Brandajól - 20.12.1939, Blaðsíða 15
um, og þegar eitt gréri, spruttu þrjú á
næsta leiti.
Og er ég, sem lék hlutverk hins miskunn-
sama Samverja, bar mig til að binda fyrir
gatið á sænginni og tók að stumra yfir hin-
um hrjáða bróður og félaga, kom í ljós,
að mikið kýli hafði sprungið á honum aftan-
verðum við lokabyltuna á rúmstokkinn. Lá
hann í álitlegum blóð- og graftrarpolli og
stöðugt vætlaði úr sundurrifnu holdinu
meira blóð og meiri gröftur. Er Erni varð
kunnugt um þenna hinzta áverka leikslok-
anna, varð honum svo mikið um, að hann
leitaðist við að strjúka Jörundi um vang-
ann og biðja hann fyrirgefningar. En
Jörundur mátti ekki mæla. Hann veinaði
og svitnaði af kvölum. Munnurinn var full-
ur af blóði, nefið stýflað og augnalokin féllu
máttlaus yfir augun. Hann var allur blóði
drifinn og sleginn sárum í andlitinu. Þetta
hörmulega ástand fékk svo á öm, að hon-
um lá við gráti. í djúpri bæn laut hann yfir
særðan félaga sinn, er hann hafði hatað
ákafar en nokkra manneskju fyrir nokkr-
um mínútum. Og nú drupu þung og
brísheit tárin af hvörmum hans niður í
blóðstorkna ásjónu hins óvíga vinar, sem
einn allra manna megnaði að veita honum
andlega huggun og jarðneskan frið. Sann-
aðist þar, hve skammt er á milli hins drottn-
andi harðstjóra og auðmjúka þræls.
Er Örn hafði volgrað og stöðugt beðið í
nokkrar mínútur, tók Jörundur snöggan
hliðarkipp og mátti hann þá mæla.
Hann sagði: K
— Haltu kjafti og farðu til andskotans.
Síðan hóstaði hann út úr sér stórri blóð-
lifur, er hrökk fram á sængina. Blóðbelgir
stigu fram úr nösunum — og sprungu.
Nú féll Erni allur ketill í eld.
Blótsyrði vinarins féllu eins og rjúkandi
saltpéturssýra í flakandi undir hinnar
hrjáðu sálar, sem hungraði og þyrsti eftir
fyrirgefningu.
En Jörundur mælti ekki orð, en ýldi,
hóstaði, stundi þungan, og ýldi aftur þess-
um steikjandi angistarskrækjum ýtrustu
þjáninga meðan örn hljóp berlæraður með
handklæðið ‘ sitt suður í Nesá. Hann kom
aftur að vörmu spori með blautt handklæðið
og gekk upp og niður af mæði. Hófst svo
sárabindingin.
— Meðan við kreistum sárið og þvoð-
um, veitti Jörundur ekkert viðnám og
kveinkaði sér ekki. Hann kumraði og
stundi, en bærði annars ekki á sér, og lét
okkur ranga sér möglunarlaust eftir þörf-
um. Lögðum við síðan hreinan vasaklút við
sárið og tyltum honum niður með hefti-
plástri, sem var eign sjúklingsins og hinzta
öryggisráðstöfun kýlatímabilsins.
Næst var andlitið.
Er við höfðum strokið blóðkámið af
hægri vanganum og þurrkað það mesta í
kringum nefið og munninn, reis hinn lami
upp við dogg, greip fálmandi hendinni í
rúmstokkinn og hrækti snerpulaust mikl-
um blóðkekkjum fram yfir stokkinn. Svo
féll hann máttlaus á koddann og andvarp-
aði.
Sárin á andlitinu voru mörg, en grunn,
og klasamynduð hrúðurlög storknuð yfir
vætlanda blóðsins. Nokkrar minni háttar
flumbrur voru hér og hvar á höndunum.
Það var ekkert. Svo brutum við inn á lakið
og hagræddum í rúminu og hlúðum að hin-
um veika með alúðarhluttekningu þeirra,
sem bera ábyrgð á blóðsúthellingum.
Örn var hættur að kjökra. Hann var einn-
ig blóði drifinn á höndum og andliti. Yfir
vinstra auganu var gapandi sprunga yfir
þvera augabrúnina — og mikið blóð. En
blóð hinna líkamlegu sára og þjáninga
holdsins hurfu sem hismi í skugga hinnar
andlegu smæðar og kvala. Hann studdist
fram á rúmstokkinn, laut yfir Jörund og
hvíslaði fölvum klökkva hinnar einu, sönnu
bænar.
— Viltu fyrirgefa mér, Jörundur minn.
Jörundur bærði ekki á sér og þagði.
— Viltu fyrirgefa mér, Jörundur minn
— áður en við förum að sofa, bætti hann
við.
Ekkert svar.
— Vertu ekki reiður við mig. Fyrir-
gefðu mér, Jörundur minn.
Löng, kveljandi þögn, svo kom drafandi
— — já, sem átti upptök sín einhvers-
BRANDAJÓL
13