Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 5

Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 5
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ -------^----------------<■■■.>■■■»»■■»" gr ÁV ARP forseta bœjarstjórnar Vestmannaeyja flutt á skipsfjöl við burtför Esju 5. júlí 1952. Vestmannaeyingar og aðrir þeir er mál mitt heyra: Meðal þeirra góðu gesta, sem um þessa iielgi hafa heimsótt Eyjarnar er Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður, heiðursborgari Vestmannaeyja og kona hans, frú Anna. Vil ég í nafni Vest- mannaeyja og íbúa þeirra á- varpa hann nokkrum kveðju og þakklætisorðum. Ef staldrað er við mitt í dags- ins önn hér í Eyjum og horft í kringum sig, þá dylst það eng- um að Eyjarnar til viðbótar því að vera óvenju fagrar frá náttúr unnar hendi, eru vel byggður bær með miklum og fjölbreytt- um atvinnutækjum til lands og sjávar, þannig að hvergi á landi hér er tiltölulega betur í garð- inn búið í þeim efnum, en það blómlega og búsældarlega um- hverfi sem hér getur að líta byggist á þeim grundvelli sem Gísli J. johnsen lagði hér um síðustu aldamót er hann ung- ur að aldri leysti Eyjarnar und- an járnhæli erlendrar verzlun- arkúgunar, svo ungur að hann þurfti sérstakt aldursleyfi til þess að stofnsetja atvinnurekstur sinn, en um þrjá fyrstu áratugi tuttugustu aldarinnar var hann stórvirkasti brautryðjandi í at- vinnuframkvæmdum Eyjanna. Stórskáldið Einar Benedikts- son kvað: Þú fólk með eyntd í arf. Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda. Reistu í verki viljans merki — vilji er allt sem jrarf. Trúðu á sjálfs þín hönd, en uridur eigi Þú sonur kappakyns, lít ei svo með löngun yfir sæinn. Líttu út og lát þér segjast góð- ur. Níð ei landið, brjót ei bandið, boðorð hjarta þíns, Þú býrð við lagarband — bjarg- arlaus við frægu fiskisviðin, fangasmá, þótt komist verði á miðin. Vissirðu hv'að frakkinn fékk til hlutar. Eleytan er of smá, sá gr-ái er ut- ar. Flý þó ei. Þú svafst þig ei til dauða. Þeim sem vilja vaka og skilja vaxa þúsund ráð. Gísli J. Johnsen skildi vel hvar skórinn kreppti að, og hann skorti ekki hug né dug >til þess að ganga á liólm við erlent peningavald, sundrung og deyfð samborgara sinna og hverskyns erfiðleika. Ef við lítum nokkra áratugi aftur í tímann þegar hér voru GÍSLI J. JOHNSEN eingöngu nokkur frumstæð ára- skip, óvarin höfn fyrir opnu út- hafi og svo grunn að þessi litlu áraskip flutu ekkí á höfninni nema með háurn sjó og berum þær aðstæður saman við höfn- ina í dag jrar sem glæsileg haf- skip sigla út og inn hvernig sem á sjó stendur, er hægt að gera sér lítillega í hugarlund við hvað * hefir veri ðað stríða, og hvílíka orku hefir þurft til þess að umbylta at- vinnurekstrinum og taka nú- tíma véítækni í þjónustu liugar og handa. Þetta gerði Gísli J. johnsen, hann innleiddi hér stór felda og álnifaríka atvinnubylt- ingu ef svd mætti að orði kveða. Það var Gísli J. Johnsen sem útvegaði hingað fyrsta vélbát- inn og :;íðan hvern af öðrum, og jmrfti samtímis að sjá fyrir útvegun fjármagns til kaup- anna, og á þrjátíu árum, einu sinni á hverjum áratug hafði hann forystu um að yngja upp veiðiflota Eyjanna með stækk- uðmn og nýjum bátum. Það er arfur Vestmannaey- inga frá Gísla J. Johnsen, að Eyjamenn hafa sett metnað sinn í það að liafa skip sín og báia svo vel búin að aí hefir borið í íslenzka flotanum. Það var Gísli J. fohnsen senr byggði fyrstu fiskimjölsverk- smiðjuna, fyrsta frystihúsið og fyrstur lét setja talstöðvar í fiskibáta hérlendis, og þessar frafpkvæmdir gerði hann í Vest- mannaeyjum. Gísli J. Johnsen hefir verið forgöngu og hvata- maður að þ\ í að taka upp margs konar öryggistæki til hjálpar sjó farendum, sem nú þykja svo sjálfsögð, að engum dettur í hug að jrað hafi á sínum tírna kostað baráttu að koma þeim á' fram- l'æri. Það eru ýmsir, sem skilja ekki þýðingu Vestmannaeyja fyrir íslenzka jyjóðfélagið, ‘,en þeir góðir gestir sem hér eru staddir um borð í glæsilegu haf skipi sem flýtur hér við trausta bryggju mega vel leiða hugann