Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Ný og endurbætt útgáfa
Handhæg
t
ferðakort
Hljóðbók
Arnar Jón
sson
les 19 þjó
ðsögur
Nýr ítarle
gur
hálendisk
afli
Hafsjór af fróðleik
um land og þjóð
Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000
Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum
Vegahandbókin sími: 562 2600
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Sigurður Kári Kristjánsson og 15
aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa lagt fram þingsályktunartillögu
um rannsókn á embættisfærslum og
ákvörðunum íslenskra stjórnvalda
og samskiptum þeirra við bresk og
hollensk stjórnvöld vegna innstæðna
í útibúum Landsbanka Íslands hf. á
Evrópska efnahagssvæðinu.
Tillagan gerir ráð fyrir að
þremur sérfræðingum verði falið að
rannsaka málið og að þeir skili
skýrslu um næstu áramót.
Sigurður Kári sagði í samtali við
Morgunblaðið að flutningsmenn
væru ekki þeirrar skoðunar að ekki
mætti semja um lyktir Icesave-máls-
ins. „Hins vegar teljum við að stjórn-
völd hafi í þeim samningum sem
gerðir voru hvorki gætt hagsmuna
íslenska ríkisins með þeim hætti sem
þeim bar né hafi þau virt þau sam-
eiginlegu viðmið sem þingsályktun-
artillagan frá 5. desember 2008
mælti fyrir um að ætti að vera
grundvöllur samningsniðurstöðu.“
Sigurður Kári sagði óumdeilt að
Icesave-málið varðaði einhverja
mestu þjóðarhagsmuni sem þjóðin
hefði staðið frammi fyrir.
Skoða þarf það sem
gerðist eftir hrun
Fjallað er um Icesave-málið í
rannsóknarskýrslu Alþingis. Sigurð-
ur Kári sagði að sú umfjöllun væri
góð og gild. Nefndin færði með kerf-
isbundnum lögfræðilegum hætti
röksemdir fyrir því að íslenska rík-
inu bæri engin lagaleg skylda til þess
að ábyrgjast þessar kröfur. Hann
sagði að það væri hins vegar ástæða
til að skoða ítarlega það sem gerðist
eftir hrun og hvernig stjórnvöld
gættu hagsmuna Íslands. Rannsaka
þyrfti hvers vegna íslensk stjórnvöld
hefðu, þrátt fyrir allt sem kæmi fram
í skýrslunni, undirritað lánasamn-
inga í tvígang og lagt fram frumvörp
til að afla sér ríkisábyrgðar á þeim.
Sigurður sagði einnig ástæðu til að
skoða ummæli sem féllu opinberlega
og á Alþingi sem bentu til þess að
lánasamningarnir hefðu verið undir-
ritaðir þrátt fyrir að fyrir hefði legið
að ekki væri þingmeirihluti fyrir
málinu.
Tillagan gerir ráð fyrir að
nefndin fái aðgang að öllum gögnum
stjórnvalda, þ.m.t. fundargerðum,
minnisblöðum og greinargerðum,
sem varpað geta ljósi á rannsókn-
arefnið. Jafnframt er gert ráð fyrir
að allir sem að málinu komi skuli
verða við kröfum nefndarinnar um
að láta henni í té upplýsingar.
Rannsókn á Icesave-málinu
Sextán alþingismenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um
rannsókn á Icesave-málinu og samskiptum við bresk og hollensk stjórnvöld
Gagnrýna stjórnvöld
» Flutningsmenn telja að
með undirritun lánasamnings
hafi stjórnvöld farið út fyrir
umboð sitt.
» Þeir telja líka að stjórn-
völd hafi fallið frá lagalegum
rétti sínum og þannig skaðað
hagsmuni þjóðarinnar.
Tjaldborg var sett upp á Austurvelli í gær en samskon-
ar tjaldborg reis þar á sama degi fyrir ári. „Það er súr-
realískt að mótmæla því sama með ársmillibili. Ári
seinna er staðan eins, ef ekki verri,“ segir Arndís Ein-
arsdóttir, einn mótmælenda. Markmiðið hafi verið að
mótmæla úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum
heimilanna. Helga Þórðardóttir sem var efst á lista
Frjálslynda flokksins í Reykjavík í nýafstöðnum kosn-
ingum var á Austurvelli. „Tjaldborgin er 51. úrræðið
hennar Jóhönnu,“ segir Helga og vísar þar til orða for-
sætisráðherra sem hefur sagt að gripið hafi verið til 50
úrræða fyrir heimilin. „Tjaldborgarstaðan er tekin
vegna þess að engin úrræði hafa komið fram sem eru
varanleg eða nýtanleg. Og á fjórum dögum ætlar þing-
ið að húrra í gegn ársvinnu af úrræðum, segir Ásta
Hafberg mótmælandi. Nokkrir tugir mótmælenda
tjölduðu á Austurvelli í gær og er ætlunin að reisa tjald-
borgina að nýju í dag.
