Morgunblaðið - 14.05.2010, Page 31
Menning 31FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010
Á laugardag kl. 17 verður frum-
fluttur dansgjörningurinn Slát-
urhús hjartans í listrými Verk-
smiðjunnar á Hjalteyri við
Eyjafjörð. Höfundar verksins
eru Anna Richards dansgjörn-
ingalistakona og Sigurbjörg
Eiðsdóttir myndlistarkona.
Anna Richards flytur verkið.
Einnig koma fram Hallgrímur
J. Ingvason tónlistarmaður,
Helga Rós Indriðadóttir sópr-
ansöngkona, Sigurður Hólm Sæmundsson björg-
unarsveitamaður og Karlakór Dalvíkur undir
stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Sviðsstýra
verksins er Lene Zachariassen.
Rúta fer frá Listasafninu á Akureyri kl. 16.30.
Listdans
Sláturhús hjartans
á Hjalteyri
Anna
Richards
Leikfélagið Munaðarleysingjar
sýndi leikritið Munaðarlaus
eftir Dennis Kelly í leikstjórn
Vignis Rafns Valþórssonar fyr-
ir fullum sal í Norræna húsinu
og víða um land en varð síðan
að hætta sýningum vegna ann-
arra verkefna. Nú verður efnt
til tveggja aukasýninga á verk-
inu í Norðurpólnum úti í
Gróttu á föstudag og verkið
sýnt tvívegis, kl. 19 og kl. 22.
Þetta er fyrsta verk Dennis Kellys sem sýnt er á
Íslandi. Munaðarlaus, eða Orphans, var frumsýnt
á Edinborgarhátíðinni sl. sumar og hlaut Fringe
First-verðlaunin og Herald Angel-verðlaun hátíð-
arinnar.
Leiklist
Munaðarlaus í
Norðurpólnum
Vignir Rafn
Valþórsson
Á morgun verður opnuð sýning
í Galleríi Havaríi á verkum eft-
ir Gjörningaklúbbinn, Siggu
Björgu, Hugleik Dagsson,
Lindu Loeskow og Söru Riel.
Bæði verða þar sýnd áður
ósýnd verk og eldri verk áður
sýnd og mun sýningin standa
fram á haust en þó taka ein-
hverjum breytingum þar sem
flest verkanna eru til sölu og
kaupendur verka geta tekið
þau með sér. Höfundar seldra verka munu þá
stinga upp á öðrum listamönnum til að fylla í
skörðin. Gallerí Havarí er í versluninni Havarí í
Austurstræti 6. Opið er frá kl. 12-18 á virkum dög-
um en 12-16 á laugardögum.
Myndlist
Myndlistarsýning í
Galleríi Havarí
Hugleikur
Dagsson
Sá óþægilegi grunur
læðist að manni að
meira efni sé stolið …33
»
Ágerður Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
Listamaðurinn Magnús Árnason er
vel kunnur listunnendum fyrir org-
anískar innsetningar sínar sem
vekja oft spurningar um samband
lista og vísinda. Undanfarið hefur
Magnús verið að vinna að nokkuð
óhefðbundu verkefni í samstarfi
við Náttúrufræðistofu Kópavogs
sem sérhæfir sig í vatnavistfræði
og á morgun opnar hann sýn-
inguna Af lifun í Náttúru-
fræðistofunni.
Í samtali við Morgunblaðið
segist Magnús líta á sig sem eins-
konar vísindamann en hann hefur
lengi vel verið að vinna með nátt-
úrutengsl. „Ég er mikill áhuga-
maður um líffræði og nota hana
mikið í minni listsköpun og þaðan
kom þessi hugmynd. Ég talaði því
bara við safnið sem oft hefur verið
með myndlistarsýningar og svo
fórum við af stað með það að ég
myndi sýna hérna í Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs.“
Aðspurður hvernig hann vinn-
ur innsetninguna segir Magnús að
hugmyndin sé að fara inn í safnið.
