Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 11
var óralöng. Í minningunni eyddi ég næstum því allri leikjanámskeiðs- ferðinni í að bíða í þessari röð. Svo loksins þegar biðin var á enda og ég fékk að kitla aðeins bensíngjöfina reyndist þetta vera hundleiðinlegt dæmi. Hvílík vonbrigði. Nú 19 árum síðar eða svo ákvað ég að bæta sjálfri mér upp þessa löngu bið sem ennþá situr í mér. Kjóllinn ekki alveg við hæfi Lausnin var go-kart. Í Korp- utorgi í Grafarvogi er að finna innan- húss go-kart-braut, þá einu á Íslandi, með talsvert hraðskreiðari bílum en voru í Fjölskyldugarðinum forðum. Þar tók á móti mér afskaplega vinalegt starfsfólk sem leiddi mig í allan sannleik um það að go-kart- bílar krefjast ekki mikillar kúnstar í keyrslu enda eru þeir alls ekkert flóknari að gerð en barnabílarnir, þeir komast bara miklu hraðar. Ég var sumarleg og hvítklædd þennan dag, ekki beinlínis í kapp- akstursgallanum svona eftir á að hyggja, en það kom ekki að sök því mér stóð til boða að dressa mig upp í þennan fína samfesting sem kom mér strax í réttu stemninguna og hlífði auk þess fína kjólnum mínum frá öllu steinolíuklístri. Þegar ég var komin með hjálminn á höfuðið að auki leið mér eins og ég væri mætt á form- úlubrautina, það er merkilegt hvað smábúningaleikur getur gert mikið fyrir mann. Ég mæli því eindregið með því að go-kartarar þiggi boðið og klæðist samfestingnum og svo er hjálmurinn auðvitað skylda. Keppinautar við hæfi Með mér á brautinni þennan dag voru aðrir óþreyjufullir spennufíklar eins og ég, nefnilega hjarðirnar af 15 ára unglingsstrákum. Mig langaði svolítið til að vingast við þá til að geta „reisað“ við þá, það er að segja tekið einn kappakstur. Ég held nefnilega að það sé aðalfúttið í go-kartinu; að keppa við einhvern á brautinni og helst reyna að svína að- eins á keppinautnum í kröppustu beygjunum. Go-kart-brautin á Korp- utorgi býður upp á tvenns konar „race“, annað tekur um 30 mínútur í heild sinni og hitt um klukkutíma. Svoleiðis go-kart-keppnir eru vinsælar hjá hópum, t.d. í gæsa- og steggjaveislum, hvataferðum hjá fyr- irtækjum eða jafnvel saumaklúbbum. Það er auðvelt að ímynda sér að 30 mínútur á go-kart-brautinni geti ger- breytt dínamíkinni í hópnum og hrist upp í fólki ef það gefur sig allt í keppnina og stígur bensínið í botn. Ég fékk hins vegar að hafa brautina alveg fyrir mig og náði því ekki að kveikja upp í keppnisskapinu en hafði hins vegar nóg rými til að þenja bílinn og hliðarskrensa svolítið hressilega utan í hjólbarðana sem af- marka brautina. Setið á jörðinni á 60 km hraða Til að byrja með var ég svolítið óörugg, í fyrsta lagi hafði ég áhyggj- ur af því að brjóta bílinn þegar ég klöngraðist ofan í hann. Hann var nefnilega einhvern veginn miklu lægri en ég hafði áttað mig á, maður situr nánast alveg á brautinni. Svo tekur það alltaf smátíma að fá tilfinningu fyrir bílnum í akstri og átta sig á hvað hann getur. Og hvað ég get! Sennilega hef ég farið heldur hægt og varlega á brautinni fyrsta hringinn. Allavega fannst mér 15 ára strákarnir sem biðu á hliðarlínunni horfa á mig með frekar mikilli upp- gjöf í augunum. Ég reyndi því að gera þeim til geðs og gefa aðeins í þegar ég vandist þessu og í lokin var ég kannski farin að gefa fullmikið í því ég náði varla beygjunum. Maður þarf að finna taktinn. Hámarkshraði go-kart bílanna er 60 km/klst. Vegna smæðar þeirra og nánd við jörðina finnst manni þeir samt fara miklu hraðar. Ekkert hefur þó enn náð að toppa þá reynslu þegar ég fékk í fyrrasumar að taka aðeins í Tesla Roadster rafmagnssportbíl. Sá fer á 3,9 sekúndum í hundraðið og heyrist ekki múkk í honum á meðan. En það er auðvitað ekki hægt að líkja þessu saman. Go-kartið var samt hressandi og með hjálp þess hefur mér nú loksis tekist að komast yfir vonbrigðin í Fjölskyldugarðinum. En eins og áður segir held ég að það sé langskemmti- legast að taka alvörukeppni í þessu. Fágun Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að umgangast þessa græju fyrst. 