Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 30

Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 ✝ Jóhann ÁgústGuðlaugsson fæddist á Kolsstöðum í Miðdölum, Dala- sýslu hinn 7. ágúst 1930. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi laugardaginn 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaugur Magn- ússon, f. 31. ágúst 1893, d. 8. júní 1990, bóndi á Kolsstöðum í Dölum, og kona hans Einbjörg Jóhanna Magnúsdóttir, f. 3. sept. 1898, d. 23. okt. 1979. Jóhann átti eina syst- ur, Mögnu Ingiríði, f. 16. feb. 1928, d. 12. des 1969. Eftirlifandi kona Jóhanns er Steinunn Erla Magnúsdóttir, f. 5. feb. 1937. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson, f. 21. maí 1907, d. 17. júlí 1940, bóndi á Hól- um í Reykhólasveit, A-Barð. og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir, f. 23. ágúst 1907, d. 1. mars 1973. Synir Jóhanns eru: 1) Árni Har- aldur Jóhannsson, f. 14. jan. 1953, móðir Guðrún Lilja Árnadóttir, f. 6. ágúst 1934. Kona Árna (skildu) var Þórhalla K.H. Grétarsdóttir, f. 29. nóv. 1954. Synir þeirra eru: a) Guðmundur Viðar, f. 21. ágúst 1979, dóttir hans er Emilía Sól, f. 15. jan. 2002, móðir Guðrún Hösk- uldsdóttir, f. 25. sept. 1981, og b) Sigurður Jóhann, f. 14. des. 1982. Eiginkona Árna er Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, f. 27. des. 1961. 2) Bjarni Jóhannsson, f. 15. jan. 1958, móðir Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 12. ágúst 1937, d. 10. feb. 2005. Eiginkona Bjarna er Ingigerður Sæmundsdóttir, f. 16. jan. 1969. Börn þeirra eru: a) Bryndís, f. 19. sept. 1990, b) Brynja, f. 19. sept. 1990, sonur Brynju er Jökull, f. 18. nóv. 2008, faðir Ólafur Aron Ingva- son, f. 6. jan. 1984, og c) Sigurbergur, f. 28. feb. 1999. Synir Jó- hanns og Steinunnar Erlu eru: 3) Gunn- björn Óli Jóhannsson, f. 13. des. 1962, sam- býliskona hans (slitu samvistir) var Erla Björk Stefánsdóttir, f. 16. nóv. 1969. Börn þeirra: a) Steinunn Margrét, f. 9. ágúst 1991, og b) Jóhann Óli, f. 29. nóv. 1993. Sambýliskona Gunn- björns Óla er Freyja Ólafsdóttir, f. 8. ágúst 1969. Börn hennar eru: Sveinn Ingi, f. 1990, og Ólafur Andri, f. 1994. 4) Jóhann Guð- laugur Jóhannsson, f. 31. jan. 1964, börn: a) Arnar Steinn, f. 13. des. 1988, b) Jóhann Gunnar, f. 8. okt. 1995, c) Tómas Ingi, f. 16. des. 1999, og d) Eva María, f. 17. ágúst 2004. Jóhann vann meðal annars við vegagerð á sínum yngri árum. Árið 1955 stofnaði hann ásamt fjórum öðrum Vestfjarðaleið. Vestfjarða- leið var á sínum tíma frumkvöðull í ferðaþjónustu og hafði sérleyfi á fólksflutningum frá Reykjavík í Dali og á Vestfirði ásamt því að stunda hópferðaakstur víða um land. Árið 1960 sagði Jóhann skilið við fólksflutningaakstur og stofn- aði ásamt 14 öðrum Vöruflutninga- miðstöðina hf. sem var fyrsta fyr- irtæki sinnar tegundar á Íslandi. Hann stundaði um árabil, í eigin nafni, vöruflutningaakstur í Dali og á Barðaströnd. Einnig rak hann fyrirtæki til fjölda ára sem starfaði við verktakavinnu, vega- og mann- virkjagerð, snjómokstur og fleira allt til dauðadags. Útför Jóhanns fer fram frá Nes- kirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Fyrstu minningar mínar um pabba minn eru frá bernskuárum vestur í Dölum en þá var hann í fólksflutningum hjá Vestfjarðaleið og var þetta svo mikilfenglegt í mín- um barnsaugum að pabbi væri að keyra rútu. Ég fékk oft að sitja í rút- unum hans pabba og fékk einnig að fara í braggana í Laugarnesinu en þar var bækistöð Vestfjarðaleiðar og þar gat ég verið í alvörubílaleik. Það var alltaf svo gaman að hitta pabba því