Morgunblaðið - 12.06.2010, Page 14

Morgunblaðið - 12.06.2010, Page 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Kópavogur 15. júní 2010 Deloitte-turninn, 20. hæð Kl. 16–18 Reykjanesbær 14. júní 2010 Ráin Kl. 16–18 Ólafsvík 15. júní 2010 Hótel Ólafsvík Kl. 16–18 Ísafjörður 14. júní 2010 Hótel Ísafjörður Kl. 15–17 Akureyri 15. júní 2010 Hótel Kea Kl. 16–18 Egilsstaðir 14. júní 2010 Hótel Hérað Kl. 16–18 Hella 14. júní 2010 Árhús Kl. 16–18 www.deloitte.is Vertu betur læs á rekstur þíns sveitarfélags Deloitte hefur sérhæft sig í ráðgjöf og þjónustu fyrir sveitarfélög. Rekstur sveitarfélaga er um margt frábrugðinn öðrum rekstri. Á næstu dögum býður Deloitte sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki bæjar- og sveitarstjórnarskrifstofa á kyningarfundi þar sem sérfræðingar Deloitte í sveitarstjórnarmálum fjalla um mörg áhugaverð málefni sem mikilvægt er fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að kunna skil á. Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Meðal þess sem fjallað verður um á fundunum er ábyrgð sveitarstjórnarfulltrúa, lestur og greining ársreikninga, meðferð leigusamninga lóða og lendna, virðisauka- og fjármagnstekjuskattur sveitarfélaga, fjármögnun og endurskipulagning á rekstri sveitar- félaga og helstu áherslur endurskoðunarnefnda. Skráning á fundina fer fram á netfanginu bbergthorsdottir@deloitte.is. Aðgangur er ókeypis. Akureyri 21. júní 2010 Hótel Kea Kl. 16–18 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 15 52 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Landsvirkjun auglýsti útboð á upp- hafsverki Búðarhálsvirkjunar í byrjun febrúar á þessu ári. Alls voru bjóðend- ur í verkið sjö en lægstbjóðandi var Verktakafélagið Glaumur ehf. og Árni Helgason ehf. Landsvirkjun hafnaði tilboði fyrirtækjanna á grundvelli þess að þau uppfylltu ekki kröfur sem sett- ar voru eftir að útboðið fór fram. Fyrirtækin kærðu Landsvirkjun og var meðal annars gerð sú krafa að út- boð Landsvirkjunar yrði ógilt á þeim forsendum að bjóða hefði átt verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Kæru- nefnd útboðsmála birti í fyrradag úr- skurð í málinu og var meginniðurstaða hennar sú að fallist var á þá kröfu kær- enda að auglýsa hefði átt útboðsverkið á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig voru kröfur um hæfni taldar ólögmætar þar sem þær hefðu ekki verið skýrar í upphafi útboðsins og því erfitt fyrir bjóðendur að átta sig á þeim. Þá var álit kærunefndar að Landsvirkjun hefði brotið lög þar sem útboð var ekki í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup og veitutil- skipun. Landsvirkjun var gert að aug- lýsa á ný innkaup á upphafsverki Búð- arhálsvirkjunar og greiða kærendum, Verktakafélaginu Glaumi ehf. og Árna Helgasyni ehf., vegna kostnaðar við að hafa kæruna uppi. Ennfremur var það álit kærunefndar að Landsvirkjun væri skaðabótaskyld gagnvart kær- endum vegna kostnaðar þeirra við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboð- inu. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýs- ingu á heimasíðu sinni í fyrradag varð- andi málið. Þar kemur fram að nið- urstaðan sé nokkurt áfall fyrir Landsvirkjun, einkum vegna þess að hún muni hafa í för með sé tafir á upp- hafi framkvæmda við Búðarhálsvirkj- un en framkvæmdin átti að fara í gang í sumar. „Við gáfum út í yfirlýsingu að þessi niðurstaða væri vonbrigði fyrir Landsvirkjun, vegna þess að það verða ákveðnar tafir á framkvæmd- um,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir, yf- irmaður samskiptasviðs Landsvirkj- unar. Líklegt er, í ljósi úrskurðarins og þess tíma sem útboðsferli innan Evrópska efnahagssvæðisins tekur, að framkvæmdir við Búðarháls hefjist í fyrsta lagi í haust. Ragna segir Landsvirkjun nú skoða með hvaða hætti verkið verði boðið út. „Við erum að undirbúa útboð að nýju og munum gera það við fyrsta tækifæri,“ segir hún. Tafir verða á framkvæmd- um við Búðarhálsvirkjun Vonbrigði fyrir Landsvirkjun » Umtalsverðar tafir verða á upphafi framkvæmda við Búð- arhálsvirkjun. » Kærðu Landsvirkjun vegna synjunar á tilboði í upphafs- verk Búðarhálsvirkjunar. » Útboð Landsvirkjunar ekki í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup og veitu- tilskipun. Menningarveisla Sólheima verður formlega opnuð í dag. Þetta er í fimmta sinn sem menningarveislan er haldin og stendur hún fram til 14. águst nk. Dagskráin er með fjölbreyttasta móti, m.a. sýningin Dýrin mín stór og smá, ljós- myndasýning og sýning um sjálf- bæra byggð. Tónleikar verða alla laugardaga í Sólheimakirkju. Mik- ill fjöldi fyrirlestra verður í Sess- eljuhúsi þar sem m.a. verður fjallað um plöntur, jarðfræði og eldgos. Morgunblaðið/ÞÖK Sólheimar Menningarveisla hefst. Menningarveisla Í dag, laugardag, verður Inter- sporthlaupið haldið í fyrsta sinn. Keppt verður í 25, 55 og 105 km vegalengdum. 