Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 7
ÉRÁMSÓKNARBLAÐIÐ __ 7
--««----^---------------— """" --------------------------------------------------" ----------;— -----------
SVEINN GUÐMUNDSSON:
í ÓBYGGÐUM
ÞÆTTIR ÚR FERÐASÖGU
Á síðari árum lietur farið
mjög í vöxt, að menn leiti í
sumarleyfum inn í óbyggðir
landsins. Það er ekki sízt að
þakka forgöngn nokkurra ö't-
ulla áhugamanna í ræðu og riti,
manna, sem hafa fundið fegurð
og tign íslenzkrar náttúru í
„nóttlausri voraldar veröld“,
mann sem hafa glöggt skýnjað
töframátt óbyggðanna og teig-
að lífsorku úr næktabrunnum
þeirra. Jafnvel minningarnar
einar lýsa upp skammdegis-
kveldin. Menn eru sem óðast að
skilja betur og betur að kynn-
ing og samvera mannsins við
náttúruna — og á ég þar helzt
við öræfi og óbyggðir — er holl
og nauðsynleg, og eykur gildi
tilverunnar í augum þeirra, er
unna fegurð og órjúfa kyrrð ís-
lenzkra fjalla. Fátt er jafn dá-
samlegt og að reika um fjöll og
hæðadrög á fögrum morgni í
júlímánuði og njóta þeirrar un-
aðslegu fegurðar, sem íslenzk
náttúra býr yfir.
Á s.l. sumri átti ég þess kost
að láta margra ára gamlan
draum rætast. Eg fór ásamt
fleira fólki í Ódáðahraun, —
Grafarlönd — Herðubreiðarlind
ir — Dyngjufjöll — Öskju. Þetta
yar mislitur hópur að þjóðerni,
14 að tölu frá 4 þjóðum, ís-
landi, Danmörku, Englandi
Þýskalandi, en gott fólk og sam-
stætt. Ódáðahraun, það er ljótt
heiti á jafn stórbrotnu og svip-
miklu landslagi. Ég kynni betur'
við að það héti Dáðahraun. Yf-
irferð þess — það er víða torleiði
— vekur dáðir og dug. Við, sem
komin erum á miðjan aldur,
, kunnum í æsku vel að meta
nafnið Ódáðalnaun, því að
sennilega munurn við velflest
hafa fengið forsmekkinn af þjóð
trúnni, er lifði fram á þessa
öld, að útilegumenn, „forynjur
og tröll“ byggðu Ódáðahraun.
Því miður sáum við engan úti-
legumann, og því síður skess-
ur né tröllkarla.
Ódáðahraun er mikið að
stærð. Með útskákum þess og
,,nýlendum“ mun það verá yfir
6 þús. ferkm. Hraunið er hellu-
hraun og víða gott yfirferðar.
Askja, sem gaus vikri.. fyrir rúm
um 77 árum, bætti stórum sam-
göngurnar í hrauninu, því að
gjótur og sprungur eru fullar
af vikri.
Herðubreið er drottning ís-
lenzkra fjalla hvað skópun á-
hrærir. Hún er hringmyndað
eldfjall klædd hringabrynju
stuðlabergsins, en á höfði ber
hún hvítan hjálm, sem minnir
á hadd fornkvenna vorra. Hún
er hin svipmikla fjallkona aust-
uröræfanna, og ber ægitign í
svipmóti yfir nágranna sína.
Herðubreiðarlindér eru berg-
vatnslindir, sem koma hér og
hvar út úr hrauninu suð og
suðaustur af Herðubreið, og
mynda mjög fagra bergvatnsá
Lindá, er líður lign og tær, á
stöku stað með smáhyljum og
flúðum, áleiðis austur á bóg-
inn, og sameinast að lokum Jök-
ulsá. Lindá mun vera um 10
km. löng. Við Lindá er ákaflega
. fagurt yfir að líta. Á þessurn
slóðum rná telja þarna allmik-
inn gróður. En stærsti gróð
urinn er hvönnin. Hún vex all
víða á bökkum árinnar. Svo
stórir og sterkir eru stiklarnir,
að þeir stóðu víða óbrotnir frá
fyrra ári. Annars eru norður-
Herðubreið speglar sig í Herðubreiðarlindum.
