Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín: Hvenær skyldi hann vitja mín? (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Kær vinur, Óttar Kjartansson, er látinn. Minningar hrannast upp í huga mínum. Innst inni vissi ég hvert stefndi en samt hafði mér fundist það fjarlægt að komið væri að leiðarlokum. Ég kynntist Óttari og Jóhönnu fyrir um 14 árum. Mig vantaði hesthúspláss og var svo heppin að fá þau leigð í Funaholt- inu, húsinu þeirra í Glaðheimum. Þeir urðu ófáir reiðtúrarnir okkar og ég naut þess að fylgja þeim um gamlar og nýjar götur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Óttar þekkti vel til og kunni frá mörgu að segja. Ég gat ekki fengið betri leiðsögn um þetta dýrmæta útivistarsvæði en frá honum. Það var aldrei neinn asi á Óttari, alltaf svo rólegur og yfirvegaður og umfram allt einstaklega blíður mað- ur. Það eru forréttindi að fá að kynnast slíkum manni og þroskandi á allan hátt. Það var því ekki vafi í mínum huga þegar kom að því að flytja úr Glaðheimahverfinu og byggja nýtt hús að gera það í sam- vinnu við Óttar og Jóhönnu. Við gengum til verka fyrir rúmu ári og hófum að byggja nýtt hús yf- ir hestana okkar á Kjóavöllum. Verkaskipting var skýr og það var gott að hafa Óttar með sér, alltaf já- kvæður og einbeittur gagnvart þessu krefjandi verkefni. Hann ákvað strax í byrjun að taka myndir og sagði mér að hann langaði til þess að halda utan um bygging- arsögu nýja hússins á þann hátt. Hann fylgdist náið með fram- kvæmdum og við hringdumst á nán- ast á hverjum degi til að láta vita um gang mála. Húsið reis hratt og Óttar naut þess að sjá það verða til og tók ljósmyndir jafnharðan. Þegar leið á haustið og húsið var orðið fokhelt hófumst við sjálf handa við að pússa, mála, smíða og múra. Óttar var þar enginn eft- irbátur okkar hinna sem að verkinu Óttar Kjartansson ✝ Óttar Kjartanssonfæddist í Reykja- vík 7. ágúst 1930. Hann lést á Líkn- ardeild LSH í Kópa- vogi 17. apríl 2010. Útför Óttars fór fram frá Digra- neskirkju 27. apríl 2010. komu þó svo hann væri nálægt áttræðu og orðinn fárveikur. Vandvirku handtökin hans eru ófá í húsinu okkar við Hlíðarenda. Hvert sem við horfum minnumst við þessara dýrmætu samveru- stunda með Óttari, að slá upp mótum fyrir stéttarnar, steypa niður staurana í gerð- ið, mála, pússa upp kaffistofuborðið, ákveða í sameiningu hvar allt átti að vera, allt gert með bros á vör þrátt fyrir „ónotin“ í skrokknum. Þá minnumst við stundanna þegar hestar voru teknir á hús í fyrsta sinn á nýjum stað. Gleði og eftirvænting í fyrirrúmi og Óttar var ánægður með að sjá hversu vel fór um hestana. Honum leið líka sjálfum vel í nýja húsinu. Hann fór í marga góða reiðtúra með okkur á honum Króki sínum og síðasta reiðtúrinn bara rétt rúmum mánuði áður en yfir lauk. Nú eru „ónotin“ í skrokknum horfin og Óttar hefur fengið hvíld- ina. Ég vel að sjá hann fyrir mér á honum Þokka sínum sem hann þurfti að fella fyrr í vetur. Þar sem þeir hafa sameinast á ný svífur Þokki um á tölti með Óttar á baki sem veifar til okkar hinna glaður í bragði. Elsku Jóhanna, Odda, Kjartan og Karen Birta, missir ykkar er mest- ur og sárastur. Minning um