„Ég vildi ekki að við stæðum fyrir
utan safnið og því á sýningin að
verða partur af safninu þannig að
fólk sé jafnvel ekki visst hvort það
sé að horfa á listaverk eða safn-
grip.“
Magnús segir ennfremur að
hann sé að vinna á gráu svæði milli
listarinnar og vísindanna. „Sem
myndlistarmaður er maður alltaf
að gera tilraunir líkt og vísinda-
menn, því eru listamenn ekki svo
ólíkir vísindamönnum, eini munur-
inn felst í niðurstöðunni. Mín nið-
urstaða er ekki endilega rökrétt,
ólíkt niðurstöðu vísindamannanna.“
Innsetningar Magnúsar hafa lengi
vakið spurningar um fagurfræði
ljótleikans og sjálfur segist hann
leika sér að fegurðinni í hinu ógeð-
fellda. „Markmið mitt er alls ekki
að ganga fram af fólki heldur fá
það til þess að hugsa um að ekki
er allt sem sýnist og það sem virð-
ist ljótt getur líka verið fallegt.“
Magnús Árnason opnar sýninguna Af lifun í Náttúrufræðistofu Kópavogs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Hefur lengi unnið með náttúrutengsl í verkum sínum.
Á gráu svæði
lista og vísinda
Ljósmyndarinn Bára Kristinsdóttir
er meðal þeirra listamanna sem taka
þátt í sýningunni Núna sem opnuð
verður í Norræna húsinu á laugardag
í tengslum við Listahátíð 2010. Hún
lætur þó ekki þar við sitja því daginn
eftir opnar hún sýningu sem hún kall-
ar Stillu í sal Íslenskrar grafíkur í
Tryggvagötu 17.
Bára Kristinsdóttir hefur haldið
fjölda sýninga á verkum sínum og
tekið þátt í fjölda samsýninga. Í Stillu
eru myndir sem Bára tók í Reykjavík
í janúar á þessu ári og lýsa stemning-
unni sem var í borginni þessa fyrstu
daga ársins 2010. „Þetta er mín upp-
lifun af því hvernig okkur leið á þess-
um tíma; það var dumbungur yfir og
dauft yfir fólki eins og enginn vissi
hvað var að gerast. Við vorum öll í
lausu lofti.“
Myndirnar á sýningunni er fjórtán
og allar teknar í birtunni í janúar sem
var af skornum skammti. „Ég ákvað
að binda mig við þennan tíma og þá
að taka myndir af hugarástandi en
ekki af tómum byggingum og öðru
augljósu. Turninn í Borgartúninu er
þó á nokkrum myndanna, enda sést
hann svo víða að og er svo áberandi.
Hann var alveg galtómur í janúar
þegar ég var að taka myndirnar og
gaman að sjá sólina skína í gegnum
tómar skrifstofurnar; minnisvarði um
þetta tímabil og mistök okkar.“
Bára segir að hún muni ekki vinna
frekar úr þessu tiltekna verkefni, en
við vinnsluna á myndunum hafi hún
fundið fyrir því að hún var rétt að
byrja að mynda Reykjavík eins og
hún orðar það.
„Þegar maður fer út með það í
huga að taka myndir blasa við manni
alls staðar skemmtileg mótíf og ég á
eftir að vinna miklu meira með borg-
ina og mannlíf í henni.“
Bára Kristinsdóttir tók myndir af hugarástandi Íslendinga
Dumbungur yfir
og dauft yfir fólki
Ljósmynd/Bára Kristinsdóttir
Óvissa Ein af myndum Báru á sýningunni: fólk stendur ráðvillt og horfir í
margar áttir, veit ekki hvert það er að fara og hvaðan það kemur.
Framlag Listasafns Reykjanes-
bæjar til Listahátíðar 2010 er sýn-
ingin Efnaskipti eða Metabolism,
sem er samvinnuverkefni safnsins
og fimm myndlistarkvenna: Önnu
Líndal, Guðrúnar Gunnarsdóttur,
Hildar Bjarnadóttur, Hrafnhildar
Arnardóttur og Rósu Sigrúnar Jóns-
dóttur.
