Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 32

Morgunblaðið - 14.05.2010, Side 32
Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is H ljómsveitin Dikta hefur svo sannarlega náð að skapa sér nafn sem ein fremsta rokkhljómsveit landsins undanfarin ár. Á síðasta ári kom út þriðja hljómplata hennar Get It Together en fjögur ár voru þá liðin frá því að síðasta plata sveitarinnar Hunting for Happiness kom út. Get It Together hefur vikum saman trónað á toppi lista yfir vinsælustu plötur landsins og eitt laganna af henni, „Thank You“ er vinsælasta lag landsins og hefur verið stóran hluta árs, eða allt frá því platan kom út. Í vikunni spilaði hljómsveitin á próflokaballi Háskóla Ís- lands ásamt Bloodgroup. Blaðamaður náði í Jón Þór Sigurðsson, trommara Diktu, fyrir tónleikana og grennslaðist fyrir um hvað væri framundan hjá Diktu á næstu mánuðum og hvort gífur- legar vinsældir Get It Together hefðu komið meðlimum sveitar- innar á óvart. Fara utan að spila – Hvernig líta næstu mánuðir út hjá vinsælustu hljómsveit landsins? „Við erum að fara í smáhopp núna í næstu viku, rúmlega viku ferðalag til Þýskalands, og verðum að spila bæði þar og í Lúxemborg. Ætlum að hitta fólk sem við höfum verið í samstarfi við þar og aðra sem vinna í þessum bransa, sjá svona hvernig landið liggur þar og fá smáblóð á tennurnar fyrir komandi ferða- lög. Það er liðinn smátími frá því að við spiluðum erlendis síðast og við erum orðnir spenntir að fara aftur utan að spila.“ – Er þetta þá í fyrsta skipti sem þið farið út með Get It To- gether? „Við erum búnir að fara nokkrar ferðir bæði um Evrópu og Bandaríkin, en ferðin í næstu viku verður sú fyrsta með hana í farteskinu.“ – Stefnið þið á fleiri tónleikaferðalög erlendis á árinu? „Það er ekkert staðfest með það. En stefnan er tekin á tón- leikaferðalag út á haustmánuðum. Fara aðeins út og þreifa fyrir okkur. Það liggur nú samt ekkert á. Við erum ennþá að fylgja eftir nýju plötunni hérna heima og ætlum að klára það.“ Sumarið þéttbókað – Hvernig lítur svo sumarið hér heima út hjá ykkur? „Það er meira og minna allt sumarið undirlagt í tónleika- hald úti um allt land og það verður alveg brjálað að gera. Við verðum á nokkrum stöðum 17. júní og svo verðum við að sjálf- sögðu að spila um verslunarmannahelgina, reyndar er ekki búið að negla það alveg niður en það skýrist fljótlega.“ – Áttuð þið von á að platan yrði svona vinsæl? „Nei, við áttum sko ekki von á því. Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu og gerir það hreinlega ennþá. Þetta er búið að vera alveg hreint frábært og við erum mjög ánægðir með viðtök- urnar. Sérstaklega þar sem við gerðum allt sjálfir. Allar upptök- urnar voru í okkar höndum og við sendum plötuna bara út til Svíþjóðar í hljóðblöndun. Annars gerðum við hana alla sjálfir. Það gerir þessar frábæru viðtökur ennþá ljúfari fyrir okkur. – Kanntu einhverja skýringu á þessum vinsældum? „Nei, eiginlega ekki. Veit ekki hvort platan er aðgengilegri en þær fyrri, kannski er hún það. Svo held ég að þetta sé líka oft bara spurning um að vera á réttum tíma á réttum stað og kannski spilar smáheppni þar inn í.“ Eitt stórt púsluspil – Nú eruð þið allir í vinnu eða í skóla. Er ekkert erfitt að samræma þetta allt saman? „Jú, það er það. Þetta er bara eitt stórt púsluspil, en við er- um allir mjög góðir að púsla. Önnur áhugamál fá aðeins að sitja á hakanum sem er líka bara í lagi því við höfum svo gaman af þessu ennþá, þannig að þetta er hvorki kvöl né pína. Á meðan við höfum gaman af þessu er ekki erfið vinna að koma öllu heim og saman.“ – Er það kannski lykillinn að velgengninni? „Það er stór hluti af þessu. Við erum búnir að spila saman í næstum ellefu ár og þetta er svo mikil samvera hjá okkur að ef við værum ekki sáttir hver við annan gengi hljómsveitin aldrei upp.“ – Stefnið þið á að fylgja Get It Together eftir með nýrri plötu fljótlega? „Við erum byrjaðir að semja smávegis en ekkert farnir að taka upp. Planið er að fylgja nýju plötunni alveg eftir áður en við förum að einbeita okkur að þeirri næstu. En við eigum til nóg af efni á nýja plötu.“ Vinsældirnar koma á óvart  Hljómsveitin Dikta hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna á árinu  Dikta heldur brátt utan í tón- leikaferð og ætlar að „þreifa fyrir sér“  Miklar annir framundan enda vinsælasta hljómsveit landsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Haukur söngvari Diktu-menn eru allir í dagvinnu eða í skóla og það er því nóg að gera. Þá kemur sér vel að vera góður að púsla. Morgunblaðið/Kristinn Dikta Hljómsveitin sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Sveitina skipa Skúli Z. Gestsson, Haukur Heiðar Hauksson, Jón Bjarni Pétursson og Jón Þór Sigurðsson. 32 Menning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2010 Nýjasta plata Diktu, Get It Together, hefur verið í efstu sætum listans yfir mest seldu plötur landsins svo vikum skiptir og lög af henni verið afar vin- sæl, einkum þó lagið „Thank You“. Í gagnrýni Arnljóts Sigurðssonar um plötuna sem birt var í Morgunblaðinu 26. nóvember í fyrra segir m.a: „Einn helsti styrkur sveit- arinnar er metnaðarfullar útsetningar auk þéttleika bandsins og samspils. Greinilegt er að menn hafa legið yfir hlutunum og pælt.“ Niðurlag gagnrýninnar var svona: „Með meiri áhættu í tilurðinni hefði þessi plata skarað fram úr, en henni tekst ekki að virka á nógu mörgum svið- um til að gera hana einstaka. Heildarsvipur er fínn og vel mótaður og út kemur fín poppplata og frjó.“ Gagnrýnandi gaf plötunni þrjár stjörnur. „Fín poppplata og frjó“ GET IT TOGETHER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.