Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Ég vona að Guð gefi að við fáum fleiri slíkar sterkar og góðar konur. Hvíl í friði og Guð geymi þig og verndi, tengdadóttir góð, Berglind mín. Magnús Blöndal. Elsku systir og vinkona. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minning um glæsilega og einstaka konu mun dvelja í huga okkar og hjarta um alla framtíð. Þú munt lifa áfram í þínum efnilegu og myndar- legu börnunum. Þín er svo sárt sakn- að, elsku Begga mín. Helga og Svava. Glettinn svipur sem skín úr möndlubrúnum augum Berglindar ásamt leikrænum tilburðum hennar þegar hún lýsir skoplegu hliðum hversdagsleikans hverfur seint úr minni þeirra sem hana þekktu. Kímnigáfa Berglindar var einstök og við systurnar áttum ekki fáar stundir í hennar félagsskap hér á landi og á Spáni núna síðustu árin, þar sem svo mikið var hlegið að stundum brást ákveðinn hringvöðvi hvort sem var á miðjum götum stór- borga heimsins eða heima í eldhús- inu í Hveragerði og þurftum við þá að setjast á hækjur okkar og stoppa það sem koma vildi en oftar en ekki urðu slys. Í veikindastríði Berglindar und- anfarin fimm ár vantaði hana aldrei húmorinn og hún sá fyndnar uppá- komur og skoplegar hliðar á flestu því sem hún upplifði og kom auga á í umhverfi sínu og það er mjög lýs- andi fyrir hana enda munu allir þeir sem hana þekktu sakna hennar mik- ið og þeirra ánægjustunda sem hún gaf okkur í svo ríkum mæli. Hún var líka stundum svolítið „tröll“ eins og föðurfjölskylda hennar hefur orð á sér fyrir að vera og þá mátti oft heyra í öllum tröllaganginum smá- mæðutón í röddinni og þá minntum við hana á frægt ávarp sem afi okkar Helgi sagði gjarnan við ömmu okk- ar: „Æ Begga mín…“. Berglind var traustur vinur og stóð alltaf með sínu fólki í gegnum súrt og sætt. Í veikindum okkar systranna og sérstaklega í nýlegum veikindum Maríu, sýndi Berglind þann mikla styrk sem einkenndi hana, hún gleymdi eigin veikindum til að styðja og hvetja Maríu þegar hún gekk í gegnum mjög erfitt tíma- bil síðastliðið haust. Berglind bjó yf- ir andlegum styrk í ríkum mæli og að auki var hún líka sterk líkamlega og lét ekki aftra sér að fara með okk- ur „Spánarkerlingunum“ til Flateyj- ar í miðri lyfjameðferð og að auki beinbrotin. Þar sungum við lagið „þegar þú komst inn í líf mitt …“ og í hvert sinn sem við systurnar heyr- um þetta lag þá minnir það okkur á Berglindi og Flateyjarferðina. Berg- lind var örlát kona og deildi öllu sem hún átti með fjölskyldu sinni og vin- um, einnig sínu stóra hjarta sem allt- of snemma hætti að slá einn fallegan maídag, dag sem við systurnar mun- um seint gleyma. Stjúpfaðir okkar Bjarni Bjarna- son sagði okkur til huggunar þegar Berglind kvaddi þennan heim að það væri gott að deyja inn í vorið. Sjálf- sagt er það rétt því það er betra að fara inn í birtu og yl en myrkur og kulda. Við systurnar finnum fyrir vori í hjörtum okkar þegar við minn- umst hennar því ylur vorsins, birta og gleði fylgir minningu hennar og gerir okkur ríkari og lánsamari, okk- ur öll sem kynntumst henni og feng- um að njóta samveru hennar. Yndislegum börnum hennar, barnabörnum, eiginmanni, móður hennar og systkinum sendum við okkar innilegustu og dýpstu samúð- arkveðjur á sorgarstundu sem þess- ari. Náinn ástvinur hefur kvatt okk- ur í blóma lífsins. Megi Guð geyma elsku frænku okkar og vinkonu og hvíli hún í friði með ástvinum sínum og föður sem einnig kvaddi okkur alltof snemma. Blessuð sé minning okkar ástkæru Berglindar Bjarna- dóttur. María S. Davíðsdóttir og Jakobína V. Davíðsdóttir. Þegar fregnir