Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er neyðarráðstöfun því sl. tvö ár hefur kostnaður ríkisins vegna þunglyndislyfja aukist mikið vegna gengisbreytinga. Í fyrra var þessi kostnaður um einn milljarður króna. Ég tel þó enga ástæðu til að ætla að þetta þýði að sjúklingar fái verri meðferð, enda verður þeim jafnan vísað á þau lyf sem þeir nauðsynlega þurfa,“ segir Þórður Sigmundsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans. Heilbrigðisráðuneytið hefur breytt reglugerð um greiðsluþátt- töku ríkisins vegna þunglyndislyfja. Nú verða að öðru jöfnu aðeins ódýr- ustu lyfin niðurgreidd. Með þessu á að draga úr notkun dýrari þunglynd- islyfja og spara 200 til 300 millj. kr. á ári. Ef hagkvæmustu lyf gagnast ekki sjúklingi sér læknir til þess að hann fái eigi að síður lyfin sem þarf. Ekki breytt hjá fólki í bata „Í flestum tilvikum ætti það að vera auðsótt því lyfjameðferð hjá fólki í bata er yfirleitt ekki breytt,“ segir Þórður Sigmundsson sem bæt- ir við að breytingin verði í raun helst sú að pappírsvinna lækna vegna lyfjaávísana aukist. Hann leggur áherslu á að sala þunglyndislyfja hér á landi hafi ekki aukist undanfarin ár. Heilbrigðisráðuneytið segir að hvergi sé notkun og kostnaður vegna þunglyndislyfja meiri en á Íslandi. Þá sé notkun dýrari þunglyndislyfja hlutfallslega meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Notkun á algengasta þunglyndislyfinu, Cipra- lex, er 24% af heildarnotkun þung- lyndislyfja á Íslandi en aðeins 7% í Svíþjóð. Notkun Oropram, sem er ódýrara, er 9% af heildarnotkun þunglyndislyfja hér en 32% í Sví- þjóð. Frumtök, sem eru samtök fram- leiðenda frumlyfja, segjast í yfirlýs- ingu í gær undrast staðhæfingar heilbrigðisráðuneytis um að fyrir- hugaðar sparnaðaraðgerðir bitni ekki á sjúklingum. Við lyfjameðferð verði að horfa til þátta eins og skammtastærðar, verkunar, auka- verkana eða áhrifa á lífsgæði. Brýnt sé að meta gagnsemi nauðsynlegra lyfja út frá þessum þáttum. Illmögulegt að staðfesta meintan sparnað „Ljóst er að með skertum að- gangi að nýjum lyfjum muni óvissa ríkja um meðferð þunglyndissjúk- linga. Ennfremur er illmögulegt að staðfesta meintan sparnað þar sem ekki hefur farið fram mat á kostnaði á móti virkni,“ segja Frumtök sem benda á að einungis um sjö af hverj- um tíu þunglyndissjúklingum svari meðferð. Einnig sé þekkt að ekki svari allir sjúklingar sömu meðferð- inni eins, enda hafi lyfin mismikil áhrif á boðefnakerfið. Aðgerðir nú verði að taka taka mið af þessu. Óvissa um meðferð sjúkra  Ríkið ætlar að spara 300 milljónir kr. með breyttri reglugerð um þunglyndislyf  Neyðarráðstöfun en ekki verri meðferð sjúklinga, segir yfirlæknir á geðdeild Pappírsvinna lækna við ávísanir á þunglyndislyf eykst með reglu- gerðarbreytingu. Hestamenn hafa miklar áhyggjur af veirusýkingu í hrossum. Alls komu um 600 manns á fund í reiðhöllinni í Víðidal í gærkvöldi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir erfitt að spá um það hver endirinn verði á far- aldrinum. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort fresta þurfi Landsmóti hestamanna 26.-28. júní nk. Hestamenn eru áhyggjufullir Morgunblaðið/Ómar Egill Ólafsson egol@mbl.is Styrktarsjóður Baugs Group, sem styrkt hefur fjölmörg verkefni á síð- ustu árum er tómur. Samkvæmt árs- reikningi sem sjóðurinn skilaði til Ríkisendurskoðunar skuldaði hann 22,5 milljónir í árslok 2008. Ekkert var greitt í sjóðinn á árinu, en hins vegar greiddi hann út 40,5 milljónir í styrki á því ári. Styrktarsjóður Baugs hefur styrkt fjölmörg verkefni hér á landi, aðallega á sviði velferðar- og menn- ingarmála. Hann styrkti einnig á árinu 2008 verkefni í Afríku. Allt önnur og betri staða er hjá Aurora velgerðarsjóði sem stofnaður var 2007 að frumkvæði hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur lands- lagsarkitekts og Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Hrein eign sjóðsins í árslok 2008 nam 1.639 milljónum. Sjóðurinn veitti styrki fyr- ir 130 milljónir á árinu 2008. Velferðarsjóður barna sem var stofnaður í febrúar árið 2000 af Ís- lenskri erfðagreiningu og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu stend- ur líka vel. Í árslok 2008 átti hann 738 milljónir í hreinni eign. Hann veitti styrki fyrir 51 milljón á því ári. Bæði Velferðarsjóður barna og Aurora voru með talsvert miklar fjár- magnstekjur á árinu 2008. Því var hins vegar ekki fyrir að fara hjá Há- skólasjóði Eimskipafélags Íslands, en hann tapaði tæplega 700 milljónum á árinu 2008 á hruninu. Staða sjóðsins er eftir sem áður sterk því að hrein eign hans er um tveir milljarðar. Styrktarsjóður Baugs skuldar um 22 milljónir Baugur Styrktarsjóðurinn skuldar 22 milljónir skv. ársreikningi.  Rúmlega 1,6 milljarðar króna eru í Aurora velgerðarsjóði „Ég óttast að hér sé verið að taka ákvörðun án þess að fullnægjandi upplýsingar um raunverulega þörf liggi fyrir,“ segir Svanur Kristjánsson talsmaður Geð- hjálpar. Einni af fjórum deildum á geðsviði Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík verður lokað dagana 10. júlí til 3. ágúst í sumar í þrjár vikur í sparnaðarskyni. „Starfsfólk geðsviðsins hefur bent á að álag á bráðadeildirnar í fyrrasum- ar hafi verið minna en gert var ráð fyrir og því sé þetta óhætt. Mig grunar hins vegar að enginn viti í raun hve margir eru raunverulega í andlegri nauð og gætu þurft á aðstoð að halda,“ segir Svanur. Á deildinni sem lokað verður í sumar eru sextán sjúkrarúm og verður starfseminni þar deilt á hinar deildirnar þrjár sem opnar verða. Áætlað er að lokunin skili 5 til 6 millj. kr. sparnaði. „Við höfum farið yfir tölfræðina og þar sést að júlí er ró- legasti tíminn hér. Álagið eykst í ágúst,“ segir María Einisdóttir stað- gengill framkvæmdastjóra geðsviðs. Hún leggur hins vegar áherslu á að öryggi verði ekki ógnað með lokun- um enda verði aukafólk kallað á vaktir og brugðist við með öðru móti, gerist þess þörf. sbs@mbl.is Óttast lokun geð- deildar Geðdeildarhús Landspítalans. Landspítalinn ætlar að spara 5 milljónir Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is 144.900 Uppþvottavél - SN 45M200SK Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 169.900 kr.) 119.900 Uppþvottavél -SE 45E234SK Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 139.900 kr.) tilboðsverði Uppþvottavélar nú á A T A R N A Útför Kristófers Darra Ólafssonar, þriggja ára drengs sem lést af slysförum á gjör- gæsludeild Land- spítalans 17. maí, fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag klukkan 13. Kristófer Darri fæddist 11. sept- ember árið 2006, sonur Maríu Magdalenu Steinarsdóttur og Ólafs Hauks Hákonarsonar. Hann lést eft- ir slys sem varð í leiktæki við fjöl- býlishús í Grafarvogi sl. laugardag. Lést af slysförum Kristófer Darri Ólafsson Hæstiréttur dæmdi í gær Jón Sverri Bragason, 55 ára, í þriggja og hálfs árs fang- elsi fyrir kynferð- isbrot gegn þroskaskertum pilti. Brotin voru framin þegar pilt- urinn var 13-15 ára gamall. Málið komst upp þegar grunsemd- ir vöknuðu um ferðir piltsins að heiman á kvöldin. Við skoðun á MSN-samtölum hans komu í ljós bersögul samskipti hans og Jóns Sverris eða „Nonna“. Brotamaður- inn greiddi piltinum fyrir kynmök í reiðufé og tölvuleikjum og nýtti sér tölvufíkn hans og þroskaskerðingu. Þá staðfesti Hæstiréttur 1,5 millj- óna króna bætur til piltsins. Fang- elsisdómur sem afbrotamaðurinn hlaut í héraðsdómi var mildaður um hálft ár. Af dómi Hæstaréttar má ráða að refsingin hafi m.a. verið milduð sökum þess hve lengi var ver- ið að ljúka við gerð málsgagna og senda Hæstarétti. Kynferð- isbrot gegn pilti Nýtti sér þroskaskerð- ingu og tölvufíkn Hæstiréttur Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.