Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Page 12

Nýr Stormur - 23.09.1966, Page 12
12 %s»nm Fyrir nokrum árum tök^ung ur maður sér fyrir hendur a'ð annast fasteignasölu. Hann hafði góða framkomu og gat komið vel fyrir sig orði. Eins og mönnum er kunnugt þurfa fasteignasalar sérstök réttindi og þurfa að ljúka allströngum prófum áður en þeir öðlast þessi réttindi. Ungi maðurinn hafði. litla skólamenntun og gat því ekki sinnt þessu áhuga máli sínu án þess að fá mann i félag við sig og leitaði hann því til lögfræðings nokkurs hér í bæ. Fór svo að þeir gerðu félag með sér. Skyldi ungi maðurinn selja, en lögfræð- ingurinn gera sajnningana. Gekk svo um hríð. Lögfræð- ingurinn skipti sér ekki af starfi unga mannsins, en ann- aðist lögfræðilegu hlið máls- ins af kostgæfni og er blað- inu ekki kunnugt um hversu háttað var skiptum lögfræð- ingsins og fasteignasalans unga. Dag nokkurn komu tveir menn til fasteignasalans og báðu hann um að selja fyrir sig allstóran og nýlegan bát. Hafði útgerð bátsins gengið illa og þeir komnir í miklar skuldir. Vildu þeir freysta þess að selja bátinn á frjálsum markaði og tók fasteignasal- inn verkið að sér. Hafði hon- um gengið allvel í starfi sínu og hagnast nokkuð, en allt var það þó í hófi. Hinsvegar hafði hann komist í snertingu við mikið fé, því að stórar upp- hæðir fóru í gegnum hendur hans. Nú fékk hann stærstu sölu sem hann hafði fengið síðan hann byrjaöi á starfi sínu og lagði hann sig nú allan fram. Auglýsti hann bátinn og fékk brátt kaupendur; voru það tveir menn utan af landi og höfðu þeir allmikið fé yfir að ráða. Vildu þeir fá bátinn, en ekki greiða uppsett verð. Varð það nú hlutskipti fasteigna- salans að koma kaupunum saman og gekk það í þófi lengi vel. Mennirnir tveir af- hentu fasteignasalanum all- mikla fjárhæð, gegn kvittun, sem þeir vildu hafa handbæra til aö greiða í kaupfesti, ef hægt yrði að gera kaupin, því að þeir þurftu að fara heim til sín en höfðu áður gert bind andi kauptilboð. Dróst nú allmikiö að samn- ingarnir héldu áfram, því sá er selja vildi var kominn á veiðar. Fasteignasalinn geymdi hinsvegar féð og leið svo alllangur tími að menn- irnir fjórir, þeir tveir er selja vildu og hinir er kaupa vildu sýndu lítinn áhuga enda ver- tíð yfirstandandi og góð afla- brögð og allir viðkomandi á sjó. Fasteignaviðskiptin héldu áfram hjá fasteignasalanum unga og einn góðan veðurdag buðust honum sjálfum kaup á allgóðri eign. Hafði honum safnast saman nokkuð fé, sem hann hafði til reiðu. Engan veginn var þá nægileg upp- hæð, því að hin góðu kaup byggöust á mikilli útborgun. Ráðgaðist hann við lögfræð- inginn félaga sinn, sem hvatti Framhald á bls. 7. Hversu mikið borga þeir skógarvörður- inn á Suðurlandi, Garðar Jónsson og bræður hans, Ólafur og Helgi, í sjóð skóg ræktarinnar fyrir söluleyfið í Þórsmörk á verzlunarmannahátíðinni? (Sbr. Þjóðv. 3/8 1966!. FÖSTUDAGUR 23. sept. 1966. 