ein- stakan mann lifir í hjörtum okkar allra. Kristín Njálsdóttir. Óttar Kjartansson er dáinn. Ég hitti hann þegar við vorum að láta að taka af okkur blóðprufur og vor- um þá bæði með krabbamein. Góður maður og tryggur er far- inn, svona er nú lífið. Ég á Óttari og líka konu hans Jóhönnu svo mikið að þakka en þau hafa bæði verið mjög dugleg í hestamennskunni. Ég kynntist Jóhönnu Stefáns- dóttur þar sem við vorum að vinna á sama stað. Ég var ekki góð í baki, Jóhanna sýndi mér myndir af hestum sínum, bauð mér í hesthúsið þeirra, og margsinnis í sumarbústaðinn. Mér datt í hug að læra að sitja hest sem ég gerði og keypti mér hest. Eitt sinn fór ég með þeim ríðandi frá Kópavogi og að Varmadal. Þetta voru góðir dagar og kenndi Óttar mér margt. Hestamennskan hefur verið farsæl og bakið gott. Óttar átti góða hesta og hugsaði alltaf vel um þá. Guð blessi hann og ég votta að- standendum djúpa samúð. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir. Kynni okkar Óttars Kjartansson- ar hófust árið 1981.Við fórum þá ásamt öðrum í tíu daga ferð á hest- um um Fjallabak syðra og nyrðra- .Þetta var eftirminnileg ferð, sem við festum á blað og birtum í Hest- inum okkar það sama ár.Við áttum síðar eftir að ríða út saman í ára- raðir og skrifa margar ferða- og reiðleiðalýsingar auk annars. Eru mér nú minnisstæðastar ritgerðirn- ar: Fjórar leiðir í Gjáarrétt, í Hest- inum okkar 1986 og Riðið í Brenni- steinsfjöll og Selvog, í Landnámi Ingólfs 1985. Óttar var mjög drátthagur maður og slíkur afburðaljósmyndari, að hann sat á bekk með bestu atvinnu- ljósmyndurum. Ljósmynd hans Í þoku við Kerlingarpoll, sem prýðir framhlið Landnáms Ingólfs 1985, ber vitni um mikinn skilning á ljós- myndatækni og gildi ljósmynda við ferðaskrif. Ég átti einnig Óttari að þakka frábærar myndir í faglegum greinum, síðast myndir af sinneps- gassprengjum í Læknablaðinu 2009. Óttar starfaði langt líf við þá stofnun,sem upphaflega hét Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar. Hann hafði tekið þátt í þróun skýrslukerfa allt frá einföld- um handvirkum kerfum til flókinna vélrænna kerfa, sem ríkjandi eru í dag. Hann nefndi sig því réttilega kerfisfræðing og hann hafði mikinn og heilbrigðan metnað í starfi. Fáa menn hef ég þekkt ljúfmann- legri og elskulegri í allri viðkynn- ingu og aldrei minnist ég þess, að skugga bæri á vináttu okkar. Óttar bjó í hamingjusömu hjónabandi með Jóhönnu Stefánsdóttur, hjúkr- unarforstjóra. Þau eignuðust tvö börn, Oddnýju og Kjartan. Óttar greindist vorið 2008 með illkynja sjúkdóm, sem nú hefur lagt hann að velli tæplega áttræðan að aldri. Við Ester, kona mín, söknum þess að eiga ekki oftar eftir að sjá hann í morgunkaffi hér á Oddagöt- unni. Við sendum Jóhönnu og börn- um þeirra Óttars innilegar samúð- arkveðjur við andlát ástríks föður og eiginmanns. Þorkell Jóhannesson. Kynni okkar Óttars hófust fyrir hartnær þrjátíu árum í Hesta- mannafélaginu Gusti. Við nýgræð- ingar í hestamennsku, hann marg- reyndur. Saman sátum við síðan í nokkur ár í stjórn Gusts og á þeim tíma var framtíð Glaðheimasvæð- isins tryggð til lengri tíma, þótt mál hafi skipast á annan veg á síðustu árum. Óttar