Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 7

Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 7
norrænum mótum á Laugarvatni, eða á stúkufundum. Það er hægt að drýgja póli- tískar ræður með tilvitnunum úr þeim, fyrir utan hvað hægt er að brúka þá í áróð- ursstarfsemi allra flokka. Kvæði þeirra eru jafn hárbeitt sverð í höndum svo vel sjálfstæðismanna sem kommúnista. Og það sömu kvæðin. Að öllu samanlögðu verður ekki skilið, hvern rækallann vér íslendingar höfum að gera með þessa karla, sem kalla sig nýtízku skáld? Vér höfum síld og saltfisk, (sem aðrar þjóðir éta með góðri lyst, þó að vér leggjum oss ekki niður við það sjálfir. I landi, þar sem menn eru almennt á hreppn- um, hrepparnir á sýslunni og sýslurnar á landinu, þar gera menn að sjálfsögðu hærri kröfur til lífsins). Þess utan höfum vér Is- lendingasögur og Heimskringlu; og þjóð- sögurnar, sem alltaf er að fjölga. Og hvað viðvíkur höfuðstað vorum, Reykjavík, þá stendur hann ekki sjáanlega að baki höfuð- borgum hinna Norðurlandanna. Ekki einu sinni sænskir kratabroddar hafa myndar- legri ístru en þeir íslenzku, og þó yfirstétt- in hér geti ekki talið ætt sína til þýzkra flakkara, eins og í Osló, þá standa engir á sporði fínu frúnum í Reykjavík um kaffi- drykkju, og ekki þarf heldur að saka þæi um áhugaleysi fyrir mannorði náungans. Nei, Reykjavík, eins og sögueyjan yfir- leitt, er á allan hátt vel birg af gæðum menningarinnar. En einnig af þeim agnú- um er benni fylgja. Til dæmis er hér fullt af lifandi skáldum! — Þó að íslendingar hafi, eins og einn af heimsfrægustu rit- höfundum landsins hefir látið um mælt, verið að berjast í þúsund ár, upp á líf og dauða, við menn, sem nefna sig skáld, hefir þjóðinni enn ekki heppnazt að útrýma þeim. Einn af þessum ódrepandi mönnum var Hamall Humalsson. Hann var Ijóðskáld, og hafði gefið út tvær ljóðabækur. Sú fyrri hafði hlotið ágæta dóma. — Nú er Sögu- eyjan nýtízku land á allan hátt, einnig með tilliti til bókmenntalegrar gagnrýni. Þeir, sem um þau störf fjalla hér eru andar, á borð við Jóhann Flagan og Hannes horn- lausa. Sem sagt, var fyrri bók Hamals þessa talin góð. Þar voru kvæði sem minntu bæði á Pétur G. V. Hálka, og Jakob Jere- míasen. Það lá við sjálft, að sum af ljóðum hans yrðu landfleyg, svo sem eins og „Nauta-Stína“ og „Konan, sem spinnur á rokkinn minn“. En svo kom ljóðabók númer tvö. Yfir henni var steinþagað, þar sem jafnvel helztu bókmenntafræðingar landsins, með próf. dr. Gabríel Jónsson í broddi fylking- ar, töldu ekki með öllu hættulaust að skamma hana. Þarna var nefnilega ekki til kvæði, sem líktist nokkrum öðrum skáld- skap í víðri veröld. Og þar sem skáldið var hvorki þjóðernissinni eða kommúnisti og hafði yfirleitt enga pólitíska þýðingu, þá var bókin hreint og beint þöguð í hel. En einni af hinum fínu frúm í Reykjavík „fannst“ eitt af kvæðunum „svo voðalega óanstöndugt“, og þetta varð til þess, að skáldinu var sagt upp stöðu sinni. Hús- bóndi hans hafði þá um tveggja ára skeið lofað Hamli þessum að starfa á skrifstofu sinni fyrir hundrað og fímmtíu krónur á mánuði. Þessi dánumaður var nefnilega ákaflega„interesseraður“fyrir hinum ungu bókmenntun íslands; en um leið var hann giftur einni af fínu frúnum í Reykjavík, og öllu, einnig velgerðum, eru náttúi'lega takmörk sett. En þar með breyttust að- stæður Hamals Humalssonar í þá átt, að hann varð hér eftir að lifa af skáldskap sín- um eingöngu, — og að vísu mætti það út af fyrir sig kallast framför á rithöfunda- brautinni. Nú er auðvitað enginn fyrirburð- ur jafn hlægilegur og illa klædd og soltin skáldskjáta, sem vafrar um göturn- ar, d'reymin á svip, peningalaus, með gat- slitna sóla. Þegar nú þar við bætist, að BRANDAJÓL Eítir Kristmann Gudmundsson 5

x

Brandajól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brandajól
https://timarit.is/publication/797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.