ég leit svo upp til hans og þegar ég var í Brautarholti í Dölum sem snáði hljóp ég oft út á hlað þegar ég heyrði í stórum bílum til að kíkja eft- ir hvort pabbi væri á ferðinni. Ég spurði gjarnan þá sem komu í hlaðið hvort þeir hefðu nokkuð séð pabba minn á leiðinni og spurðu þeir til baka hver er pabbi þinn og sagði ég þá með stolti, hann heitir Jóhann og keyrir flutningabíl og þá var svarið, ert þú sonur hans, hann er á leiðinni við urðum samferða úr bænum. Pabbi gat tafist á leiðinni vegna þess að hann þekkti svo marga og kom við á mörgum bæjum til að heilsa upp á sína Dalamenn og skila af sér vörum. Árin liðu og ég var mikið með pabba eftir að hann kynntist Lillu og þau eignuðust sitt heimili á Víðimelnum. Þangað fór ég oft í heimsókn sem endaði með því að hjálpa honum að ferma vöruflutningabílana og fór síð- an óteljandi ferðir með honum vest- ur. Við komum alltaf við á Hreða- vatni til að fá okkur hressingu og þar voru höfðinglegar móttökur og mikið fjör í eldhúsinu þegar pabbi birtist og magnaðist þegar hann tók hlát- urinn sinn. Ég fór mína fyrstu ferð á Ísafjörð 10 ára gamall, en pabbi sá um ölflutninga þangað. Þvílík leið, þetta voru svo margir klukkutímar og oft var ekki hægt að tala saman í bílnum því hávaðinn í vélinni var svo mikill þegar lagt var á heiðarnar, en það var allt í lagi ég horfði bara stolt- ur á pabba halda um stóra Benz- stýrið öruggum höndum því hann var flottasti bílstjórinn á Íslandi. Næstu árin kom ég oft við á Víði- melnum til að hitta Lillu, konu pabba, og bræður mína og athuga hvort ég fengi ekki að skreppa vest- ur einn og einn túr. Þá fór að bera á því að þegar við komum á bæina fyr- ir vestan og stúlkur á mínu reki áttu þar heima að foreldrar þeirra spurðu kímnir á svip hvort þetta væri tengdasonurinn. Þá brosti pabbi bara sínu breiðasta, en hann kallaði margar stúlkur á mínum aldri í þá daga tengdadætur sínar þegar hann hitti þær, en það var nú bara til gam- ans gert. Árið 1984 vorum við saman í tæpa tvo mánuði við vegavinnu hjá Gunna bróður vestur í Dölum og var hver dagur ein skemmtun því þar sem bíl- stjórar koma saman þar er gaman og er þessi tími ógleymanlegur hjá okk- ur. Pabbi fann upp á því seinni árin að við bræðurnir og hann yrðum að koma saman eina helgi að hausti og fórum við víða í þeim helgarferðum. Æskuslóðir í Dölunum, vestur á firði, norður á æskuslóðir forfeðra okkar í Víðidalnum svo eitthvað sé nefnt og voru þessar ferðir nefndar pabbahelgar af gárungum í Dölum. Pabbi var alltaf mikið hraustmenni og borðaði ekta íslenskan mat og sá ég fyrir mér að hann yrði fjörgamall eins og pabbi hans. En við vitum aldrei hvenær kallið kemur og þegar ég talaði við pabba fjórum dögum fyrir andlátið var hann staðráðinn í að ná heilsu á ný og drífa sig vestur að vinna. Elsku pabbi, ég kveð þig og bið góðan Guð að geyma þig. Árni Haraldur. Kæri pabbi, gott er að minnast allra góðu stundanna okkar í gegn- um lífið. Þú hafðir alltaf mikið að gera og vinnan var oft ofarlega í þín- um huga en þrátt fyrir það varst þú alltaf til staðar fyrir okkur strákana þegar á þurfti að halda. Þegar við uxum úr grasi minnk- uðu samskiptin eins og gengur og gerist en þú fylgdist samt alltaf vel með okkur. Fyrir um tíu árum hóf- um við að fara hinar árlegu feðga- ferðir sem einnig gengu undir nafn- inu pabbahelgar. Ferðirnar skiptu þig miklu máli og þú lagðir ríka áherslu á að fara þessar ferðir og skipulagðir þær jafnan í þaula. Ferð- irnar voru yfirleitt farnar um slóðir ættfeðra okkar, en þar undir þú þér best. Stundum voru ferðirnar tengd- ar