Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 19
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ
19
á syllum í bergveggjum þeirra.
Síðan land byggðist hafa þar
verið stundaðar fuglaveiðar og
eggjatekja. Um aldir hafa bænd-
ur einir í Eyjum haft rétt til
þess að stunda þann atvinnu-
veg. Þeir sjálfir og búliðar
þeirra hafa innt þennan starfa
af hendi ár frá ári og öld af
iild. Oft gengu tómthúsmenn i
þjónustu bændanna við þenn
an starfa og fengu þeir þá fyr-
ir það hlutá af veiði eða eggja-
fet^g. En nú er þessi atvinnu-
vegur aðeins svipur af því sem
áður var. Að nokkru leyti er það
rétt, sem eldri Eyjamenn hafa á
orði, að fuglaveiðar og eggja-
tekja sé nú meira stundað
„sem sport“ en atvinnuvegur í
Eyjum.
Áður fyrr og fram á fyrstu ára
tugi þessarar aldar, voru fugla-
veiðar bjargræðisvegur,' sem gaf
bændum í Eyjum mikið búsílag.
Á haustin áttu þeir fleiri ílát
full af fugli, svartfugli, lunda,
súlu og fýlunga. Nú er öldin
önnur. Bannað er með lögum
að veiða fýlungann vegna sjúk-
dómshættu. Lundi er enn veidd-
ur tugþúsundum saman og seld
ur nýr í verzlunum í Eyjum
eða manna á milli. Einnig er
mikið selt til annarra lands-
Iiluta. Satt er það, að margir
ungir Eyjamenn hafa það nú að
„sporti" í sumarfríum sínum
að liggja við í Úteyjum og
veiða lunda. Fá þá bændur, sem
veiðiréttinn leigja, lduta af
veiðinni. Fram undir síðustu
aldamót var lundaveiðin stund-
uð langan tíma úr sumrinu. En
árið 1895 voru veiðarnar tak-
markaðar með sérstakri sam-
þykkt. Hefur sá háttur haldizt
síðan, að veiðin sé stunduð mán
aðartíma úr sumrinu.
Nokkrar tölur gefa hug-
mynd um árlega fuglaveiði og
þær breytingar, sem orðið hafa
á þessum veiðiföngum:
Árið i8r,6 nernur lundaveið-
in í Eyjum 331 þúsundi.
Árið 1900 34000 lundar.
— — 28000 fýlungar.
— 1910 26000 lundar.
— — 19000 fýlungar.
— 1930 51600 lundar.
— — 12500 fýlungar.
— 1940 20000 lundar.
— — engir fýlungar.
— 1947 17750 lundar.
— 1948 20275 -
— 1949 25680
— 195° 23975 ~
— 1951 H500 -
Svartfuglaegg:
Árið 1949 4500 stk.
— 195° 35°° “
— 1951 9°°° “
Frœðslumálin.
Talið er, að fyrsti barnaskóli
hér á landi hafi verið stofnaður
í Vestmannaeyjum árið 1744.
Sá skóli lagðist niður um lang-
an tíma sökum fjárskorts að
haldið er.
Heimilin í Eyjum munu
lengst af hafa reynt að feta í fót-
spor annarra um það, að kenna
börnunum lestur og fullnægja
öðrum kröfum til undirbúnings
fermingunni. Barnafræðsla
komst þar þegar í fast form upp
úr aldamótum og ef til vill
fyrr.
Stórt og vandað barnaskóla-
hús var byggt í Eyjum 1915—
1918 og stækkað og byggður við
það fimleikasalur á árunum
1926—1929. í barnaskóla Vest-
mannaeyja voru 1950 um 480
börn, 1951 um 520 börn og nú
um 500 börn. Skólaskyldu nýju
fræðslulaganna (1946) er nú
fullnægt hér fyrsta sinni á þessu
skólaári með því að Gagnfræða-
skólinn gat flutt í nýju bygging-
una. í honum eru nú um 120
nemendur. Áður voru engin tök
á að fullnægja hér skólaskyld-
unni sakum húsnæðisskorts.
Unglingafræðslan sat lengst
af á hakanum.
Mesti annatími ársins er vetr-
arvertíðin. Það þótti ógjörning-
ur allra hluta vegna að halda
stálpuðum, vinnufærum ung-
lingum á skólabekk um há-
bjargræðistímann.
Á árunum 1915—1920 reyndu
einstaka menn að stdfna til
fræðslunámskeiða fyrir ungl-
inga haustmánuðina til jóla. Sér
staklega var kennslan miðuð við
þarfir pilta, sem afla vildu sér
þekkingar í sjómannafræði.
