ég man líka hvað mér fannst það sniðugt að makar okkar Palla skyldu eiga sama afmælisdag, ég spurði Palla hvort hann hefði leitað lengi eftir konu sem fædd væri 22. ágúst. Helga var leikskólakennari og sinnti því starfi í mörg ár en eftir að Hilmar Örn fæddist var hún meira heima þar sem hann fæddist fatlaður og þurfti mikla umönnun sem hún sinnti til dauðadags. Hún lét Hilmar aldrei frá sér, hún ann- aðist hann með mikilli væntum- þykju og dugnaði og í raun var Helga mikil hetja sem aldrei kvart- aði eða fannst eitthvað ómögulegt, hún hafði þá eiginleika að sjá eitt- hvað skemmtilegt í öllu, ég held að það hafi verið hennar leið í gegnum erfiðleikana. Ég hugsaði oft til hennar þegar Palli bróðir minn var orðinn veikur og hún hafði þá báða Hilmar og Palla til að hugsa um. Hversu mikið hægt er að leggja á eina fjölskyldu. Ég talaði oft um það við hana, þá spurði hún mig hvort ég hefði ekki lesið Pollýönnubækurnar, það væri svo gott að vera bara í Pollýönnu- leik. Helga var mjög skemmtileg kona og tilsvörin hennar alveg yndisleg eins og þegar ég spurði hana hvernig hún hefði það, þegar hún fann fyrir verk í brjóstinu, þá stóð ekki á svarinu „það slær“. Þessi elska hringdi oft í mig og spurði hvort eitthvað væri að, ég væri svo sterkt í huga hennar og oftar en ekki þá voru einhverjar fréttir sem við þurftum að ræða um. Helga var mjög varkár í tali um fólk, ég heyrði hana aldrei hall- mæla neinum, hún var ákveðin kona með sjálfstæðar meiningar. Hilmar og Helga voru nýbúin að koma sér fyrir í nýju íbúðinni í Reykjanesbæ þegar hún lést. Svo voru það ömmubörnin henn- ar sem áttu hug hennar allan. Ás- geir kom fyrstur, sonur Helgu Kristínar og Arnars. Svo komu Páll Þór og Guðbjörg Helga, þau eru börn Jóhanns og Svandísar. Helga og Palli litli voru miklir vinir og saknar hann ömmu sinnar sárt en litla Guðbjörg Helga áttar sig ekki á hvað hefur gerst, hún er svo ung. Elsku Helga mín, við Maggi þökkum þér samfylgdina í gegnum árin um leið og við vottum Helgu Kristínu, Jóhanni, Hilmari og fjöl- skyldu innilega samúð við fráfall móður þeirra. Guð blessi ykkur. Þóra Katrín Kolbeins (Kata mágkona Helga Sigríður Claessen Hann pabbi var skemmtilegur maður og vissi fátt dásam- legra í lífinu en að fá fólk til að hlæja. Ja, nema kannski að heilla áheyrendur upp úr skón- um þegar hann söng á tónleikum. Hann hafði þessa undurfögru bassarödd sem setti svo mikinn karakter í kórana og sönghópana sem hann söng með um ævina en naut sín ekki síður í einsöng. Mjúk og blíð – eins og hann sjálfur undir niðri. Pabbi var ekki mikið fyrir óþarfa tilfinningasemi, en hann var alltaf Leif Nicolai Steindal ✝ Leif Nicolai Stein-dal fæddist 19. október 1939 í Måløy í Noregi. Hann lést fimmtudaginn 15. apríl á Sjúkrahúsi Akraness. Jarðsungið var frá Akraneskirkju 26. apríl 2010. að sprella í fólki – því meir sem honum þótti vænna um það. Fáum dögum áður en hann dó sagði ég að mér þætti svo vænt um hann. „Æ, vertu ekki með þetta væl,“ sagði hann þá og bandaði mér frá sér með hendinni. Svo bætti hann við: „But I love you, even if you have no money!“ Svona var hans leið til að tjá hug sinn. Og út um allt eru minn- isvarðar um að við vorum honum ævinlega ofarlega í huga. Ég hef verið að hugsa það undanfarna daga að aldrei hef ég lært eins mikilvæga lexíu og þá sem hann pabbi kenndi mér með því að horfast í augu við örlög sín af sátt og æðruleysi. Við ræddum auðvitað ýmislegt á meðan við bið- um þess sem verða vildi. Þegar ég spurði hvort hann væri hræddur hristi hann höfuðið og brosti. Hann sagði að ef maður gæti ekki tekist á við líf og dauða af æðruleysi, þá yrði allt helmingi erfiðara. Svo bætti hann því við að hann fyndi það nú að það eina sem skipti veru- legu máli í lífinu væru samskipti manns við sjálfan sig og annað fólk – ekki hvað maður hefði afrekað eða eignast. Að vera almennileg manneskja kallaði hann það, og brýndi fyrir mér að það haldreipi sem dugar best í lífinu eru vina- og kærleiksböndin sem við hnýtum á lífsleiðinni. Til marks um hversu æðrulaus hann var er gaman að segja frá því að Nikulás Nói, átta ára sonur minn, vildi helst alltaf vera á spít- alanum hjá afa sínum meðan hann var enn sæmilega hress. Nói skrópaði á fótboltaæfingum til þess að eiga næðisstund með afa sínum og lesa upphátt fyrir hann úr Tinnabók. Ég finn það sjálf núna hversu dýrmætar þessar næðisstundir okkar pabba voru síðustu dagana og vikurnar sem hann lifði. Ég veit núna að ef maður vandar sig við að lifa og passar upp á að skemmta sér vel í leiðinni – verður auðveld- ara að deyja. Það kenndi hann pabbi mér. Og þó sorgin sé hyldjúp er hún líka mjúk og hlý. Síðustu daga hef ég hlegið jafn mikið og ég hef grátið. Minningarnar um hann pabba minn streyma fram og hann var bara svo skemmtilegur að mað- ur getur ekki annað en hlegið. Anna Lára Steindal. Elsku afi. Líður þér vel núna? Við söknum þín og okkur finnst svo leiðinlegt að við getum ekki smíðað flekann saman og búið til krabbagildrur til þess að leika með á Krókalóninu eins og við æltuðum að gera í sum- ar. Við biðjum pabba að hjálpa okkur í staðinn og þú verður engill og vakir yfir okkur. Það er skrýtið að núna er enginn afi á Vesturgöt- unni. Við erum sorgmæddir og ringlaðir en við skulum vera dug- legir að heimsækja ömmu og hugga hana núna þegar hún er svo leið yfir því að þú ert dáinn. Þú varst frábær afi og við gleymum þér aldrei. Þínir afastrákar, Nikulás Nói og Kolbeinn Tumi. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.