laxveiði í einhverja nærliggjandi á. Veiðin var þó aldrei mikil en það gerði ekkert til þar sem samveran og félagsskapurinn skipti öllu máli . Þú varst jafnan mjög duglegur og vinnusamur. Vinnan og sveitin skiptu þig miklu máli. Þú áttir far- sælan starfsferil og naust mikillar hylli meðal samherja og sveitunga. Þú varst jafnan heilsuhraustur og hélst góðu vinnuþreki alla tíð. Hin síðari ár þurftir þú þó að láta laga slitna liði enda búið að mæða mikið á þeim alla tíð. Þú varst mjög meðvit- aður heilsuna og lést laga það sem úr sér var gengið að vetri og varst kom- inn aftur í vinnu þegar verktakaver- tíðin byrjaði að vori. Fyrirtækin þín rakstu af alúð og stolti. Starfsemin óx og óx sem og tækin og fjöldi starfsmanna. Fyrr í vetur lentir þú í umferðaróhappi vestur í Dölum. Í fyrstu leit út fyrir að þú hefðir ekki orðið fyrir alvar- legum meiðslum. Því miður varstu óheppinn í þetta skiptið og þú veikt- ist heiftarlega í kjölfarið. Þú sagðir okkur frá þeirri upplifun þinni að þegar þú varðst sem veikastur hefðir þú fengið að skoða aðstæður á æðri stöðum en þér var þó leyft að snúa aftur til baka til okkar. Þú varst greinilega ekki tilbúinn að yfirgefa þetta líf í það skiptið en þú lýstir því gjarnan fyrir okkur hvað fyrir augu og eyru bar. Það var ekki að finna fyrir ótta hjá þér um það er koma skyldi og þú tókst hlutunum af miklu æðruleysi. Þú virtist sáttur. Með það í huga kveðjum við þig vissir um að þú hafir það gott í faðmi ættingja og vina og hafir fengið jafn höfðingleg- ar og skemmtilegar móttökur og þú lýstir fyrir okkur í fyrri ferð þinni í vetur. Elsku pabbi, við þökkum fyrir okkur. Bjarni, Gunnbjörn og Jóhann. Ung að árum kom móðir mín í kaupavinnu að Kolstöðum í Miðdöl- um til sæmdarhjónanna Jóhönnu og Guðlaugs sem þar bjuggu og tókst mikið og gott vinasamband sem hef- ur færst í næsta ættlið því milli mín og sonar þeirra Jóhanns, sem í dag er kvaddur, hefur verið órofa vina- samband og kveð ég góðan vin sem alltaf fylgdist með mér sem ég mat mikils en við vorum hjá sama sjúkra- þjálfara og oft að bera saman árang- urinn sem við töldum hjálpa okkur. Við töluðum síðast saman fimmtu- daginn 6. þ.m. um þjálfun sem hann var í þennan dag. Ekki hvarflaði að mér að þetta væri okkar síðasta sam- tal en á laugardeginum kom kallið, tímaglasið útrunnið. Nú að leiðarlokum rifjast margt upp, til dæmis að redda hvor öðrum fötum ef þörf var við vissar aðstæð- ur. Jói var afskaplega duglegur í sínu lífsstarfi sem áætlunarbílstjóri og meðeigandi Vestfjarðaleiða og síðar sá hann um vöruflutninga um Dali og A-Barð. Eina ferð fór ég með honum ásamt Árna syni hans til Ísa- fjarðar með hlaðinn bíll af öli og hleðslustein til baka. Þegar við fór- um frá Bjarkarlundi sagði Jói: „Nú eigum við eftir að fara yfir níu heið- ar.“ Þetta sýnir að það þurfti þrek- skrokk í þá daga til að stunda þessi störf. Frá vöruflutningum færði hann sig yfir í vörubíla- og gröfuút- gerð en nú seinni ár hefur sonur hans Gunnbjörn komið inn í rekst- urinn sem rekinn er af myndarskap. Árið 1985 lenti Jói í bílslysi þegar hann ásamt syni sínum var á leið vestur í Dali í jarðarför móður minn- ar. Segja má að þetta slys hafi haft áhrif á hann sem eftir var. En áfram var haldið; að gefast upp var ekki hans. En einn var Jói ekki því við hlið hans var hans trausti lífsförunautur, hún Lilla, sem varla var hægt að hugsa sér betri stoð og styttu í öllu sem á mannsævi getur gerst, hin hógværa og trausta kona. Mikið á maður eftir að sakna gjall- andi hláturs og hressileika þessa heiðursmanns. Ég á svo margar