Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.05.2010, Qupperneq 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Íslandsmeistarar FH í fótboltahófu titilvörnina með því að gera jafntefli við Valsmenn á Hlíðarenda í fyrsta leik mótsins á þessu ári. KR- ingum er reyndar spáð titlinum, en nýliðar Hauka gerðu sitt til þess að koma í veg fyrir að sú spá rætist með því að ná jafntefli á KR- vellinum. Bikarmeistarar Breiða- bliks máttu sætta sig við tap á heimavelli, þegar þeir fengu Kefla- vík í heimsókn, en Blikum hefur ver- ið spáð góðu gengi. x x x Kópavogsbúinn og Blikinn EinirSturla, sem er fimm ára, hefur reynst nokkuð sannspár og hann spáir KR Íslandsmeistaratitlinum í ár. Hann telur að Breiðablik verði í öðru sæti, en áréttar að skori Blikar fleiri mörk en KR-ingar geti þeir orðið meistarar. x x x Þegar Einir Sturla byrjaði aðfylgjast með fótbolta var Liver- pool hans lið. „En svo fór ég að halda með Chelsea af því að vinir mínir halda með Chelsea,“ segir hann. Hvað annað. Þessu til staðfestingar fékk hann nýjan Chelsea-galla fyrir lokaumferðina um nýliðna helgi og var viss um að Chelsea myndi bursta Wigan. Hann var líka sannfærður um að Didier Drogba myndi gera nokkur mörk og sýndi Víkverja í upphitun fyrir sunnudagsleikinn hvernig hann færi að því. Hann vildi líka að Drogba fagnaði eins og spænski landsliðsmaðurinn Fern- ando Torres, miðherji Liverpool, og tók nokkur rennsli því til áréttingar. x x x Úrslit í ensku knattspyrnunniréðust ekki fyrr en í síðustu umferð og hugsanlega verða áhuga- menn um íslenska fótboltann að bíða til 25. september til að fá botn í mál- ið. Fram að þeim tíma eiga eflaust eftir að sjást skemmtileg tilþrif, óvænt úrslit og fögn að hætti Torres. Úrslitin eru hvergi nærri ráðin, eins og Bjarni Fel. segir, og það er næsta víst að það verður nóg að gera í bolt- anum í sumar, jafnt innan sem utan vallar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hel, 4 taka fang saman, 7 hljóð- færið, 8 siða, 9 fæði, 11 kropp, 13 lof, 14 hagn- aður, 15 lauf, 17 ókyrrð- ar, 20 lítill stallur, 22 slitna, 23 bjargbúar, 24 sortna, 25 les. Lóðrétt | 1 hrímið, 2 stafategund, 3 hafa tíma til, 4 opi, 5 skerandi hljóð, 6 stéttar, 10 gera liðugt, 12 skán, 13 skar, 15 kletts, 16 erfð, 18 hal- inn, 19 peningar, 20 karlfugls, 21 glatt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kyrrlátur, 8 eldum, 9 tuddi, 10 aki, 11 dæsir, 13 nærri, 15 kefli, 18 hatts, 21 ger, 22 lítil, 23 áttan, 24 sanntrúað. Lóðrétt: 2 yndis, 3 rómar, 4 ástin, 5 undar, 6 feld, 7 biti, 12 ill, 14 æra, 15 kola, 16 fitla, 17 iglan, 18 hráar, 19 titta, 20 senn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu það ekki buga þig þótt verk- efni þitt sé erfiðara en þú bjóst við. Góðir vinir hjálpa í neyð. Ferðalag liggur í loft- inu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú gerir þér grein fyrir því að sam- band þitt við einhvern þarf að breytast. Láttu það hafa forgang að kippa því í lið- inn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert komin/n út á ystu nöf vegna útgjalda í félagslífinu eða vegna óskalista smáfólksins. Allir í kringum þig sjá kosti þína. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur gert miklar áætlanir tengdar ferðalögum, útgáfu eða menntun. Reyndu að sjá hvað þú átt sameiginlegt með öðrum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Vertu óhrædd/ur við breytingar því þær eru nauðsynlegur þáttur af tilverunni. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Tilfinningar skipta máli. Farðu á rólegan stað og skipuleggðu fallega helgi. Viðurkenndu mistök þín og reyndu að gangast við misfellunum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Notaðu sköpunarhæfileika þína og listræna hæfileika til þess að koma ein- hverju hagnýtu í verk. Gefðu nýjum æv- intýrum tækifæri því þú hefur gott af því að fá smátilbreytingu í líf þitt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gefðu þig að þeim sem eru sterkir á sviði sem þú ert veik/ur á og deildu niður verkefnum. Enginn er með stjörnustæla og allir sammála um að klára það sem fyrir liggur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert búin/n undir stórræði andlega, en líkaminn lætur á sér standa. Egóið ræður ferðinni, en þú ert að reyna að tapa ekki áttum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vertu meira úti við. Brettu bara upp ermarnar og gakktu í málin því hálfn- að er verk þá hafið er. Vertu þakklá/tur fyrir hæfileika þína. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Samtal við ættingja, nágranna eða fjölskyldu hefur jákvæð áhrif á þig. Kannski tekst áætlun þín, kannski ekki. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Síðastliðið ár var þér gott. Hvernig væri að setja félagslífið í forgang? Segðu öllum frá plönunum þínum og þú neyðist til að standa við þau. Stjörnuspá 14. maí 1922 Aftaka norðanveður gekk um Vesturland og Norðurland (nefnt Krossmessugarðurinn). Þá fórust fimm skip og með þeim 44 sjómenn. 14. maí 1965 Fyrsta Fokker Friendship- flugvél Flugfélags Íslands kom til landsins. Vélar af þess- ari tegund voru notaðar í inn- anlandsflugi í áratugi. 14. maí 1998 Jóhanna Sigurðardóttir talaði samfellt í fimm og hálfa klukkustund í umræðum á Al- þingi um húsnæðisfrumvarp og sló þar með eldra met sem var fimm klukkustundir. 14. maí 2002 Utanríkisráðherrafundur Atl- antshafsbandalagsins hófst í Reykjavík. Meðal þátttakenda voru Colin Powell frá Banda- ríkjunum, Silvio Berlusconi frá Ítalíu og Jack Straw frá Bretlandi. Einn af gestum fundarins var Igor Ivanov frá Rússlandi. Fundinum var lýst sem „útför“ kalda stríðsins. 14. maí 2003 Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, og Dorrit Moussa- ieff voru gefin saman á Bessa- stöðum en hann varð 60 ára þennan dag. 14. maí 2005 Um tvö hundruð manns gengu á Hvannadalshnjúk í Öræfa- jökli og höfðu þeir aldrei verið fleiri. Morgunblaðið hafði eft- ir einum þátttakenda að hóp- urinn hefði liðast upp á tind- inn líkt og ormur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Sig- urjón Garðar Óskarsson sem í dag fagnar 60 ára afmæli í Þýskalandi. Hann er þar á ferð með konu sinni, Önnu Ólöfu Ólafsdóttur, verslunarstjóra í vínbúð ÁTVR á Höfn í Hornafirði. Sigurjón flutti til Hafnar í Hornafirði árið 1974 og rak þar rútufyrirtæki í 37 ár og sá m.a. um ferðir á milli Hafnar og Egilsstaða. Hann seldi reksturinn fyrir nokkrum árum og hefur síðustu þrjú árin unnið við rafvirkjun. „Það er nóg að gera,“ sagði Sigurjón. „Það var aldrei neitt 2007 í gangi hjá okkur. Það gengur allt sinn vanagang hjá okkur á Höfn.