Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 16

Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 16
staðar niður í miðju rúmi, í glóðvolgri fyr- irlitning, digurbarkalegri meðaumkvun og djúpri, þverúðarfullri ólund, sem ekkert á skylt við þjáningar ylgjandi graftrarkýla né sviða blæðandi kauna. Það fól í sér full- komna synj un. Það var ábyrgðarlaus nauð- vörn gegn óþægilegu orðagjálfri manns, sem ekki gat þagað. En þrátt fyrir allan táldráttinn í hljóð- falli þessa eina orðs færði það Erni sefandi huggun — og nú áræddi hann að strjúka Jörundi um vangann. Það voru bljúg hand- tök djúprar þakkarskuldar. — Góða nótt. Síðan skreið hann auðsveipur til hvílu Rakari nokkur,allskrafhreyfinn,spurði Archilaos Makídóníukonung: „Hvemig viltu, aS óg klippi hár þitt?“ „Þegjandi", svaraði konungurinn. Plutarch. ★ Spekingurinn Aristippos var einn þeirra mörgu, er átti vingott við vændiskonu þá, er Lais hét. I því tilefni sagði einn af vinum hans viS hann: „Þú ert bjáni, Lais elskar þig alls ekki“. Heimspekingurinn svaraði; „Heldur þú, að vín og steik elski mig? Hvorttveggja bragðast mér þó vel“. Plutarch. ★ Augustus keisari spur'ði eitt sinn ferðamann nokkurn, sem var áberandi líkur honum sjálfum: „Hefir móðir þín nokkm sinni komið til Róma- borgar?“ — Nei“, svaraði maðurinn, „aldrei, en faðir mínn oft“. Plutarch. ★ „Þegar okkur hjónunum verður sundurorða, er það alltaf ég, sem hefi síðasta orðið“. „Hvernig í ósköpunum ferðu að því? Hvað seg- irðu eiginlega við konuna þína?“ „Það er ofur auðvelt. Hg segi bara: Fyrirgefðu, elskan mín!“ ★ „Sá maður“, sagði ræðumaðurinn, „sem lætur undan, þegar hann hefir á röngu að standa, er vit- og breiddi yfir höfuð, eins og hann vildi dylja heiminn tilveru sinni. Undurlágt muldraði hann eitthvað í barm sér undir sænginni. Kannske var hann að biðja fyrir friðnum og sálum hinna særðu: Faðir vor, þú sem .... Vegamenn og togarahásetar eru launtrúuðustu menn, sem ég þekki. Upp á rúmgaflinum kvikuðu síðustu ljós- blossar kertisskarsins. Nokkrir spanandi ljósblossar, sem lognuðust niður í bráðið ið vaxið, sem drekkti ljósinu. Það var einhver ögrandi glettni í hinzta skini þessa örlagaríka kertis — þessa litla bleikrauða jólakertis. S. B. ur maður. En sá, sem lætur undan, þegar hann hef- ir á réttu að standa, hann er-----“. „Giftur“, sagði kúguð rödd frammi í salnum. ★ „Sá máður, sem ekki getur sett hugsanir sínar þannig fram, að fólk skilji hann, er asni. Skiljið þér mig?“ „Nei“. ★ „Hvað er það eiginlega, þetta útvarp, sem alltaf er verið að tala um“, sagði gömul kona. „Geturðu ekki hugsað þér voðalega langan hund, amma, sem nær alla leið frá Reykjavík til Akur- eyrar. Ef þú stígur á rófuna á honum í Reykjavík, þá ýlfrar hann á Akureyri — það mundi vera venjulegu* sími. — Og útvarpið er alveg eins — bara hundlaust". ★ „Hvernig getur þér dottið í hug, Stína litla, að segja við hana frænku þína, að hún sé heimsk og Ijót? Biddu hana fyi-irgefningar undir eins, og segðu., að þér þyki það leiðinlegt“. Stína: „Viltu fyrij-gefa mér frænka? Mér þykir svo leiðinlegt, að þú skulir vera heimsk og ljót“. ★ „Hvað eruð þér nú gama.ll, maður minn?“ „Ég er hálfáttræður". „Hafið þér átt heima hér í Reyk.javík alla yðnr ævi ?“ . „Ekki er ])að nú ennþá“, svaraði gamli maður- inn. 14 BRANDAJÓL

x

Brandajól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.