Askja í Dyngjufjöllum, Víti fremst tilhægri.
hlíðar árbakkans vaxnar kjarri
og ýmsum smágróðri. Ég hefi
óvíða fundið meiri fjallakyrrð
en í Herðubreiðarlindum. Ó-
rofaþögn ríkir, aðeins niður nátt
úrunnar og hjal lindanna rýfur
þögnina, en gefur henni þó um
leið seiðnragnaða þrá til eilífð-
ar hvíldar í faðmi móður jarð-
ar. Mér kom í hug, að höfund-
ur Gylfaginningar hefði komið
í Herðubreiðarlindir og hugsað
sér Heimdall sitja þar og hlýða
þunnu hljóði. Vissulega má þar
heyra grasið gróa. Svo fullkom-
in er kyrrðin.
Við upptöku Lindár eru víða
íagrir grasivaxnir hólmar. Þar
á óðinshaninn heimkynni sín,
og lifir þar sínu fjörmikla og
glaða fjölskyldulífi. í Herðu-
breiðarlindum er tilvalinn tjald
staður. Þaðan eru tiltölulega
stuttar leiðir til þess að fá gott
útsýni, fyrst og fremst á Herðu-
breið, ef veður er bjart. í það
fer einn dagur. Þá má nefna
Upptyppinga, um 4 klst. gang.
Og jafnvel rná vel hugsa sér að
ganga þaðan í Dyngjufjöll og
Öskju með náttstað í liuga í
Dyngjudal. Nokkra stunda gang
ur frá Lindunum er flugvöllur
afmarkaður á bökkurn jökulsár,
og sennilega gætu þeir verið
víðar, því mjög vða eru harðir
sandar. Þegar sú stund rennur
upp, að Vestmannaeyingar hafa
yfir helikopter flugvél að ráða
er það rneira en notaleg tilhugs-
un, að láta vélina skjóta fólki
þangað í sumarleyfi, og v'itja
þess aftur að leyfi loknu. Þessu
er aðeins skotið hér inn til at-
umhugsunar.
Annar var sá staður í Ódáða-
hrauni, sem heillaði mig ekki
minna en Herðubreiðarlindir,
en það var við Öskju. Ég hætti
mér ekki út á þá hálu braut að
lýsa Öskju og því, sem fyrir aug-
un bar þá stund, er ég dvaldi
þar. Til þess vantar mig skáld-
legt flug og innsæi. En það hygg
ég satt vera, að ég hafi hvergi
I augum litið „meiri tignogmeira
I veldi" en þar. Fjöllin spegluð-
j ust í vatnsfletinum og stóðu ái
höfði, og ógerlegt var að greiná
á milli vatns og lands. Slíka töfr
andi fegurð hefi ég aldrei áður
séð, og ég hugði um stund, að
ég væri kominn í töfraheim
æfintýra, slíka er ég las um í
æsku. Degi var tekið að hálla.
Fararstjóri kvaddi til heimferð-
ar. Er ég stóð upp, komu mér í
hug orð góðskáldsins okkar: Gat
ei nema guð og eldur gert svo
dýrlegt furðuverk“. Og er ég að
síðustu leit yfir Öskju og Víti
á fjallsbrúninni á suðvestur-
barmi gýgsins, þóttist ég skilja
orð Rómverjanna: Sjá Neapel
og dey síðan. Fyrir mitt leyti
gat ég sagt: Sjá Öskju og dey
síðan. Ég hygg, að svo muni
fleiri geta sagt, sem sjá Öskju
í jafn fögru veðri og þennan sól-
ríka dag. Ég hygg að merking-
in í orðtaki Rómverjanna sé
þessi: Sjá Neapel einu sinni -í
aðeins einu sinni — og dey síð-
an. Svo fast mótast rnynd-
ir og minningar í hugum
manna frá slíkuni stöðum við
fyrstu sýn, að vafasamt er, hvort
maðurinn glatar ekki nokkru af
þeim auði, er hann þegar á, við
að sjá „Neapel“ aftur. Ég mun
ekki að sinni hætta á að sjá
Öskju aftur.
Að miðnætti gengum við til
náða við Öskjuvatn. Þar var
hylki frá Agnari Kufod? Han-
sen. Þar hafði hann lent vél
sinni nokkrum dögum áður á
leið af Héraði til Reykjavíkur.
Hér varð hann að lenda vegna
þoku og gekk það víst ágætlega.
Ég segi frá þessu til að sýna,
að víða má lenda við Ódáða-
hraun. í bakaleiðinni vorum
við einn dag í Herðubreiðar-
lindum í dásamlegu veðri og
hita. í förinni var gúmmíbát-
ur, er átti að nota til selflutn-
inga yfir Jökulsá, ef veður leyfði
því að til Kverkfjalla og
Franrhald á bls. 25