'vtHllfHHMMHMMMMMMIMMIMHHHMUHUHHHHHMHMMUMHHIHHHMMMHHHMHMMHMMUHHHMHHMIMMHHHMNHHUMUHHHHMHUUUUHMMMMMHUUHHMUUUMMIfcr/ GOTT FÚLK OG HREKKJALIMIfl] ''lllllltllllllllllllllllllllll IIIIIIIUIIIIIIIIIIHUIIIIIIIUIIIHIIIIIIIIUUIIIIIIIIIIUIIUIIUIIUUIIIIUIIIIIIIIIUIHIIIUIIIIIIIIIIUIIHIIUIIUIIIIIUIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMII 11111111111111(0^ ALBERT ENGSTRÖM Ekkjan kemur á auglýs- ingaskrif stof una: — Hvað kostar senti- metrinn í dánartilkynn- ingum. Auglýsingastj.: — Hamt kostar 60 krónur. , Ekkjan: Guð hjálpi mér, og maðurinn minn var yfir 180 cm. á hæá. sveitunum ekki vera vel síuð heldur. Sagt er, að kaupfélagið Höfn á Selfossi hafi sótt um sláturleyfi og fengið, eftir mikið þóf og UAfC/ÉJk9 TTtíMfy^irgreiðslur landbúnaðarráðherra. Ráð- ____herrann mun þó hafa orðið að bergja á beiskum bikar í sambandi við það mál. Bóndi einn í Borgarfirði mun hafa haft úrskurðarvald í málinu, en svo vill til að hann býr afskekkt og hefir ,ekki enn verið leitt rafmagn á býli þar í grenndinni. Nú vildi svo einkennilega til, að skömmu eftir að leyfð var fengið var komin rafmagnslina á bæ bónda, en hinsvegar voru nágrannar hans rafmagnslausir eftir sem áður, þótt býli þeirra liggi á leið línunnar! Um þessar mundir er mikið um dansleiki í sveitum, hina svonefndu réttadansleiki. Mjög er í tízku hjá unglingum höfuðstaðar- ins að fara á þessa dansleiki og væri ekki við því amast, ef um væri að ræða eðlilegar danssamkomur ungs fólks. Þvi miður er hér um mikið vandamál að ræða. Ungling- arnir eru langflestir meira og minna ölvað- ir og framkoma þeirra og hegðun, er fyrir neðan allar hellur. Orsakir þessa ömurlega ástands eru ekki vandraktar. Hér er ekki um eðlisspillta æsku að ræða, heldur æsku, sem hefir orð- ið peningaflóðinu að bráð. Virðingarleysi fyrir fjármunum er einkennandi fyrir ungt fólk í dag og sökin liggur hjá þjóðfélaginu sjálfu, ríkisstjórninni, sem ekki hefir verið þess megnug að stjórna landinu á annan hátt en þann, að íbúar þess eru eins og villidýr í skógi. Bændur eru yfirleitt óánægðir með stjórn sinna mála. Forystumenn bænda virðast vera einskonar klíka og það fyrsta sem gert er á fulltrúafunduirí bænda, er að taka full- trúana tali, hvern fyrir sig, og leggja þeim lífsreglurnar fyrir væntanlegan fund. Þótt mikið sé af möðkum í mysu Reykvíkinga og annarra kaupstaðarbúa, virðist mysan í Oft hefir verið skrifað um hléin í kvik- myndahúsunum. Þessi hlé virðast vera að mestu íslenzkt fyrirbrigði og mun önnur af tvennum eftirfarandi ástæðum valda: Önnur er sú að íslenzkir kvikmyndahús- gestir séu yfirleitt svo slæmir í augum að þeir þoli ekki að horfa á venjulega kvik- mynd, sem tekur um eina og hálfa klukku- stund að sýna í einu, án þess að þurfa hvíld ar við, eða þá að kvikmyndahúsin telji sig endilega þurfa að veita gestum aðra þjón- ustu en þá er í sýningársalnum er boðin. Erlendis láta kvikmyndahús sér nægja að selja gestum veitingar og sælgæti áður en sýning hefst, en hér er það ekki nóg. Það verður að gera hlé á sýningunni og selja gestum slíkt í 10 mínútna hléi. Nú geta menn gert upp við sig hvor kosturinn muni valda, en víst er að mörgum leiðast þessi hlé. Sælgætissölu á barnasýningum ættl al- gjörlega að banna. Margt er skrítið í.... Bændum var ráðlagt að ala upp kálfa til slátrunar í vor. skömmu síðar var framleipslu á mjólkurdufti hætt en af- leiðingin er sú að kg. af alikálfakjöti kostar í framleiðslu kr. 150,00. Góð skipulagning það!

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.