ljúf- ar og góðar minningar um mann sem ætlaði að koma vestur á næstunni og kíkja í kaffi og ræða um væntanlegar sveitarstjórnarkosningar og fleira sem í umræðuni var. Það vantaði aldrei umræðuefni hjá okkur. En því miður, þetta er staðan. Kallið var komið, við verðum að sætta okkur við það. Ég og fjölskylda mín kveðjum góðan vin sem setti svip á okkar samfélag. Elsku Lilla, Hanni, Gunni, Árni, Bjarni og aðrir ástvinir, inni- legar samúðarkveðjur. Minningin lifir. Baldvin Guðmundsson. Kær vinur okkar er látinn, Jóhann Á. Guðlaugsson frá Kolsstöðum, allt- af kallaður Jói Guðlaugs eða Jói Kol- ur. Leópold lýsir þeirra fyrstu kynn- um: „Vegavinnumenn unnu við að fylla að nýrri brú á Miðá í Dalasýslu. Í hópinn kom Jói, 16 ára piltur úr sveitinni. Hann féll einkar vel inn í hópinn. Hláturmildur, brosandi, fjörugur og til í smágrallaraskap til að létta lundina. Viljugur til verka, sterkur, hraustur og alltaf tilbúinn að rétta hönd. Hann varð mér strax minnisstæður. Næst hittumst við sem vélamenn á Holtavörðuheiði. Grunnur var lagður að ævilangri, traustri og hlýrri vináttu“. 10. apríl 1960 fluttum við Leópold með aleig- una í Hreðavatnsskála á litlum láns- vörubíl, með tvö lítil börn í framsæt- inu. Undir Hafnarfjalli mættum við vörubíl. Hann stöðvaði, rúður voru skrúfaðar niður og bílstjórarnir spjölluðu saman í rólegheitum. Vel greiddur gæi varaði okkur við kulda í Norðurárdalnum og í Skálanum, sem var búinn að vera mannlaus um tíma. Hann óskaði okkur síðan alls góðs með fyrirtækið og kvaddi með gamanyrðum og hlátri. Þarna sá ég og heyrði í Jóa Guðlaugs í fyrsta sinn og er það mér minnisstætt. Ævistarf Jóa var akstur eigin vörubíla í vega- vinnu og vöruflutningum vestur í Dali og um Vestfirði eftir að akvegur kom. Hann var einstakur greiðamað- ur og lipur í samskiptum og naut þess í sínu starfi. Starf langferðabíl- stjóra var ekki alltaf auðvelt. Hlaða þurfti bílana og afferma með hand- afli og afgreiða vörur á marga bæi og í mörg þorp. Menn voru yfirleitt ein- ir á ferð og dagleiðir voru langar. Vetrarferðir voru oft miklar þrek- raunir. Vond veður, hálka og snjó- mokstur enginn eða óviss. Þegar hlýtt var orðið í Hreðavatnsskála, heitt á könnunni og matur til reiðu fyrir svanga urðu margir bílstjórar heimagangar hjá okkur. Jói var einn þeirra. Hann var hrókur alls fagn- aðar og hló hátt og smitandi. Allur gleðskapur og allar veislur þóttu betri ef hann var mættur. Honum fylgdu margir Dalamenn sem urðu tryggir viðskiptavinir Skálans. Frá stóra eldhúsborðinu barst oftar en ekki fullt af ferðasögum og upplýs- ingum um færð, mannlíf, landshætti og framkvæmdir. Margar sögur sagði Jói af erfiðum ferðum yfir Bröttubrekku: Eitt sinn var hann á vesturleið. Óvíst var um færðina en hann fór samt. Eftir góðan tíma sagði Leópold: „Ég ætla að athuga hvort Jói hefur komist yfir.“ Upp undir Bjarnadalsárbrú sá hann Jóa koma gangandi niður hlíðina á móti sér. Hann hafði misst bílinn út af. Er þeir mættust sagði Jói: „Ég vissi al- veg að þú kæmir.“ Stundum voru þeir svo samhuga. Eftir að við hætt- um veitingarekstri kom Jói oft við. Hann sagði okkur fréttir – aldrei ljótt um neinn heldur létt grín um sjálfan sig og aðra. Eftir að við flutt- um suður var síminn notaður til að fá fregnir af líðan okkar. Óvenjutrygg- ur og ljúfur vinur hefur kvatt. Við er- um þakklát fyrir langa samfylgd. Við óskum honum góðrar ferðar í hans hinstu för. Nú ekur hann á Guðs veg- um þar sem engin er Brattabrekka, snjór eða hálka – aðeins bros og hlýja. Samúðarkveðjur frá fjölskyldu okkar. Olga og Leópold. Mín