“ Meðan Sigurjón ók rútum tók hann þátt í því að byggja upp þjón- ustu við ferðamenn sem sóttust eftir að komast upp á Vatnajökul. Hann sagði að það hefði verið skemmtilegt að taka þátt í því. Á síð- ustu árum hafi tekist að byggja upp mikinn áhuga á jöklaferðum. Vegurinn upp á Vatnajökul er vondur, en Sigurjón sagði að hann hefði verið enn verri á þessum upphafsárum. Sigurjón hefur núna breytt um hlutverk og nýtur þess að aka um í rútu um Austurríki og Þýskaland undir leiðsögn. egol@mbl.is Sigurjón Garðar Óskarsson sextugur Fagnar afmæli í Þýskalandi Sudoku Frumstig 1 2 5 3 8 7 6 1 9 1 6 2 8 9 7 8 1 9 6 5 2 1 2 7 3 5 1 5 2 7 8 5 6 9 2 5 6 3 9 8 2 7 3 9 8 1 2 5 6 3 1 2 8 2 4 5 7 6 6 3 5 4 5 3 7 9 1 3 8 1 5 2 4 7 7 5 2 8 1 7 6 3 5 4 9 4 6 5 8 2 9 3 7 1 3 7 9 1 5 4 8 6 2 8 3 2 5 7 1 6 9 4 9 1 6 3 4 2 7 5 8 7 5 4 6 9 8 1 2 3 6 2 3 9 1 7 4 8 5 5 4 8 2 3 6 9 1 7 1 9 7 4 8 5 2 3 6 3 6 4 5 7 8 1 2 9 8 5 9 4 2 1 6 3 7 7 2 1 6 3 9 5 4 8 1 4 7 8 6 2 9 5 3 2 8 6 9 5 3 4 7 1 5 9 3 1 4 7 2 8 6 6 7 8 2 9 5 3 1 4 4 1 5 3 8 6 7 9 2 9 3 2 7 1 4 8 6 5 8 2 5 4 6 9 3 7 1 3 7 6 1 5 2 9 8 4 4 9 1 8 7 3 6 5 2 7 8 9 2 4 5 1 3 6 6 1 4 9 3 8 7 2 5 2 5 3 6 1 7 8 4 9 5 6 2 3 8 1 4 9 7 1 3 7 5 9 4 2 6 8 9 4 8 7 2 6 5 1 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 14. maí, 134. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. Bf4 Bb4 6. Db3 a5 7. a3 Bxc3+ 8. Dxc3 d6 9. e3 Rbd7 10. Bd3 O-O 11. O-O-O De7 12. h4 d5 13. Kb1 c5 14. Re5 dxc4 15. Rxc4 Rd5 16. Dc2 Rxf4 17. Bxh7+ Kh8 18. exf4 f5 19. Hhe1 Kxh7 20. d5 Rf6 21. Hxe6 Staðan kom upp í atskákeinvígi Davids Navarra (2708) og Juditar Polgar (2682). Judit hafði svart og sneri nú á andstæðinginn: 21… Dxe6! 22. dxe6 Be4 23. Hd3 Hfd8 24. Re5 Hxd3 25. Rxd3 Hd8 26. Kc1 Bxd3 svartur stendur nú til vinnings. 27. Db3 Hd6 28. Dd1 c4 29. De1 Be4 30. f3 Bc6 31. e7 Ba4 32. b3 cxb3 33. g4 Be8 34. g5 Rh5 35. De5 Hc6+ 36. Kb2 g6 37. Kxb3 Rg7 38. Dd5 He6 39. Dd8 Kg8 40. Kc4 Kf7 41. Kd5 a4 42. Dc7 Rh5 43. Kd4 b5 44. Kc5 Hc6+ 45. Dxc6 Bxc6 46. Kxc6 b4 47. Kd7 Rg7 48. h5 gxh5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ég átti tíu Norður ♠86543 ♥43 ♦Á62 ♣Á97 Vestur Austur ♠KG107 ♠ÁD92 ♥-- ♥K ♦D974 ♦10853 ♣KG543 ♣D1062 Suður ♠-- ♥ÁDG10987652 ♦KG ♣8 Spil, sem pössuð eru út eru sjaldnast fréttaefni en í bridsmetabók Davids Birds og Nikos Sarantakos eru skráðar mögulegar slemmur sem voru passaðar út. Þetta spil er sagt hafa komið fyrir í bandarísku móti. Í norður var David Berkowitz og í suður Ron heitinn Andersen sem átti að hefja sagnir. Hann ákvað að leggja gildru fyrir andstæðingana og passaði. Í kjölfarið fylgdu þrjú nokkuð hröð pöss. Ég átti 11 punkta, sagði austur. Ég átti 10, sagði vestur. Ég átti bara 8 sagði Berkowitz. Þú hlýtur þá að hafa átt 11, sagði austur við Andersen. Nei, ég átti 10, svaraði hann og tíndi hjörtun sín tíu á borðið. Bird segist ekki geta svarið fyrir að þessi saga sé sönn enda minni hún á ýmsar kunnar bridsþjóðsögur. Berkowitz hefur hvorki viljað neita henni né játa. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.