Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 9

Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 9
kominn í tugthúsið. Hann hafði framið inn- brot, stolið handtösku af gamalli konu og hnuplað krónu, sem barn átti að kaupa mjólk fyrir. Nú beið hann dóms síns í „Steininum" og myndi væntanlega ekki vera með neinn skáldhroka úr þessu. En, eins og allir vita, er jörð vor einn dauðans skugga dalur, þar sem flestar glæstustu vonirnar bregðast, og svo fór enn í þetta skipti. Það var aldrei kveðinn upp neinn dómur yfir Hamli Humalssyni. Það var meira að segja óvíst, hvort hann hafði nokkurntíma verið settur inn, þó að það væri ekki beint borið til baka. Aftur á móti kom hann til skila á götunum skömmu eftir nýjárið og reikaði þar um eins og áður, en á högum hans virtust þó hafa orðið ekki alllítil umskipti. Hann var sem sé uppáklæddur í splunkuný föt frá toppi til táar, kominn í hlýjan vetrar- frakka og með fínni hatt en flestir borg- arar gátu leyft sér að ganga með hvers- dagslega. Það var engin furða, þó að menn vildu ekki finna sig í svona naglaskap. En lög- reglan gat enga skýringu gefið á þessurn fyrirburði, taldi sér meira að segja ekki skylt að rannsaka málið eða taka manninn fastan, fyrr en einhver kærði hann. Og þar sem ekki höfðu horfið peningar í bænum síðan síðasta sjóðþurð varð í „Hænsna- & Kanínuræktarsjóðnum“, þá var allerfitt um vik. Það var ekki um annað talað í Reykjavík út janúarmánuð en þetta und- arlega skáld, sem hafði svikist svona aft- an að öllum siðum. Menn voru bæði hrygg- ir og reiðir, en fyrst og fremst ruglaðir í ríminu. Það fóru að renna á fólk tvær grím- ur, og þetta gekk jafnvel svo langt, að þeir af fyrri kunningjum skáldsins, sem minnst áttu undir sér, fóru hálfhikandi að heilsa honum aftur. En enginn fékk að vita,hvern- ig á þessum umskiftum stóð. Jafnvel þeir, sem gerðu svo lítið úr sér, að spyrja hann beinlínis, urðu ekki fróðari, því að Hamall Humalsson var langt frá því eins auðmj úk- ur og orðhreyfinn og fyrr á tíð. Það var ekki trútt um, að hann fyndi dálítið til sín og svaraði jafnvel rétt sæmilegum borgur- um út í hött, og varð það skiljanlega ekki til þess að auka samúð með honum í bæn- um. Til allrar hamingju gerðist þó nokkuð það í febrúarbyrjun, sem í bili lækkaði dá- lítið rostann í Hamli þessum, og veitti borg- urunum hina langþráðu hefnd yfir skáld- inu. Það, sem gerðist, var í stuttu máli þetta: Hamall Humalsson kemur einn góð- an veðurdag inn á skrifstofu eins stærsta fasteignasala bæjarins, staðnæmist við diskinn og segir yíirlætislega, að hann óski eftir að kaupa hús, villu, hvorki meira né minna! Húsið átti að vera stórt og fínt með mörgum herbergjum, og það var alveg sama, hvað það kostaði, peningar spiluðu í þessu tilliti yfirleitt enga rullu. Vitanlega var það einn lægst setti skrif- stofuþjónninn, sem hann átti tal við, hinir voru uppteknir af að stanga úr tönnunum og skafa undan nöglunum á sér, eins og títt er á reykvízkum skrifstofum. En þegar þeir heyrðu erindi skáldsins, datt svo yfir þá, að þeir urðu næstum því eðlilegir á svipinn. Allur kontórinn hlustaði í djúpri þögn á þenna óvænta kúnna, og að síðustu kom fasteignasalinn sjálfur til skjalanna. Skáldið snéri sér þá að honum og spurði hann með mikilli alvöru í rómnum, hvern- ig það væri, hvort ómögulegt væri að fá sig afgreiddan á þessum stað? Fasteignasalinn varð svo hissa, að hann svaraði nærri því kurteislega: Jú — hann vissi ekki betur en að menn væru afgreiddir hér, ef þeir ættu eitt- hvert erindi, því að sín skrifstofa væri ekki rekin af opinberu fé. — Jæja, gott er það, sagði skáldið, — ég ætla þá að kaupa hérna hús.Og hann heimtaði þegar í stað að fá að skoða öll fínustu húsin, sem væru á boðstólum. Hann hefði nóga peninga, að vísu ekki á sér, en það kæmi manneskja með þá frá Englandi mjög bráðlega, og þá þyrfti allt að vera í lagi. Húsið þyrfti að setjast í stand umsvifalaust, og aurana skyldu þeir fá um leið og þessi manneskja stigi hér á land. Það varð þögn um stund, er skáldið hafði lokið máli sínu. Fasteignasalinn var auð- BRANDAJÓL 7

x

Brandajól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.