var einn af frumkvöðlum tölvubyltingarinnar á Íslandi, þótt hann hafi reyndar ekki verið neinn byltingarmaður, öllu heldur gætinn og vandvirkur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Óttar var frum- kvöðull að því að gefa út Gusts- fréttir, fréttabréf félagins, í mörg ár fyrir tíma internetsins og ef það vantaði efni þá skaut hann bara sjálfur inn fróðleiksmolum sem vöktu mikla athygli. Árið 2000 varð Gustur 35 ára og af því tilefni var gefin út bók, Gust- ur í Glaðheimum, þar sem stiklað var á helstu atburðum í sögu félags- ins. Að sjá um ritstjórn á því verk- efni kom í hlut okkar Óttars ásamt Birni Sigurðssyni. Ferðalög á hestum voru Óttari afar kær og ekki hægt að hugsa sér betri og traustari ferðafélaga en hann og Jóhönnu. Margar ferðir höfum við farið ásamt góðum fé- lögum um Suður- og Vesturland á hestum. Í slíkar ferðir fór Óttar ekki án þess að vinna heimavinn- una. Hann var ætíð búinn að lesa sér vel til um leiðir og kynna sér ör- nefni og sögur tengdar svæðinu sem um var farið. Þessum fróðleik miðlaði hann til okkar hinna í án- ingu og á kvöldvökum. Síðan feng- um við svo ferðasöguna senda um jólaleytið og gátum við lestur henn- ar rifjað um liðna sumarferð. Fyrir nokkrum árum keyptum við hjónin land austur í Rangár- vallasýslu og byggðum okkur þar sumarhús. Skammt þar frá, á „Brún“ voru þau Óttar og Jóhanna með sumarbústað og sumarbeit fyr- ir hesta sína. Oft var komið við hjá þeim og þegið kaffi og rætt um það sem hæst bar hverju sinni. En skjótt skipast veður í lofti. Í desember s.l. mættum við í vígslu á nýju hesthúsi á Kjóavöllum þar sem Óttar og Jóhanna voru búin að byggja sér nýtt hesthús í stað Funaholts 1 í Glaðheimum. Þetta var ánægjuleg samkoma þar sem við nutum samveru með þeim hjón- um, ásamt mörgum vinum og kunn- ingjum, en því miður sú síðasta. Við hjónin sendum Jóhönnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur og megi minningin um góðan fé- laga lifa. Kristmundur Halldórsson, Gróa Jónatansdóttir. Látinn er í Kópavogi Óttar Kjart- ansson kerfisfræðingur á 80. aldurs- ári. Ég kynntist Óttari er hann var tólf ára að aldri. Vorum við sambýl- ingar í Lækjargötu 12, virðulegu húsi, sem síðar brann, en þar bjó hann með móður sinni. Föður sinn hafði hann misst nokkru áður. Sjálf- ur mun ég hafa verið á fjórða ald- ursári, er okkar fundum bar saman. Í allmörg ár fylgdist ég með tak- markalausri aðdáun með verkum þessa eldri félaga míns er hann smíðaði flugvélamódel úr balsaviði af miklum hagleik og framkallaði myndir á pappír eftir dularfullum leiðum. Afrek hans fundust mér vera göldrum líkust og verða mér jafnan minnisstæð. Allt frá þessum fyrstu kynnum og þar til yfir lauk höfðum við góð tengsl og áttum orðaskipti um menn og málefni. Óttar átti farsæla vegferð. Hann lauk ekki langskólanámi en eðlis- greind hans var slík að hann gat til- einkað sér vandasöm verkefni og leyst þau með prýði á sviði sem ætla mætti að farsælla væri að byggja á langskólanámi. Hann fór snemma að starfa við skýrslugerð- arvélar, varð starfsmaður Raf- magnsveitunnar og síðar Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkurborgar, en hjá