Morgunblaðið - 12.06.2010, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
Útför Péturs Sigurgeirssonar biskups var gerð
frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Kristján Valur
Ingólfsson og Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, jarðsungu, en dr. Pétur Pétursson las ritn-
ingarlestur.
presta alla í sinni biskupstíð. Pétur gegndi emb-
ætti biskups Íslands frá árinu 1981 til 1989, en
þar á undan var hann vígslubiskup Hólabisk-
upsdæmi í 12 ár. Pétur var vígður prestur á Ak-
ureyri og starfaði þar uns hann varð biskup.
Líkmenn voru prestarnir Örn Bárður Jónsson,
Yrsa Þórðardóttir, Þórhildur Ólafs, Pálmi Matt-
híasson, Gunnlaugur Garðarsson, Solveig Lára
Guðmundsdóttir, Karl V. Matthíasson og Jón
Helgi Þórarinsson. Pétur biskup vígði þessa
Morgunblaðið/Eggert
Prestar báru kistu Péturs Sigurgeirssonar
Metfjöldi sótti um nám við Háskóla Ís-
lands fyrir næsta vetur. Á níunda þús-
und umsóknir bárust Háskólanum,
samkvæmt tölum sem birtar voru í
gær, og fjölgar umsóknum um 18% á
milli ára.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ,
segir fjölgunina koma á óvart, sér í
lagi í ljósi þess að nýstúdentaárgang-
urinn er heldur minni en í fyrra. Þá
bendir hún á að síðasta haust fjölgaði
umsóknum um 20% frá árinu áður, en
áramótin þar á undan hafði nem-
endum einnig fjölgað talsvert í kjölfar
þess að bankakerfið íslenska hrundi.
Umsóknum fjölgaði á flestum svið-
um, en mest á heilbrigðissviði. Um-
sóknum um meistaranám fjölgaði um
32%, en umsóknum um grunnnám um
12%.
Svipaða sögu er að segja af Háskól-
anum á Akureyri, en skólanum hafa
borist 1.100 umsóknir fyrir næsta
skólaár. Aldrei hafa fleiri sótt um
nám við skólann, en um 1.500 nem-
endur voru við skólann síðasta vetur.
hlynurorri@mbl.is
Mikil fjölgun um-
sækjenda kemur
rektor á óvart
Fjölgun umsókna í HÍ
20%
2009:
18%
2010:
Háskóli Íslands, Íslensk erfðagrein-
ing og Landspítali hafa gert með sér
samkomulag um stofnun Mannerfða-
fræðistofnunar, nýrrar rannsókn-
arstofnunar sem ætlað er að verða
vettvangur rannsókna á sviði mann-
erfðafræði og stuðla að aukinni sam-
vinnu innan vísindasamfélagsins.
Þegar hefur verið hafist handa við
undirbúning að fyrsta langtímaverk-
efninu sem unnið verður innan hinn-
ar nýju rannsóknarstofnunar þar
sem könnuð verða kerfisbundið
tengsl milli arfgerða og hinna ýmsu
svipgerða (eiginleika) mannsins, s.s.
erfðastjórnar minnis, hlutfallslegs
vægis erfða og umhverfis í tjáningu
þess.
Stefnt er að því að stofnunin verði
leiðandi á sínu sviði á hér á landi sem
og á heimsvísu. Hún byggir á þeim
orðstír sem Íslensk erfðagreining
hefur skapað sér í samvinnu við vís-
indamenn Háskóla Íslands og Land-
spítala og mun leitast við að vernda
hann og efla, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Stofnun um
rannsóknir í
mannerfðafræði
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Þetta
mun leggjast þungt á sveitarfélögin,“ segir Hall-
dór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, um þann aukna fjölda fólks sem
missir rétt til atvinnuleysisbóta, eftir þrjú ár á
slíkum bótum samfellt, og á þá rétt á fjárhags-
aðstoð frá sveitarfélögunum. Sú grunnfjárhags-
aðstoð er mismikil eftir sveitarfélögum en er þó í
öllum tilvikum nokkru lægri en atvinnuleysis-
bætur eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær.
Með auknu langtímaatvinnuleysi er hætt við
að æ fleiri missi rétt á atvinnuleysisbótum og
þurfi þá á meiri aðstoð sveitarfélaganna að
halda. „Stærsti hluti af rekstrarkostnaði sveit-
arfélaga er launakostnaður. Þar af leiðir að sú
gríðarlega hækkun sem hefur orðið á trygging-
argjaldinu lendir hlutfallslega mjög þungt á
sveitarfélögunum. Hækkun á tryggingargjald-
inu varð svo til þess að greiða þurfti hærri at-
vinnuleysisbætur.
Sveitarfélögin hafa verið að hagræða í rekstri
hjá sér með því að verja grunnþjónustuna. Með
þessu er verið að færa aukinn hluta grunnþjón-
ustunnar til sveitarfélaga. Það er algjör grunn-
þjónusta að fólk hafi framfærslu,“ segir Halldór
og bendir á að þessi mál hafi komið til tals í við-
ræðum við ríkisstjórnina um stöðugleikasátt-
málann.