að því, að svona ferðir eru þvi aðeins orðnar framkvæmanlegar að dugmikið fólk eins og sjó- menn Eyjanna sækja aflaföng á djúpmiðin og afla þann veg gjaldeyris til kaupa erlendra lífsþæginda, og það var Gísli J. Johnsen sem hér í Eyjum lagði trausta hornsteina undir gjald- eyrisöflunina. Gísla J. Johnsen sem ungum dreng súrnaði í augum að horfa á erlendu veiðiskipin sópa fiski slóðir umhverfis Eyjarnar á sama tíma og Eyjamenn kom- ust ekki á flot vegna vantandi tækja. Þess var getið í blöðum og útvarpi á s.l. vetri, að vonir stæðu til að tvö hundruð manns kæmust í tímabundna atvinnu á Keflavíkurflugvelli, og jróttu mikil atvinnubjargráð. Ekki skal lítið úr því gert, en þó er Jrað atvinna, sem tengd er við dvöl erlends herliðs, sem menn vona að verði áðeins stundar- fyrirbrigði. Um liitt var rninna rætt sem jró er jrjóðinni þýðingarmeira, að á sama tíma, vetrarvertíðinni, höfðu 16—1800 aðkomumenn góða atvinnu í Vestmannaeyj- um við arðbær framleiðslustörf. Röm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til. Vestmannaeyjar og íbúar þeirra eru bundnir traustum böndum við fólkið í hinum dreifðu byggðum landsins, fólk- ið sem býr hér uppi á strönd- inni jog sér í góðu veðri ljósin blika yfir Eyjunum á kyrrum vetrarkvöldum, fylgist líka með ljósum frá annarri raflystri borg sem líka eru Vestmannaeyjar, bátaflotanum, Jrar sem synir og feður og bræður fólks hvaðan- æva af landinu eru þátttakend- ur í atvinnusókninni, og fylg- ist með góðum hug og hlýjum óskum með ferðum bátanna sem dreifast um fiskislóðirnar umhverfis Eyjarnar. Það er margt heimilið utan Eyja sem byggir lífsafkomu sína á afla- föngum sem dregin eru á land í Vestmannaeyjum. Þær eru ntargar fjölskyldurn- ar um land allt sem hafa stofnað heimili sín með þeim föngum sent aflað .yar úti í Vestmanna- eyjurn og framan af öldinni ekki hvað síst í þjónustu Gísla 5 Aðfangadagur Framliald af 2. síðu. gekk á undan og hún í sporin og jrau urðu að halda sér upp að berginu. Bráðum voru þau sloppin yfír skaflinn, en nú reis alda svo hátt, hún sleikti sig upp eítir mannínum og kon an, sem var á eftir fékk ískalda skvettuna alveg upp að mitti og nú varð hún hrædd, alveg lé- magna. Henni fannst sjórinn draga sig niður, niður, niður og snjókrapið lagðist að fótum henn ar og hélt þeim föstum. Maður- inn hennar snéri sér við til þess að hjálpa henni. „Við erunr al- veg að sleppa“ sagði hann, og um leið flaug henni í hug sag- an um ekkjuna við Ekkjustein. — Hér verður aldrei slys. — Nú var skaflinn rétt búinn og þau komin fyrir nesið, og nú blasti litla þorpið við, svo vinalegt og hlýlegt með ljós í hverjum glugga. Bráðum voru Jrau kom- in inn að Bakaríi. Þar höfðu Jrau herbergi og þur löt, og áð- ur en klukkan var orðin 6 voru þau komin inn í litla samkomu- húsið, þar átti að halda aftan- sönginn og jrað var svo fagur- lega uppljómað og þar sem voru brosandi vinarandlit, hvar sent litið var. — Gleðileg jól, gleði- leg jól.---Eftir aftansönginn var erfiðast að segja nei við alla þá, sem vildu að þau kæmu til sín. — Börnin bíða, börnin bíða. — En í Bakaríinu var búið að dúka borð og ekki hjá því kom- izt að drekka sjóðheitt súkkulað. Þegar Jrau lögðu af stað aftur var komið sæmilega bjart veður, sjórinn fallinn af fjörunum, svo að ferðin gekk ágætlega út með fjallinu. Þegar upp í dalinn kom, sáust ljósin heiman af prestsetrinu og litla kirkjan á hólnum var uppljómuð og frá henni bárust 'skærir klukkna- hljómar út í stjörnuskreyttan geiminn. „Jón er þá kominn heirn og hringir kirkjuklukk- unum“, sögðu hjónin, og brostu hvort til annars og þegar þau leiddust heim að dyrunum gægð ust þar út fjögur geislandi björt barnaandlit. — Pabbi og mamma komin heirn. — Ofanleiti 10. des, 1952. Lára Kolbeins. J. Johnsen. Og ótalin eru þau ungmenni sem hafa kostað skóla vist sína me'ð afrakstri atvinnu í Vestmannaeyjum. Margir geta því tekið undir með Erni Arnar: Manstu ökkar iyrsta fund, forð- um daga-í Eýjúm. Framhald á bls. 9

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.