af andláti Berg- lindar bárust sló kyrrð yfir blómabæinn. Kyrrð og ró sem ein- ungis hetjur geta fram kallað. Bar- áttan hefur verið löng fyrir ykkur og er það öllum ljóst að það eru aðeins hinar örfáu hetjur sem berjast af slíkum mætti til að koma okkur hin- um í skilning um hversu fallegt allt er í kringum okkur og að tíminn sem við fáum til að njóta þeirrar fegurðar er oft og tíðum mun styttri en við gerum ráð fyrir. Þessar hetjur og þessir englar vernda okkur og leiða okkur að allri þeirri litadýrð sem framtíðin ber í skauti sér. Þegar ég var ungur, rétt aðeins yngri en Indriði og Bjarndís, urðu faðir minn og bróðir bráðkvaddir. Guð hafði ætlað þeim annað hlutverk sem ég lít nú á, eldri og reyndari ein- staklingur, sem verndarar á þeirri lífshamingjuslóð sem ég feta nú í dag þar sem framtíðin er björt og von er í hjarta. Þegar maður áttar sig á því hvað heimurinn er hverfull faðmar maður að sér allt sem gefur manni yl og ró í sál og heldur sem fastast og hlúir að því. Kæra yndislega fjölskylda, þó svo að sorg sé í hjörtum ykkar skuluð þið vita og muna að fallegustu gjaf- irnar sem Berglind ykkar gaf ykkur voru samverustund og kveðjustund. Það eru ekki allir sem eru þeirrar lukku aðnjótandi að geta kvatt. Þessar kærleiksstundir munu styrkja ykkur og fleyta ykkur áfram til afreka í lífinu. Þó svo að ég hafi ekki náð að kynnast Berglindi eins vel og ég hefði viljað var ég snortinn af kraftinum og þeirri birtu sem hún gaf af sér. Horfið björtum augum fram á við því að englarnir okkar halda í hendur okkar og vísa okkur veginn. Ég vill þakka ykkur, kæra fjöl- skylda, fyrir það að fá að kynnast ykkur og vera, á einn eða annan hátt, hluti af ykkar lífi, þið hafið ómeð- vitað breytt miklu í okkar lífi. Votta ég og mín fjölskylda ykkur dýpstu samúð okkar. Hugur og hjörtu okkar eru með ykkur. Þú, þessa stund ég hugsa, hvar er þig að finna, nema í draumum mínum tæru. Meðal horfinna, ástin mín ertu, fjarlægð óljós, til ég finn, til ég finn af hjartans æru. Verandi hvergi, ég um mig, ég um þig, tilveran uppleyst, snúin hvörf, nú þreyti það. Fram ég horfi, framar ég vona, að sjáumst við er sól upp rís, tíminn okkur skilur að. Hvert skal leita, boða, merkja? Hvert skal stefna til funda þinna? Til móts við mig komdu, ég fylgi þér heim. Vetrarkornin blítt þau falla, skilin meiri ört þau verða, í dimmum draumum hugsjóna minna. Margt ósagt en hjartans óskir, óma ríkt, að lokum þagna, í ljósinu mun ég þig finna. Ef að hlið þér ég gæti hjúfrað. Ef við hlið þér gengið gæti. Ef aðeins snert á minnsta máta, í fylgd með mér þú kæmir heim. Hvert skal leita, boða, merkja? Hvert skal stefna til funda þinna? Til móts við mig komdu, ég fylgi þér heim. (Höf. ókunnur.) Hafsteinn Þór Auðunsson og fjölskylda. Berglind vinkona okkar er fallin frá langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hugurinn leitar vestur í Dýrafjörð en þar hófust kynni okkar og vinátta fyrir tæplega tuttugu ár- um. Þá bjó hún á Núpi en vann í grunnskólanum á Þingeyri. Berglind var glaðlynd, ljúf, um- burðarlynd og jákvæð manneskja sem allt eru miklir kostir í þeim störfum sem hún kaus að sinna hvort heldur um var að ræða kennslu í grunnskóla eða leikskóla. Þessir eig- inleikar voru henni líka styrkur í veikindum liðinna ára. Alltaf var stutt í grín og glens þegar við hitt- umst eða heyrðumst og spjölluðum saman um líðandi stund eða rifjuð- um upp gamla góða atburði eins og „pikknikk-ferðina“ út í Haukadal snemma morguns eitt vorið og ým- islegt fleira. Margt annað varðandi Berglindi og samveruna við