arftakanum, Skýrr, starfaði hann þar til hann fór á eftirlaun. Skrifaði hann merka bók um sögu fyrirtækisins, mikilvægt innlegg í sögu hinnar nýju atvinnugreinar á Íslandi, tölvutækninnar. Óttar varð einn af fyrstu sér- menntuðu kerfisfræðingunum á landinu og átti þátt í skipulagningu og forritun fjölda verkefna í áranna rás. Hæfni hans á þessu sviði var óvefengjanleg og störf hans farsæl, sem margir kunna um að vitna. Hann fór sjaldan mikinn og barst ekki á á tímum sviptinga og breyt- inga heldur vann störf sín af alúð og kostgæfni. Hann var enda hvers manns hugljúfi og vinsæll í starfi og einkalífi. Tryggð við sama vinnu- veitanda lýsir mannkostum hans á tímum er margir töldu það sér til gildis að þvælast sem mest á milli starfa. Þetta segir kannski litla sögu um hversu heilsteyptur og trygglyndur persónuleiki Óttar var, enda er hann öllum, sem hann þekktu, mjög harmdauði. Óttar var félagslyndur maður og vinafastur. Til hans var jafnan gott að leita. Hann var hjálpsamur og áhugasamur um annarra hag. Leit- un var að prúðari manni í fram- komu og háttvísi hans var við brugðið. Engu að síður gat hann verið skoðanafastur nokkuð en þó jafnan með hinni mestu hófsemd. Varla er ofsagt, að hann hafi verið manna kurteisastur. Jafnvel tölvu- póstar frá honum báru þess merki og voru ekki síður vandaðir eins og maðurinn sjálfur á alla lund. Óttar var hávaxinn maður eins og ætt- menn hans margir úr Álftaveri, sveitinni sem almættið hefur hlíft við ágangi náttúruaflanna. Megi sami kraftur halda verndarhendi yf- ir eiginkonu og fjölskyldu. Það er mér mikill heiður og mesta auðna að hafa hitt þennan ágætismann svo snemma á lífsleiðinni. Hann var ekki aðeins einlægur náttúru- nnandi, sem veitti mér innsýn í furður og listaverk náttúrunnar, heldur einnig hinn traustasti vinur og félagi. Blessuð sé minning hans. Sverrir Ólafsson. Tengdamóðir mín Kristín Helga Hjálm- arsdóttir, sem við kvöddum 19. apríl sl., skildi eftir sig mikla arfleifð. Hún var einstök kona, falleg með mjög fágaða framkomu og bjó yfir mikilli manngæsku. Góðvildin og hjarta- gæskan lýsti af henni. Hún hafði afar stórt og kærleiksríkt hjarta. Hún hafði ávallt það góða hugfast og vildi hag allra sem bestan. Kristín var lagin í að segja hug sinn á heiðarlegan og góðan máta beint frá hjartanu. Hún var afar sterk en jafnframt mjög viðkvæm, en hún gafst aldrei upp þótt á móti Kristín Helga Hjálmarsdóttir ✝ Kristín HelgaHjálmarsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1934. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 10. apríl 2010. Útför Kristínar Helgu fór fram frá Dómkirkjunni 19. apríl 2010. blési. Þessa arfleifð er hægt að sjá í dætr- um hennar fjórum, Margréti, Sigrúnu Unu, Kristínu Helgu og Hildi Soffíu, og einnig í barnabörnum hennar sem eru sjö talsins, Kristín Helga, Ámundi Ósk- ar, Karl Jónas, Gib- bons, Kristín Helga Kara, Margrét María og Ólafur Örn. Við eigum mjög góðar minningar frá því þegar Kristín Helga eða amma eins og hún var alltaf kölluð hjá okkur fjölskyldunni kom í heim- sókn til okkar til Flórída þar sem við erum búsett. Hún var oft hjá okkur í nokkra mánuði í senn. Hún var frábær tengdamóðir