25 km hlaupið hefst í Krýsuvík, 55 km hlaupið á Suðurstrandar- vegi og 105 km hlaupið hefst við Intersport á Selfossi. Öll hlaupin enda við Intersport í Lindum í Kópavogi. Hlaupið er öllum opið og er ekkert skráningargjald. Hámarks- skráning er 50 manns fyrir hverja vegalengd. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara í hverri vega- lengd og allir sem keppa fá verð- launapening. Intersporthlaup Á morgun, sunnudag, verð- ur Dagur villtra blóma haldinn á Norðurlönd- unum. Af því til- efni býður Grasagarður Reykjavíkur upp á ókeypis leiðsögn um Laugarnestanga klukkan 11-13. Plöntur verða greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt. Mæting er við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Skoðunarferð á Degi villtra blóma ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hella Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður haldinn hátíðlegur á a.m.k. þremur stöðum í Rangárþingi ytra þetta árið. Við Brúarlund í Land- sveit verður ungmennafélagið Merkihvoll með ýmiss konar leiki og þrautir fyrir unga fólkið og kaffiveit- ingar verða á staðnum. Á Lýtings- stöðum í Holtum fer fram svokölluð „smalabúsreið“ sem felst í leikjum og keppnisþrautum fyrir börn og unglinga og endað með því að grilla í mannskapinn.    Í Þykkvabæ sjá kvenfélagið Sig- urvon og ungmennafélagið Fram- tíðin um þjóðhátíðardaginn. Þar verður meira lagt í hátíðahöldin en venjulega, vegna þess að bæði þessi félög eiga stórafmæli á þessu ári. Framtíðin er 90 ára og Sigurvon er 70 ára. Dagskrá verður alveg frá því kl. 10 að morgni og fram eftir degi, kvennahlaup, skemmtidagskrá, leik- ir, þrautir og hoppukastali verður á staðnum. Félögin munu bjóða öllum íbúum og gestum upp á hátíðarkaffi í tilefni tímamótanna.    Stúlknakórinn Hekla, ung- mennafélagið Hekla og Rang- árvalladeild hestamannafélagsins Geysis sjá um allt sem viðkemur há- tíðahöldunum á Hellu, sem verða hefðbundin. Hefjast þau með messu á dvalarheimilinu Lundi, skrúð- göngu þaðan og síðan verða leikir, keppnir og fjölskyldustund á íþróttavellinum, sundlauginni og í íþróttahúsinu, þar sem kvenfélag Oddakirkju sér um kaffiveitingar.    Landeyjahöfn er í augsýn, fyrsta ferðin verður farin 21. júlí nk. kl. 7:30 frá Vestmannaeyjum. Hald- inn var kynningarfundur á vegum Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands í liðinni viku um þær breytingar og tækifæri sem geta fylgt þessari nýju og einu höfn á suðurströndinni frá Stokkseyri austur að Höfn í Horna- firði. Flutt voru nokkur mjög fróðleg erindi um undirbúning og byggingu hafnarinnar, breytingar á ferðatíðni Herjólfs, hugsanleg áhrif fyrir ferðamennsku og atvinnulíf, bæði í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi.    Reiknað er með allt að tvöföld- un á fjölda þeirra farþega sem munu nota Herjólf eftir þessa breytingu á næstu árum. Jafnframt kom fram að reiknað er með að sett verði „heims- met“ í fjölda þeirra sem sækja þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið.    Umhverfisstofnun þurfti að gefa leyfi fyrir því að losa mætti sand sem er dælt upp úr nýju höfn- inni út í sjóinn fyrir utan. Þetta voru um 150 þúsund rúmmetrar sem þurfti að fá leyfi fyrir. Það tók um 7 mánuði fyrir Umhverfisstofnun að gefa út þetta leyfi. Á meðan voru 2 milljónir rúmmetra af sandi á fleygi- ferð fram og til baka við ströndina og Markarfljót losaði 250 þúsund rúmmetra af sandi og gosefnum þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa. Gleði og gaman á þjóðhátíð Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Fjallið Hekla hefur verið öskugrá undanfarið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.