Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Ríkisútvarpið sendi yfirvöldumbréf á dögunum. Um það segir AMX: „Stjórn Ríkisútvarpsins ber sig nú illa yfir kröfum um niður- skurð hjá stofnuninni og kveðst vera komin „að ystu mörkum“. Stjórnin kveðst vart geta sinnt „lýðræðis- legum öryggisjónarmiðum“ vegna sparnaðar og niðurskurðar.     Smáfuglarnirálíta að þeir sem eyði á hverju ári nokkrum tug- um milljóna króna í að senda út vikulegan áróðursþátt bar- áttumannsins Eg- ils Helgasonar, sem hikar ekki við að fylla þáttinn af skoðanabræðrum sínum helgi eftir helgi eftir helgi eftir helgi – og stýr- ir þar umræðum um sömu menn og hann hefur áður rægt dag eftir dag á vefsíðu sinni – geti varla haft mikl- ar áhyggjur af „lýðræðislegum ör- yggissjónarmiðum“ eða peninga- leysi.     Af einhverjum óskiljanlegumástæðum fær Egill Helgason að valsa um Ríkisútvarpið eins og hann eigi það og boða kenningar sínar vikulega ár eftir ár, án nokkurs að- halds eða mótvægis. Það er ekki að ástæðulausu sem sumir kalla Út- varpshúsið Egilshöll.     Páll Magnússon hreyfir auðvitaðhvorki legg né lið til að hemja Egil enda mun Páll ekki hafa hreyft annað en barkakýlið eftir að hann hóf störf sem þjónn hjá starfs- mannafélagi Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið er vissulega komið „að ystu mörkum“ að því er „lýð- ræðisleg öryggissjónarmið“ varðar. En það er ekki af sömu ástæðum og það lætur.“     Staksteinum þykja smáfuglar talaóvarlega til Páls Magnússonar. Ekki má gleyma því að hann er eina sjónvarpsþulan sem eftir er. Við ystu mörk Veður víða um heim 11.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 13 léttskýjað Akureyri 12 heiðskírt Egilsstaðir 9 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 17 léttskýjað Nuuk 9 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 14 skýjað Stokkhólmur 13 skýjað Helsinki 13 skúrir Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 18 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 18 léttskýjað París 24 léttskýjað Amsterdam 14 skýjað Hamborg 23 léttskýjað Berlín 27 heiðskírt Vín 32 skýjað Moskva 15 þoka Algarve 21 heiðskírt Madríd 17 skýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 15 alskýjað Montreal 17 alskýjað New York 19 alskýjað Chicago 28 alskýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 12. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:00 23:56 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:16 23:39 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Baldvin Oddsson er einn yngsti nemandi sem lýkur einleikaraprófi hér á landi, en hann er aðeins 15 ára gamall. Vanalega eru þeir nemendur um tvítugt sem ljúka slíku prófi. Baldvin fékk hæstu ein- kunn þegar hann lauk 6. stigi í trompetleik fyrir skemmstu og ákváðu kennarar hans við Tón- skóla Sigursveins í kjölfar þess að bjóða honum að þreyta burtfar- arpróf. Baldvin fékk þrjár vikur til und- irbúnings en venjulega tekur slíkur undirbúningur um ár. „Trompet var fyrsta hljóðfærið sem ég prófaði og ég hef spilað á hann síðan. Ég byrjaði reyndar á cornet sem er svona lítill trompet sem börn byrja oft með til þess að ná betur tökum á hljóðfærinu,“ sagði Baldvin við blaðamann Morg- unblaðsins um aðdraganda þess að hann hóf að leika á trompet. Baldvin á þó ekki langt að sækja tónlistaráhugann en faðir hans, Oddur Björnsson, er fyrsti bás- únuleikari í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þá er afi hans, Björn R. Einarsson, einnig þekktur bás- únuleikari og sömu sögu var að segja um langafa Baldvins. Hann er því fjórði ættliðurinn í beinan karllegg sem leggur fyrir sig blást- urshljóðfæri. Nám í Bandaríkjunum Næst á dagskrá hjá Baldvini að burtfararprófinu loknu er að halda utan til Bandaríkjanna til frekara náms, en hann kláraði grunnskól- ann nú í vetur. Fyrst fer hann á tveggja vikna meistaranámskeið í Boston þar sem margir af helstu snillingum í heimi trompetleikara verða á meðal kennara, þ.á m. Sví- inn Håkan Hardenberger, og flýg- ur Baldvin út til Bandaríkjanna í dag. Aðdragandi þess að Baldvini var boðið á námskeiðið var að sá sem heldur það sá myndskeið af honum á myndabandavefnum YouTube þar sem Baldvin leikur á tromp- etinn. M.a. er þar að finna upptöku frá því þegar hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jóla- tónleikum sveitarinnar í desember 2008. Í kjölfarið var honum boðið á námskeiðið. Venjulega þurfa þeir sem sækja það að senda inn sér- stakar umsóknir með meðmælum og hljóðritanir en einskis slíks var krafist í tilfelli Baldvins. Þegar námskeiðinu í Boston lýk- ur tekur við sex vikna námskeið í Norður-Karólínu sem Baldvin vann í verðlaun í fyrrasumar. Verður hann þar á fullum námsstyrk. Að því loknu hefur hann nám við tón- listarmenntaskóla í Interlochen í Michigan og verður þar í vetur. Baldvin er að vonum mjög spenntur fyrir því sem framundan er og tekur undir það að um sé að ræða ákveðinn draum sem sé að rætast. Smith og Hardenberger í uppáhaldi „Eftir að ég heyrði trompetleik- ara að nafni Philip Smith, sem er fyrsti trompetleikari hjá fílharm- óníunni í New York, spila fyrst þá ákvað ég að verða trompetleikari. Hann er búinn að vera mín hetja nánast alla mína ævi og mig hefur alltaf langað til þess að hitta hann og spila með honum eða fyrir hann. Svo er það líka Håkan Har- denberger,“ segir Baldvin að- spurður hverjar séu hans helstu fyrirmyndir af trompetleikurum. Spurður að lokum hvert sé markmið hans í lífinu svaraði Bald- vin einfaldlega að hann stefndi á að ná sem lengst. Stefnir á að ná sem lengst Ljósmynd / Heiða Efnilegur Baldvin er að vonum mjög spenntur fyrir því sem framundan er.  Baldvin Oddsson lauk einleikaraprófi 15 ára gamall  Hann heldur út til tón- listarnáms í Bandaríkjunum í dag  Fjórði ættliður blásara í beinan karllegg Baldvin Oddsson » Byrjaði ungur að leika á trompetinn. » Hlaut hæstu einkunn þegar hann lauk 6. stigi í trompetleik eða 9,7 og bauðst í kjölfarið að þreyta burtfararpróf sem ein- leikari og stóðst það. » Vanalega eru þeir nemendur um tvítugt sem ljúka slíku prófi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.