Tjaldað á Austurvelli á ný
Morgunblaðið/Golli
Af þeim 500 milljónum sem ríkis-
stjórnin áformar að fari til viðhalds
opinberra fasteigna fara 200 millj-
ónir til stofnana sem heyra undir
menntamálaráðuneytið og 200
milljónir til stofnana heilbrigðis-
ráðuneytisins.
Ekki er búið að ákveða nákvæm-
lega hvaða fasteignir verða lag-
færðar í þessu átaki sem öðrum
þræði er hugsað til að skapa vinnu
fyrir iðnaðarmenn. Ekki liggur
heldur fyrir hvenær hægt verður
að ráðast í þessi verkefni.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra kynnti þetta mál á
ríkisstjórnarfundi í gær en málið
tengist vinnu við gerð fjárlaga
næsta árs. Fjármálaráðherra stefn-
ir að því að kynna stöðu ríkisfjár-
mála fyrir Alþingi í næstu viku en
ljóst er að skera þarf verulega nið-
ur í útgjöldum ríkissjóðs ef mark-
mið um hallalaus fjárlög árið 2013 á
að nást. egol@mbl.is
500 milljónir til
endurbóta á opin-
berum húsum
Hlynur Orri Stefánsson
Egill Ólafsson
Stjórn og stjórnarandstaða eru ná-
lægt því að ná samstöðu um frum-
varp um stjórnlagaþing, segir Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna. Annarri umræðu
um frumvarpið lauk í gær og sam-
komulag er um að afgreiða málið
fyrir þinglok. Ólöf Nordal, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, segir að flokk-
ur sinn sé áfram á móti frumvarpinu
en hann vilji þó reyna að bæta það.
„Við ætlum okkur ekki að láta
menn komast upp með að drepa það
mál eina ferðina enn,“ sagði Stein-
grímur. „Það eru miklar væntingar
til þess úti í þjóðfélaginu að þjóðin
sjálf komi beint að því að fjalla um
nýja stjórnarskrá og það er miklu
meira en löngu tímabært að við kom-
umst eitthvað áleiðis með það mál.“
Frumvarpið var tekið af dagskrá
þingsins á miðvikudag, eftir að
stjórnarandstaðan tafði málið, en
þingmenn hennar sögðu nauðsyn-
legt að ræða frumvarpið betur.
Sjálfstæðismenn lögðu fram til-
lögu um að komið yrði á fót sjö
manna stjórnskipaðri nefnd sem
hefði það hlutverk að undirbúa
breytingar á stjórnarskránni. Ólöf
sagði að sjálfstæðismenn vildu með
þessu reyna að bæta þetta mál. „Það
breytir engu um það að við erum á
móti þessu stjórnlagaþingi. Alþingi
hefur sjálft vald til að breyta stjórn-
arskránni og því ber að sinna því
hlutverki og gera nauðsynlegar
breytingar á stjórnarskránni.“
Eins og frumvarpið lítur út núna
mun þessi nefnd undirbúa tillögur
og safna gögnum um stjórnarskrár-
málefni sem lögð verða fyrir stjórn-
lagaþing en hlutverk þess verður að
ræða breytingar á stjórnarskrá.
Þingið kemur til með að starfa í tvo
mánuði. Tillögur stjórnlagaþingsins
fara síðan til Alþingis sem tekur
endanlega ákvörðun.
Breyta tillögu um
stjórnlagaþing
Stjórnskipuð nefnd fari yfir tillögur
Steingrímur J.
Sigfússon
Ólöf
Nordal
„Nú höfum við náð því takmarki að
hafa sama rétt og allir aðrir í land-
inu. Lagalega séð þá er ekkert eftir
á borðinu hvað varðar samkyn-
hneigða,“ segir Svanfríður Lár-
usdóttir formaður Samtakanna 78.
Ný hjúskaparlög sem gilda um
hjúskap tveggja einstaklinga en ekki
bara hjúskap karls og konu, voru af-
greidd á Alþingi í gær. Alls sam-
þykktu 49 þingmenn lögin en 14
voru fjarstaddir. Tilgangurinn með
lögunum er að afmá mun sem felst í
löggjöf vegna
hjúskapar karls
og konu annars
vegar og stað-
festrar samvistar
tveggja einstak-
linga af sama
kyni hins vegar.
Lög um staðfesta
samvist verða
felld úr gildi.
„Við Íslendingar erum nú ein af
fáum þjóðum í heiminum sem hafa
náð svona langt hvað varðar mann-
réttindi fyrir þennan hóp. Við erum
auðvitað voðalega hamingjusöm og
þakklát íslensku þjóðinni fyrir
stuðninginn. Þjóðin hefur sýnt það
að hún vill skipa sér á fremsta bekk í
mannréttindamálum samkyn-
hneigðra,“ segir Svanfríður.
Ný hjúskaparlög taka gildi 27.
júní á alþjóðlegum baráttudegi sam-
kynhneigðra. Þann dag verður sér-
stök regnbogamessa í Fríkirkjunni
til að fagna gildistöku laganna.
„Höfum náð takmarkinu“
Ný lög tryggja hommum og lesbíum sama rétt og öðrum
Formaður Samtakanna 78 óskar þjóðinni til hamingju
Svanfríður
Lárusdóttir