Árið 1918 varð Páll Bjarna-
son skólastjóri barnaskólans í
Eyjum. — Páll var fæddur að
Götu á Stokkseyri 26. júní 1884,
d. 5. des. 1938. Hann hafði lif-
andi áhuga á menningarmálum
bæjarfélagsins og fannst skórinn
kreppa þar æði víða að í þeim
efnum. Haustið 1921 fékk Páll
skólastjóri að barnaskólanum
hér tvo unga kennara' þá Hall-
grínr Jónasson, sem nú er kenn-
ari við Kennaraskólann, og
Halldór Guðjónsson, núverandi
skólastjóra barnaskólans hér.
Með þessum ungu starfskröft-
um afréð Páll að stofna til ungl-
ingakennslu 1 barnaskólahhús-
inu. Engar skráðar heimildir
liafa fundizt um starf og rekstur
þessa unglingaskóla fyrstu tvö
árin.
Sumarjð 1923 er samin reglu-
gjörð fyrir þennan unglinga-
skóla. Hún er staðfest af kennslu
málaráðuneytinu um haustið.
Aðsókn var mjög lítil, flest ár-
in fyrstu innan við 20 nernend-
ur. Ekki þótti tiltök fyrstu árin
að starfrækja skólann lengur en
til áramóta.
Samkvæmt lögum um gagn-
fræðaskóla í kaupstöðum 48/
1930 var Gagnfræðaskólinn í
Vestmannaeyjum stofnaður það
ár. Svo var kveðið á í 4. gr.
þeirra laga, að árlegur starfs-
tími gagnfræðaskólanna skyldi
vera minnst sex mán. og mest
sjö og hálfur mánuður. í 16. gr.
þessara laga var þó Vestmanna-
eyjakaupstað veitt undanþága
í þessum efnum.
Þessi grein hljóðaði þannig:
,,í reglugjörð fyrir gagnfræða-
skóla í Vestmannaeyjum má á-
kveða, að námstíminn sé
skemmri en sex mánuðir árlega,
en þó skulu próf þaðan vera
hin sömu og við aðra gagnfræða-
skóla, enda sé samanlagður
kennslutími til prófs þar jafn-
langur og í öðrum hliðstæðum
skólum.“
Þannig leit löggjafinn á, að
Vestmannaeyjar hefðu alveg sér
stöðu um rekstur ungmenna-
skóla vegna vertíðarinnar, að-
al bjargræðis- og annatíma árs-
ins. Það var ekki að ófyrirsynju,
að þessi ákvæði voru sett í gagn
fræðalögin. Hér var byggt á
reynslu og svo á trú áhrifa-
manna, Enda reyndist um
margra ára skeið ekki unnt að
halda hér unglingahóp á skóla-
bekk að vetrinum, án þess að
töluverður hluti hans hyrfi úr
skóla til vertíðaranna eftir ára-
mót. En aldrei var undan því
látið og skólinn starfræktur
samt í sjö mánuði árlega. Skól-
inn varð að sigrast á þeim erfið-
leikum, þó að^ þeir kostuðu
margra ára baráttu. Hér varð
að breyta hugsun almennings
gagnvart gildi fræðslu- og skóla-
starfs. Sú eik fellur sjaldan við
fyrsta högg. E kki við annað eða
þriðja heldur. Þegar styrjöldin
hófst, liafði rnikið áunnizt í
þessum efnum. Veturinn 1940
— 1941 stunduðu um 90 nem-
endur nám í gagnfræðaskólan-
um, flest allir úr Eyjum, því að
nemendur utan af landi eru
jafnan mjög fáir í skólanum
og stundum engir.
Á fyrstu styrjaldarárunum
fór kaupgjald ört hækkandi og
margfaldaðist á skömmum tíma.
í Eyjuin mun unglingakaup
hafa þrítugfaldast á tveim árum
eftir að hraðfrystihúsin tóku til
starfa. Of dýrt þótti þá að eiga
unglingana á skólabekk á slík-
um gullauðgitímum. Nemend-
um Gagnfræðaskólans fækkaði
því um helming á tveim árum,
1941—1943. Veturinn 1941—
1942 sagði t. d. þriðjungur nem-
enda 1. bekkjar sig úr skóla á
miðjum vetri og hvarf til vinnu
á vertíð, flestir þeirra í hrað-
frystihús.
Oft hefur verið um það rætt
að breyta starfstíma skólans og
hefja starfið fyrr á haustin, t. d.
1. sepetember, og slíta skólanum
í marzlok. En aldrei hefur verið
horfið að því ráði. Ekki hefur
þótt gerlegt að ná unglingunum
saman til skólanáms svo snemma
hausts eða seinni hluta sumars.
í starfinu hefur því fyrst og
fremst orðið að treysta á og trúa
á aukinn skilning almennings á
gildi náms og skólastarfs og
byggja vonir á vakandi og vax-
andi námshvöt æskulýðsins, vilja
hans og skapfestu í starfi að
settu marki«
Nú er það hrein undantekn-
Börn að leik.