Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 6

Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 6
5I(á/c/i3 Hamcdl Humalsson ( r/3rct úr 7\cijkjavíkurscgu) Því er oft haldið fram, að það, að vera skáld, sé eitthvað óviðjafnanlega háfleygt og fagurt. En í því sambandi verður auð- vitað að taka það skýrt fram, að þetta á alls ekki við slíka peyja, sem ganga ljóslif- andi meðal vor og nefna sig sjálfir skáld- nafni. Þegar um þá er rætt, er ekki nema eðlilegt, að allir virðingarverðir borgarar leggi í svip sinn og málróm þá sjálfsögðu lítilsvirðingu, er hæfir þessari mannteg- und. Skáld, sem enn eru á lífi eru allajafna mestu vandræðagripir. Ekki vilja þeir vinna, en mat sinn þurfa þeir, eins og aðr- ir, og þorstlátir hafa þeir jafnan þótt. Þeir eru gersneyddir skilningi á þeirri þjóðfé- lagslegu grundvallarnauðsyn, að fátækt fólk eigi að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis og bera þá kvöð möglunarlaust. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá er ekki laust við, að kvenþjóðin sé dálítið hjartveik fyr- ir þessum ræflum, og ekki er nú von, að það bæti málstað þeirra hjá dyggðugum borgurum, sem verða, margir hverjir, að dúsa með sömu kerlinguna til æviloka. Þá bætir það ekki úr skák, að þessar skáld- skepnur eru iðulega að bera sig að gera grín að mikilsvirtum borgurum í saurrit- um sínum. En sárgrætilegast er þó, að það er alltaf verið að skrifa um þessa skolla í blöðin, eins og þeir væru sjötugir fram- sóknarhagyrðingar norður í landi. En á sama tíma verður allur obbinn af háttvirt- um kjósendum þessa lands að borga fé fyr- ir jafnvel sína eigin dánartilkynningu. Ofan á allt þetta bætist, að menn þessir heimta peninga, stundum fleiri hundruð krónur, fyrir bullið úr sér, svo að velgerða- menn þeirra, forleggjararnir, tapa stór- fé árlega á því að gefa þetta út. En út yfir tekur þó, að þrátt fyrir hóflaust dekur þjóðfélagsins við þau, eru þessi vandræða- skáld síkvartandi yfir samúðarleysi, heim- ilisleysi, auraleysi, matarleysi, skóleysi, tóbaksleysi, brennivínsleysi og allsleysi. Nei, þá er það nú eitthvað annað með þau hin raunverulegu sháld, það er að segja meistara dauðu, sem liggja í gröf sinni og halda þar kjafti. Út af þeim ldofn- ar aldrei fjárveitinganefnd; þeir eru ekki að gera heimskulegar kröfur til þess fjár, sem Alþingi hefir að vísu veitt til bókaút- gáfu, en að sjálfsögðu verður að verja til þjóðarþarfa í næstu kosningum. Þeim þarf engin ritlaun að borga, meira að segja geta forleggjararnir fengið ríkisstyrk til að gefa út verk þeirra. Það ..er skylda allra mætra manna að vita, hvað þeir hétu, og kunna eitt eða tvö erindi eftir þá utanbók- ar, meira eða minna orðrétt. Sem betur fer er oftast hægt að fá bækur þeirra með mán- aðarlegri afborgun; þess utan eru þær gyltar í sniðum, fara vel í hyllu og sýna ótvírætt, að eigandinn er kúltíveraður mað- ur. Þær varpa ljóma andans yfir heimilið, og ef maður á ryksugu, þarf alls ekki að vera neinn sérstakur óþrifnaður að þeim í íbúðinni. Þessi skáld eru til allra hluta nytsam- leg. Það eru hæfilega tyrfnir formálar eftir lærða menn framan við hverja bók, sem hægt er að hafa til hliðsjónar, þegar haldnir eru fyrirlestrar um meistarana á 4 BRANDAJÓL

x

Brandajól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.