hana kemur upp í hugann en þær minn- ingar geymum við í hjörtum okkar um ókomin ár. Í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (Matthías Jochumsson.) Elsku Siggi og fjölskylda, Missir ykkar er mikill. Blessuð sé minning Berglindar Bjarnadóttur. Skarphéðinn og Elísabet. Elsku Berglind mín. Nú er komið að kveðjustund og ótal minningar hafa flogið í gegnum huga minn á síðustu dögum. Ég vil þakka þér fyr- ir að gefa mér góðar minningar þar sem við áttum svo margar góðar stundir saman. Þú átt eftir að heilla alla englana með brosinu þínu bjarta. Megi góður guð styrkja Sigurð og börnin ykkar á þessum erfiðu tím- um. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Hvíl í friði kæra vinkona, Svava Hjartardóttir. Í dag kveðjum við Berglindi Bjarnadóttur sem fallin er frá langt fyrir aldur fram eftir hetjulega bar- áttu við erfið veikindi. Okkur langar að minnast Beggu, eins og við köll- uðum hana, hún var æskuvinkona og bekkjarsystir. Við kynntumst Beggu þegar hún flutti í Kópavoginn 12 ára gömul. Þegar við minnumst skíða- og skátaferða á unglingsárum er okkur efst í huga hvað Begga var mikill fjörkálfur sem hreif okkur með sér, þar var alltaf fjör og mikið hlegið, hún hafði góða nærveru og smitandi hlátur. Begga hafði mikla leiðtogahæfi- leika, hafði gaman af mönnum og málefnum líðandi stundar. Begga var til fyrirmyndar, enda komin frá góðu heimili og mikil pabbastelpa. Árin liðu og við vinkonurnar fór- um hver í sína áttina, giftum okkur og stofnuðum heimili. Tengslin sem við mynduðum sem unglingar voru sterk og í gegnum árin vissum við alltaf af Beggu okkar, við fylgdumst með úr fjarlægð hvernig fjölskyld- urnar stækkuðu og döfnuðu hjá hver annarri. Begga átti greinilega góða að, þegar hún talaði um fólkið sitt fór það ekki fram hjá neinum hve ástrík fjölskylda hennar er. Fyrir nokkrum árum kom upp at- vik sem varð til þess að Begga bank- aði upp á, skælbrosandi og falleg að vanda. Eftir það fór samband okkar aftur að styrkjast og við hittumst oftar og höfðum meira samband. En skjótt skipast veður í lofti, Begga greindist með illvígan sjúk- dóm, sem læknavísindin ráða enn ekki við, og hefur þessi vágestur enn náð að sigra. Æskuvinkona okkar kvartaði aldrei yfir veikindum sín- um, heldur tókst á við þau af æðru- leysi. Með þessum fátæklegu orðum viljum við koma á framfæri innileg- um samúðarkveðjum til ættingja Beggu, eiginmanns hennar, Sigurð- ar Blöndal, barna, móður hennar og systkina, hugur okkar er hjá þeim. Ó himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Halla Sigurðardóttir, Hallfríður S. Sigurðardóttir. „Rósin mín er fallin.“ Þannig til- kynnti Sigurður mér andlát Berg- lindar. Fimm ára baráttu við illvígan sjúkdóm var lokið. Frá fyrstu til hinstu stundar einkenndist þessi barátta hennar og fjölskyldunnar af hetjuskap og æðruleysi. Þar held ég að einstakt lundarfar Berglindar og samheldni fjölskyldunnar hafi haft sitt að segja. Það var mikill fengur fyrir skól- ann og okkar samfélag þegar þau Sigurður og Berglind fluttu til Hveragerðis með börn sín frá Þing- eyri fyrir einum og hálfum áratug. Sigurður byrjaði strax að kenna við skólann en Berglind vann fyrstu árin við leikskólann en kom svo til kennslu við Grunnskólann í Hvera- gerði. Fyrstu árin kenndi hún yngstu nemendunum, síðar heimilis- fræði og síðast stuðningskennslu meðan heilsan leyfði. Berglind var mörgum kostum gædd sem bæði nemendur og sam- starfsmenn kunnu að meta. Hún var traustur og góður félagi sem gott var að eiga samstarf við. Skaphöfn hennar var einstök og alltaf var stutt í smitandi hlátur og frábæran húmor sem sárt verður saknað í hópnum. Í dag kveðjum við föllnu, fegurstu rósina með söknuði. Við erum þakk- lát fyrir að hafa haft hana sem kenn- ara, samstarfsmann og vin. Minning hennar mun lifa með okkur öllum. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd samstarfsfólks Berglindar og nem- enda skólans þakka henni samfylgd- ina. Hugur okkar er hjá Sigurði, börnunum og fjölskyldunni allri. Þeirra er missirinn mestur. Megi Guð styrkja þau í raunum. Guðjón Sigurðsson. Hvergerðinga setti hljóða þegar fregnin um andlát Berglindar Bjarnadóttur barst um bæjarfélag- ið. Bæjarbúar höfðu fylgst með langri baráttu hennar við illvígan sjúkdóm og allan þann tíma dáðst að dugnaði hennar og bjartsýni. Aldrei kom til greina að gefast upp, alltaf var haldið í vonina um að lífið myndi sigra að lokum. Dyggilega studd af ástkærum eiginmanni, börnum og stórri fjölskyldu tókst Berglind á við sjúkdóminn af þeirri festu og reisn sem henni var eiginleg. Sjálfstæðis- menn í Hveragerði syrgja nú vin í raun. Berglind var valin til ýmissa trúnaðarstarfa á vegum félagsins í gegnum tíðina. Þeim störfum sinnti hún af miklum metnaði og dugnaði. Hún sat í stjórn Sjálfstæðisfélagsins um árabil og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagið. Hún var meðal annars í kjörstjórn sem sýnir best það traust sem Hvergerðingar báru til hennar. Í tvígang var Berg- lind á framboðslista Sjálfstæðis- félagsins og sýndi hún þá best hvaða mann hún hafði að geyma. Hún var alltaf boðin og búin að mæta, vílaði ekkert fyrir sér í starfinu og smitaði gleði og jákvæðni til annarra í hópn- um. Að leiðarlokum vilja sjálfstæð- ismenn í Hveragerði þakka Berg- lindi samfylgdina um leið og við sendum Sigurði, börnum, barna- börnum, tengdabörnum og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Eyjólfur K. Kolbeins, formaður Sjálfstæðisfélags Hveragerðis. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS VALDIMARSSONAR, Böðvarsnesi. Friðrika Þórólfsdóttir, Elín Eydal, Arnór Erlingsson, Valdimar Kristjánsson, Harpa Heiðmar, Þórólfur Kristjánsson, Svanhildur Kristjánsdóttir, Arngrímur Páll Jónsson, Ingvar Helgi Kristjánsson. Kæra Ingibjörg. Það var erfitt að horfa upp á þennan illvíga sjúkdóm leika þig svo grátt. Við Ey- þór fórum reglulega í heimsókn til þín inn á Grund en núna síðustu mánuði var erfitt að gera sér grein fyrir því hvort þú vissir af veru okkur. Við reyndum að koma á þeim tíma sem þú varst helst vak- andi og eins lét starfsfólkið okkur vita þegar þú áttir þína betri daga. Síðasta aðfangadag fórum við Eyþór ásamt börnum okkar með Ingibjörg Eyþórsdóttir ✝ Ingibjörg Eyþórs-dóttir fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1925. Hún lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 30. apríl 2010. Útför Ingibjargar fór fram frá Háteigs- kirkju 5. maí 2010. þér í messu í Hátíð- arsal Grundar. Starfsfólk Grundar hafði þá þegar klædd þig upp á í kóngablá- an kjól, lagað hár þitt og snyrt. Þennan dag var sérstaklega mikil ró yfir þér og þú varst glæsileg á að líta og þú virtist njóta þess að sitja uppábú- in við hlið sonar þíns og fjölskyldu. Halda í hönd hans og leyfa honum að strjúka yfir höfuð og andlit þitt eins og hann gerði svo oft eftir að þú veiktist. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi leikið líkama þinn grátt þá lifði hlýjan og hjartagæskan lengi í aug- um þínum og nærvera þín var alltaf gefandi. Þú munt lifa áfram í hjarta okkar. Þín tengdadóttir, Arna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.