og amma. Hún umvafði okkur og börnin okk- ar með kærleika og ást. Hún bað með þeim bænirnar áður en þau fóru að sofa og kenndi þeim að meta alltaf það góða í öllu. Börnin okkar Sigrúnar, Gibbons og Krist- ín, dýrkuðu ömmu sína og vildu hvergi vera annars staðar en ná- lægt henni þegar hún var hjá okk- ur. Kristín vildi alltaf sofa í sama herbergi og amma og tengdust þær nánum böndum í þessum heim- sóknum og var mikil og sterk teng- ing á milli þeirra alla tíð þrátt fyrir að búa ekki í sama landi. Kristín Helga naut sín vel í sól- inni í Flórída, hún var mikill fag- urkeri og kunni vel að meta fallega muni og tónlist. Það var einstak- lega gaman að fara með henni á tónleika hjá Frank Sinatra þegar hann hélt tónleika í Flórída, en hún var mjög hrifin af tónlist hans. Hjarta okkar fylltist sársauka og tómleika að heyra af láti hennar, en núna er hjarta okkar fullt af góðum og fallegum minningum um allt það góða sem hún sýndi okkur ávallt. Mig langar að kveðja hana með orðum sem eru mér afar kær. Mann nokkurn dreymdi draum. Hann dreymdi að lífi hans væri lokið og hann sá það fyrir sér sem gönguferð með Jesú eftir sendinni strönd. Þegar hann virti líf sitt fyr- ir sér sá hann fótspor tveggja manna – Jesú og sín eigin. Hann tók þó eftir því að á köflum voru aðeins ein spor í sandinum. Þetta voru einmitt þau tímabil í lífi hans þegar hann átti hvað erfiðast. Þetta olli manninum nokkru hug- arangri og hann sagði við Drottin: „Drottinn, þú sagðir að þú myndir aldrei yfirgefa mig. Þú sagðir þeg- ar ég ákvað að fylgja þér að þú myndir ganga með mér alla leið. En nú hef ég séð að þar sem ég átti hvað erfiðast í lífi mínu voru aðeins ein spor í sandinum. Hvernig gastu skilið mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest?“ Jesús svaraði: „Kæri sonur, þú mátt vita að ég elska þig og ég myndi aldrei yfirgefa þig. Skoðaðu þessi fótspor aðeins betur. Á með- an þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar sem þú sérð aðeins ein spor – var það ég sem bar þig.“ Gib Dee Cline. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Mig langar að tileinka henni ömmu minni þetta ljóð, mér finnst það lýsa henni svo vel. Hún var svo frábær kona hún amma mín. Ég var mjög líflegur og fjörugur þegar ég var yngri en amma sýndi mér alltaf skilning og þolinmæði. Við gerðum margt skemmtilegt þegar hún kom í heimsókn til Flórída þar sem við fjölskyldan búum. Við fór- um í gönguferðir og lékum okkur saman í sundlauginni. Amma fór alltaf með bænirnar með mér og systur minni áður en við fórum að sofa og sagði okkur stundum sögur fyrir svefninn. Öllum líkaði vel við hana ömmu og skarð hennar verð- ur aldrei fyllt. Það var líka alltaf svo gaman þegar ég kom til Íslands og bjó hjá ömmu, hún eldaði góðan mat og hugsaði svo vel um okkur. Hún vildi að við kynntumst Íslandi vel og lagði mikla áherslu á að við töluðum góða íslensku. En allt það góða sem hún kenndi okkur og kærleikur hennar og góðsemd mun fylgja okkur alla tíð hvar sem við erum. Mig langar að þakka ömmu fyrir þann tíma sem við áttum sam- an og allt það sem hún kenndi mér. Gibbons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.