kynni af Jóhanni Á. Guðlaugs- syni frá Kolsstöðum í Miðdölum, eða Jóa kol í Búðardal eins og hann er betur þekktur eru ekki áratuga löng enda ég ekki margra áratuga gamall. Það truflaði hinsvegar ekki Jóa að ræða málin við mig, unga manninn, fyrir honum vorum við jafnir. Ég man fyrst eftir Jóa Kol á ferð- inni í Reykjavík, á Volvo-vörubíl þegar ég var lítill patti. Þá bjuggu þau Steinunn á Dunhaganum. Jói lagði alltaf vörubílnum rétt hjá heim- ili mínu vestur í bæ. Þá þótti mér, ungum bílaáhugamanni, alltaf spennandi að hjóla til að skoða bílinn sem stóð í hverfinu og var venjulega hlaðinn af timbri, áburði eða öðrum varningi fyrir bændurna fyrir vest- an. Þurfti að sjálfsögðu að rannsaka hann nákvæmlega og spjalla við eig- andann. Jói kolur var alla sína tíð viðloð- andi bílaútgerð en hann var meðal annars einn af stofnendum Vest- fjarðaleiðar árið 1955. Þá var ekið frá Reykjavík vestur á firði sem var nú ekki fyrir hvern sem er á þeim tíma. Síðar gerði Jói út flutningabíla vestur í Dali og Austur-Barða- strandarsýslu. Jói var meðal annars einn af stofnendum Vöruflutninga- miðstöðvarinnar í Borgartúni sem rekin var þar í hartnær 40 ár. Þrátt fyrir að vera kominn fast að áttræðu þreyttist Jói ekki á að taka þátt í daglegum rekstri síns fyrir- tækis enda hress og kátur, sama hvernig stóð á. Alltaf var hann á vaktinni að finna ný verkefni, sama hvort þau voru í flutningum eða jarð- vinnu. Stundum fannst honum við ungu mennirnir vera fullrólegir í tíð- inni að þefa uppi verkefni. Við Jói töluðum oft saman og þá helst að spjalla um hvernig væri best að nýta tækin í tengslum við verk- efnin sem lágu fyrir hverju sinni. Marga hringi gat sú umræða tekið, við verið gjörsamlega ósammála til að byrja með en alltaf enduðu okkar samtöl á því að öðrum okkar tókst að sannfæra hinn um ágæti hugmynd- arinnar. Svo má aftur deila um það hvort allar hugmyndirnar hafi verið góðar hjá okkur. En aldrei upplifði ég kynslóðabil enda bar Jói fulla virðingu fyrir mínum hugmyndum og reyndi heldur að koma með at- hugasemdir hins reynda manns þeg- ar honum fannst nóg um. Ég læt þessi fáu orð um vin minn frá Kolsstöðum nægja. Ég votta ást- vinum hans mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jóhanns Á. Guð- laugssonar. Böðvar Sturluson Mig langar að heiðra minningu Jó- hanns í örfáum orðum. Jóhanni og Steinunni konu hans kynntist ég fyr- ir rúmum 22 árum þegar við Bjarni fórum að vera saman. Jói var ávallt hress, talaði hátt og hló með hvellum hlátri. Hann fór sínar eigin leiðir og var sjálfstæður maður. Jói var stolt- ur af uppruna sínum í Dölunum og var gaman að heyra hann rifja upp gamla tíma og segja frá mönnum og af ævintýrum sem hann hafði lent í. Í fyrrasumar fór fjölskyldan á ættarmót fyrir vestan sem var mjög skemmtilegt. Jói var þar hrókur alls fagnaðar og naut sín vel á meðal ætt- ingja. Við Jói fórum um Suðurlandið í tengslum við prófkjör Sjálfstæðis- flokksins 2009 að hitta sjálfstæðis- menn sem hann þekkti. Það var skemmtilegur rúntur í kringum Hveragerði, Selfoss og nágrenni. Honum fannst gaman að hitta vini og kunningja og var vel tekið á móti okkur. Áætlað var að halda upp á 80 ára afmælið hans í sumar og vera saman heila helgi. Því miður verður Jói ekki meðal vor en minning hans lifir. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefn- stað og skjól. (Hallgr. Jónsson frá Ljárskógum.) Elsku Steinunn, Árni, Bjarni, Gunni og Hanni, ég votta ykkur sam- úð mína, minning um góðan dreng lifir. Ingigerður. Jóhann Ágúst Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.