Samkvæmt nýlegri skýrslu Hagstofunnar
fengu nærri sex þúsund manns fjárhagsaðstoð
frá sveitarfélögunum á síðasta ári. Þar af voru
um 2.300 á atvinnuleysisskrá og af þeim fjölda
um 1.300 manns án bótaréttar. Heildarútgjöld
sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar námu
um 2,2 milljörðum króna árið 2009, borið saman
við 1,7 milljarða árið 2008. Ef fram heldur sem
horfir gæti kostnaðurinn aukist um rúman millj-
arð króna á næsta ári.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir
að stjórnvöldum sé vel kunnugt um þennan
vanda og hann hafi verið ræddur við talsmenn
sveitarfélaga og vinnumarkaðarins. Ásamt þeim
aðilum verði farið yfir stöðuna í almannatrygg-
ingakerfinu í sumar, m.a. reglur um missi at-
vinnuleysisbóta og skerðingu á réttindum.
Leggst þungt á sveitarfélögin
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þau misvel í stakk búin
til að taka við þeim fjölda fólks sem misst hefur rétt til atvinnuleysisbóta
Hlynur Orri Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
„Það liggur alveg fyrir að bæði 2010
og 2011 verða okkur mjög erfið,“
segir Katrín Jakobsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra. Eftir
fund ríkisstjórnarinnar í gær sagði
Katrín útlit fyrir að framlög til fram-
haldsskóla yrðu skorin niður um
5,5% á næsta ári og framlög til há-
skólanna um 7,5% til 8%.
Niðurskurðurinn mun eflaust
reynast skólunum erfiður. Útlit er
fyrir metfjölda nemenda við háskóla
landsins næsta vetur (sjá frétt hér til
hliðar), en næsta ár verður það
þriðja í röðinni þar sem þeir þurfa að
mæta niðurskurðarkröfu.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands, segir að háskólinn hafi
verið búinn undir að framlög yrðu
áfram skorin niður. Fjölgun um-
sækjenda hafi hins vegar komið
stjórnendum skólans á óvart.
Aðspurð hvort Háskólinn geti
skorið enn meira niður, segir hún:
„Það er náttúrulega orðið mjög erfitt
og þetta kemur niður á starfsfólki,
sem fær minni tekjur þrátt fyrir auk-
ið álag. Við erum í því núna að fara í
gegnum allan rekstur og skipulag
skólans því við erum staðráðin í að
standa þetta af okkur.
Við höfum lagt allt kapp á að þetta
bitni ekki á náminu, en í samtölum
við nemendur kemur í ljós að þeir
finna helst fyrir niðurskurðinum í
því að það eru færri valnámskeið í
boði.“
Í fyrra tóku stjórnvöld tillit
til þeirrar fjölgunar sem varð á
skráðum nemendum og endaði
hagræðingarkrafan því í rúm-
um 2 prósentustigum. Vonast
Kristín til að slíkt hið
sama verði gert í ár.
Hlutfallslega verð-
ur niðurskurðurinn
víða enn meiri, enda
þarf að stoppa í
rúmlega 40 millj-
arða króna fjárla-
gat. Stjórnvöld
hyggjast gera það
með því að skera
niður um rúmlega 30 milljarða og
auka tekjur ríkisins um ellefu til tólf
milljarða.
Ekki almennar
skattahækkanir
Síðastnefnda markmiðinu verður
að sögn Steingríms J. Sigfússonar
fjármálaráðherra náð með „sértæk-
um“ tekjuöflunaraðgerðum sem
bitna ekki á almenningi. Með öðrum
orðum verða almennir skattar ekki
hækkaðir en búast má við því að t.d.
álögur á atvinnulífið hækki þeim
mun meira í staðinn.
Ekki verður farið í flatan niður-
skurð, segir fjármálaráðherra, held-
ur reynt að hlífa grunnþáttum á borð
við velferðar-, mennta- og löggæslu
og heilbrigðismálum. „Það þýðir á
hinn bóginn að aðhaldskrafan verður
mjög rík á aðra,“ segir Steingrímur.
Loks bendir hann á að samdráttur
íslenska hagkerfisins hafi verið
minni en spáð var og vaxtakostnaður
lægri og því þurfi ekki að fara í eins
harkalegar aðhaldsaðgerðir og búist
hafði verið við.
Hækka „sértæka“ skatta
en vilja hlífa almenningi
Niðurskurður hjá háskólum þriðja árið í röð en nemum heldur áfram að fjölga
Stærsta einstaka hagræðing-
araðgerðin sem ríkið getur ráð-
ist í er að samþætta velferð-
arþjónustuna og stofna eitt
velferðarráðuneyti úr félags-
og heilbrigðisráðuneytinu,
segir Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra.
Einnig má spara mikið með
sameiningu annarra ráðu-
neyta eins og rætt hefur
verið um, segir hann, en
aldrei hafi staðið til að
klára þær á því þingi sem
senn fer að ljúka. Einungis
sé verið að kynna hug-
myndirnar sem nú fari í
„víðtækt samráðsferli.“
Sameiningar
spara mest
EKKI LOKIÐ Á ÞESSU ÞINGI
Kristín Ingólfs-
dóttir rektor
Í umfjöllun um tímabil réttar til
greiðslu atvinnuleysisbóta sem birtist á
forsíðu Morgunblaðsins í gær kemur
fram að rúmlega þúsund manns missi
þann rétt á næstu þrjú hundruð dögum.
Um er að ræða þrjú hundruð
greiðsludaga, en ekki alla daga vik-
unnar, að því er fram kemur í ábend-
ingu frá Vinnumálastofnun. Í einum
almanaksmánuði eru tæpir tuttugu og
tveir greiðsludagar og tímabilið því
lengra en frétt Morgunblaðsins gaf til
kynna. Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Leiðrétting: Greiðslu-
dagar ekki allir dagar