Sýningin er sjálfstætt áframhald
verkefnis sem hófst í safninu árið
2008, en þá voru þrír listamenn
fengnir til að kanna hvort lífsmark
væri með einni elstu listgrein Ís-
lendinga, tréskurði. Í framhaldi af
því var ákveðið að láta reyna á þan-
þol annarrar fornrar listgreinar,
textílsins. Sýningarstjóri er Aðal-
steinn Ingólfsson.
Á sýningunni er að finna fimm
innsetningar úr blönduðum efnum,
mjúkum efnum, aðskotahlutum, ljós-
myndum, plastefnum, myndböndum
o.fl. Í verki Önnu Líndal er „við-
gerðin“ og hugmyndir henni tengd-
ar í aðalhlutverki, Guðrún Gunnars-
dóttir sýnir veggmynd sem snýst um
þær fiskitegundir sem veiðast úti
fyrir Reykjanesi, Hildur Bjarna-
dóttir gerir tvíþætt verk, annars
vegar innsetningu sem hverfist um
spunavél frá gamla Bændaskólanum
í Ólafsdal, hins vegar smærri inn-
setningu um íslenskan rokk frá
Brennistöðum og köttinn Dúsu,
framlag Hrafnhildar Arnardóttur er
innsetning úr plasti og mjúkum
gerviefnum og innsetning Rósu Sig-
rúnar Jónsdóttur heitir „Lífgrös“ og
er margbrotin hugleiðing um ham-
ingjuna og íslensk grös.
Sýningin verður opnuð í Lista-
safni Reykjanesbæjar á sunnudag
kl. 16 og stendur til 15. ágúst.
Efnaskipti í
Reykjanesbæ
Samvinnuverkefni Listasafns Reykja-
nesbæjar og fimm myndlistarkvenna
Samvinna Sviðsmynd frá sýningar-
sal Listasafns Reykjanesbæjar.
Víkingaskipið Íslendingur verður
leiksvið í nýju leikhúsi sem hefur
starfsemi í Reykjanesbæ í vor í sam-
starfi við Víkingaheima. Fyrsta sýn-
ingin verður einleikurinn Ferðir
Guðríðar eftir Brynju Benedikts-
dóttur í nýrri uppfærslu Maríu Ell-
ingsen.
Víkingaheimar voru opnaðir fyrir
tæpu ári í nýju húsnæði á Víkinga-
braut 1 í Reykjanesbæ þar sem skip-
ið Íslendingur, eftir skipasmiðinn
Gunnar Marel Eggertsson, er mið-
punkturinn en auk þess er þar sýn-
ing um landafundi Íslendinga og
rekið veitingahús.
Þórunn Clausen leikur Guðríði
Þorbjarnardóttur, Snorri Freyr
Hilmarsson hannar leikmynd, Björn
Bergsteinn Guðmundsson lýsir og
Filippía Elíasdóttir hannar búninga.
Þórunn býður í gervi Guðríðar gest-
um um borð í skipið þar sem leiksýn-
ingin fer fram.
Að leikhúsinu standa feðgarnir
Einar Benediktsson og Pétur Ein-
arsson og fleiri, en þeim þótti upp-
lagt að segja sögur víkinganna í
skipinu og efla þannig menninga-
tengda ferðamennsku á staðnum.
Verkið verður sýnt út sumarið og
flutt á íslensku og ensku.
Víkingasaga Þórunn Clausen sem
Guðríður Þorbjarnardóttir.
Leikið í
Íslendingi
Stiklað á stóru
» Magnús stundaði nám
við Myndlistarakademíuna í
Vín og útskrifaðist þaðan
2003.
» Hann hefur haldið fjölda
sýninga bæði heima fyrir og
erlendis og tekið þátt í fjölda
samsýninga og myndlistar-
viðburða.
» Af lifun verður opnuð kl.
15. Sýningin er hluti af dag-
skrá Kópavogsdaga 2010.