15 ára strákarnir á hliðarlínunni horfðu á með upp- gjöf í augunum Í sumar gefst áhugasömum Njáluunn- endum færi á að hlýða á fyrirlestra úr Njálu alla laugardaga í júní og júlí í Ás- garði á Hvolsvelli með Bjarna E. Sig- urðssyni og vel völdum gestum. Erind- in eru öll myndskreytt með myndum af persónum sögunnar eftir listakon- una Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey. En jafnframt munu þær prýða veggi gamla skólans þar sem erindin eru flutt. Fyrsta erindi sumarsins verður haldið í dag, 12. júní, kl. 15. Í því verða helstu persónur Njálu kynntar, rifjuð upp átök þeirra og ástir. Hverjar voru raunverulegar aðalpersónur sögunnar, hverjar voru baksviðspersónur og hverjir voru helstu örlagavaldar? Þessum spurn- ingum leitast Bjarni við að svara í erindi sínu í dag. Erindin í sumar hefjast öll kl. 15 og verða vöfflur úr rangæsku eðal- hráefni á boð- stólum með kaffinu. Endilega … … fræðist um Njálu með síð- degiskaffinu Kappi Persóna úr Njálu eftir Þórhildi Jónsdóttur. Í dag hefst Íslandsmót í bréfdúfna- keppni en keppt verður tíu sinnum yfir sumarið. Dúfunum er sleppt kl. 10 að morgni frá Hvammi og eiga þá fyrstu fuglarnir að skila sér heim um tveimur til fjórum tímum síðar. Það er Bréfdúfnafélag Íslands sem stendur fyrir Íslandsmótinu. Samkvæmt upplýsinga- og fræðslu- riti Bréfdúfnafélagsins fer kappflug þannig fram að kvöldið fyrir keppni koma keppendur með sína fugla í móttöku, þar er tekið við fugl- unum, þeir skráðir og settur er gúmmíhringur á annan fótinn. Morguninn eftir er farið með fuglana á einhvern fyrirfram ákveð- inn stað og ef veður leyfir er þeim sleppt þar, fuglarnir fljúga heim og við heimkomuna tekur eigandinn gúmmíhringinn af fætinum og set- ur hann í sérstaka klukku sem skráir tímann. Til að finna út hvaða fugl er fljótastur, er tíminn og vegalengdin reiknuð út til að fá meðalhraða. Sá fugl sem hefur mestan meðalhraða er að sjálf- sögðu sigurvegari keppninnar. Fuglar Íslandsmót í bréfdúfnakeppni Morgunblaðið/Kristinn Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Vefsíðan Ganga.is var formlega opn- uð 23. júní 2005, það eru Ferða- málaráð Íslands, Ungmennafélag Ís- lands og Landmælingar Íslands sem halda henni úti en þessi félög gerðu með sér samstarfssamning er lýtur að gerð og rekstri gagnagrunns um gönguleiðir á Íslandi. Gönguleiðir þessar eru skil- greindar í þessu verkefni sem leiðir er tekur a.m.k. tvær klst. að ganga og geta þær verið merktar eða ómerktar. Upplýsingar um 500 lengri leiðir og tæpar 300 styttri leiðir eru í gagna- grunninum og birtast þær hér á þess- ari heimasíðu ásamt öðrum upplýs- ingum er tengjast slíkum ferðalögum. Fyrir þá sem hafa í huga að ganga svolítið um landið í sumar er tilvalið að skoða gönguleiðir á vefsíðunni. Þar eru líka ýmsar fréttir um göngu- og hlaupaviðburði, t.d er ný- lega frétt um verkefnið Hættu að hanga, komdu að hjóla, synda eða ganga, sem hóf göngu sína með fjöl- skylduhátið UMFÍ að Miðfelli í Hruna- mannahreppi um síðastliðna helgi. Allar upplýsingar um það verkefni eru að finna á síðunni. Gott yfirlit er yfir ferðir á næst- unni, t.d. er heilmikið um að vera nú um helgina; Heilsuþristurinn í Hvera- gerðisbæ og ganga á Óttar í Þistil- firði. Hægt er að senda inn upplýs- ingar um nýjar gönguleiðir til vefstjóra síðunnar. Hættu að hanga, farðu að ganga. Vefsíðan www.ganga.is Gönguferð Gamen er að skoða Litla-Gullfoss í syðri Ófæru. Ekki hanga, farðu að ganga Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af öllum buxum * Sparibuxur Vinnubuxur Kvartbuxur Gallabuxur Hörbuxur *Ath! Enginn afsl. af Gino buxum Stærðir 36-52 Kjólar við öll tækifæri Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið kl. 10-14 www.rita.is Dansk - íslenska félagið efnir til samkomu í Norræna húsinu sunnudaginn 13. júní kl. 14.00 til að bjóða dönsku sendiherrahjónin, Karen og Sören Haslund, velkomin. Sendiherrann spjallar við gesti. Kórsöngur: Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánssonar Almennur söngur - Kaffiveitingar Allir velkomnir www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.