Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 29

Framsóknarblaðið - 15.12.1952, Blaðsíða 29
EfcAMSÓKNARBLAÐIÐ ____ . ... .......- 29 Það er dugur og dyggð í drengjum Hérna á borðinu hjá mér liggur ársskýrsla skátaflokksins „Útlagar". Þennan flokk fylla milli 20 og 30 Vestmannaeying- ar, sem hafa flutt Iiéðan til Reykjavíkur. Þegar ég hugleiði þessa skýrslu, minnist ég þeirra stunda er Skátafélagið ,,Faxi“ \'ar stofnað hér í Eyjum. Það voru fyrst og fremst nemendur inínir og okkar Þorsteins Ein- arssonar, sem fylktu sér þá und- ir merki þessara merkilegu ung- mennahreyfingar. Ofan á öll þrengslin. í. Breiðabliki bættum | við S ká taf é 1 agsskapn u m. Með því viðurkenndum við, að hug- sjónir skólans í uppeldismálum og hugsjónir „Faxa“ áttu sam- leið. Enda gerðist Þorsteinn forvígismaður ásamt nokkrum öðrum bæjarbúum utan skól ans, sem einnig unnu hugsjón- um skátahrheyfingarinnar og kunnu að meta þær réttilega. Með því að hýsa skátafélagið „Faxa“, vildum við nafnarnir sanna, að þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Árangurinn kom brátt í ljós af félagsstarfsemi þessari. Fjöldi unglinga lærðu að unna hug- sjónum hreyfingarinnar og rækja þær. Það leikur ekki á tveim tungum sem vilja viður- kenna sannleikann, að skáta- hreyfingin ’hér hefir styrkt margt ungmennið og eflt mót- stöðuafl "þess gégn illum öflum að skaðvænlegum aðsteðjandi straumum, sem draga ungling- ana iðulega niður í sorpið og hundana. lýlargir af fyrstu og ötulustu forvígismönnum skáta- hreyfingarinnar hér með nokkr- um óbreyttúm liðsmönnum hafa á undanförnum árum, flutt úr bænum til Reykjavíkur. Þess ir menn hafa þó ekki gleymt Eyjunum og því bezta sem þeir nutu þar í félagslífi: Þcir mynd- Efsta röð frd vinstri Gísli Guðlaugsson, Karl Guðlaugsson, Arnbjörn Kristinsson, Sigurjón Krist- insson, Magnús Kristinson. Miðröð: Erikur Haraldsson, Hörður Haraldsson, Björgvin Torfason, Einar Valur Bjarnason, Kári Kdrason. Neðsta röð: Garðar Gislason, Steinar Julíusson, Theodox Georgsson, Leifur Arscelsson, Kristinn Ó. Guð mundsson. Þessa vantar á myndina: Þórarmn Guð- mundsson, Friðrik Haraldsson, Þorstein Einarsson Sigpór Guðnason, Gisla Sigurðsson, Ólaf Þór- liallsson (nú staddur U Ameriku), Sigmund Finnsson (nú staddur i Ástraliu) og Magnús Bjarnason. uðu þegar með sér skátaflokk, er þeir kölluðu „Útlaga“. Nafn ið mun eiga að skiljast í beztu merkingu orðsins, sem sé þeir, er unna útilífi, frelsi og fegurð náttúrunnar, — liggja úti þegar svo ber undir, til að njóta alls þessa. Þetta gerðu þeir æði oft hér í Eyjum sjálfum sér til sálu- bótar og öðrum til eftirbreytni. Með fernu móti a. m. k. hafa „Útlagar“ viljað sýna í verki skyldur sínar við hugsjón- ir skátahreyfingarinnar og sjálfa sig. Þeir hafa haldið fundi, þar sem rædd hafa verið góð mál- efni, hvatt hefir verið til dugs og dáða, minnzt Eyjanna m. a. með þættinum „Fréttir úr Eyj- um,“ minnzt fegurðar þeirra og fuglalífs, atorku fólksins og æsk- unnar sælu í því þokkalandi. Milli funda sinna hafa „Út- lagar“ iðkað íþróttir sér til heilsubóta og hugarorku, en ekki til meta, að mér skilst. Þá hafa þeir í þriðja lagi innt af hendi vinnuhjálp hver til annars eftir ástæðum, hjálp- að félögum sínum við húhsbygg ingar- Þar gátu þeir haft fyrir- myndina héðan úr Eyjum, því að slík samhjálp og samvinna mun óvíða með þjóðinni tíðari eða kunnari en einmitt hér. í fjórða lagi hafa félagar þess- ir „haldið uppi höfðingsskap“, sem þeir kalla svo, — þ. e. skipzt á að bjóða flokknum til gildis á heimilum sínum. Þá er Kára Kárasyni frá Presthús- um hér illa brugðið, ef liann grípur ekki til „prentsmiðju- dönskunnar“, flytur frásagnar- þátt á því máli, í heimilissam- kvæmum þessum! Náið samband og góð sam- vinria er með skátaflokknum „Útlögum" og foringjum skáta- félagsins „Faxa“ hér í Eyjum.,. Allir „Útlagar“ nema tveir eru sagðir vera „gamlir gagn- fræðaskólanemar“ héðan úr Eyj- um. Þeir hafa flestir haldið á- frani langskólaleiðina“ að ein- hverju eða öllu leyti. Hafa flest- ir lokið stúdentsprófi. Sumir þeirra stunda háskólanám eða hafa þegar lokið því. Allir eru þeir atorkusamir og efnalega ó- háðir menn. Tveir „Útlagar“ eru forstjórar fyrirtækja í höfuð staðnum, einn er prentari og bókaútgefandi, einn er húsa- meistari, annar úrsmiður o. s. frv. Heill sé horsku hölum og dyggu og dugmiklu Eyjasonum til sjós og lands. Þ. Þ. V. ÓPIÐ Á HEIÐINNI Framhald af 27. síðu ég sagði honum hvaða leið ég hefði komið, sag'ði hann, að það hefði verið mikil mildi, að ég skyldi ramba rétta leið niður áf heiðinni, „því að ef þú hefðir lent norður við Kaldárgljúfrið, er hæpið, að þú hefðir sloppið ómeiddur, að ekki sé meira sagt“. Mig setti hljóðan. Þá leið hafði ég einmitt ákveðið áð fara í upphafi ferðarinnar, en ópið á heiðinni kom í veg fyrir það. Ég sagði fólkinu ferðasöguná. sem það undráðist rnjög að heyra. Freyr frændi sagði mér þá, að fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið á stríðsárunum, hefði herflokkur verið þarna uppi á heiðunum að vetraræf- ingum. Þá hefði þáð slys orðið, að einn maður hefði runnið þarna ofan í gilið, sem ég hefði svö áþreifanlega komizt í kynni við. Þeir höfðu yfirgefið æfing- arstöðvarnar og voru á leið til byggða til að halda jól. „Og hvað meir?“ sagði ég. „Þeir komu með hann hingað,“ sagði Freyr. „Og hann hefur auðvitað látizt?" „Nei, hann tórði það af. Vi'ð vorum að fá jólak'veðju frá honum í kvöld".

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.